Tíminn - 24.01.1951, Qupperneq 4
ú
TÍMINN, miðvikudaginn 24. janúar 1951.
19. blað.
I tilefni af Skammdegisgestum
Vlér eru fornu minnin kær,
meira en sumt hið nýrra.
Það sem tíminn þokaði fjær
bað er margt hvað dýrra.
Fornólfur
Eg er fyrir nokkru síðan bú
iiin að lesa bókina Skamm-
degisgestir eftir Magnús
Jónsson, er kom út á bóka-
forlagi Norðra.
Þar sem bók þessi segir frá
atthögum mínum, og ég hefi
personulega þekkt sumt fólkið
sem greinir frá, og lifað at-
ourðina, leyfi ég mér hér með
að mlnnast á þessa bók með
xaeinum orðum. Því einmitt
þessi bok endurvakti í huga
.ninum ýmislegt frá þessum
Xornu dognum. Til dæmis kafl
inn „Hafís, hungur og hey-
þrot“.
Yfirleitt er bókin mjög
skemmtilega rituð á lifandi al
þýðumali, og fyrir mína þekk
mgu rétt skýrt frá atburð-
am.
Þo er í bókinni einn frá-
sagnarpáttur, er mér hefði
pótt vænt um að ekki hefði
verið i henni, og það er frá-
sagnarpatturinn af Stefáni
gamla Helgasyni. Efast ég
ekki um að frásögn Magnús-
i.r se rett það sem hún nær,
án hun er einhliða. Til dæmis
er ofullnægjandi skýrt frá
þvi, a hvern hátt hann gamli
átefán varð svona mikill
aumingi, sem raun varð á. Ég
.íefi enga trú á þjóðsögunni,
að hann hafi orðið svona fyr
ir aögerðir huldufólks, held-
tr íyrir mjög mislukkað upp-
ildi og meðhöndlun samtíð-
arinnar, er gerði hann rask-
aðan. títeíán var bæði skap-
oráður og skapharður, en
nafói fulla greind og tilfinn-
ingar sem aðrir menn. En
hvaö sýndi lífið honum? Að
/era a hrakningi alla æfi
nillí manna, klæðlítill og
hirðuiaus, og eiga hvergi
nófði sínu að að halla. Það
voru prautakjör. Enda segir
hann sjálfur æfisögu sína í
Xaum orðum:
„Et ástæða væri að vor-
kenna Gretti kappa 20 ára
atlegö, þá er ekki síður á-
=tæöa til að vorkenna mér,
æm hefi verið skögarmaður
50 til 60 ár“.
Ur því að ég minntist á
átefan, get ég þess til viðbót
ar, að hann var einn af þeim,
sem lagu úti í hinni miklu
nannskaðahríð 2. des. 1892,
jg kol mikið á höndum. Vorið
eftir mætti ég honum á Mið-
x'jarðarhálsi. Var hann þá illa
;il reika, því rotnun var kom
:in í kalsárin. Sagði ég honum
að reyna að komast út að
'&Iömbrum til Júlíusar Hall-
dórssonar læknis og leita á-
xjár hans. Frétti ég síðar, að
Xaann hefði fundið Júlíus og
Xiann hjálpað honum, það
sem hægt var. Mun það ekk-
ert sérstakt að Júlíus hjálp-
aði aumingjum án endur-
gjalds, því hann var drengur
góður, en oft misskilinn af
samtiö sinni.
Æskilegt hefði verið að
.neira hefði verið sagt frá
heímili þeirra Líndalshjóna á
Fremra-Núpi, því vart mun
valda tvímæli, að gamli Lín-
dal var einn af hinum stór-
brotnu bændahöfðingjum 19.
aldarinnar, sem vildi allt fyr
:ir sam-tíðarmenn sína gera,
sem í hans valdi stóð, og hann
hafði vald á að bæta. Enda
mun Miðfirðingum seint firn
ast gómlu Líndalshjónin.
Eftir Þorstein KonráAsson
Tímanum hefir borist eftirfarandi grein eftir Þor-
stein Konráðsson, er hann hefir skrifað í tilefni af
útkomu bókarinnar „Skammdegisgestir“ eftir Magnús
Jónsson, en hún kom út á vegum Norðra á síðastliðnu
hausti. í grein sinni minnist Þorsteinn einkum á þann
kafla bókarinnar, sem fjallar um hafís, heyþrot og
harðindi, og ber Þorsteinn fram í því sambandi þá
tillögu, að safnað sé heimildum um þá menn, er með
sérstakri forsjálni hafa orðið samtíðarmönnum sínum
til bjargar undir þeim kringumstæðum. í síðari hluta
greinarinnar getur hann nokkurra slíka manna.
Ferð Páls gamla á Þverá
er táknrænt afrek 19. aldar
mannsins, er sannar að sig-
ursæll er góður vilji, og enn-
fremur hvert ítak Núpshjónin
áttu í þeim dáðríka og dreng
lynda ofurhuga.
Jónas á Húki tel ég einn af
gáfuðustu og skemmtilegustu
mönnum, er ég hefi þekkt.
Hann var fádæma minnugur.
Það var hann sem kvað upp
úr sér Andrarímur og nokk-
uð af Númarímum í leitar-
mannaskála frammi á Tví-
dægru, er menn sátu þar
hríðartepptir. (Göngur og
réttir, II. bls. 25).
Jónas á Húki varð tengda-
faðir Ásmundar P. Jóhanns-
sonar í Winnipeg, þess Mið-
firðings er nú mun fjölþekkt-
astur beggja megin hafsins,
bæði fyrir átthagatryggð
sína og hina stórmannlegu
gjöf, er hann gaf Manitoba-
háskóla til kennarastóls í
norrænum fræðum. Landinn
segir til sín, þó hann búi fyrir
handan hafið.
Þá kem ég að síðasta atrið-
inu er ég vildi minnast á í
kaflanum „Hafís, heyþrot og
harðindi“ minnist Magnús á
heyhjálp Jóns Skúlasonar á
Söndum. Vakti það mig til
umhugsunar um, hvað yfir-
leitt er hljótt um þá menn,
sem þó í rauninni hafa verið
hinir mestu velgjörðamenn
þjóðfélagsins á ýmsum tím-
um. Ég á við þá menn, sem
hafa leitt samtíð sína yfir
örðugu tímabilin, bæði með
ráðum og dáð, menn sem hafa
forðað skepnum frá hung-
urdauða með heyhjálp og eig
endum þeirra frá eignar-
þroti. Þetta tel ég ótvírætt að
ókomna framtíð einir þörf-
hafi verið og verði enn um
ustu þegnar þjóðfélagsins á
öllum tímum sögunnar, og
eigi ekki að gleymast.
Þrátt fyrir alla byltingu á
þjóðháttum hefir gengið, og
mun ganga erfi'ðlega að
tryggja það, að einhversstað
ar komi ekki upp heyþrot á
íslandi. Veðráttan er breyti-
leg eins og hún hefir verið,
fyrirhyggja og dugnaður mis
jafn og sömuleiðis aðstæður
til að afla heyforða. Sýnir og
sannar sagan, að það sem
bezt hefir dugað í þessu efni,
er dugnaður, fyrirhyggja og
drenglyndi einstakra manna,
og þar af leiðandi ætti það að
vera metnaðarmál að varð-
veita minningu þeirra
manna, er öðrum fremur
hafa skarað fram úr í þeim
efnum á öllum tímum sög-
unnar. Mér dettur í huga að
skora á bókaútgáfuna Norðra,
að beita sér fyrir því að láta
safna heimildum um land allt
um menn þá, er skarað hafa
framúr með að bjarga sam-
tíð sinni á ýmsum tímum t. d.
með fóðurhjálp. I sambandi
i við þessa uppástungu mína
! dettur mér í hug að Búnaðar
jfélag íslands sé þar sjálfkjör
inn aðili. Og að söfnuninni
lokinni sjái Norðri um árang
I urinn, því mér virðist að
hann hafi tekið á stefnuskrá
sína að varðveita frá
1 gleymsku ýmislegt úr sögu
^ landbúnaðarins.
Mín þekking nær svo
skammt, aðeins í Húnavatns
j sýslu á seinni hluta 19. aldar,
og tilfæri ég þau dæmi er ég
þekki og veit um að hægt er
að fá prentaðar og óprentað-
ar heimildir fyrir í Lands-
I bókasafninu. Ennfremur er
| margt til um það enn á vör-
vm alþýðunnar, er vert væri
! að safna áður en það er horf
ið með öllu.
| í Austur-Húnavatnssýslu,
, minnist ég sérstaklega
gamla Kristjáns í Stóra-Dal,
I er bjargaði héraðinu vetur-
inn eftir Álftabana 1895, er
algjör heyþrot urðu í hérað-
jinu. Þá var flutt í burtu frá
Stóra-Dal hin stóra hey-
fúlga hans, er kölluð var
1 „Skjaldbreið“. í fúlgu þessa
hafði Kristján safnað í fjölda
mörg ár. — Það var Kristján
í Stóra-Dal, er á 63. aldurs-
ári lagöi af stað með sauðina
sína, veturinn 1858 á Góu,
suður Kjalveg, suður í Ái;nes
sýslu, og komst á fjórða sólar
hring suður í byggð. Það eitt
útaf fyrir sig er fágsétt af-
reksverk, og sýnir meðal ann-
ars, að þá var til í landinu
bæði dáð og dugur til stór-
ræða, að láta ekki undan nið
urskurðarbrjálæðinu, er þá
geysaði í Húnaþingi (Sjá
Framsóknarblað Vestmanna-
eyja, jólablað 1949). Kristján
í Stóra-Dal var afi Jónsar
Kristjánssonar læknis, er
margir þekkja.
Framhald
Menn tala um bætt lífskjör,
það' er afli á bátamiðunum,
flotinn liggur í höfn en jafn-
framt er reynt að vinna mark-
að fyrir gallaðan togarafisk
frystan. Menn greinir á um það
hvernig skipta skuli aflanum.
Útvegsmenn hafa verið í verk-
falli. Þegar þeir fá sínar kröf-
ur uppfylltar koma aðrir með
gagnkröfur sínar og þannig
verður haldið áfram. Tortryggn i
in og ójöfnuðurinn er svo mik- j
ill á landi hér í dag, að það
þykir betra að hafast ekki að
en að vinna fyrir sér. — Er það
ekki nokkuð alvarlegt mál?
G. H. skrifar 21. janúar:
„Víkverji Morgunblaðsins
skrifar oft um áfengismál í
dálkum sínum, og virðast skrif
hans hafa það eitt markmið,
að stuðla sem mest að því, að
víndrykkja verði sem almenn-
ust. Skoðun hans er sú, að all-
j ir samkomustaðir i borginni eigi
að hafa á boðstólum hinar
gullnu veigar.
Nú fer hann á stúfana í Morg
unblaðinu í dag, og mælir mjög
bót því háttalagi íþróttamanna,
að halda skemmtanir með glasa
glaum og drykkjulátum mikl-
um. Þeir, sem að slíkum lát-
um standa, eiga alltaf skelegg-
an stuðnihgsmann í Víkverja.
í vetur minntist hann dálítið
á Þjóðleikhúsið. En það var
ekki í sambandi við andleg verð
mæti, sem leikhúsið býður okk-
ur upp á, heldur var það í
sambandi við venjulegt hugðar-
efni hans: áfengið. Honum
1 finnst ófært, að sparibúið fólk
! skuli ekki eiga þess kost, að
dýrka Bakkus í þessu mikla
I húsi. Hann virðist ekki geta
; meðtekið andlega fæðu nema
| hugurinn sé undir áhrifum
. hans.
Víkverji reynir stöðugt að
, hnýta í þá menn og konur, er
1 vinna að erfiðum störfum í
þágu bindindisstarfseminnar á
íslandi. Hann er alltaf boðinn
og búinn til að taka málstað
snaps-mannanna og reynir oft
með misheppnaðri heimsku-
legri fyndni, að slá sér upp á
kostnað bindindismanna og
kvenna. Það er bágt, að eitt víð
lesnasta blað landsins skuli
hafa slíkum starfsmanni á að
skipa.
Nú þarf hann auðvitað að
taka málstað manna þeirra, er
komið hafa því til leiðar, að
búið er að saurga og setja slík-
an smánarblett á íþróttahreyf-
inguna, sem seint fymist. Hon-
um finnst það ekki ámælisvert,
þó að iþróttafélögin haldi skrall
fyrir rallfólk, ef þau bera úr
býtum nokkrar kringlóttar.
Hann upplýsir það, að félögin
halda áfengislausa dansleiki
fyrir félagsmenn. En hvernig á
að þekkja þessar skemmtanir
að? HvortvQggja dansleikirnir
eru auglýstir undir merki fé-
laganna. Ég’ man ekki til þess
að ég hafi séð auglýsta dans-
leiki fyrir rallfólk sérstaklega.
En Víkverji tekur nú eftir ýmsu,
sem aðrir taka ekki eftir.
Það er orðið aumt ástand
hér hjá okkur, þegar ráða-
menn íþróttafélaganna taka
sér til fyrirmyndar ófyrirleitna
fjárplógsmenn, því að eftir upp
lýsingum Víkverja að dæma
eru þessir áfengisdansleikir
haldnir í fjáröflunarskyni. Að
ná inn peningum með öllum
mögulegum ráðum er háttur
svindlaranna og fordæmist af
öllu heiðarlegu fólki. En hann
Víkverji fyrirgefur það, þegar
áfengisgróðinn er í aðra hönd.
Þannig er mórallinn í þeim her
búðum.“
Hlutlaust birti ég þetta bréf
en aðrir pistlar, sem hjá mér
eru, verða enn að biða um sinn.
Starkaður gamli.
U
Framlciðsla gerfi-
giimmís cykst
Sú vara, sem hækkað
hefir einna mest I verði af
völdum stríðsóttans, er
gúmmí. Bretar eiga því ekki
síst hin hagstæða dollaravið-
skipti sín að þakka, en það er
framleítt í stórum stíl í ný-
lendu þeirra á Malakkaskaga.
Bretar og aðrir hrágúmmí
framleiðendur óttast hinsveg
ar mjög að þessi dýrð standi
ekki lengi. Framleiðsla gerfi
gúmmís eykst stöðugt einkum
í Bandaríkjunum. í ár mundu
Bandaríkin fullnægja 40% af
gúmmínotkun sinni með gerfi
gúmml, en 60% á næsta ári,
eí.framleiðsla þess eykst eins
og nú er ráðgert.
II
Rafmagnstakmörkun
Straumlaust verður kl. 11—12.
Þriðjudag 23. jan. 4. hluti.
Áusturbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut-
ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að
vestan og Hringbrautar að sunnan.
Miðvikudag 24. jan. 3. hluti.
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin,
Teigarnir og svæðið þar norð-austur af.
Fimmtudag 25. jan. 2. hluti.
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna,
vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við-
eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjáv
ar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að
Sundlaugarvegi.
Föstudag 26. jan. 5. hluti.
Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og
Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstáðaholtið með
flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey,
Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir.
Mánudag 29. jan. 5. hluti.
Vesturbærinn frá Aöalstræti, Tjarnargötu og
Bjarkargötu, Melarnir, Grímsstaðaholtið, með
flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey,
Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir.
Þriðjudag 30. jan. 1. hluti.
Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes-
og Rangárvallasýslur.
Straumurinn verður rofinn samkvæmt þessu þeg-
ar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur.
SOGSVIRKJUNIN
H