Tíminn - 20.01.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1951, Blaðsíða 8
„ERLEIVT Y FIIÍMT- I DAG: Deilun um víybúnað Þjjóðverjjft 55. árgangur. Reykjavík, „A FÖK\l)i VEGI“ Í DAG: Skóffrœkt á Reffkjjanesskaffa 20. janúar 1951. 16. blað. Eru Kínverjar að flytja mikið af herafla sínum brott úr Kóreu? Flugmenii hafa séð mlklar herflutnínga- lesíir á leið norður frá Pyonyang Óstaðfestar fregnir hermdu í gærkveld, að m'kill kín- verskur her hefði verið kallaður heim frá Kóreu og hefði nú hafið ferð sína norður til landamæra Mansjúríu. Sendiherra Breta ræðir við Chou En-lai Stjórnmálanefnd S. Þ. hélt áfram umræðum um svar Kína í gær, en talið er að nokkrir dagar muni líða þar til fulltrúarnir telja málin svo skýrð, að þeir geti tekið afstöðu um tillögu Bandaríkj anna að lýsa Kína árásarað- ila í Kóreu. Austin fulltrúi þeirra rökstuddi tillögu stjórn ar sinnar enn í gær, en full- j trúar annarra ríkja lögðu flestir til að athuga málin j vandlega, áður en slík ákvörð un væri tekin. Sendiherra Breta í Peking ræddi í gær við Chou-En-lai utanríkisráðherra og fékk hjá ýmsar skýringar varðandi suma liði í svari Kína til S. Þ. Hafði brezka stjórnin beð-' ið um þessar skýringar. Sendi herra Indlands í Peking ræddi einnig við utanríkis- ráðherrann að beiðni stjórn- ar sinnar. Sir Benegal Rau, sem nú er staddur í London, ræddi við Younger, fulltrúa Breta hjá S. Þ. í gær. Virðist sem Indland hafi þannig tek ið að sér að bera á milli skoð anir og skýringar til að flýta og létta umræður um svar Pekingst j órnarinnar. Tryggve Lie, sem ætlaði beint frá París til Lake Success breytti ferðaáætlun- inni í gær og mun koma við i London. Ræðir hann við Bevin og er talið að það standi 1 einhverju sambandi við Kóreu-styr j öldina. Stærri stríðsvagnar ©n fyrr Stjórn Bandaríkjanna hef- ir falið Chrysler-verksmiðjun nm í Detroit að hefja fram- leiðslu á mjög stórum her- ílutningavögnum af nýrri gerð. Eru vagnar þessir miklu stærri og betur búnir en áður hefir tíðkast. Hefir Banda- ríkjastjórn lagt fram 100 millj. dollara til smíði þess- ara vagna. Aflvsa stríðsástandi við Austnrríki Júgóslavenska stjórnin til- kynnti í gær, að hún hefði ákveðið að lýsa þvi yfir, að hernaðarástand milli Júgó- slavíu og Austurríkis væri lokið og vildi semja fullkom- Inn frið við Austurríki sem íyrst. Miklar herflutn:ngalestir. Flugmenn S. Þ. i Kóreu, er voru í kcnnunar- og árásar- flugi norðan 38. breiddar- baugs í gær, sáu miklar lest- ir herflutningavagna á veg- um norðan Pyongyang, og héldu lest r þessar í áttina t'l landamæra Manjúriu. Plugu fregnir herma einnig, að Pekingstjórnin hafi kallað heim mörg herfylki úr her sínum í Kóreu, vegna þess, að vetrarhernaður syðst á Kóreu skaga meðan flugvélar S. Þ. ráðast í sífellu á flutninga- leiðir að norðan, sé gagns- laus og óhemju erfiðleikum bundið að hafa mikinn her sunnarlega á skaganum. Taka Wonju. Á vígstöðvunum urðu engir bardagar í gær. Hersveitir S. Þ. sóttu nokkuð fram við Wonju, tóku þá borg og héldu norður fyrir hana og voru í gærkveldi 40 km. sunnan 38. breiddarbaugs. Þær urðu hvergi varar mótspyrnu norð urhersins, og mun hann hafa hörfað nokkuð norður. Eru þá liðnir 10 dagar síðan norð urherinn reyndi síðast að halda sókn sinni áfram suð- ur á bóginn. Fregnir í gær- kveldi hermdu þó, að skrið- drekasveitir norðurhersins væru á leið suður frá Seoul. Snjóflóð tortímir 37 kindum á Jökuldal Féll ár Háfjalli, innan við Iljarðarliaga í fyrradag féll siijoflóð úr Háfjalli, 570 metra háu felli eða fjallsbrún milli Hjarðarhaga og Skjöldólfsstaða í Jökul- dal, lenti þar á beitarhúsum frá Hjarðarhaga og drap 37 ær af um tvö hundruð, sem voru í húsunum. Eisenhower staddur í Luxembourg Eisenhower kom til Luxem- borgar í gær frá Róm. Við brottför hans þaðan gerði ítalska lögreglan víðtækar ráð stafanir til að koma i veg fyrir óspektir og var sterkur vörður um flugvöllinn og leið þá, er hann ók þangað- í dag fer Eisenhower til Frankfurt og ræðir þar við hernámsstjóra vesturveld- anna og þýzka stjórnmála- menn, þar á meðal dr. Aden- auer. Áður en Eisenhower fer vestur um haf, undir mán- aðarlokin, er ráðgert að hann skreppi til Grikklands. Þetta er Alfred M. Gruenther, sem hefir verið kjörinn for- maður herforingjaráðs Eisen howers Vísar fréttamanni New York Times úr Kóreu Mac Arthur hefir vísað fréttamanni stórblaðsins New York Times í Kóreu brott það an og bannað honum að starfa þar framvegis fyrir blað sitt- Fréttamaður þessi ritaði hvassyrta grein í blað sitt fyrir nokkru þar sem her- stjórn Mac Arthurs var mjög gagnrýnd. Sagði hershöfð- inginn, að grein þessi væri ljóst dæmi um þá órökstuddu gagnrýni, sem blöð í Ameríku og Evrópu hefðu tekið upp og skaðað hefði herstjórn S.Þ. í Asíu mjög. Fjallshlíðin er þaoia brött, og dalurinn þröngur, og standa beitarhúsin "hiðri við veginn. Engin dæml“ér þó til þess, svo að í minnum manna sé eða skráð, að snjóíióð hafi fallið þarna, og var trú manna að í Hjarðarhaga vðéri völu- leiði, er bægði snjóflóða- hættu frá jörðinni, svo lengi sem ekki væri við því blakað. Að Hjarðarhaga búa Guð- finna Pálsdóttir og börn henn ar. -• Stúdentafundur um friðarmálin i Stúdentafélag Reykjavíkur boðar til fundar í Tjarnarbíói , á þriðjudagskvöldið, og verða • þar umræður um friðarmál- in. Verða málshefjendur Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, Gylfi Þ. Gísla&on pró- fessor og Jóhannes úr Kötl- um. I Þetta er stúdentafundur einvörðungu, og verða menn | því að hafa félagsskírteini með sér. Gott heilsufar í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá héraðslækninum i Borgar nesi er heilsufar í Borgarfirði gott ennþá, er ekki farið að gæta þar umgangskvilla þeirra, sem gert hafa mjög vart við sig á Suðurlandi und anfarið, en líkur eru til að inflúensan berist fljótlega til Borgarfjarðar, þar sem dag- legar samgöngur eru milli höfuðborgarinnar og byggða Borgarfjarðar. Féll á svelli og lærbrotnaði Síðastliðinn miðvikudag viidi það slys til að Brynjólf- ur Guðbrandsson bóndi að Hlöðutúni í Borgarfirði féll á svelli þar heima við og lær- brotnaði. Læknirinn á Kleppjárns- reykjum var sóttur og gerði hann að sárum Brynjólfs sem síðan var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús, að ráði héraðslæknisins. Tímabært að leita liðsinnis Spánar Brezka tímaritið Econo- mist ræddi afstöðu vestur- veldanna til Spánar í gær. Segir í grein timaritsins, að fullkomlega réttmætt sé nú, að lýðræðisríkin gleymi gleymi gömlum væringum og taki upp samstarf við Spán. í síðustu styrjöld hafi vestur- veldin gert bandalag við Rússa gegn Hitler og Músso- lini, og nú þegar andstæðing urinn sé Rússland, sé ekki nema sjálfsagt að leita banda lags við Spán gegn því. ísfirzk skip selja vel í Bretlandi Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Tvö skip með ísfisk frá ísa- firði hafa nýlega selt aíla sinn í Bretlandi. S. 1. mánu- dag seldi Hafdís þar 40 lest- ir fyrir 2435 pund- S.l. fimmtu dag seldi Finnbjörn þar 45 lestir fyrir 3090 pund. Bæði þessi skip seldu í Fleetwood. Þing S.Þ. í Edin- horg eða Blackpool? Franska stjórnin hefir ekki enn veitt svar við þeirri beiðni Trygve Lie að næsta þing S. Þ. verði háð í París, en talin hafa verið ýms tor- merki á því- í því sambandi bentu brezk blöð á það í gær, að Bretar ættu að bjóða S. Þ. að næsta þing yrði haldið í Bretlandi og þá annað hvort í Edinborg, höfuðborg Skot- lands eða Blackpool á vestur- strönd Englands. Fimm bátar gerðir út á Stokkseyri Frá fréttaritara Tímans á Stokkseyri. í vetur verða fimm bátar gerðir út frá Stokkseyri, allt heimabátar. Er það einum fleira en verið hefir undan- farnar vertíðir. Báturinn, sem við bætist, er eign Jóns Magnússonar, kaupmanns á Sæhvoli. Báturinn er nýkeypt ur frá Hvammstanga, 24 lest- ir að stærð. Skipstjóri á hon- um verður Karl Karlsson, Strönd. Þetta er stærsti bátur, sem gerður hefir verið út frá Stokkseyri, nefnist hann Ægir Ár. 18. Aðelns einn bát- ur stærri er nú á verstöðvun- ! um þrem Stokkseyri, Eyrar- bakka og Þorlákshöfn. Stokkseyrarbátar eru nú fullbúnir til róðra, en bíða sem aðrir eftir samningunum um fiskverðið. Aldarafmælis Regl- unnar minnzt í tilefni þess, að Góðtempl- arareglan er 100 ára á þessu ári efnir stórstúka íslands og þingstúka Reykjavíkur til kvöldsamkomu í dómkirkj- unni í Reykjavík kl. 20,45 annað kvöld. Dagskrá kvölds ins verður á þessa leið. Einar Björnsson þingtempl ar mælir inngangsorð. I. O. G. T. kórinn syngur undir stjórn Jóns ísleifsson- ar, er tók við stjórn kórsins á síðasta hausti og er þetta í fyrsta sinn sem kórinn syng- ur opinberlega undir stjórn hans. Þá mun Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra flytja ávarp. Páll ísólfsson leikur einleik á orgel. Brynleifur Tobíasson menntaskólakennari flytur síðan erindi en siðan syngur I. O. G. T. kórinn aftur. Aðgangur að samkomu þessari er ókeypis og öllum heimill hvort sem þeir eru templarar eða ekki. Skíðaskólinn á ísa- firði fullskipaður Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Skíðaskólinn í Seljalands- dal hefst ' 10. febrúar n.k. Kennari þar verður Guðmund ur Hallgrímsson. í skólanum verða 15 nemendur og er hann þá fullskipaður. Kennslugjald er 350 kr. fyrir allan tímann, en nemendur verða auk þess að greiða fæði. Skólinn starfar til páska. Snjó hef'r kyngt niður und anfarna daga á ísafirði og nærliggjandi héruðum og eru allar samgöngur á landi tepptar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.