Tíminn - 31.01.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.01.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 31. janúar 1351. 25. blað, Aimaiiiiafryggingar Niðurlag. Við gildistöku tryggingar- .aganna var ákveðið, að gjöld atvinnurekenda fyrir oörn'á aldrinum 16—20 ára, sem ynnu hjá foreldrum sín- im og tækju lítið eða ekkert Kaup um fram fæði, skyldi aema fjórðungi af fullu gjaldi. í árslok 1948 tókst að fá því breytt þannig, að þessi regla skyidi gilda án tillits til aldurs barnanna. Á þingi veturinn 1947—’48, stóðu átta þingmenn — sex Framsóknarmenn og tveir Sjálfstæðismenn — að flutn- mgi tillögu um að lækka gjöld til slysatrygginga, þar sem synt þótti af reikningum Dryggingarstofnunarinnar, að oess væn kostur án þess að dregið yrði úr slysabótum. — Tillagan var afgreidd sem á- iyktun Alþingis. Upp af þvi ápratt það', að frá ársbyrjun 1949 var gjaldskrá fyrir slysa cryggíngargjöld breytt til lækkunar að nokkrum mun. Þar sem heilsugæzlan hefir ekki komið til framkvæmda, nafa gjold til tryggingarstofn anarmnar verið lækkuð, sem pví svarar. Af öllu þessu leiðir það, að gjöid vegna trygginganna nafa i reyndinni orðið mörg- jm neimilum mun léttbærari en til var stofnað 1945. Á hinn oóginn hafa gjöld til sjúkra- samlaga haldizt. Áður en frumvarpið um al- nannatryggmgar var lögfest, cékkst nokkur leiðrétting á pvi um aðstöðu framleiðenda :il sjúkrabóta, þannig, að peir framleiðendur, sem búa /íð þær aöstæður, að atvinnu rekstur þeírra hvílir aðallega a eigin vinnu, eiga rétt til sjúkrabota á sama hátt og iaunþegar, ef aðili fer í sjúkra ■lús að læknisráði, atvinnu- rekstur hans stöðvast eða sannað er, að tekjur hans nafi rýrnað að mun vegna /eikíndanna. Nú hefir þetta akvæöi verið rýmkað svo, að pað nær til framleiðanda, pótt hann hafi einn vanda- jausan verkamann í þjónustu sinni aiit árið. 4júkrasam!ög. Sjúkrasamlög ’ hafa verið rekin í öllum kaupstöðum og sumum sveitum alllanga hríð. I lögum frá 1943 var ákveðið, að aimenn atkvæðagreiðsla skyldi fara fram í öllum hreppum um stofnun sjúkra- samiaga, ef þeir hefðu ekki tekiö upp þá starfsemi. Var það framkvæmt 1944. Tóku pá margir hreppar upp þessa skipan mála. Upp úr því tók ið hilia undir það, að lög- gjaí'arvaldið ætlaði að hlutast ál um, að öll sjúkrasamlög yrðu iögö' niður. Var þá að vonum, að nokkuð drægi úr ihuga á stofnun þeirra. Eigi jð siður var svo komið síð- ast liðið ár, að nálega 90 af hverju hundraði landsmanna voru í sjúkrasamlögum, en 10 —12 af hundraði utan þeirra. Þess hefir orðið vart, að fólk, sem flyzt milli hreppa, kann því illa að sums staðar eru sjúkrasamlög en annars stað- ar ekki. Þess eru og dæmi, að œenn, sem þurfa langvarandi læknishjálpar, leitast við að flytja Jögheimili sitt á staði, þar sem sjúkrasamlög staría. Þegar svo er komið, fer ekki vel á því, að fáeinir hreppar standi einir utan sjúkrasamlaganna. Út af Eftir PjU Þorslcinsson, aijim. þessu hefir nú verið lögfest, að sjúkrasamlög skuli alls staðar stofnuð eigi síðar en svo, að samlagsmenn njóti réttinda frá 1. okt. þessa árs. Iðgjöld til sjúkrasamlags eru ákveðin í hverjum hreppi fyrir sig. Ríkissjóður greiðir að jafnaði þriðjung á móts við ið'gjöld einstaklinga í sjó'ð sjúkrasamlags og hrepps sjóður leggur sjúkrasamlagi til jafnháa fjárhæð og fram lag ríkissjóðs nemur. Samlög in greiða kostnað af sjúkra- húsvist hinna tryggðu og að miklu leyti kostnað við aðra læknishjálp. Lyf, sem manni er að dómi læknis lífsnauðsyn að nota að staðaldri, greiðir sjúkrasamlag að fullu og hluta af verði annarra lyfja. Fjárhagsgrundvöllurinn. | Framlög landsmanna til tryggingarstofnunarinnar ár ,ið 1949 námu 58 milljónum króna. Þar af greiddu ein- staklingar með iðgjöldum 29 af hundraði, ríkissjóður 30 af hundraði, atvinnurekend- I ur 22 af hundraði og sveitar- og bæjarsjóðir 19 af hundraði. Á sama ári námu útgjöld allra sjúkrasamlaga í land- inu allt að 20 milljónum kr. Á síðustu árum hefir almenn ingur í landinu haft rúm fjár , ráð. Þess hefir tryggingar- stofnunin að sjálfsögðu not- ið. Svo virðist sem innheimta gjaldanna frá bæjarfélögun- um ætli að verða torveld.þeg ar erfiðleikar vaxa hjá at- vinnuvegunum. Við síðustu áramót áttu níu kaupstaðir ó- greidd framlög til tryggingar stofnunarinnar, er nema sam tals 7,4 millj. kr. Þar af er á aðra milljón króna skuldir frá 1948 og 1949. Er nokkurt vandamál hvernig með þetta skuli fara. Endurskoðun laganna. Alþingi hafði ákveðið, að tryggingarlögin skyldu end- urskoðuö, þegar nokkur reynsla væri fengin um starf semina. í samræmi við það tók sérstök nefnd, sem að meiri hluta var skipuð mönn- um úr tryggingarráði, mál- ið til athugunar milli þinga, sumarið 1949. Þá höfðu safn ast nokkrir sjóðir og bjart- sýni ríkti um hag stofnunar- innar. Nefndin lagði til, að færa nokkuð út svið trygg- inganna, bæði á þann hátt að rýmka takmörk, sem nú eru sett, og bæta nýjum greinum við, án þess að leggja auknar byrðar á skattþegnana. Með- an þingið hafði málið til at- hugunar í þessum búningi, var sýnilegt, að vísitala fór hækkandi. Það hafði í för með sér hækkaðan verðlags- bætur á laun. Þar sem mið- að er við, að svipaðar reglur gildi um greiðslur af hálfu tryggngarstofnunarinnar og almenn laun, var bersýni- legt, að útgjöldin myndu vaxa svo af þessum sökum, að stofnunin stæðist þau ekki til langframa, nema að hennar vegna yrði seilzt dýpra í vasa skattþegnanna í landinu en gert hafði verið, — hvað þá ef starfsvið trygginganna yr'ði fært út frá því sem verið hafði. Þegar hér var komið má!- um, var afgreiðslu frumvarps ins, sem um þetta fjallaði, frestað að tilhlutun núver- andi rikisstjómár. Þegar aug ljóst var, að útgjöld trygg- ingarstofnunarinnar myndu aukast verulega vegna þróun- ar verðlagsmála í landinu og á hinn bóginn litið til þess að mörg heimili í landinu hafa nóg með að bera þær fjárhagslegu byrðar, sem á þeim hvíla, að takmarka verð ur framlög úr ríkissjóði til margra nauðsynlegra fram- kvæmda og að nokkur bæj- arfélög voru þá þegar komin í vanskil við tryggingarstofn unina, þá var ekki óeðlilegt, að þeir flokkar, sem um þess- ar mundir bera ábyrgð á stjórn .landsins, vildu spyrna fótum við. Ef litið er rökrétt á málavöxtu, verður ljóst, að svigurmæli andstæöinga út at þessari ákvörðun hafa ver ið að ófyrirsynju flutt. Ný ákvæði. Að tilhlutun félagsmála- ráðherra var frumvarp um breytingar á tryggingalög- unum og viðauka við þau lagt fyrir þing það, er nú situr. Hafði hinu eldra frumvarpi verið breytt á þann hátt, að felld voru burt flest þau á- kvæði, sem fólu í sér aukin útgjöld. Frumvarp þetta hef- ir nú verið lögfest. Bótagreiðsl ur hækka í samræmi við hina nýju vísitölu frá því sem var áður en lög um gengisskrán- ingu o. fl. gengu í gildi. Af því leiðir að gjöld til trygg- inganna verða að hækka nokkuð. Fæðingarstyrkir verða jafn ir til allra mæðra. Ef tryggingarstofnunin innheimtir iðgjald fyrir ein- stakling hjá sveitarsjóði, get ur sveitarstjórn hér eftir kraf ið aðila um endurgreiðslu. Trygginganefndir, sem kosnar hafa verið á sameigin legum fundi allra hrepps- nefnda í tryggingarumdæmi skulu kosnar af sýslunefnd- lum, ef sýslunefndir taka ekki jsjálfar störfin í sínar hendur. | Greiði tryggingarstofnun- ' in meðlag með óskilgetnu barni, á hún endurkröfurétt á hendur barnsföður. Veröi vanskil af hans hálfu, skal stofnunin innheimta kröfuna hjá íramfærslusveit hans, en ekki dvalarsveit móðurinnar. Htéttarsamband bænda hef ir tillögurétt um skíptingu starfsgreina í áhættuflokka og iðgjöld til slysatrygginga, en sama rétt höfðu áður feng iö Vinnuveitendasamband ís lands og Alþýðusamband ís- lands. Heimilt er að láta ekkla njóta sama réttar og ekkjur, þegar barnalífeyrir er greidd- ur. — Heímilt er að gefa íþrótta- mönnum kost á sérstakri slysatryggingu, þegar þeir taka þátt í opinberri íþrótta- kenpni eða æfingum og nám skeiðum undir stjórn kenn- ara. — Grundvöllur aímannatry gginga. Það er vissulega fögur hug- sjón að bæta hag þeirra, sem 1 höllum fæti standa, með traustu skipulagi og félagsleg 1: um aðgerðum. En mjótt er ; mundangs hófið. Það er ekki hollt þjóðfélagi, að trygging- j. ar nái svo langt.að þær dragi úr sjálfsbjargarhvöt manna. Og þær mega ekki ofbjóða af- (Framhald á 7. sL'u.) í haust var haldið Alþýðu- sambandsþing. Þar átti verka- mannafélagið Dagsbrún í ^ Reykjavík 33 fulltrúa samkvæmt 1 því, að félagsmenn væru 3400 l eins og stjórn félagsins taldi í vera. Þremur mánuðum síðar fer fram stjórnarkosning í þessu félagi. Þá eru félagsmenn 2400. i Þúsund manns hefir tapazt á þessum stutta tíma. Þetta mun byggjast á því, að menn séu strikaðir út vegna van skiia á félagsgjöldum, en þaö mun ýmsum þykja undarlegt, þar sem því hefir verið trúað I að Dagsbrún innheimti kaup margra félagsmanna sinna og , héldi félagsgjöldum eftir. Ann- I ars er þetta allt nokkuð óljóst, svo sem vænta má, þar sem farið er með kjörskrá sem einka mál félagsstjórnar, en lista þeim, sem fram kom gegn stjórn inni var neitað um kjörskrá félagsins, nema aðeins sjálfa kjördagana. Þjóðviljinn og Morgunblaðið hafa tekið höndum saman og krefjast rannsóknar í máli Ol- íufélagsins og fara hörðum orð- um um framkomu verðgæzlu- stjóra í því sambandi. Krefst Mbl. svara frá honum, en Þjóð- viljinn er mjög ánægður yfir því, ,.að málgagn dómsmálaráð herrans krefst rannsóknar", og virðist hafa hið bezta trausc á dómsmálaráðherranum ástvini sínum. Vel má vera að þessi systurskip réttlætisins fái þá á- nægju, að rannsókn verði lát- in fara fram á breiðari grund- velli en enn er orðin enda vafa- samt hvort verðgæziustjóri nennir að liggja undir þessum aðdróttunum. Almenningur mun óska þess, að þeim, sem hér eru að verki, gefist tækifæri til að standa við orð sín og sanna þau. Það er á engan hátt hótun eða gagnkvæm ráðstöfun af minni hálfu, þó að ég minnist hér á annað rannsóknarefni. það eru vínveitingaleyfi lögreglu stjórans í Reykjavík. Það liggur fyrir, að stjórn Stórstúku Is- lands og áfengisvarnanefnd Reykjavíkur telja þær leyfis- veitingar ekki í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Les- endur Tímans vita að strax um veturnætur, — í október — var lögreglustjóri spurður opinber- lega hér í blaðinu á hverju hann byggði framkvæmd sína í þessum málum. Sú fyrirspurn hefir veriö ítrekuð aftur og aft- ur. Alþbl. hefir líka spurt hins sama og ítrekað sína fyrirspurn. Þjóðviljinn og Vísir hafa látið í ljós þá skoðun, að þessar leyfis- veitingar væru mjög vafasam- ar eða ólöglegar. En engu af þessu hefir verið svarað einu einasta orði. Og nú gengur áfengisvarna- nefnd Reykjavíkur eftir því, að rannsókn fari fram. Stórstúka íslands hefir skrifað dómsmála- ráðherranum til að vekja at- hygli hans. Það er ekki hægt að sjá annað, en lögreglustjórinn í Reykjavík beri ábyrgð á meiri ólöglegri áfengissölu en nokkur annar íslenzkur maður. Menn hafa beðið eftir einhverju hon- um til varnar, en það er ekki komið fram enn. Og nú bíða menn rannsóknar, sem leiði málavexti í ljós. Þetta mál verð- ur ekki þagað í hel, enda hefir það vakið allmikla athygli und- anfarna daga og á þó ef til vill eftir að gera betur. Nú tek ég það fram enn, að þetta er enginn mótleikur. Ég hef ekki lögreglustjóra í gislingu enda er minn þáttur sá einn, að segja frá framkomnum kröfum eins og þeim, sem Þjv. og Mbl. gera til verðgæzlustjóra. Vínveitingamálið er eldra og það er ekkert samband þar á milli. En af því blöðin hafa tengt óskylda aðila saman, eins og S.I.F. og Olíufélagið og verið með aðdróttanir um hrossa- kaup, þótti mér ástæða til að víkja að því. Um það segi ég svo ekki fleira að sinni, en við skulum vona að þessi mál haldi öll áfram, því að það virðist sannarlega ástæða til þess eins og komið er. Starkaður gamli Hangikjöt Retfktar rúllupylsur, Saltaðar rúllupyisur, Fyrirliggjandi hjá : Reykhúsl S.Í.S, Rauðarárstíg 33, sími 4241. Greiðið blaðgjald ársins mo Innheimta TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.