Tíminn - 28.12.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.12.1950, Blaðsíða 1
< ...... RiUtjóri: Pðrmrtu * Þórariiutou Trtttartí*t*óri\ Jók Etlgato* ÚtQtfandi: rrmmtóinar'lokkuriuu Sinfttofur I Xdduhúrlnu Trtttasimar: 11302 o g S1303 ÁfgreiOshtsíml 2321 Auglýsingastmi >130$ PrentsmiBjan Edda 34. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 28. des. 1950 289. blað Fní Elísabeth Þorsteinsson látin Frú Elísabeth Þorsteinsson, Háteigsvegi 32 í Reykjavík, kona Helga Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra innflutn- ingsdeildar S.Í.S., varð bráð- kvödd að heimili sínu í fyrri- nótt. Hún var skozk að ætt, 42 ára gömul. Kona bíður bana Það slys varð í Reykjavík á Þorláksmessu, að kona, Jar- þrúður Davíðsdóttir að nafni, Granaskjóli 19, 35 ára að aldri lenti fyrri vörubifreið á Kapla skjólsvegi og beið bana af. Jarþrúður heitin vann í Farsóttarhúsinu við Þing- holtsstræti o% var á leið til vinnustaðarins, er slysið varð. Laxvciöi í Columbia-fijótinu í Bandaríkjunum eru mikil at- vinnugrein meðal Indíánanna, sem enn lifa þar, og íbúa, sem síðar hafa tekið sér þar bólfestu. Laxinn kemur 4—5 ára gamali í ána utan úr hafi, feitur og búsiinn, og vegur þá oftast um 25 pund. Eldri laxar eru mikiu þyngri. Myndin er frá Oregon, þar sem veiðimaður er að innbyrða lax úr neti sínu. Húsbmni á Akranesi í fyrradag kviknaði í húsi á Akranesi, Mánabraut 17, og urðu þar miklar skemmdir af eldi og vatni, áður en slökkvi lið Akraness réð niðurlögum eldsins. Húsið er einlyft timburhús með risi og kjallara, og kom eldur upp á hæðinni í íbúð Karls Auðunssonar verka- manns. Stóð þar í stofu lítið pappahús, þakið baðmull, og rafmagnspera í. Hafði peran hitnað og kveikt í pappanum og baðmullinni. Harðbakur kom til Ak-g | ureyrar á 2. jóladag Vat* tvo sólarhringa og 18 kl.st. frá Aber- dceu. Ifanit mnn fara á veiðsir um áraniótin Frá fréttaritara Timans á Akureyri. Akureyringar fögnuðu hinum nýja togara sínum, Harð- bak, snemma á annan dag jóla. Kom hann þá til Akureyrar eftir tveggja sólarhringa og 18 stunda siglingu frá Aberdeen. Gekk ferðin ágætlega og reyndist skipið hið bezta. Þetta er fyrsti togarinn af þeim tíu, sem íslendingar eiga í smíð- um í Bretlandi, sem kemur til landsins. 20-30 bifreiðar í árekstri ura jólin Milli tuttugu og þrjátíu bílar lentu í árekstri í Reykja vík nú um jóiin. Skemmdust sumir bílanna talsvert, en veruleg slys á fólki urðu ekki. í gær bauð stjórn Útgerðar, urunum og mjög vel frá öllu félags Akureyrar fréttamönn-; gengið. Togarinn hefir og öll fullkomnustu siglingatæki, sem togarar hafa. um ýmsum borgurum Akureyr ar að skoða skipið, sem er hinn friðasti farkostur. Er það 183 fet á lengd og gert ráð fyrir, að stærð þess sé um 700 lestir. Það gengur að jafn aði 13 mílur á kl.st. Manna- íbúðir eru hinar vistlegustu eða svipaðar og á nýju tog- Ungur maður drukknav af togara á Halamiðum Aðfangadag jóla varð það slys á Ilalamiðum, að ungan mann, Guðmund Danivalsson, tók út ai' togaranum Bjarna riddara frá Hafnarfirði. Náðist liann áður cn langt um leið, en lífgunartílraunir reyndust árangursiausar. Þarf að brcyta fiski- mjölsverksmiðjunni. Það er helzt til nýbreytni í togara þessum, að þar er komiö fyrir fiskimjölsverk- smiðju, sem unnið getur 25 lestir af fiskúrgangi eða fiski á sólarhring. Er verksmiðj- unni komið fyrir aftan við lestina, eða milli lestar og vél arrúms. Sjómönnum lízt þó svo á, að ýmsu fyrirkomulagi við fiskimjölsvinnsluna verði að breyta til betra hagræðis, og verður það athugað. Fer á veiðar um áramót. Veður var ekki mjög vont, er þetta slys varð. Tveim bjarghringum var kastað til Guðmundar, en þegar það stoðaði ekki, batt einn háset anna, Sigurður Þórðarson, Skúlaskeiði 38 í Hafnarfirði, vað um sig og steypti sér fyrir borð. Tókst honum að ná Guð mundi, og voru þeir síðan báð ir dregnir um borð. Skipverjar hófu þegar lífg unartilraunir á Guðmundi, og jafnframt var skipinu haldið til hafnar. Náðist talsamband við land, og var læknirinn á Þingeyri beðinn að koma til móts við togarann á báti. Gerði hann það, en er hann kom um borð í togarann, var Guðmundur örendur. Guðmundur Danivalsson var 27 ára gamall, ókvæntur,, ættaður úr Keflavík, sonuí Danivals kaupmanns Dani- valssonar þar, en búsettur í Hafnarfirði. Togarinn Harðbakur hefir hlotið einkennisstafina EA 3. Hann mun fara á veiðar um áramótin. Skipstjóri á honum er Sæmundur Auðunsson, eins og fyrr hefir verið frá skýrt. 1. stýrimaður verour Alfreð Finnbogason. 1. vélstjóri er Hallur Helgason og sér hann einnig um fiskimjölsverksmiðj ' una. Skipshöfnin verður 32 menn eða tveim fleiri en á eldri togurunum, þar sem tvo menn þarf til að starfa við fiskimjölsverksmiðjuna. Hrakti einn á bát inn Dýrafjörð en komst að lokum í brezkan togara Frá fréttaritara Tímans i Dýrafirði. í stórviörinu, sem hér gerði sem annars staðar á landinu dagana 9.—10. des. lenti Guðmundur Sigurðsson frá Leiti í Dýrafirði í allmiklum sjóhrakningum á litlum vélbát, en komst við illan leik um borð í brezkan togara, sem lá á firð- inum. Mikil leit var gerð að Guðmundi. Guðmundur fór á lítilli skektu að huga að litlum vél- bát, er hann átti á legu und- an bænum. Hugðist hann setja vélbátinn upp, þar sem veður fór mjög versnandi. Var hann einn að þessu. Komst hann klakklaust út í bátinn, setti vélina af stað og hélt til lands. Vélin bilaði. En þegar hann átti mjög skammt eftir að landi, bilaði vélin og hann hrakti þegar frá landi. Fékk hann ekki við neitt ráðið með árum, enda var árabáturinn aftan í og þyngdi mjög róðurinn. Myrk- ur var í þann veginn að skella á, og hvarf Guðmundur fólki i landi sjónum út í sortann. Leitað til slysavarnadeildar. slysavarnadeildin í Mýra- hreppi skyldi ekki hafa tal- stöð. Leitarmenn á bátnum kom ust ekki í heimavör heldur urðu að lenda að Gemlufalli og ganga þaðan til Núps í myrkri og stórhrið. Guðmundur hefir jafnan sótt sjó fast einn á vélbátnum í haust. Hann hefir áður lent í svipuðum hrakningum fyrir nokkrum árum, er bát hans rak frá Dýrafjarðarmynni inn á Patreksfjörð. Var hann þá talinn af en bátur frá Stykkishólmi fann hann og skilaði til Patreksfjarðar. Síldarbátarnir aftur á veiðar í gær Slysavarnadeild Mýra- hrepps var þá þegar gert að- vart og brá formaður hennar, Valdimar Kristinsson, þegar við og mannaði bát til leitar- innar. Simasambandslaust var þá frá Gemlufalli bæði til Þingeyrar hinum megin fjarðarins og ísafjarðar, að- eins lélegt samband innan sveitar.Leítarbáturinn fór af stað úr Alviðruvör, sama stað og Guðmundur hafði ætlað að lenda í. Er það norðan fjarð- arins skammt frá Núpi. Báturinn leitaði inn um all- an Dýrafjörð án árangurs en kom síðan til Þingeyrar. Slysa varnadeildin þar sendi þegar leitarmenn á fjörur inn með firði og einnig var leitað með sjó að norðan. Nokkrir enskir togarar lágu á firðinum en enginn þeirra, sem til náðist hafði orðið Guðmundar var. Varðskipið Ægir var einnig á Dýrafirði en ekki tókst að hafa samband við það loft- leiðis, þar sem ekki náðist til ísafjarðar. En leitarmenn á bátnum gerðu Ægi aðvart og hóf hann þegar leit og lýsti með kastljósum fram með ströndum. Komst í brezkan togara. En litlu seinna gerði ísa- fjcrður aðvart um að Guð- mundur hefði komizt í brezk- an togara á firðinum og togar inn síðan gert aðvart til ísa- fjarðar. Sótti Ægir Guðmund síðan og flutti til Þingeyrar. Báðir bátar hans höfðu þá slitnað aftan úr brezka togar- anum og rekið á land. Brotn- aði vélbáturinn i spón en ára- báturinn minna. Mikill bagi var að því í þessari leit, að Síldarbátarnir fóru almennt til veiða aftur í gærdag. Flest ir Akranessbátar munu reyna síldveiðar aftur nú, og sjá hvort nokkra veiði er að fá. Margir eru hins vegar hættir síldveiðum I öðrum verstöðv- um og farnir að búast til þorskveiðanna á vetrarvertíð- inni. — Hvernig farið hefir um veiði í gærkvöldi og nótt mun skera úr því, hjá mörgum bát um, hvort haldið verður á- fram síldveiðum, eða þeim hætt og farið að undirbúa bátana fyrir vetrarvertíð- ina. — I Jolatrésskemmt- I un Félags Fram- sóknarkvenna = : = = | Fyrir nokkru síðan gekkst f 1 Framsóknarfélag Reykja- | | víkur fyrir að halda jóla- f | trésskemmtanir árlega fyr- I = ir börn. Voru þær vel sótt- | 3 ar og þóttu takast ágæt- I \ lega. Nú síðustu árin hafa i ’ þessar skemmtanir lagzt | 5 niður á vegum Framsókn- | = armanna. En nú hefir Fé- = 3 lag Framsóknarkvenna á- f j kveðið að gangást fyrir \ f jólatrésskemmtun barna í | \ Breiðfirðingabúð föstudag- | I inn 5. janúar. Væntir félag 1 i ið góðrar þátttöku í sam- i i komunni og biður þá, sem i i ætla að lofa börnum sín- i | um að vera með á þessum | i jólafagnaði, að gera sem | i fyrst viðvart í síma 6066. f iimimmimmMmiiMiimiiimmmiimiMMimimmmM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.