Tíminn - 20.01.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1951, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 20. janúar 1951. 16. blað. '}i-á hafi til heiia SM T m 1 i L/ívarpið Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há- degisútvarp. 15.30—16.30 Mið- degisútvarp. — (15.55 Fréttir og veðurfregnir. 18,25 Veðurfregn- ir. 18.30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Ein leikur og tríó. 20.45 Upplestur. 21.05 Tónleikar: Boston Promen ade hljómsveitin leikur (plöt- ur). 21.25 Leikrit: „Á hættu- svæðinu" eftir Eugene O’Neil. Leikstjóri Jón Aðils. 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 18.1. til Breiðafjarðarhafna,1 lestar frosinn fisk. Dettifoss hef ir væntanlega farið frá Stettin ■ 18.1. til Gdynia og Kaupmanna hafnar. Fjallfoss fór frá Leith 16.1. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík 17.1. til New York. Lagarfoss er í Reykja- vík. Selfoss fór frá Reykjavík 15.1. vestur og norður og til Amsterdam og Hamborgar. Tröllafoss fór frá Reykjavík 15. 1. til St. Johns og New York. j i Auðumbla fór frá Antwerpen 17.1. til Reykjavíkur. Ríkisskip: Hekla var á Isafirði síðdegis í gær á norðurleið. Esja fer frá Reykjavík um hádegi í dag aust ur um land til Siglufjarðar. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Eyjafirði. Þyrill er í Faxaflóa. Ármann fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Messur á morgun Laugarneskirkja. Messað kl. 2 e.h., séra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15, séra Garðar Svavars- son. Ilallgrímskirkja. Messa á morgun kl. 11 árdeg- is, séra Sigurjón Árnason. Barna guðsþjónusta kl. 1,30, séra Sig- urjón Árnason. Messa kl. 5, séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: íþróttirnar og siðmenningin. r sr Ur ýmsum áttum Innbrot. Þessa síðustu daga hefir ver- ið brotizt inn í geymslubragga flugfélagsins Vængir á Reykja- víkurflugvelli og stolið þaðan rafhleðlutæki og voltamæli. Þeir sem einhverjar vísbendingar gætu gefið, eru beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar i Reykjavík. Nýjar bækur að Laugaveg 24. í bókasafni bandarísku upp- lýsingaþjónustunnar er völ á rúmlega hundrað tímaritum í lestrarstofunni, og eldri eintök þeirra eru lánuð heim viku í senn eins og bækur safnsins. Safnið er opið frá kl. 9 til 18 hvern virkan dag nema laug- ardaga og sunudaga. Á þriðju- dögum og fimmtudögum er það einnig opið á kvöldin til kl. 22. Meðal nýrra bóka, sem safn- ið hefir til boða: My Story eftir Mary Roberts Rinehart, sjálfsævisaga amer- ísks kvenrithöfundar. The Short Stories of Conrad Aiken, Color Photography for the Amateur og margar fleiri. Staðgreiðsla. Kaupfélag Héraðsbúa tók upp staðgreiðslu í búðum sínum 10. janúar síðastliðinn. Fermingarbörn séra Jakobs Jónssonar eru beð- in að koma til viðtals í Hall- grímskirkju mánudaginn 22. janúar kl. 11 eða 4. Eldri dansarnir I O. T.-Jxúsintt i kvöld kl. 9. — H&sinu iokaB JcL 10.30. — Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. — Fermingarbörn séra Sigurjóns Árnasonar eru beðin að koma til viðtals , Hall grímskirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 11 eða 4. Þjóðleikhúsið. „Pabbi“ verður sýndur í þrí- tugasta sinn í kvöld. Alls hafa nú 17 þúsund manna séð þenn- an. leik. Liklegt er, að hann verði enn sýndur nokkrum sinn um, en þó ættu þeir, sem ætla að sjá hann, ekki að draga það úr þessu. Prentvillupúkinn er víða á vakki, og hafi honum verið í nöp við Þorrann, þá hefir hann komið fram hefndum í gær. ,J>orri kaldur þeytir snjá“, er rétt upphaf vísunnar í niður lagi pistilsins „Á förnum vegi“ í gær. * fi ffc>hum tiegii Skógrækt á Reykjanesskaga Suðurnesjamaður átti tal við mig á dögunum. Hann vakti máls á því, að næsta haust yrði sennilega fargað vegna fjárskiptanna öllu sauðfé á stóru svæði á Suð- vesturlandi frá Botnsá í Hvalfirði austur í sveitir. Yrði að öllum líkindum fjárlaust eitt ár. En síðan væri lík- legt, að ýmsir myndu að hljóta að koma sér upp sauð- fjárbúum — sumir jafnvel stórum, þar sem vel væri til sauðfjárbúskapar fallið. ★ ★ ★ — Ég er Suðurnesjamaður, sagði gestur minn, og það er eindregin skoðun mín, að á hluta af þessu fjár- skiptasvæði eigi alls ekki að hafa neitt sauðfé í fram- tíðinni. Ég á við Reykjanesskagann, til dæmis vestan linu úr Elliðaárvogum í Selvog eða Herdísarvík eða eitthvað nálægt því. Reykj anesskaginn er nær allur hraunrunnið land, en víða með talsverðu gróðurlagi, en þó urinn af beit útigangsfénaðar um margar aldri. Sauðfjárbúskapur hefir verið rekinn þar með þeim hætti, að láta það ganga úti í hraununum — lifa þar og deyja eftir því hvort mildi guðs og veðurlagsins leyfði. Þetta fé hefir ávallt verið afurðarýrt, eins og kjörin, sem því voru búin, hafa áskapað. ★ ★ ★ Ósköp er hætt við því, að mjög myndi hjá mörgum sækja í þetta far aftur, þótt sauðfjárbúskapur yrði rekinn þar. Það er þó ekki rétt að kasta of þungum steini á menn fyrir það, Landslagi er þannig háttað, að það freistar til þess, engjar engar, en aðstaða til ræktunar svo erfið, að torvelt er og víða ógerlegt, að rækta land, þar sem aflað yrði fóðurs handa mörgu fé. Það er hætt við, að sauðfjárbúskapur þar vilji verða hornbúskapur. Og því fremur er auðvelt að koma þessari hugmynd í framkvæmd, að sauðfjárbúskapurinn er nú nálega niður fallínn af sjálfu sér á mörgum stöðum, og fárir myndu verða hart úti við þessa ráðstöfun. ★ ★ ★ Á hinn bóginn er skógræktin að komast á það stig, að þörf er á stóru laudflæmi til skógræktar. Brátt verður á ári hverju til ráðstöfunar mikill fjöldi barr- planta, sem aldar hafa verið upp hér. Áhugi almenn- ings krefst athafnasviðs, og Reykjanesskaginn mun að mörgu leyti vel til skógrætar fallinn, þótt hrjóstr- ugur sé og ekki mikil eftirsjá að honum frá öðru. Þar er skjólgott í hraunbollum og víða kjarr til þess að skýla ungum barrviðum. Þar er loftslag tiltölulega hlýtt. Þar er skammt undan mesta fjölbýli landsins og starfslið til þess að planta skóg. Það er auðvelt að girða hann og friða í heild. Þar er nóg undanfæri handa skógræktarmönnum um sinn. Þar verður gott að hagnýta skóginn, þegar hann er kominn á það stig. Ég er mjög á sama máli og þessi Suðurnesjamaður, og ég hefi oft áður heyrt raddir í þessa átt, síðan fjár- skipti hér um slóðir komu til umræðu. En það væri nauðsynlegt, að hreyfing kæmist sem fyrst á þetta mál. J. H. f. R. skíðaferðir að Kolviðarhóli í dag kl. 2 og 6 e. h., og á morgun kl. 9 og 10 f. h. Lagt af stað frá Varðarhús- inu. Stanzað við Vatnsþró, Undraland og Langholtsveg. Farmiðar við bílana. Þorrablót í kvöld, skemmtiatriði og dans.' Innanfélagsmót í svigi öllum flokkum á morgun. Skíðabrekk an upplýst í kvöld kl. 5—7. Skíðakennsla í dag. Skíðadeild l.R. Skiðaferöir að Skíðaskálanum: Laugardaga kl. 2 og kl. 6. Sunnudaga kl. 10. Miðvikudaga kl. 7 e.h. Afgreiðsla Hafnar- stræti 21 (áður Hekla), sími 1517. 1 sunnudagsferð verður fólk tekið: Kl. 9.30 Nesveg- Kaplaskjólsveg. — 9.45 Hofsvallag.- Hringbraut — 9.30 Sunnutorg — 9.45 Kirkjutorg í Teigunum — 9.30 Miklubraut -Lönguhlíð — 10.00 Hlemmtorg (Hreyfill) — 10.10 Suðurlandsbr. Langhv. Munið Hafnarstræti 21. Sími 1517. — Skíðalyftan í gangi brekkan upplýst. Skíðadeild K.R. Skíðafélag Reykjavíkur. Nýbýiastjðrn ríkisins auglýsir hér með til umsóknar lönd til stofnunar ný- býla í Ölfusi í Árnessýslu og á Hvolsvelli í Rangárvalla- sýslu. — í Ölfusi verður gefinn kostur á landi fyrir 4—5 býli og á Hvolsvelli fyrir 2 býli. Landið verður leigt með erfðaábúðarsamningum til nýbýlastofnunar og ábúðar. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu nýbýla- stjórnar, Austurstræti 5, Reykjavík. Umsóknum fylgi: 1. Aldursvottorð. 2. Vottorð um að umsækjandi sé fullveðja og fjár síns ráðandi. 3. Vottorð lögreglustjóra eða hreppstjóra, um að umsækjandi sé reglusamur og ráð- deildarmaður. 4. Vottorð um að hann hafi lokið verklegu og bóklegu prófi frá bændaskóla, eða að að hann hafi stundað landbúnaöarstörf minnst 2 ár eftir 16 ára aldur. Allar nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu nýbýlastjórnar. Landnámsstjóri. »♦♦♦« »♦♦♦< ♦♦♦»•♦«♦♦♦♦»»»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ♦♦♦«♦♦♦♦♦<♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■ ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦^♦f♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦♦♦♦♦♦< AUGLYSING frá fjjármálarábiuiaeytinti um endur- greiðslu á innflutnins'sg'jaldi af benzíni j[ Samkvæmt reglugerð, útg. 16. jan. 1951, hefir sú breyt- ing verið gerð á fyrirkomulagi endurgreiðslna á inn- flutningsgjaldi af bezíni, notuðu til annars en bifreiða, að framvegis skal miða umsóknir um slíkar endur- greiðslur við almanaksárið. Að þessu sinni skal þó miða umsóknirnar við tímabilið frá 1. júlí til 31. des. 1950. Umsóknir sendist sýslumönnum og bæjarfógetum eða beint til fjármálaráðuneytisins. Ef umsókn er send til sýslumanna og bæjarfógeta, skal hún hafa borizt þeim fyrir 15. febrúar. Allar umsóknir þurfa að vera komnar til fjármálaráðuneytisins fyrir 15. marz. Um- sóknum, er síðar berast verður ekki sinnt. Fjármálaráðunetftið, 17. jan. 1951 ■.■.■.■.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.Vl HANGIKJOT — Það bezta fáanlega — selur Samband ísl. samvinnuíélaga símar 4241 og 2678.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.