Tíminn - 20.01.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.01.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 20. janúar 1951. 16. blaff. Þrjú dagskrármál Mér þykir hlýða, að birta hér stuttorðar athugasemdir um þrjú óskyld mál, sem nafn mitt hefir nokkuð verið nefnt í sambandi við í blaða- ukrifum. Æskulýðshöllin og bindindið. Stjórn B.Æ.R. birtir í blöð- um i gær frásögn um það, að bandalag æskulýðsfélaga í Reykjavík hafi ætlast til þess jg hugsað' sér að væntanleg æskuiýðshöll verði bindindis- nús. í>ví til sönnunar er með- al annars vitnað í ræðu, sem íormaður B.Æ.R. flutti 29. maí 1949 en þar segir: „Hvaða foreldrar vilja sieppa hendinni af börnum sínum er pau hafa náð ungl- mgsaldri? Stendur þeim á sama, hvert unglingarnir ieita í tómstundum sinum? Þangað sem vínið flóir og oft er leikið á lökustu strengina, eða þangað, sem umsjón verð- ar falin úrvalsmönnum og aldrei má koma dropi af á- tengi inn fyrir veggi og allt a að miða að því, sem gott er, nollt og fagurt?" Mér dettur ekki annað í hug, en petta sé mælt af full- um heilindum. En það hafa ika veríð sögð í fullri alvöru mörg góð og fögur orð um oindindisáhrif íþróttafélag- anna og stjórn Í.S.Í. er nýbú- in ai$ gera ályktun í þá átt. pað er því að afneita reynsl- anni að halda að tilvitnanir j. ræðu einstakra manna, þótt agætir séu, gildi sem ákveðin samþykkt. Eg sagði í Tímanum um daginn, að ég vissi, að marg- ir ætluðust til þess, að æsku- lýðshöllin yrði bindindishús, en það ætluðust líka margir cil þess, að íþróttafélögin og 5.U.F. rækju ekki vínsölu til fjáröflunar. Það er engin bind anai samþykkt, þó að ætlast sé til einhvers. En fyrst það er svona mik- ill einhugur um bindindið í jeskulýðshöllinni innan þeirra íélaga, sem nú keppast um á- iengissölu, er sennilega óhætt að treysta því, að á næsta pingi bandalagsins verði gerð einröma samþykkt um að safna fé til æskulýðshall- arinnar á þeim grundvelli, að nún verði bindindishús, þar sem „aldrci má koma dropi af áíerigi inn fyrir veggi.“ Það var vel mælt hjá for- manni. — Ég alit, að greinargerð, B. Æ.R., sanni það, sem ég hefi sagt um þetta mál, og ég mót- mæli fullyrðingu Alþýðublaðs ins, þar sem sagt er að „dylgj ar“ mínar séu „rakalausar.“ Min skoðun í málinu styðst enn við fullgild rök. Það er skylt að tortryggja i þessum efnum þá menn og þau félög, sem sækjast eftir pvi, að hafa vínveitingar á skemmtunum, þrátt fyrir góða meiningu annarra á- gætra manna og falleg orð í xæðum þeirra. Þar með læt ég útrætt um þetta atriði. Ölíufélagið og siða- vendni mín. Bæði Mbl. og Þjóðviljinn hafa gert mér þá sæmd að lýsa mér sem sérstökum full- crúa siðavendni og heiðar- ieika í blaðaumræðum og er það mikill heiður. En þessi blöð byrjuðu að tala um þetta hlutverk mitt þá fyrst, er peim fannst ég hafa van- :rækt það í sambandi við verð efftir Ilalldór Kristjánsson lagsmál Olíufélagsins. í bæj- arpósti Þjóðviljans hinn 14. þ.m. og í Mbl. 16. þ.m. er per- sónulega að mér vikið og þykir mér rétt að láta þá vin- ina hafa fáein orð til umhugs unar þess vegna. Þegar Þjóðv. skýrði fyrst t frá þessu máli hinn 9. janúar . var þetta atriði í frásögn- inni: „Forráðamenn Olíufélags- ins munu telja sig hafa fulla lagalega heimild til þessa.“ Þetta fannst mér að væri talsvert atriði í málinu. Ég sé ekki ástæðu til að kalla menn þjófa þó að þeir græði fé eftir löglegum leiðum. Ef mér þykja þær leiðir ranglát- ar vil ég gjarnan að þeim verði lokað. Ég skal nefna hér dæmi: Sumir iðnaðarmenn þykja dýrseldir á vinnu sína og ekki sanngjarnir. Þeir eru nefndir okrarar og blóðsugur en það þýðir ekkert að ætla sér að kalla þá þjófa meðan þeir fvlgja þeim reglum og taxta, sem viðurkenndur og gildandi er. Mér þykja launakjör ýmsra starfshópa óheppilega há i samanburði við verkkaup annarra, en ég kalla engan þjóf þess vegna. Slík hluta- skipti á að jafna að lögum og með samningum í réttarríki. Annað hvort er fullyrðing Þjóðv. h. 9. jan. um lagalega heimild fleipur eitt og mark- leysa eða það er fullkomið ó- ráð að líkja verðlagsmáli Olíu félagsins við annað eins og það, er menn falsa reikninga, láta fela umboðslaun erlend- is, flytja inn allt annað en þeim er heimilað eða draga sér að tjaldabaki umboðslaun af verði þeirrar vöru, sem þeir eru launaðir til að selja fyrir aðra. Ég verð að segja, að þeir herrar, blaðamenn Þjóðv. og Mbl., hefðu gott af nokkurri undirstöðufræðslu i um siðferðismál ef þeir rugla þessu saman. Eru þetta andlegir aumingj ar, sem halda að það sé sama hvort menn græða með réttu eða röngu? Það er sannarlega alvarlegt umhugsunarefni, ef bæði þessi dagblöð standa á því stigi, að þau fyrirlíta og einsk isvirða þau lög og reglur, sem íslenzkt mannfélag hefir tekið sér. Hins vegar er það gott, ef einhverjir lýðræðis- menn, sem það nafn eiga skil ið, eru eftir í þessu landi, að þeir sjái hvar þessi dagblöð eru stödd og hvers af þeim má vænta. Svo er það í öðru lagi meg- inatriði í þessu máli, að ég hefi ekki vanizt þeirri vönd- un af Þjóðviljanum, að ég þori athugalaust að taka mark á sögum hans. Ég veit því ekki neitt um sakir Olíu- félagsins og mun bíða þess, að verðgæzlustjóri hafi rann- sakað málið. Það er ekki víst, að það verði lengri bið en við höfum vanizt í málum Gísla Halldórssonar, S. Árnasonar og Co„ S.Í.F. og svo framveg- is. — Mbl. hefir þrásinnis reynt að deyfa ádeilur Tímans um fjárplógsstarfsemi með því að tala um það, að einstakir Framsóknarmenn væru gróða menn. Ég sé nú reyndar ekki, að heimiid til löglegs gróöa eigi að vera flokksbundin og þó að það sé eðlilegt, að menn sem mikið græða, skipi sér I þann flokk, sem verndar stór gróðamenn, eru þó sumir þeirra hugsjónamenn, sem fylgja því, að upp séu tekin réttlátari hlutaskipti í þjóðfé- laginu. Til þessa þurfa þeir þó að hafa önnur sjónarmið en sjónarmið buddunnar og rassvasans. Þó að Mbl. bendi á að ein- hverjir Framsóknarmenn kunni að nota sér gróðaleiðir, sem flokkur þeirra vill loka, hefir það aldrei haft áhrif á málflutning Tímans. Aftur á móti varð skjótur og varan- legur endir bundinn á allt tal Þjóðv. um auðsöfnun Thors- fjölskyldunnar innan lands og utan, þegar Mbl. sletti því, að Sveinn Valfells ætti hús í New York. - Enda þótt einstakir menn eða fyrirtæki, sem ég hefi treyst, kunni að gera eitthvað, sem mér feliur ekki, mun það litlu breyta um stefnu mína. Hún byggist ekki á manndýrk un eða trú á óskeikulleika. Heilbrigð gagnrýni á að halda frjálsum fjöldasamtökum hreinum og flekklausum, svo að engin rotnandi spilling grafi þar um sig. Hitt er svo annað mál, að enda þótt Olíufélagið hefði eftir löglegum leiðum grætt 2 milljónir króna á einum farmi, tel ég þann gróða miklu betur kominn hjá því en hinum oliufélögunum. — Hvenær hefir ágóði af starf- semi þeirra verið úthlutað til íslenzkra fjöldasamtaka? Og hvaða hætta er á því, að ís- lenzkir ríkismenn byggi sér eða kaupi hús vestur í New York fyrir gróða Olíufélags- ins? — Þetta er ekki sagt til að verja neina fjárplógsstarf- semi, en þó má minna á, að jafnvel af henni getur hætt- an verið misjafnlega mikil. Það er alltaf meginatriði hvar gróðinn lendir að lokum. Af því, sem hér hefir ver- ið sagt, vænti ég, að öllum les- endum mínum, sem enn eru með réttu ráði, megi vera það ljóst, að það er engin ástæða til þess, að vandaðir menn hafi enn sem komið er, birt nein ádeiluskrif um Olíufé- lagið. Vínveitingaleyfi lögreglustjóra. Lögreglustjóri og yfirmaður hans, dómsmálaráðherrann, hafa enn ekki birt nein svör við þrálátum fyrirspurnum mínum i vetur um það, á hvaða lagaheimild leyfisveit- ingar lögreglustjórans um vin veitingar á skemmtunum ættu að byggjast. Nú hafa þrjú af dagblöðum Reykja- vikur birt tilvitnun í gild- andi reglugerð en hún er frá 1945 í núverandi mynd, en þessi ákvæði eru þó eldri. Þar segir svo: „Lögreglustjórar geta ekki neytt heimildar þeirrar, til að leyfa að áfengi sé um hönd haft í félagsskap, sem ræðir um í 17. gr. 2. mgr. á- fengislaganna, nema í veizl- um, samsætum og öðrum slíkum samkvæmum, þar sem sýnt er, að félagsskap- urinn í heild eða einstakir þátttakendur í honum hafa ekki fjárhagslcgan hagnað (Framhald á 6. síðu.) Hér er þá í fyrsta lagi bréf frá H. J., sem stundum hefir kvatt sér hljóðs í baðstofunni til að minna á rétta meðferð islenzk- unnar. Hann mælir svo að þessu sinni: „Einhver í baðstofunni gagn- rýndi málfar þeirra Morgun- blaðsmanna nýlega. Það var þarft og drengilegt. Starkaður tók þessu vel. En myndi Starkað ur vilja kenna þeim, sem hann nær til, að þekkja málsgreinar frá aukasetningum, koma þeim í skilning um, hvar upphafsstafi skuli rita og leiðbeina þeim i að fara rétt með greinarmerki? Ynni þá Starkaður þarft verk. Hagur blaðanna sjálfra er, að efni sé sómasamlegt og búning- ur lýtalítill. Það er leiðinlegt að lesa svona fyrirsagnir greina: „VeðúTfar. Eftir Odd Oddsson“. en rita ætti það: Veðurfar eftir Odd Odds- son eða Veðurfar, eftir Odd Oddsson. Fréttir úr sveit. Eftir Stein Steinsson. Það skyldi rita: j Fréttir úr sveit, eftir Stein Steinsson. Starkaður minn, reyndu að fá menn til þess að vera svo lítil- láta að fallast á það, sem rétt er og fylgja því“. Ég er H. J. sammála í þessu efni og ég held að það sé á- stæðulaust að vera með nokkra fastheldni við fornar kreddur á því sviði, þar sem öll rök og öll skynsemi mælir á móti og ekk- ert mælir með nema aðeins vaninn, en hann er sagður vold- ugur. Næst kemur hér bréfstubb ur eftir bóndakarl og er þar snúið að hinni æðri heimsspeki: „Á nýársdag leit ég yfir 4. hefti 1950 Heilsuverndar, Jón- asar læknis Kristjánssonar. Honum sé heill og heiður fyrir að þora, að gjörast málsvari hinnar nýju og róttæku matar- æðiskenningar. Ég horfði hug- j fanginn á myndina af mannin- j um, sem þar er talinn hafa fundið lausn á gátum sjúkdóm- anna. Ég get trúað, að það muni láta nærri, því stórfrömuð ir í læknavísindum hafa nú um alllangt skeið leitað af lífs og sálarkröftum orsaka þess, að svo má víst heita, að sem heilsu fari mannanna hafi hnignað að sama skapi og þeim hefir auk- izt fjölbreytni og gnægð matar. Hafa þeir, hinir sömu, þá enp einu sinni sannað áberidinguna frægu: „Leitið og þér munið finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða“. í beinu framhaldi ber þá fyrir mig hina hliðina, sálarlíf vort. j Er nokkur leið að komast hjá 1 þeirri ályktan, að heilsufar sál- arinnar og hreysti hafi förlað að sama skapi, nema hraðar þó, sem líkams afkomunni sýndist vera að vaxa börkur um hrygg. Mynd mannlífsins frá í gær og í dag hlýtur að sanna okkur þetta, eða eitthvað svipað alvar legt, og að þá hafi þessir bless- aðir menn unnið fyrir grátlegan gýg. Nema að vorir andlegu leiðtogar taki þegar til jafn öt- ullar leitar fyrir sálarlífsafkom- unni. Því miður fær maður ekki séð, að úr þeirri átt sé talið, að nokkurs þyrfti að leita. Nýaf- staðin jól bera ekki annars vott. Hvert eitt einasta málgagn, sem talið er helgað kristnu viðhorfi, stagast þar í margra alda gamla farinu, á vorum langþjáða og æ ofan í æ krossfesta Jesú Kristi. Samanber skáldið: „Eng- inn getur talið þær andvöku- nætur, sem yfir sorgum heims- ins hann vakir og grætur‘“. En nú er það svo, að umtöl- uð leit fyrir sálinni, væri orðin um seinan, hefði faðir vor, al- góður Guð, sjálfur ekki séð fyrir því, að sú aðalleit yrði á sínum tíma af hendi leyst. Og að þar fyrir væri hin umspáða endur- koma Krists lögð á eitt þjóðborð mannkynsins, í fræðum dr. Helga Péturss. Eftir eru þó nægj anleg eftirleita efni, t. d. að fá sig til að bergja á réttunum, og tyggja þar næst vel, eins og sagt er að grænmetisátið krefj- ist. Hver verður svo bara til, að þora á borð við Jónas Kristjáns- son“. Fleiri mál getum við ekki tek- ið fyrir til umræðu í dag en á morgun verður vikið að nýjum viðfangsefnum. Starkaður gamli. Öllum þeim, er sýndu mér vinarhug á sextugsafmæli mínu, hinn 13. jan. sl. 1., með heimsóknum, gjöfum, skeytum og á annan hátt, votta ég alúðarfyllstu þakkir. Guð blessi ykkur öll. — Gerðaskóla í Garði, 15./1., 1951. Sveinn Halldórsson. Bai«i8mii::iiii«:iwaam:wia::iimiaai!!ii»iiiiiinminii>TO»8gaaa UPPBOÐ Samkvæmt áskorun hreppsnefndar Mosfellshrepps, með tilvísun til 11. gr. forðagæzlulaganna, verður all- ur búpeningur á Laxnesbúinu boðinn upp og seldur á opinberu uppboði, sem fer fram á staðnum og hefst kl. 1 e.h. þriðjudaginn 30. janúar n. k. Verða þar seld: 27 kýr 4 vetrungar 7 kálfar 1 naut 50 hænsni. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 19. janúar, 1951, Guðmundur í. Guðmundsson. iL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.