Tíminn - 21.01.1951, Side 2
2
TÍMINN, sunnudaginn 21. janúar 1951.
17. blað.
Orá hafi til
Útvarpið
Útvarpið í dag:
8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veð
urfregnir. 11.00 Messa í Dóm-
kirkjunni (séra Jón Auðuns).
12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Er-
indi eftir Fred Hoyle prófessor
í Cambridge: Sköpun og eðli
alheimsins; III.: Uppruni og
þróun starnanna (Hjörtur Hall-
dórsson menntaskólakennari
þýðir og flytur. 15.15 Útvarp til
íslendinga erlendis: Fréttir.
15.30 Miðdegistónleikar (plötur)
16.25 Veðurfregnir. 18.25 Veður
fregnir. 18.30 Barnatími (Þor-
steinn Ö. Stephensen). 19.30
Tónleikar: Píanólög eftir Rach-
maninoff (plötur). 19.45 Auglýs
ingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tón-
leikar (plötur). 20.25 Erindi: Úr
sögu íslenzkrar biblíu (Magnús
Már Lárusson prófessor). 20.45
Kvöld Góðtemplarareglunnar
(útvarpað frá Dómkirkjunni).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög (plötur). 23.30
Dagsskrárlok.
Útvarpið á morgun:
8.30 Morgunútvarp. — 9.10
Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há-
degisútvarp. 15.30—16.30 Miðdeg
isútvarp. — (15.55 Fréttir og
veðurfregnir). 18.15 Framburðar
kennsla í esperanto. — 18.25 Veð
urfregnir. 18.30 Islenzkukennsla
II. fl. — 19.00 Þýzkukennsla I. fl.
19.25 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir.
20.20 Útvarpshljómsveitin; Þór-
arinn Guðmundsson stjómar.
220.45 Um daginn og veginn
(Sigurður Magnússon kennari).
21.05 Einsöngur: Anna Þórhalls
dóttir syngur; við orgelið Páll
íslólfsson (útvarpað frá Dóm-
kikjunni). 21.25 Búnaðarþáttur:
Inni og úti við (Ragnar Ás-
geirsson ráðunautur). 21.45 Tón
leikar (plötur). 21.50 Frá hæsta
rétti (Hákon Guðmundsson
hæstaréttarritari). 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.10 Lestur
Passíusálma hefst (séra Krist-
inn Stefánsson frikirkjuprestur
í Hafnarfirði les). 22,20 Létt lög
(plötur). 22.45 Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Ríkisskip:
Hekla var á Akureyri síðdeg-
is i gæK Esja fór frá Reykja-
vík í gær austur um land til
Siglufjarðar. Herðubreið er á
leið frá Austfjörðum til Siglu-
fjarðar. Skjaldbreið fór frá Ak-
ureyri í gær. Þyrill er í Faxa-
flóa. Ármann átti að fara frá
Reykjavík síðdegis í gær til
Vestmannaeyja.
Flugferðir
■ Loftleiðir:
í dag er áætlað að fljúga til:
Vestmannaeyja kl. 13.30.
Á morgun er áætlað að fljúga
til: Akureyrar, ísafjarðar, Pat-
reksfjarðar, Flateyrar, Þingeyr-
ar, Bíldudals og Hólmavíkur
fyrir hádegi og til Vestmanna-
eyja kl. 13.30.
Úr ýmsum áttum
Blaðamannafélag Islands
heldur aðalfund sinn næstkom-
andi sunnudag 28. þ. m. kl. 2
e. h. að Hótel Borg.
Þorrablót á Flateyri
í gærkveldi var á Flateyri í
Önundarfirði árshátíð hjóna,
sem jafnan er haldin fyrsta
laugardag í þorra á ári hverju
— öðru nafni „stútungur“. Var
hún vel sótt og mikill gleð-
skapur að vanda. Sækja jafnan
flest hjón í kautúninu þessa
samkomu.
Framsóknarvistin var fjöl-
sótt os skemmtileg.
Framsóknarvist Framsóknar-
félags Reykjavíkur, sem fram
fór í Listamannaskálanum í
fyrrakvöld var mjög fjölsótt.
Spilað var á milli 60—70 borð-
um, eða á hverju einasta borði,
sem til er í skálanum. Samt
urðu allmargir frá að hverfa.
Eins og venjulega á skemmt-
unum Framsóknarmanna sást
ekki ölvaður maður. En sam-
koman öll þótti með afbrigðum
| fjörug og skemmtileg. Er strax
, talsvert farið að spyrja um hve
! nær næsta Framsóknarvist
j verði.
Ármenningar.
fþróttaæfingar mánudag:
íþróttahúsið, minni salurinn:
Kl. 8—9 Glímuæfing. Drengir.
— 9.10 Hnefaleikar.
Stóri salurinn: Kl. 7—8 Úr-
valsflokkur kvenna. kl. 8—9 II.
fl. kvenna, fimleikar. kl. 9—10
Glímuæfing.
Hálogaland: Kl. 7—8 Hand-
knattleikur karla I.—II. fl. 8—9
Handknattleikur kvenna.
Leikfimishús Laugarnesskól-
ans: Kl. 6—9 Námskeið Erikki
Johannsson í frjálsri glímu.
Skemmtifund heldur glímu-
félagið Ármann í samkomusal
Mjólkurstöðvarinnar miðviku-
daginn 24. jan. kl. 9. Skemmti-
atriði — Dans — Erikki
Johannsson fagnað. Aðgangur
10.00 kr. Mætið öll. Nánar aug-
lýst síðar.
4 tfcrHum tieyh
Sa !£■ Xa
Tannskemmdir og mataræði.
Baldur Johnsen læknir hef
ir flutt tvö merkileg útvarps
crindi um tannskemmdir og
mataræði. 1 þeim hefir hann
sannað með skírskotun til
sögulegra heimilda og rann- 1
sókna á gömlum höfuðkúp-
um, að tannskemmdir voru
óþekktar hér á landi fram
á nítjándu öld. Þeirra gætti
ekki þrátt fyrir vaneldis-
sjúkdóma og hungursóttir, I
meðan mjólkurmatur og fisk
æti, aðallega harðfiskur, var
aðalfæða þjóðarinnar. Breyt-
ingin verður þegar fínmalað
mjöl, sykur og fágaðar korn- j
tegundir koma til sögunnar,
og tannskemmdirnar aukast
í samræmi við aukna notkun
á þessum matartegundum.
Þetta er niðurstaðan, þótt
nú mætti virðast, að fyrir
hendi væru öll skilyrði til
hins fullkomnasta fæðis.
Reynsla annarra þjóða
sannar þetta og. Gyðingar,
Grikkir, Rómverjar og Egipt-
ar voru kornætur og þjáð-
ust af tannskemmdum. Svert
ingjar, Indíánar, Eskimóar og
Suðurhafseyjamenn voru
lausir við þær. 1 Indlandi eru
tannskemmdir fátíðar. Þar er
trúaratriði að skola og
hreinsa munninn, er ein 1
hvers hefir verið neytt.
Nýju og gömlu dansamir I 3. T,-
húsinu sunnudagskvöld kl. J —
Húsinu lokað kl. 10.30.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30.
Hin vinsæla hlj ómsveit Jan Morávek leikur fyrir dansinum
.V.V.’.VAV.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.'.V.V
I
HANGIKJÖT
í
— l*að bezta fáanleqa —
selur
Samband ísl. samvinnufélaga
símar 4241 og 2678.
;.v.
V.'.V
Er stjarnan að lækka?
Átjáanda öldin er merkileg öld í sögu íslendinga. Á
aðra hlið er hin armasta fátækt þjóðarinnar í landi,
sem harka, drepssóttir og hallæri gengu sífellt yfir
Á hinn bóginn undraverð trú á ný úrræði og nýjar
leiðir í búskap og starfsháttum, og margs konar til-
raunir og viðleitni, þeirra manna, sem þessi viðhorf
höfðu tileinkað sér.
★ ★ ★
Öllum er kunnugt um áhuga Magnúsar amtmanns
Gíslasonar um ullravinnsluna og fleiri umbótatilraun-
ir hans. Nafn Skúla fógeta er á hvers manns vörum
vegna baráttu hans við kaupmannavaldið, innrétting-
arnar og stórhug hans um allar framfarir. Jón Eiríks-
son hélt uppi Lærdómslistafélaginu. Magnús sýslu-
maður Ketilsson hóf útgáfu fyrsta tímarits á íslandi
og beitti sér fyrir margs konar búnaðarframförum.
Stefán amtmaður Þórarinsson barðist fyrir fram-
ræslu lands og fóðurtryggingum. Ólafur stiftamtmað-
ur beitti sér fyrir ýmsum nýjungum. Séra Björn í
Sauðlauksdal hóf kartöflurækt árið 1759 og beitti sér
fyrir jarðabótum og sandgræðslu. Hannes biskup
Finnsson var mikill áhugamaður um búnaðarfram-
farir og stóð í miklum bréfaskriftum um slíkt. Helztu
embættismenn landsins stofnuðu Akuryrkjufélagið
svonefnda 1770, Thodal stiftamtmaður, danskur mað-
ur, beitti sér fyrir ýmsum nýjungum í jarðyrkju.
★ ★ ★
Langflestir þeir, sem beittu sér fyrir hinum merki-
legu umbrotum á átjándu öld, voru embættismenn
landsins — landsfógeti, amtmenn, sýslumenn og nokkr
ir prestar. Björn Markússon tók við Skagafjarðar-
sýslu af Skúla Magnússyni. Hann skrifaði dönsku
stjórninni og sagði, að sig langaði til þess að gera eitt-
hvað föðurlandi sinu til gagns og viðreisnar. Hann
hafði hug á kornyrkju og gerði tilraunir í þvi efni.
1725 komu erlendar fjölskyldur á heimili sex sýslu-
manna, og auk þess eins lögmanns og landfógeta og
dvöldu þar 2—6 ár til þess að kenna útlendar vinnu-
aðferðir og ræktun, meðal annars kornrækt, þótt til
lítils kæmi aö sinni. Séra Jón Stefánsson i Nesi í Aðal-
dal fékk 1790 verðlaun fyrir hör- og hampyrkju. Fyrstu
kálgarðarnir, sem viðhaldið var, voru á Þingeyrum,
Búðardal, Sauðlauksdal, Leirá, Viðey og Bessastöðum.
★ ★ ★
Svo mætti lengi telja, en það yrði of langt mál. En
við skulum að lokum spyrja okkur sjálf: Hve margir
af tíinum æðstu embættismönnum landsins í dag, verð
ur að tvö hundruð árum liðnum getið vegna forustu
þeirra um nýmæli landsfólkinu til heilla? Hvar er nú
forusta þeirra um hugsjónamál og framfaramál þjóð-
arinnar?Er stjarna embættismannastéttarinnar lækk-
andi? j. h.
Kvöld Góðtemplarareglunnarj
<» i Dómkirkjunni í dag, sunnudaginn 21. jan. kl. 20,45 e.h.
Ingangsorð: Einar Björnsson, I. O. G. T.-kórinn syng
ur undir stjórn Jóns ísleifssonar. Ávarp: Bjarni Bene-
diktsson dóms- og utanríkismálaráðherra. Einleikur á
orgel: Dr. Páll ísólfsson. Erindi: Brynleifur Tobíasson
yfirkennari. I. O. G. T.-kórinn syngur undir stjórn Jóns
ísleifssonar.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill
Stórstúka ísland, Þingstúka Reykjavíkur
o
o
o
o
J
Tökum að okkur
nýsmíði og aðgerðir
á öllum tegundum báta allt frá skektum til stærstu
herpinótabáta. Höfum sambönd við beztu bátavéla-
umboðin.
Leitið tilboða hjá oss áður en þér snúið yður annað.
llatastöðiii Akranesi
Ingi Guðmonsson
Sími 224
o
o
o
o
o
o
O
< I
< <
O
O
O
O
O
TILKYNNING
Út af sifelldum fyr'rspurnum skal það tekið fram, að
afgreiðslu- og heimkeyrslugjald á hráolíu til húsa og
annarrar notkunar í landi hefir á undanförnum árum
verið IV2 eyrir pr. lítra og er það gjald óbreytt. Þannig
verður hámarksútsöluverð 64)/2 eyrir pr. lítra til húsa-
kynd'.nga.
Reykjavík, 19. 1. 1951.
V er ðgæzlust jór inn.
Almennur dansleikur
< 1 í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Eldri sem yngri skemmta *1
sér í Vetrargarðinum. Borð og miðapantanir frá kl.8. < 1
1 Sími 6710.
t B. K.