Tíminn - 06.01.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1951, Blaðsíða 1
Itttitjóri: Þðrmrinn Þórarinttom rtéttaritstjórii J6m Belgason Útgefaruli: rrmwu6k*arflok1curin* <------------------------------- i Skrifitofur l Kdduhútinn Frétiastmar: f1302 og S1303 AfgreiSslusimi 2323 Auglýsingasími 3130$ PrentsmiSjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 6. janúar 1951. 4 blað. Fimmtugnr í dag': TómasGuðmundssori| skáld Tómas Guðmundsson skáld er fimmtugur 1 dag. Hann ,er eitt af ástsælustu slcáldum, sem þjóðin hefir eignazt og hefir skapað margar dýr- mætar bókmenntaperlur, sem seint mun falla á og geymast munu í huga fyrst og fremst æskunnar, kynslóð fram af kynslóð meöan fög- ur ljóð eru dáð á þessu landi. Tómas er sem sagt ekki nema fimmtugur í dag og nýja Ijóðabókin hans, sem kom út í vetur, sýnir það, að hann á margt fallegt ógert ennþá og það er lika von allra ljóðelskra íslendinga. Lítil síldveiði Tveir báíar fens'u 25 ■ tnnnur í fyrrinótt Frá fréttaritara Timans á Akranesi. Tveir Akranesbátar Keilir og Sveinn Guðmundsson komu heim af síldveiðum í gærdag. Voru þeir með lít- inn afla eftir nóttina, annar 20, en hinn 5 tunnur. | Keilir tók upp net sín og og er hættur síldveiðum í bili, en Sveínn Guðmundsson og| annar bátur til munu halda áfram veiðum eithvað enn. J Eru menn ekki með öllu; vonlausir um frekari síld- j veiði. Sáu bátarnir í fyrra- j kvöld mikla síld á dýptar-1 mæla og einnig urðu þeir var ( ir við stórfisk innan um slld ina. En margir eru hins veg- ar hræddir um að síldin! á þeim slóðum, sem bátarnir hafa látið reka, kunni að vera aðallega smásíld, svipuð þeirri sem verið hefir I sund- , um. Skugga-Sveisin á Akranesi SViyndarBeg starfsemi hjá Leikféi. Akraness Skugga-Sveiim sýndus* í Bíóliölliimi |sar í fjérSa siim anuaókvölfl Leikfélag Akraness sýnir um þessar mundir leikritið Skugga-Svein eftir Matíhías Jochumsson. Hefir leikritið verið sýnt þrisvar á Akranesi við ágæta aðsókn og mikla hrifningu áhorfenda. Næst verður það sýnt í Ríóhöllinni annað kvöld. Stórbruni aö Ketilsstöö- um á Völium i gærdag Slóri íhóðar- og gistiliíís braim og engu af innanstokksmunum varð hjargað Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Um miðjan dag í gær varð stórbruni að Ketilsstöðum á Völlum. Brann þar til kaldra kola á skammri stundu tví- lyft stórhýsi, ein mesta bygging I sveit á Austurlandi. Engu af innanstokksmunum varð bjargað. Brann á þrem síundum. Eldsins varð vart um klukk an tvö í gær, en magnaðist skjótt og va»ð engu bjargað úr hósinu. Fólk kom af öðrum bæjum á Völlum, er vitnaðist um eldinn. en til Egllsstaða náð- ist ekki með beiðni um mann hjálp við slökkvi- og björgun arstarf fyrr en eftir háltan annan tima, því að símastöð- in þar er lokuð á timanum frá tvö til hálf-fjögur. Um fimmleytið var allt brunnið er brunnið gat. — Eldsupp- tök eru ókunn. Stórhýsi. Húsið á Ketilsstöðum var stórt steinhús, tvílyft með timburinnréttingú. Það var notað sem gistihús á sumrin, og voru ekki annars staðar meiri byggingar á Fljótsdals- héraði, nema á skólasetrum og Egilsstöðum og ef til vill að Skriðuklaustri. Að Ketilsstöðum búa Berg- ur Jónsson frá Egilsstöðum og Sigríður Hallgrímsdóttir, kona hans. Er tjón þeirra geysilega mikið, því að allt var lágt vátryggt. í fyrrinótt var brotizt inn í vöruskemmu Eimskipafé- lags íslands í Haga. Var þar geymt all mikið af hjólbörð- um, og mun ellefu þeirra haía verið stolið. Verstu jarðbönn í tugi ára Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkrók. Jafn alger jarðbönn og nú eru hér í héraðinu hafa varla komið í 20—30 ár. Var jafna snjór yfir allt, er blota gerði, en síðan fraus, og hljóp þá allt í storku. Byrja að slátra folöldum og tryppum. Hrossaslátrun er hafin vegna harðindalegs útlits, og er sennilegt, að allmargir taki þann hyggilega kost að fækka hrossum meðan þau eru enn í haustholdum. Eink um eru það folöld, sem menn eru byrjaðir að slátra, en (Framhalrt á 7. siðu.) Lík danska sjó- raannsins fundiÖ Lík danska sjómannsins, Svend Aage Nielsen, er hvarf af skipi í Reykjavíkurhöfn á nýársnótt, fannst við bryggj- urnar framan við kolakran- ann í gær. Hafði skipið legið þar. Er sýnilegt, að hann hef- ir fallið í sjóinn og drukkn- að. Það var lögreglan, sem slæddi líkið upp. óx um 2 milj. kg. ! t Fyrstu 11 mánuði s. 1. árs varð innvegið mjólkurmagn til mjólkurbúanna . samtals 35,2 millj. kg. á móti 33,2 millj. árið áður. Seld ný- mjólk varð 17,9 millj. kg. ái móti 17,1 í fyrra. Seldur rjómi varð 801 lest en 769, lestir árið áður. Smjörfram- leiðsla búanna varð 263 lest- { ir á móti 235 lestum árið áð-, ur. Framleiðsla mjólkurosta varð 346 lestir en 388 lestri árið áður. Mysuostur varð 66 lestir en 48 lestir árið áður.! Skyr var 1084 lestir en 10571 lestir árið áður. Framleiðsla' mjólkurdufts varð 114 lestir en 109 lestir árið áður. Und- anrenna, sem fór í Kasein- vinnslu, var 1274 þús. lítrar, en aðeins 734 þús. lítrar árið áður. f niðursuðu fóru 435 lestir mjólkur en 197 lestir í fyrra. Athafnasamt Ieikfélag Leikfélag Akraness er eitt með hinum athafnasamari leikfélögum og hefir hvað eftir annað tekið stór og viða mikil verkefni til meðferðar, en efnt til leiksýninga árlega síðustu árin. Er þetta myndarlega fram- lag til skemmtanalífsins á Akranesi aðallega að þakka nokkrum áhugamönnum um leiklist þar. En þar eins og víðast annars staðar getur enginn helgað sig leiklistinni eingöngu, heldur verður fólk sem annars er önnum kafið við sín daglegu störf að veria til staríseminnar flestum stundum, sem frjálsar eru langan tíma að vetrinum. Mikil hrifning áhorfenda Skugga-Sveinn er með vin sælli leikritum islenzkum og eiga vinsældir leiksins rætur langt inn í sál íslenzkrar al- þýðu. Sýning leiksins á Akra- nesi varð engin undantekn- in í þessu efni. (FranJia-d á 7. síðu.) Mikið nra leikstarf í Rangárþingi Allmikið er um leikstarf- semi í ungmennafélögunum , hér í sýslunni um þessar , mundir. enda starfa félögin af mikilu fjöri. Ungmenna- félagið Trausti, Austur-Eyja- , fjöllum, hefir úndanfarið ; haft þrjár sýningar á leikn- ; um „Græna lyítan við ágæt- ar viðtökur. Ungmennafélag- ið í Fljótshlið er að æfa „Orr- ustuna á Hálogalandi" og mun hefja sýningar bráðlega. Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum hefir haft tvær sýningar á le'knum „Frænka Charleys“ við hinar beztu viðtökur. Harðindi og innistaöa á fénaði á Útheraði Frá fréttaritara Tímans í Jökulsárhlíð Á Úthéraði liafa nú verið harðindi í margar vikur, og víða haglaust með öllu. Byrjaði að snjóa þar fyrir miðjan nóvembermánuð og er nú mikill snjór. í gær bleytti í snjó- inn, og verða jarðbönn, þar sem áður voru snöp, er aftur frystir. Hagbönn hafa að undan- förnu verið i Úthlíð, Iljalta- staðaþinghá og viða i Eiða- þinghá og Tungu. Ofan til á Völlum er hins vegar lítill snjór og allgott í Fljótsdal og uppi á Jökuldal. Nokkuð af heyi af Suður- og Vesturlandi er nú komið á þá bæi, sem hraðast urðu úti í óþurrkunum í sumar, og einnig allmikið af fóðurbæti. En allir aðflutningar hafa ver ið mjög erfiðir, sökum þess, hve vetur lagðist snemma að. Var þó nokkuð hægt að kom- ast um héraðið kringum jólin. En þrátt fyrir það er ugg- ur i mönnum, ef harðindin haldast óbreytt, og innistaða verður um langt skeið. Mun þá fljótt sneyðast um hjá ýmsum, enda þótt nokkuð sé til af votheyi á flestum bæj- um, því að þurrheysfengur- inn frá sumrinu var bæði lít- ill og rýr, eins og flestum mun kunngt af fyrri fréttum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.