Tíminn - 09.01.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.01.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 9. janúar 1951. 6. blatf. NÝIR SIDABÓTAMENN Alþýðublaðið heldur áfram á sunnudaginn upplýsinga- starfsemi sinni um áfengis- veitingar á skemmtistöðum og er vonandi, að framhald verði á því. Hitt er undar- legra, að blaðið lætur nú svo, sem það hafi helzt engar grunsemdir um það haft, að áfengi væri selt á öðrum samkomustöðum Reykjavík- ur en Hótel Borg. Ýmsir munu þó hafa séð það, að framá- menn Alþýðuflokksins og Al- þýðublaðsins hesthúsuðu slíkar drykkjarvörur á sam- komum utan Borgarinnar, hvað sem virðist nú um minnið í ritstjórnarskrifstof- unum. Afturhvarf á dauðastund. Vínveitingar á skemmtun- um íþróttafélaga voru til um- ræðu í blöðum í haust, bæði Tímanum og hjá bæjarpósti Þjóðviljans, þar sem umræð- ur voru um þau „mistök“ að einhver samkoma tiltekins fé- lags hefði verið áfengislaus, og síðan gefið það fyrirheit, að slíkt skyldi aldrei endur- takast. En þetta fer allt fram hjá þeim við Alþ.bl. Það er fyrst eftir áramótin, sem þeir átta sig á því hneyksli, að íþróttafélög veiti áfengi. Það stóð í Helgakveri, að aft- urhvarf á dauðastundinni væri ekki óhugsandi. Betra seint en aldrei! Hinir nýju vottar. Þeir, sem þekkja skemmti- samkomur þær, sem hús Al- þýðuflokksins halda sjálf, hafa að sönnu ekki orðið varir við brennandi ógeð for- stöðumannanna á drykkju- skap í skemmtanalífi. en það er sannarlega gott, að menn sjái að sér. Ég hefi alltaf treyst því, að jafn ægilegt á- stand og nú rikir í áfengis- málum hlyti að opna augu einhverra. Öllu má ofbjóða. Og það á enn við hið forn- kveðna, að gleðin er meiri yfir hverjum einum, sem bætir ráð sitt, en 99, sem ekki þurftu þess með. Það er sterkt fyrir okkur bindindismenn, þegar menn- irnir í Alþýðuhúsinu vitna. Hamingjan styrki þá til að halda áfram að vinna máli bindindisins í orði og á borði, innan húss og utan. Eitt hefir þeim yfirsést. Hitt er undarlegt, að kapp- arnir í Alþýðuhúsinu nefna ekki Heimdall eins og skíða- deild æskulýðsfylkingarinnar og samtök ungra Framsókn- armanna. Annars skal það tekið fram, að það er ekki Fé- lag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, eins og Alþýðu- blaðið segir, heldur Samband ungra Framsóknarmanna, sem hefir samkomusal Mjólk- urstöðvarinnar á leigu ásamt Ármanni. Fyrir ári síðan skrifaði ég um félagsskemmtanir Heim- dallar og hélt því fram, að með því félagsstarfi væri ver- ið að laða unglinga og börn innan 16 ára aldurs að drykkjusamkomum í Sjálf- stæðishúsinu. Það vofir nú yfir, að ég fari í tugthúsið vegna þeirra skrifa og skal það ekki eftir talið, því að þetta er satt, enda sannaði ég fyrir rétti, að Heimdallur hefði veitt inntöku börnum niður í 12 ára aldur. En það Eltlr Halldór Krfstjánsson er sama hvernig flett er ofan af Heimdalli. En þegar ein- hver samtök Framsóknar- manna eru aðili að rekstri samkomuhúss, þar sem aðrir aðilar fá stundum að hafa! vínveitingar á samkomum, ■ sem þeir halda, vaknar sam-' vizkan. , En svo mikið er þó óhætt að segja, að Framsóknarfélögin í Reykjavík hafa aldrei haft vínveitingar á félagssamkom- um sínum í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar, og er það ólíkt Heimdallarsamkom unum. I Það er eins og það sé enn dálítið ský á hægra auganu, þegar Alþýðublaðið er að gagnrýna það sem miður fer í siðgæðismálum. Óráðshjal mfnna manna. En ég verð að einu leyti að setja ofan í við þessa nýju, samherja mína í baráttunni| fyrir því, að þurrka sam- kvæmislífið. Þeir segja svo: „Halldór Kristjánsson not- ar þetta tækifæri til að mæla gegn því, að hin fyr- irhugaða æskulýðshöll verði byggð í Reykjavík, en Fram sóknarflokkurinn hefir sýnt því máli mikinn f jandskap eins og fleiri hugðarmálum reykvíkskrar æsku.“ 1 Hverskonar óráðshjal er þetta? Það er eins og þetta stæði í Mbl. rétt fyrir kosningar, eða Agnar Bogason væri að tala. fntHlverðlauna. TEg^skal gefa l____ ^^^skal gefa Helga Sæ- mundssyni eða hverjum öðr- um Alþýðublaðsmanni sem er, vönduðustu útgáfu Sturl- ungu í skrautbandi, í verð- launaskyni, ef þeir sanna þau orð, sem þeir hafa hér um mig haft. Og ég skaí með eigin hendi skrifa á verðlauna- eintakið, að það sé heiðurs- gjöf fyrir að geta staðið við orð sín. Og ég skal láta gera myndamót af verðlaununum, biðja Tímann að birta þá mynd og lána Alþ.bl. hana. ! Heiðursgjöfina skal ég veita strax og þriggja manna dóm- nefnd úrskurðar að til henn- ar hafi verið unnið, og má Al- þýðublaðið sjálft ráða vali manna i nefndina, en rétt áskil ég mér fyrirfram til að birta nöfn dómenda. En þegar einhverjir þrír menn leggja persónulega nafn sitt við þá skoðun, að búið sé að sanna fullyrðingu Alþ.bl., tel ég að unnið sé til þessara verðlauna. Bindindishús eða drykkjukrá? Hitt er satt, að ég benti nú, eins og ég hefi gert áður, á það, að sum þau félög, sem standa að æskulýðshöllinni, hafa vínveitingar á samkom- um sínum, án þess að nokkur , neyði þau til þess. Ég hefi j ekki enn séð neina tryggingu J fyrir því, að æskulýðshöllin verði bindindishús. Ég veit, að margur ætlast til þess. Það ætlast líka margir til þess, að Ármann og S. U. F. reki ekki skemmtistað með vínveitingum. En hvar er sáttmáli um það, að æskulýðs- höllin verði bindindishús? Þann sáttmála vil ég láta gera. Ég vil láta þau félög, sem standa að æskulýðs- hailarmálinu, gera sam- þykkt um það, að æsku- lýðshöllin skuli verða bind- fndishús. Sú samþykkt vil ég að sé hrein og glögg og á þeim grundvelli sé aflað fjár til að byggja þetta menningarmusteri. Mínir nýju samherjar í bindindismálunum lýsa þvi yfir með stórum og myndar- legum orðum, að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með ýms æskulýðsfélög og menn- ingarfélög Reykjavíkur í sambandi við skemmtanalíf. Það hefi ég lika orðið. En þeg- ar ég vil slá varnagla við því, að samskonar vonbrigði end- urtakist í sambandi við æsku- lýðshöllina, þá ráðast þessar nýju bindíndishetjur aftan að mér og bera þfið út, að ég sé á móti þvi, að „æskulýðshöll verði byggð í Reykjavík.“ Á að skilja þetta svo, að þeir geti ekki hugsað sér ann- að en að æskulýðshöllin verði drykkjukrá og draslarabæli eins og kjallari Alþýðuhúss- ins hefir verið til þessa? Eða hvernig geta slíkir áhuga- menn um bindindismál, sem blaðamenn Alþ.bl. eru nú orðnir, verið svo andvara- lausir, að eiga það skilmála- laust undir félögum eins og þeim, sem þeir eru nú sjálfir að hallmæla, hvort æskulýðs- höllin verður bindindishús eða drykkjukrá? Fylgi mitt við málið fer al- veg eftir því, hvernig á að nota húsið. Ég styð bindind- ishús, en er á móti drykkju- krám, jafnt í Reykjavík- sem utan borgarinnar. Og það er afstaða manns, sem hefir hugsað um áfengismál og ver- ið á móti vínveitingum á skemmtunum fyrri en eftir síðustu áramót. Æ, því fóru þeir nú að skrökva? Það er sárt að verða strax að lenda í deilu við nýja sam- herja sína. En hvers vegna þurftu þeir að fara að skrökva svona? Ég vona, að áhugi þeirra á hinum góða málstað sé svo mikill, að þéir styggist ekki frá þjónustu sinni við hann, þó að ég noti mér rétt hins vestræna lýðræðis til að bera af mér sakir, skilja ó- ráðshjalið frá máli þeirra og kveða niður beinar falsanir og ósannindi. En þó að þeim hafi nú af fljótræði orðið á að gera sam- herja í bindindismálum svona óskemmtilegan grikk, mun ég þó styðja hverja tillögu, sem frá þeim kemur og veita þeim allt það fulltingi er ég má til að hreinsa skömm á- fengisins burt úr félagsmál-. um og skemmtanalífi þjóðar- innar. Og á það vil ég benda mín- um nýjú samherjum, að enn- þá hafa engin svör náðst frá lögreglustjóranum, sem lög- gildir alla þessa vínsala, sem þeir hneykslast yfir. Þegar martröð léttir. Alþýðuflokkurinn var einu sinni bindindissinnaður flokk ur. Svo fór nú það. Nú er væntanlega létt af honum hinni illu martröð, er for- ustumenn hans notuðu að- stöðu sína til að halda (Framhald af I. síðuj Mig langar til að láta ykkur heyra í dag nokkur kveðjuorð, sem norska skáldið, Jóhann Falkberget mælti við útför 96 ára gamals verkamanns núna í haust. Hann mælti svo: „Hér er hetja í heimi starfs- ins gengin til hvíldar. Æskuár hans og manndómsár voru tímabil, sem nútímakynslóðin þekkir ekki. Hann tók þátt í því að vinna þetta Iand og frelsa það úr aldagömlum dróma, ekki með vopnum eða áætlunum neins konar, heldur hörðum höndum vinnunnar. Hefðum við ekki átt nvenn eins og hann væri þetta land eymd ardalur í dag. Því fer vel á því, að nema staðar við þess- um að lífsstarfi hans. Við skul- um að lífssarfi hans. Við skul um reyna að gera okkur ljóst, hver hann var. Ég sleppi því, að hann fékk aldrei neina op- inbera viðurkenningu. Það var heldur ekki nokkurs virði fyrir hann. Ég man eftir þessum hrausta manni í fullu fjöri. Oft lagði hann nótt við dag. Það var eitthvað æðrulaust öryggi yfir honum. Hann hafði skapstyrk til að valda þeirri ábyrgð, sem lífið batt honum. Hann barð- ist mikilli baráttu. Nú hefir hann háð síðustu baráttuna, baráttu hinna löngu nátta, þar sem tveir einir eru, — hann og guð. Og nú er allt hljótt bak við hann. Lífsbraut hans var grýttur vegur, eins og gangarnir i nám unum, þar sem hann vann fyrir daglegu brauði sínu og sinna.“ Eitthvað líkt þessu mættum við segja um gamla fólkið okk- ar, — þá kynslóð, sem nú er að hverfa. Hún tók við landi, sem hinir ungu þekkja ekki og lagði oft nótt við dag til að vinna ættjörS sína úr alda- gamalli niðurlægingu. Það er starfsþrek og ráðdeild gamla fólksins, sem hefir gefið okkur landið okkar eins og það er. Það ættum við altaf að muna og jafnframt að kunna að meta þá eiginleika, sem hverju sinni eru þýðingarmestir til að vernda sjálfstæða tilveru hverrar þjóð ar, því að enn byggist líf og | framtíð þessarar þjóðar sem annarra á starfi, manndómi og ráðdeild alþýðunnar. 1 Öll Reykjavíkurblöðin haía birt greinar i tilefni af fimm- tugsafmæli Tómasar Guðmunds sonar. 1 því sambandi er eink- um ástæða til að stanza við grein Kristins E. Andrésonar í Þjóðviljánum. Kristinn viður- kennir skáldskap Tómasar með an engin þjóðfélagsleg skoðun kom þar fram. En þegar Tóm- as var farinn að hugsa um þjóðfélagsmál og orðinn frels- isskáld fannst Kristni, að hann hefði sett ofan. Af grein Krist ins er helzt að ráða, að kom- in séu elliglöp á Tómas svo að hann geti naumast ort fram ar svo að nokkuð bragð sé að. Þetta sýnir andlega reisn þeira Þjóðviljamanna. Ef við Tímamenn værum sams konar kreddupokar, gætum við ekki viðurkennt rithöfunda eins og Kiljan, Þórberg og Jóhannes úr Kötlum. Allir eiga þeir ósvarað rösklegum greinum, ‘sem Tim- inn hefir birt til að rífa niður kenningar þeirra um þjóðfélags mál. Þar hefir þeim verið mót- mælt af fullri einurð hér i blaðinu. En þeim hefir aldrei verið meinað um alla viður- kenningu þar til þeir skiptu um pólitík. Ef við Tímamenn hefðum andleg vængjatök Krist ins E. Andréssonar, ættum við ekki að kannast við það, að Þorbergur kynni að segja sög- ur, Jóhannes að yrkja kvæði eða Kiljan að skrifa skáldsögu- kafla. Hér er um að ræða öfg- ar á því stígi, að það er mjög alvarlegt mál, ef fólk áttar sig ekki almennt á því. Eigum við að viðurkenna eða ekki list ræna hæfileika manna, sem ekki eru skoðanabræður okkar? Starkaður gamli. Vörubílstjórafélagið Þróttur Samkvæmt fundarsamþykkt fer fram allsherjarat- kvæðagreiðsla um afnám forgangsvinnu 10. og 11. þ. m. og stendur yfir miðvikudaginn 10. þ. m. frá kl. 1—9 eftir hádegi og fimmtudaginn 11 þ. m. frá kl. 1—9 e. h. og er þá kosningu lokið. Atkvæðagreiðslan fer fram í húsi félagsins Kjörstjómin i Jólatrésfagnaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður í Iðnó fimmtudaginn 11. þ. m. og hefst kl. 4 e. h. fyrir börn Klukkan 10 e. h. hcfst dansleikur fyrir fullorðna Sala aðgöngumiða hefst kl. 2 e. h. í dag í skrif- stofu félagsins I Alþýðuhúsinu. Nefndin Fresfið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.