Tíminn - 09.01.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.01.1951, Blaðsíða 5
6. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 9. janúar 1951. r: ’■ 5. Þriðjjud. 9. jjnn í þjónustu kommúnísta Alþýðublaðiö ræðst með miklum dólgshætti á Eystein I J ónsson f j ármálaráðherra i ritstjórnargrein, sem það birt ir á sunnudaginn. Greinin á að fjalla um atvinnuvandræð in í Flatey á Breiðafirði, en er látin enda á því, að raunveru lega sé Flatey orðin drauma- iand fjármálaráðherrans, þar sem það sé stefna hans að draga úr kaupgetunni og skapa almennan skort og neyð. Það rétta í þessu er, að miklu fremur mætti færa á- standið í Flatey upp á nú- verandi stefnu Alþýðuflokks- ins. Ef ekki hefði verið ráðist í gengislækkunina á síðast- iiðnum vetri og útgerðin al- veg látin stöðvast, væri at- vinnuástandið í nær öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins orðið eins og það er nú í Flatey. Það er þvílík ó- gæfa, sem Eysteinn Jónsson hefir átt góðan þátt í að af- stýra og því á hann allra manna síst skilið þær getsakir sem Alþýðublaðið gerir hon- um. Alþýðublaðinu er vonlaust að ætla að reyna að snúa út úr þeim ummælum E. J., að ekki megi láta kaupgjaldið vera hærra en framleiðslan þolir, því að það Ieiði til falskr ar kaupgetu, verðbólgu og at- vinnuleysis. Þetta er ná- kvæmlega sama kenning og Attlee, Gerhardsen, Erlander, Hedtoft og aðrir öndvegis- menn jafnaðarmanna halda fram í löndum sínum. Þeir sýna hiklaust fram á að kenn- ing kommúnista um blessun hinnar fölsku kaupgetu er fals eitt og leiðir af sér mestu bölvun fyrir verkalýðinn. í löndum þeirra eru kommún- istar einir um það að predika stefnu hinnar fölsku kaup- getu. Hér fer Alþýðublaðið hins- vegar öfugt að við það, sem forkólfar jafnaðarmanna gera annars staðar. Það gerir sitt ýtrasta til að rægja þá stefnu, sem þeir berjast fyrir. Það gengur fram fyrir skjöldu kommúnista til að lofsyngja stefnu hinnar fölsku kaup- getu. Það tekur upp áróður, sem hvergi annarsstaðar hefði getað birzt, nema í blöö um kommúnista. Hér er áreiðanlega að finna eina helstu skýringuna á giftu leysi Alþýðuflokksins, mið- að við jafnaðarmannaflokk- ana annars staðar. Alþýðu- blaðið hefir raunverulega verið gert að áróðursmál- gagni fyrir stefnu kommún- ista. Þetta tekur sig enn ver út þegar Alþýðublaðið telur það hárrétta stefnu a.ð þrengja kaupgetuna meðan flokkur þess er í stjórn — eins og átti sér stað í stjórnartíð Stefáns Jóhanns — því að það sé óhjákvæmilegt til að tryggja framleiðsluna, en ræðst svo strax með fyllsta dólgshætti á þá stefnu, þegar flokkur þess er kominn úr stjórninni. Þá verður það aðal keppikefli Alþýðublaðs- ins að rógbera Eystein Jónsson og aðra þá, sem halda fram þeirri stefnu Attlees og Gerhardsens, að aukning fram ERLENT YFIRLIT. Bandamenn að yfirgefa Kóreu I»t‘ir vilja forðast styrjöld við Kínvcrja vog'na stríðshættunnar í Evrópu Eftir að Kínverjar hófu aðal- sókn sína í Kóreu og um það leyti, sem fundur þeirra Tru- mans og Attlees stóð yfir, var því haldið fram hér í erlenda yfirlitinu, að viðhorf vestur- veldanna til Kóreustyrjaldarinn ar myndu markast mest af þvi, hvort þau álitu, að hægt yrði að binda hana við Kóreu eina eða hvort þau teldu hana að- eins þátt í undirbúningi komyi únista að allsherjarstyrjöld. Ef það fyrra væri álit þeirra, myndu þau efla her sinn í Kóreu og halda styrjöldinni par áfram, en ella myndu þau draga hann í burtu þaðan, svo þau gætu haft hann til taks annars staðar, þar sem enn meiri þörf yrði fyrir hann. Það er nú augljóst, að síðar- nefnda sjónarmiðið hefir ráð- ið aðgerðum vesturveldanna. Seinustu hernaðaratburðir í Kóreu benda ótvírætt til þess að vesturveldin ætli að flytja her sinn þaðan. Kínverjar hafa hvergi mætt teljandi mótstöðu og þeir hafa tekið þýðingar- mestu borgir, eins og Seoul nær orrustulaust. Til bardaga hefir aðeins komið á þeim stöðum, þar sem her Sameinuðu þjóð- anna hefir þurft að verja und- anhald sitt. Ef ekki gerist neitt óvænt, má fastlega gera ráð fyrir, að ekki líði langur tími þangað til allur her S. Þ. hefir verið fluttur frá Kóreu. Telja má víst, að hafnarborgin Fusan verði varin lengst. Kínverjar og vesturveldin. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar er það þungt áfall, að her þeirra skuli þurfa að gefast upp fyrir ofbeldi Kinverja í Kóreu. Við- horf meirihluta Sameinuðu þjóð anna mun þó vera það, að það sé betra af tvennu illu en að lenda í algerri styrjöld við Kína, en þýðingarlaust væri að halda Kóreustyrjöldinni áfram, ef ekki væri jafnframt hafin sókn gegn Kína. Enginn vafi er á því, að þær þjóðir, sem nú berjast undir merkjum S. Þ. í Kóreu, myndu geta brotið veldi kommúnista í Kína á bak aftur, en það myndi hins veg- ar taka alllangan tíma og skerða svo hernaðargetu þeirra í Evrópu, að Rússar myndu hafa þar frjálsar hendur. Það við- horf á vafalaust mestan þátt í því, að vesturveldin kjósa heldur að hörfa frá Kóreu en að lenda í fullkominni styrj- öld við Kínverja. Ósennilegt er, að nýjar sátta- tilraunir, sem gerðar kunna að verða í sambandi við Kóreu- styrjöldina, beri árangur. Bandaríkjamenn munu vafa- laust heldur kjósa að flytja her sinn frá Kóreu en að ganga að skilyrðum þeim, sem Kír.- verjar hafa hingað til sett fyrir vopnahléi, en eitt er það, að þeir fái yfirráð Formosu. 1 hernaðarátökunum, sem geta esomjo^ i3 ‘uupunuiujj si-ioa miklu þýðingarmeiri en Kórea. Þótt Sameinuðu þjóðirnar verði að hörfa með her sinn frá Kóreu, munu þeir vafa- laust ekki láta sakir gegn Kín- verjum niður falla. Þær myndu glata áliti sínu til fulls, ef þær létu Kinverjum haldast yfir- gangurinn uppi, án nokkurra refsiaðgerða, þótt þær hafi ekki aðstöðu til að beita gegn þeim vopnavaldi. Bandaríkja- stjórn hefir sent stjórnum þeirra ríkja, sem tekið hafa þátt í aðgerðum S. Þ. í Kóreu, j tillögur um refsiaðgerðir gegn Kínverjum og fjalla þær um hafnbann, viðskiptabann o. fl. Vafalaust verða Kínverjar beitt ir einhverjum refsiaðgerðum, en óvíst er enn, hvað víðtæk- ar þær verða. Friðarsamningar við Japan. Það má telja sjálfsagða af- leiðingu af atburðum seinustu vikna í Kóreu, að Bandaríkin gera friðarsamninga við Japan mjög bráðlega og veita þeim samþykki sitt til að vígbúast. Þegar styrjöldinni við Japan lauk, var gert ráð fyrir því, að þau þrettán ríki, sem tóku virk astan þátt í styrjöldinni við þá, gerðu við þá friðarsamn- inga í sameiningu. Allt sam- komulag um slíka samninga hefir hins végar strandað á sundurlyndi Rússa og vestur- veldanna. Á þingi S.Þ. í haust ræddust þeir Malik og Dulles við um þessi mál og kom þá fram mikill ágreiningur í þess- um málum og það jafnframt, að Rússar ætla sér neitunar- vald í þessum samningum. Þetta kom einnig fram í orð- sendingum, er fóru fram um svipað leyti milli stjórna Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna um Japansmálin. Af þessum ástæð- leiðslunnar sé vegurinn til kjarabóta, en að peningar í umferð, sem ekkert verðmæti stendur á bak við, myndi verð bólgu og dýrtíð, er leiði til taps og samdráttar hjá fram leiðslunni, og verði þannig til að rýra lífskjörin. Slíkur hringlandaskapur og slíkur áróður getur ekki haft nema einar afleiðingar. Al- þýðuflokkurinn verður að við undri, sem enginn treystir. Blaðamenn hans halda víst, að með því að yfirbjóðg, komm únista, séu þeir að bjarga.líf tórunni í flokknum. En það gera þeir ekki. Með þessu er Alþýðuflokkurinn fyrst og fremst að þjóna kommúnist- um, þótt hann þykist vilja vinna á móti þeim. Eystein Jónsson eða aðra þá, sem halda fram sömu stefnu og hann, saka þessi skrif Alþýðublaðsins ekki. En þau skaða Alþýðuflokkinn og eru sorglegt tákn þess á hvaða villigötum hann er. Þau sýna, að hann er á allt annari leið en þeirri að fylkja greindu og gætnu alþýðufólki undir merki sitt og að halda uppi ábyrgri stefnu gegn kommún istum. Þvert á móti hefir hann gengið í þjónustu komm únista og gerst talsmaður þeirrar stefnu, sem þeir nota annarsstaðar til að halda uppi hernaðarástandi i at- vinnuvegum hlutaðeigandi landa. Hvernig halda menn að um horfs væri nú í atvinnulífi Breta, Norðmanna og Svía, ef jafnaðarmannaflokkarnir þar hefðu fylgt leiðsögn kommún ista? Það hefir g'ert gæfu- muninn, að þessir flokkar hafa ekki haft menn eins og Stefán Pétursson og Helga Sæmundsson til að móta stefnu sína. Atvinnuástandið í Flatey er gott dæmi þess, hvað fyrir kommúnistum vakir. Stefna hinna rfölsku kaupgetu, hinna fölsku seðla, leiðir til sama hruns og nú blasir við Flatey. Þetta er stefnan, sem Alþýðu blaðið er nú látið styðja. Er ekki kominn tími til þess fyrir Alþýðuflokkinn að snúa við og kjósa sér önnur betri ör- lög en að endá lífshlaup sitt i þjónustu kommúnista? Dewey ríkisstjóri, sem nýlega hefur lýst stuðningi við núv. utanríkisstefnu Trumans. um telur Bandaríkjascjórn nú sýnt, að friðarsamningar við Japan muni dragast endalaust á langinn, ef umrædd 13 ríki eiga að koma sér saman. Þau munu því hafa ákveðið að taka þann kost að gera sér- samning við Japani og láta það svo öðrum ríkjum eftir að semja sérstaklega við þá. Varnarkerfi Bandaríkj- anna í Asiu. Bandarikjastjórn mun og jafn framt þessu veita Japönum samþykki sitt til að koma upp her í varnarskyni. Hefur þegar verið myndaður vísir að land- varnarliði með varalögreglu þeirri, sem Japönum var leyft að stofna á síðastl. ári og telur um 75 þús. manns. Það mun taka tiltölulega lítinn tíma að koma upp allstórum japönsk- um landvarnarher. Jafnframt þvi, sem varnir Japan verða þannig treystar, verður unnið að því að auka varnir Formosu og Filippseyja. Allmikið af bandarískum her- gögnum mun hafa verið flutt til Formosu síðan Kinverjar hófu aðalsókn sína í Kóreu. Líklegt er og að stjórn Chiang Kai Sheks verði hjálpað til að veita skæruliðasveitum þjóðern issinna í Kína aukin styrk. Þá má telja víst, að Banda- ríkin muni veita Frökkum auk inn styrk í Indo-Kina og þann- ig verði reynt að hindra sókn kommúnista suður á bóginn. Varnarkerfi vesturveldanna í Asíu verður þannig eftirleiðis byggt á varnarhringnum Indo- Kína, Filippseyjar, Formosa og Japan. Mesta stríðshættan er í Vestur-Evrópu. _ Eins og að framan segir, staf ar undanhald vesturveldanna í Kóreu fyrst og fremst af því, að þau vilja ekki heyja styrj- öld við Kínverja af ótta við það, að það veiki um of aðstöðu þeirra í Evrópu. Þar er hættan á nýrri árás kommúnista nú talin langmest. Þesesvegna mun meginorka vesturveldanna bein ast að því næstu mánuðina að efla varnir Vestur-Evrópu. Ýms ábyrg blöð, eins og The New York Times, tala um það full- um fetum, að vel geti' svo farið, að styrjöld verði hafin í Ev- rópu innan sex mánaða. Hættan á styrjöld i Vestur- Evrópu er talin langmest með- an varnir hennar eru veikar og Rússar telja sig þWi örugga um að geta lagt hana undir sig. Þess vegna verður stríðs- hættan þar mest næstu 3—4 misseri. Það, sem hins vegar heldur aftur af Rússum, er ótt- inn við kjarnorkusprengjuna, en þar eru þeir enn komnir mun skemmra á veg en BandaríkjaT menn. Eykur einangrunarstefna Hoovers stríðshættuna? Frá sjónarmiði ýmissa hefir það auki‘ð nokkuð á stríðshætt- j una, að ósigrar Bandaríkja- i hersins í Kóreu hafa orðið til j þess, - að einangrunarsinnar í J Bandaríkjunum hafa látið meira til sín taka en áður. Þeir (Framhald á 6. síðu.j Reksíiir strætis- vagnanna Á undanförnum árum hef- ir verið mikill halli á bæjár- rekstri .strætisvagnanna í Reykjavík. Einkum mun þessi halli hafa verið mikill á síð- astl. ári, en reikningar um endanlegar niðurstöður munu ekki liggja fyrir enn. Af fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir 1951, sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórninni, virðist mega ráða, að bæjar - stjórnarmeirihlutinn ætlar að vinna þennan halla upp með stórfelldri hækkun fargjald- anna. Sú hækkun er enn ekki komin til framkvæmda, en vafalaust má vænta henn- ar innan skamms. í sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar bar fulltrúi Framsóknarflokksins, Þórður Björnsson, fram þá tillögu, að einstaklingum eða samtökum þeirra yrði gefinn kostur á því að taka að sér rekstur strætisvagnanna gegn því skilyrði, að fargjöldin yrðu ekki hækkuð. Tillaga þessi var byggð á þeirri reynslu, sem fékkst á síðastl. ári, er ríkisstjórnin gaf félags skap einstaklinga kost á að taka að sér vissar áætlunar- ferðir, er ríkið hafði annast áður með miklu tapi. Allar líkur benda til þess, að rekstur strætisvagnanna myndi verða stórum hag- kvæmari, ef þetta f*yrirkomu lag væri tekið upp, enda er erfitt að hugsa sér meira sleifarlag á rekstrinum, en nú á sér stað undir stjórn bæj- arins. Ekki fékkst bæjarstjórnar- meirihlutinn, sem þykist þó hylla einkaframtakið, til að samþykkja tillögu Þórðar. Ilenni var vísað til bæjarráðs og þar mun eiga að svæfa hana eins og margar aðrar tillögur er til bóta horfa. í tillögu Þórðar fólst ekki það, að strætisvagnarnir yrðu látnir einstaklingum eða samtökum þeirra á leigu skil málalaust. Slíkt kemur vitan lcga ekki til mála. Skilmálarn ir voru þeir, að fargjölclin yrðu hin sömu. Einstalding- um átti þannig að gefa kost á því að sýna það í verki, að þeir gætu rekið strætis- vagnana betur en bærinn, eins og reyndin hefir orðið á svo mörgum öðrum sviðum. Það er vissulega erfitt fvrir bæjarstjórnarmeirihlutann að ráðast í hækkun fargjald- anna án þess að gefa e«n- staklingum eða samtökum þeirra kost á að annast rekst urinn á þessum grundvelli. Með því er sleppt sjálfsagðri tilraun til að koma rekstri þeirra á heilbrigðan grund- völl og að firra borgarana auknum álögum. Hafni bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hins vegar þessari til raun, ber honum skylda til að láta fara fram ýtarlega rannsókn á öllum rekstri strætisvagnanna með það fyrir augum að koma á aukn um sparnaði. Það er ekki hægt fyrir borgarana aff sætta sig við verulega hækk- un fargjaldanna, ef halda á sukkrekstri vagnanna áfram. Það er svo að nokkru levti annað mál, sem rætt verður frekar í annað sinn, að stræt isvagnaþjónustan er þrátt fyrir allan tapreksturinn í megnasta ólagi. Yagnarnir cru margir slæmir, ferðir of- (Framliald á 6. síðu.). *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.