Tíminn - 09.12.1950, Qupperneq 4
«.
TÍMINN, laugardaginn 9. desember 1950,
276. blað
Nokkrar barnasögur
Eftir Halldór Kristjáusson
Eins og vant er hafa kom-
ið út allmargar bækur handa
börnum og unglingum fyrir
þessa jólakauptið og verða
nokkrar þeirra taldar hér.
Bókaútgáfa Æskunnar hef-
ir sent frá sér fjórar nýjar
barnabækur.
Jólasögur (24.00 kr.) eftir
J óhannes Friðlaugsson á
Fjalli eru 14 smásögur, sem
Norðri gefur út sérprentaðar.
Sögur þessar eru margar kunn
ar þeim, sem fullorðnir eru,
því að þeir hitta hér gjarnan
gamla kunningja, — hafa ef
til vill munað eftir einhverri
þeirra síðan þeir lásu hana
ungir 1 Æskunni. Höfundur
segir í formála, að hann vilji
feginn að sögur sínar geti
orðið til að styrkja jólahug-
myndina sjálfa og þannig
s-tuðla að viðhaldi hinnar
sönnu jólagleði. Þetta er ekki
sagt út í bláinn, því að þessar
sögur eiga að leiða fram þau
dýrmætu sannindi, að djúp
og sönn gleði og fögnuður býr
í öðru en glysi og glingur-
krásum, enda þótt gaman
þyki að slíkum munaði.
Litli dýravinurinn (25.00
kr.) er viðhafnarútgáfa ísa-
foldarprentsmiðju á nokkrum
kvæðum og frásögnum, sem
Þorsteinn Erlingsson átti i
Dýravininum hjá Tryggva
Gunnarssyni. Steingrímur
Arason skrifar formála við
bókina og fer þar maklegum
orðum um brautryðjenda-
starf þeirra Tryggva og Þor-
steins á þessu sviði. Mega
menn gjarnan hugsa um það,
að hinn mikli athafnamaður
og áhugamaður um verklegar
framkvæmdir, Tryggvi Gunn-
arsson, lét Þjóðvinafélagið
gefa út Dýravininn. Þetta er
þjóðleg bók, þó að frásagn-
irnar séu margar af útlendum
toga, og falíeg er bókin í bezta
lagi. —
Nonni (40.00 kr.) eftir Jón
Sveinsson er nýkominn út
hjá ísafoldarprentsmiðju,
IV. bindi i ritsafni Nonna.
Þetta má heita ný útgáfa af
þýðingu Freysteins Gunnars-
sonar, þó að hann segi í for-
mála, að smávegis breytingar
hafi verið gerðar. Nonni hefir
nú komið út á meira en 20
tungumálum.
Sagan af Helgu Karlsdóttur
(6.00 kr.) hefir komið út hjá
Hlaðbúð. Þetta ævintýri er í
þjóðsögum Jóns Árnasonar
undir nafninu Olnbogabarnið
og hafði séra Sveinbjörn Guð
mundsson skrásett það. En
Lorenz Frölich, sem mörgum
er kunnur af teikningum í
ævintýri þeirra Grimms-
bræðra, teiknaði myndir í
þetta íslenzka ævintýri árið
1867 og fylgja þær nú sögunni
í þessari útgáfu, og er það
makleg ræktarsemi að gefa
íslenzku fólki kost á teikning
um hins þýzka snillings.
Gvendur Jóns stendur í stór-
ræðum (35.00 kr.) er ný bók
eftir Hendrik Ottósson, fram-
hald af fyrri sögum hans um
Gvend Jóns og þá strákana
í Vesturbænum. Sú bók var
sérstæð og merkileg, skemmti
lega sagðar strákasögur frá
því skeiði í þróunarsögu
Reykjavikur, sem aðeins var
aði um hríð og aldrei kemur
aftur. Hér er nú haldið áfram
og hefir þetta nýja kver öll
sömu höfuðeinkenni og hið
fyrra. Þetta er menningar-
saga strákanna í Vesturbæn-
um á morgni þessarar aldar,
— ef til vill ekki alhliða og
tæmandi, en frjálsleg og
skemmtileg.
Stafa- og myndabókin (15.
00 kr.) er nýstárleg bók, ætl-
uð ungum börnum, sem ekki
eru komin langt í lestrarlist-
inni. í henni eru myndir, sem
Atli Már hefir gert og vísur
eftir Stefán Jónsson. Tvær
myndir eru á síðu hverri, eitt
hvert dýr, sem á upphafsstaf
síðunnar og leggur eitthvað
gott til mála á dýraþingi og
svo er neðanmálssaga af
þeim Gunnu og Jóni. Þetta er
falleg bók og merkileg eins
og sagt er, girnileg til fróð-
leiks og fögur á að líta.
Sögurnar hennar ömmu
(28.00 kr.), er fjórða kverið
með smásögum og ævintýrum
eftir Hannes J. Magnússon
skólastjóra. Þessi bók er í
sama formi og hinar fyrri,
pappír ágætur, prentið stórt
og teikningar eftir Þórdísi
Tryggvadóttur prýða hana.
Bækur Hannesar eru löngu
orðnar kunnar og vinsælar
svo að um þær þarf ekki að
fjölyrða þess vegna.
Adda í kaupavinnu (18.00)
eftir Jennu og Hreiðar
Stefánsson er eflaust kær-
komin bók fyrir vinina henn
ar Öddu, en þeir munu vera
orðnir margir, því að Öddu-
bækurnar hafa notið furðu-
legra vinsælda. Veldur því
sjálfsagt léttur og látlaus stíll,
lipur og flækjulaus frásögn og
sönn lýsing. Öddubækurnar
eru alveg lausar við alla heim
speki, sem börn skilja ekki.
En nú er Adda orðin fermd og
þá eru Vandamálin orðin önn
ur, þvl að hennar hugsun er
alltaf fylgt, bók úr bók. Frá-
sögnin er stuttorð, rekur
hvert atriðið af öðru króka-
laust, og það á sjálfsagt sinn
þátt í vinsældunum.
Teikningar eftir Þórdísi
Tryggvadóttur eru i kverinu.
Hörður og Helga (26.00 kr.)
eftir Ragnheiði Jónsdóttur er
þriðja íslenzka barnabókin
frá Æskunni. Ragnheiður er
vinsæll höfundur, sem ekki
þarf að kynna. Helga er ung
telpa, sem fer til afa og ömmu
austur yfir fjall á Eyrarbakka
eða Stokkseyri en annars
eru persónur sögunnar mis-
'jafnar, einkum er móðir Harð
ar ómerkileg drusla. Þó er
lýsing hennar ekki út í blá-
inn.
Stella (25.00 kr.) eftir Gun
vor Fossum er norsk telpna-
saga, sem Æskan gefur út.
Sigurður Gunnarsson skóla-
stjóri hefir þýtt söguna. Stella
er að komast á gelgjuskeiðið,
og sagan segir frá ýmsum
áhyggjuefnum, sem kvenfólk
á þeim aldri kannast eflaust
við, og sumt vex reyndar seint
frá. Þessi saga á að hjálpa
ungum stúlkum til að sigr-
ast á hégómanum og áhyggj-
um hans.
Kunnur skólamaður átti tal
við mig. Hann vakti máls á því,
að það værl nokkuð á reiki fyrir
hvaða lögum menn teldu að þeir
ættu að standa upp. Það þætti
sjálfsagt hér eins og með öðr-
um þjóðum, að hlusta stand-
andi á þjóðsönginn. En auk þess
risu ýmsir á fætur þegar þeir
heyrðu önnur lög, svo sem ýms
sálmalög og ættjarðarlög. Af
þessu stafaði bæði nokkurt festu
leysi og ósamræmi, sem væri til
leiðinda, auk þess, sem sérstaða
og tign þjóðsöngvsins minnkar
við þetta. En hver er hér siða-
meistari og getur sagt til um
það, hvað við eigum að gera
okkur að reglu?
Svo vék skólamaðurinn tal-
inu að máli á bókum, einkum
barnabókum og námsbókum.
Hann benti mér líka á það, að
í skólaljóðum, sem nú eru notuð,
stendur: „blessast íslands
byggð“ í staðinn fyrir: „blessast
Ingólfs byggð frá þeirri stundu“
í minni Ingólfs Arnarsonar eftir
Matthías. Þetta taldi hann að
vonum til lýta.
Að þessu sinni skal ég ekkl
fjölyrða um málfar bóka, en ég
við aðeins geta þess, að þjóð-
kunnur menntamaður, sem er
viðurkenndur fyrir að skrifa
gott mál og fagurt hvort sem
hann semur eða þýðir, sagði
mér, að sér dytti aldrei í hug
að láta frá sér fara handrit af
þýðingu til prentunar, fyrr en
hann hefði fengið einhvern mál
glöggvan mann til að lesa það
yfir. Þetta er ekki af því, að
hann telji þá endilega sér
fremri, heldur af því, að hann
veit,-að blindur er hver í sjálfs
sök og betur sjá augu en auga
og vandgert við íslenzkuna, svo
að henni sé fullkosta.
Enginn sæmilegur útgefandi
ætti að láta bjóða sér það að
gefa út bók án þess, að hleypi-
dómalaus maður, sem kann ís-
lenzku, hafi lesið hana yfir. Með
þvi einfalda móti mætti losa ís
lenzkar bækur við marga háð-
ung, sem þar slæðist inn, og
verður lesendum til athlægis eða
skapraunar eftir gerð þeirra, en
höfundum sínum og útgefend-
um til minnkunnar og leiðinda.
Starkaður gamli
Selurlnn Snorri (22.00 kr.)
er ævintýri með myndum eft-
ir Frithjóf Sælen, norskan
mann, en Vilbergur Júlíus-
son islenzkaði. Bókaútgáfan
Björk gefur bókina út. Tvennt
er einkum merkilegt við þessa
bók. Annað er það, að á ann-
arri hvorri síðu er teiknilit-
mynd, sem telja má til und-
antekninga og nýjunga að sjá
í barnabókum hér. Hitt er það,
að nazistar bönnuðu þessa
bók í Noregi, þegar hún var
nýkomin út þar árið 1941. Er
það sannarlega fróðlegt að
sjá, hvað lítið hefir þurft til
þess, að einvöld ofbeldisstjórn
verði spéhrædd, haldi að ver-
ið sé að spotta sig eða sví-
virða, og noti ritskoðun sína
til að banna bækur. Það get-
ur verið umhugsunarefrii full
orðinna manna, sem lesa
þessa bók.
TILKYNNING
til jeppaeigenda
11 Vegna fyrirspurna um stýrisútbúnað jeppabifreiða
,, viljum við veita eftir farandi upplýsingar um það
' i hvað þarf að athuga til þess að fullvissa sig um að
° stýrisútbúnaðurinn sé í fullkomnu lagi.
1. Ekki má vera los í hjólalegum.
< i 2. Ekki má vera los í spindilboltum.
° 3. Ekki má vera los í framfjaðraboltum.
,, 4. Ekki má vera los í framfjaðrahengslum.
° 5. Ekki má vera los í spennum utanum framfjaðrir.
, ( 6. Ekki má vera los í stýrisendum.
o 7. Öxulhalli á að vera 3°.
Ella litla (20.00 kr.) eftir
A. C. Westergaard er önnur
bók, sem Björk gefur út. Sig-
urður Gunnarsson skólastjóri
hefir þýtt hana. Westergaard
er höfundur, sem nú á all-
margar barnabækur á ís-
lenzku, og þessi mun ekki
draga úr vinsældum hans.
Satt að segja, er það helzt að
undra, að þessi saga er ekki
komin út á íslenzku miklu
fyrr.
Atli Már hefir gert teikn-
ingar í þýðinguna.
Ella litla er fimm ára stúlka
út í Danmörku, elskulegt og
skemmtilegt barn.
8. Rétt endaslag á framöxlinum og kúlur óslitnar.
9. Framfjaðraklemmur vel hertar.
10. Fjaðrastrekkjarar í lagi.
11. Stýris-„gear“ sé rétt stillt og ekki slitið.
12. Rétt millibil á milli hjóla.
Þessar upplýsingar eru miðaðar við það að „fram-
hausing“ sé rétt.
Ef að eitt og sérstaklega ef að fleiri af þessum at-
riðum eru ekki höfð í lagi kemur fram slit í stýris-
bolta í olnbogaarmi og endar með því að hann brotnar
ef að ekki er að gert.
Hjalti Björnsson & Co.
99
Gull í lófa framiíðarinnar"
segja ritdómarar um dýrasagnaflokkinn Menn og mál-
leysingjar I—III. Það er vissulega satt — hér er um
að ræða dýrmæta fjársjóði unglingum til handa. 114
sannar íslenzkar dýrasögur, skráðar af bændum, hús-
freyjum, læknum og prestum og öðrum er náin kynni
hafa haft af íslenzkum dýrum. Það er því þjóðin sjálf
sem segir hér sögur.
Fyrsta bindið er nú komið aftur á bókamarkaðinn.
Getum því afgreitt öll 3 bindin, samtals 426 bls. og
kosta þau aðeins kr. 60.00 í góðu bandi.
Vekið hlýhug unglinganna til dýranna
— það er mikilsvert gæfunnar spor. —
Veljið þeim þessar bækur í jólagjöf. —
H. f. Stillir
Hin glæsilega yfirlitssýning ’
íslenzkrar myndlistar
í Þóðminjasafninu nýja 2. hæð opin daglega frá kl. 10—
22. Aðgangseyrir kr. 5. Aðgöngumiði fyrir allan sýning-
artímann er hljóðar á nafn kostar kr. 10.
Auglýsingasími Tímans 81300