Tíminn - 06.01.1951, Page 4

Tíminn - 06.01.1951, Page 4
4 TÍMINN, laugardaginn 6. janúar 1951. 4 blað, Ábyrgð — ábyrgðarleysi Niðurlag. IV. Togaraverkfall það, sem nú er nýafstaðið, er ágætt sýnis horn af því ábyrgðarleysi, er nú gegnsýrir þjóðfélag vort. Nokkrir togarar hafa verið gerðir út á sama tíma, sem meginflotinn hefir legið í höfn vegna þess, að sjómenn irnir hafa ekki viljað stunda atvinnu sína með sömu kjör- um og þeir, sem ekki hafa gert verkfall. Nú munu mán- aðartekjur hásetanna á þeim skipum sem gengu, hafa ver ið allt að 4 þúsund krónur, og í sumum tilfellum vel það. Ekki verður sagt, að þetta séu rýrar tekjur fyrir óbreytta sjómenn. Það svarar til þess að með verkfallinu hafi sjó- menn viljandi rýrt tekjur sin- ar um 12—16 þúsund krónur hver, árið 1950 og valdið auk þess óútreiknanlegu tjóni á þjóðarbúinu. Vera má, að þeirra sé ekki sökin einvörð- ungu, um það skal ekki dæmt hér. En hér er um svo gífur- legt ábyrgðarleysi og illkynj- að fyrirbrigði að ræða, að nærri stappar fullkomnum landráðum. Verkfall þetta virðist ekki hafa verið gert af brýnni þörf fyrir sjómenn- ina, vegna þess, hvað lítið þeir báru úr býtum. Heldur virðast önnur sjónarmið hafa verið látin ráða. Þess vegna er þetta verkfall vottur svo blygð unarlauss ábyrgðarleysis, að varla eru dæmi til annars eins. — Mér virðist fullkom- in ástæða til að athuga, hvort ekki væri rétt að takmarka með lögum rétt manna til að stöðva á þennan hátt atvinnu rekstur þjóðarinnar og leggja refsingu við. Ég geng þess ekki dulinn, að svona hugleiðingar eru taldar merki afturhalds og séu til þess eins að styðja málstað auðvaldsins. Ég læt mér það i léttu rúmi liggja, en segi, að svona framkoma sé tilraun valdabraskara til þess að kúga réttmæt stjórn arvöld og þjóðina alla um leið til undirgefni undir blind stéttasjónarmið. En það er svartara afturhald en nokk- ur kapitalisti hér á landi hef- ir nokkurn tíma verið hald- inn af síðan á dögum einok- unarkaupmanna. Það er nefnilega að koma á daginn, að það eru fleiri en kapital- istar, sem kunna lagið á því að kúga. Hvort sem kúgarinn birtist I mynd öreiga verka- mannsins eða auðmannsins, er hann sama ófreskjan. Og við íslendingar eigum að vera það vel mannaðir, að við eig- um ekki að þola slíkar mann- gerðir. Það er fullkomin ástæða fyrir löggjafann á íslandi, að athuga hvort ekki sé með lög gjöf hægt að fyrirbyggja að svona atburðir, eins og tog- araverkfallið endurtaki sig. V. Það orkar mjög tvímælis, hvort styrktarstarfsemi rík- isins í heild, komi að þeim notum, sem menn vænta. Þegar framlögin eru þannig, að þau auka á fjárveitingu, sem ekki gefur beinan arð af sér, munu þau fremur ýta undir vaxandi verðbólgu og draga úr sparnaðarviðleitni manna. Allar aðgerðir þess opinbera, sem örfa eyðslu og hníga að því að ýta undir hóglifi, eru mjög tvíeggjaöar. Kvartanir manna um erfiði eru oft á tíðum vottur leti og viljaleysis til þess að leggja Eftir Sigurð Villijálmsson sig fram um það, að sjá fyr- ir sér sjálfur. Þau munu vera fá afrekin, sem unnin hafa verið án erfiðis. Það er orðið býsna algengt að menn á bezta aldri með mikilli vinnuorku leggja árar í bát og hætta lífsstaffi sinu en taka fyrir óskyld störf, sem und- anfarið hefir verið greiður aðgangur að. Alls óvíst er það,- að þó einhver hafi ver- ið sæmilegur sláttumaður eða sjómaður, að hann sé fær um að starfa í opinberri þjón ustu, svo nokkurt gagn sé að. Mestar líkur eru til, að þeir, sem þannig leggja frá sér arð gæf störf verði áhuga- og úr- ræðalausir starfsmenn við hin léttari störf, sem svo eru nefnd. Ég tel, að heilsuhraust fólk eigi að taka þátt í lífsstarfi sinu meðan það getur sökum ellilasleika. Það verður eng- um að fjörtjóni, þótt hann erfiði eins og orka hans leyf- ir. Hann mun heldur engu tapa af lífshamingju sinni við það. Hitt mun vera sönnu nær, að iðjuleysi valdi mönnum lífsleiða og veiki mótstöðu- afl manna gegn sjúkdómum og eyði siðferðisþroska og á- byrgðartilfinningu. Með öðr- um orðum, flest af þessu fólki verður í raun og veru gjör- samlega þýðingarlaust í starfi þjóðarinnar, að því að byggja að nytja land sitt. — Gunnar Huseby og Torfi Bryn geirsson hafi ekki orðið Evr- ópumeistarar, nema af því að þeir hafa lagt alla orku sína i að fullkomna sig, hvor í sínum íþróttagreinum. Ef þeir hætta því, munu þeir fljótt missa tignina. Þannig er það á öllum sviðum. Að- eins einbeittur vilji, ástund- un og mikið erfiði skapa af- reksverk og veita þann unað, sem því er samfara, að gera það. Sigurvonin á að vera það afl, sem knýr einstaklinga og þjóðina alla til átaka. Styrk- ir og lán frá öðrum, hnitmið- að við brýnustu þarfir, getur orðið til þess að létta mönn- um róðurinn, ef rétt er með farið, en það hefir aldrei úr- slitaþýðingu. Úrslitin eru und ir persónuleik og þrótti þess komin, sem verkið vinnur. Sú áherzla, sem undanfar- ið hefir verið lögð á að skapa aukna framleiðslu, hvað sem það kostar. Án tillits til þess, hvað mikið fer í súginn við það er vægast sagt var- hugaverð. Veiðarfærum • og vélum er beitt miskunnar- laust með oft mjög litlum á- rangri. Til eru þeir forustu- menn, sem aðeins hugsa um að afla sem mest, en skeyta engu um þau tæki, sem þeim er trúað fyrir. Við öflum gjald eyrisins og verðum aflahæst- ir, hugsa slíkir menn. En þó tækin verði ónýt, löngu áður en búið er að greiða þau, það hefir minna að segja í aug- um þessara manna. Gjaldeyr ir, sem aflað er með taprekstri er of dýr. Hann er einn þátt- urinn í því að skapa og við- halda verðbólgunni. Þess vegna eru slíkir hættir og vinnubrögð, sem hér að fram an er drepið á, vottur um á- byrgðarleysi á háu stigi og grafa undan sjálfstæði og frelsi einstaklinga og þjóðar- innar í heild. Það er eins og keppst sé við að sýnast sem stærstur, með sem mestri veltu, ekki skeytt um innviði né undirstoðir. VI. Ég hefi hér að framan grip- ið örfá dæmi þess, hvernig á- stand það, sem ríkt hefir i þjóðmálum og jafnvel lög- gjöf, smátt og smátt er að grafa grunninn undan sið- ferðisþreki einstaklinga og þjóðarinnar í heild. Engan veginn er þetta ágrip tæm- andi lýsing á þvi raunveru- lega ástandi. En ef ég héldi áfram upptalningunni, yrði það langtum meira mál, en hægt væri að koma í ófull- komna blaðagrein. Hér er efni í heila bók. Mér virðist, að ekki sé að vænta bata í atvinnu- og efnahagslífi þjóð arinnar, nema ríkið og stofn- anir þess, vinni markvisst að því, að sniða burt allt það, sem veldur undanhaldi þjóð- arinnar frá þvi, að taka af fullri ábyrgð og einurð á verkefnum á hverjum tíma. Enda þótt árferði og afla- brögð kynnu að fara batn- andi, vofir hættan yfir þjóð- inni. Við höfum reynslu fyrir því, að velmegunin hefir orð- ið okkur fjötur um fót, vegna þess, að of mikil bjartsýni og löngun fólksins til munaðar- lífs, tælir út á villigötur. Þess vegna verðum við að. setja skorður við því, að sagan end urtaki sig í þeirri mynd, sem við þekkjum hana frá síðustu árum. Þær skorður verða ör- uggastar með því að knýja menn til ábyrgðar á gjörð- um sínum. Ekki er ólíklegt, að margir verði til að tala um kjaraskerðingu ef það yrði gert. En ég fullyrði, að kjara- bðetur séu í vændum, ef sú breyting yrði á, að hver mað- ur finni til ábyrgöar í starfi sínu. Ríkið verður að færa á- byrgðirnar af sér yfir á hinar margvíslegu starfsgreinar og einstaklinga. Hin ópersónu- lega ábyrgð, sem nú er svo algeng, er sá ormur, sem nag ar rætur þjóðfélagsins. Ég er sannfærður um, að sé það rétt hjá Bretum að „England ætlast til þess, að hver maður geri skyldu sína“ þá eigi það ekki síður við hjá okkur að segja að: „ísland — Fjallkonan — ætlast til þess, að hver maður geri skyldu sína.“ Mér hefir borizt bréf frá manni, sem segist vera ungur og atvinnulaus skipstjóri. Þó að ég vilji ekki að svo komnu máli lýsa mig sammála honum að öllu leyti, sé ég enga ástæðu til að meina honum að túlka sjón- armið sitt. Bréf hans er svo: „Þó að skipstjórafélög séu með allra elztu stéttarfélögum landsins standa þó þeir, sem þann hópinn fylla, langt að baki öðrum að stéttarlegum þroska og stéttvísum manndómi. Það er kannske af því að stétt- in er byggð upp á úreltum tím- um. Varla er til svo aum iðnaðar mannadeild, að hún hafi ekki fengið réttindi sín örugglega viðurkennd. Kjötiðnaðarmenn eru sérstök stétt og þar voru þeir 9, sem tóku þátt i kosningu á Alþýðusambandsþing. Auðvit- að hefir þessi stétt viðurkennd- an sérrétt sinn. Fimm þessara manna gætu að sjálfsögðu stöðvað kjötiðnaðinn og öll verkalýðshreyfing landsins legg ur sóma sinn að veði fyrir því, að ekki yrðu brotin lög á kjöt- , iðnaðarmönnum ef svo stæði á, með því að réttindalausir menn gengju i verk þeirra. Aðrar stéttir hafa gætt þess, að ekki fjölgaði í þeim um of, svo að þar myndaðist atvinnu- leysi. Þær hafa vandlega gætt þess, að ekki bættist við og næðu réttindum í stéttinni fleiri en svo, að næg atvinna væri fyrir alla, þegar minnst væri að gera. En skipstjórastéttin ein horfir aðgerðalaus upp á það, að ár- lega séu tugir manna látnir ryðjast inn í stéttina, þó að hún sé þegar orðin alltof fjölmenn. Gömlum og þrautreyndum skip- stjórum er sparkað vegna ungra og nýlærðra skjólstæðinga en jafnframt því eru efnismenn ginntir til að læra sldpstjórn, þó að þeir fái svo aldrei tæki- færr til að nota þá sérmenntun, sem þeir hafa aflað sér. Og svo þungur er svefninn í þessum efnum að fjöldi skipstjóra virð- ist helzt telja þetta öryggisleysi sjálfsagðan hlut, þó að aðrar stéttir láti sér ekki til hugar koma að gera sér neitt því líkt að góðu. Lyfsalar halda því fram, að engir megi reka lyfjabúð nema þeir, sem hafi sjálfir lyfsala- réttindi og þá skoðun munu ýmsir lögfræðingar hafa stutt. En hvenær hafa skipstjórar ymprað á því, að engir mættu gera út skip nema þeir, sem hafa rétt til að stjórna skipi? S Það er orðið þunnt víkingablóð- ið í hetjum hafsins, þegar þær gera sér að góðu an-nan rétt og miklu minni en landkrabbarn ir eða réttara sagt una rétt- leysi þegar allir aðrir krefjast réttar. Lyfsalar mótmæla því einum rómi í stéttarfélagi sínu að Kaupfélag Árnesinga fái að reka lyfjaverzlun af því Egill Thorarensen hefir ekki lyfsala- réttindi. En hvar og hvenær hefir heyrzt ein einasta rödd frá skipstjóralærðum manni til að krefjast þess að Gunnar . Thoroddsen tæki svo mikið sem pungapróf áður en Reykjavíkur ' bær færi að gera út togara- ' flota? Því fer alls fjarri, og ' stéttarfélög þeirra hafa enga forustu um það, að tryggja rétt 1 sinna manna. Þau lifa undir 1 öðru lögmáli en flestir aðrir. Ég hcld, að skipstjórnarlærðir menn ættu nú þegar að taka það til athugunar hvort ekki væri rétt að fella niður rekstur sjómannaskólans í nokkra vetur meðan atvinnuleysi er að hverfa úr skipstjórastéttinni. Jafn- framt því, sem stéttin lokaði þanig að sér, að dæmi annarra sérmenntáðra starfshópa ætti svo að taka til athugunar, hvort ekki væri rétt að fylgja for- dæmi lyfsalanna og taka upp baráttu við þeirra hlið fyrir því, að öll útgerð islenzkra skipa verði lögð í hendur þeirra manna, sem rétt hafa til að stjórna skipi og þeirra einna, svo að enginn reki útgerð með stærra skip en svo, að hann hafi sjálfur full réttindi til að stjórna því. Eða eru skipstjórar eftir- bátar allra annarra að stétt- vísi og stéttarlegum þroska?“ Þetta bréf er ekki lengra. Ef til vill kemur einhverjum eitt- hvað af efni þess á óvart en að athuguðu máli finnst mér í raun og sannleika ástæða til að hugsa um þessar kröfur og rök- stuðning þeirra. Starkaður gamli. snnnusnnnsnnjnnnjnnnnnnnnnnnnnnnnsnn::::::::::: I JÓLATRÉSSKEMMTUN Erlent yflrllt (Framhald af 5. slfht.) sveitasetri, Þar hugsar hann sér að reika um með létta veiði- byssu á öxl, — ef það verður þá ekki nauðsynlegt að hann sé annars staðar, þar sem önnur og ægilegri vopn verða notuð. ifmuArungJoétuAýUiA alu áejbaAl 0uu/eUi4u?% íþróttafélags Reykjavíkur verður n. k. sunnudag 7. janúar í Listamannaskálanum. GÓÐ SKEMMTISKRÁ ! Aðgöngumiðar fást í Skartgripaverzlun Magnúsar Bald vinssonar, Laugavegi 12 og í Bókaverzlun ísafoldar. — Öll börn velkomin. Stjórn ÍR. snnnnnsn ■■ TIL SOLU: H u B Olíustöð Olíusamlags Ólafsvíkur er til sölu. Kaup- 1 n tilboð óskast send fyrir 1. febrúar 1951 til stjórnar sam- |J || lagsins, sem gefur allar nánari upplýsingar. Áskilinn ♦« n • • n er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna n n H öllum. f:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.