Tíminn - 14.02.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.02.1951, Blaðsíða 5
37. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 14. febrúar 1951. 5 iwim Miðvikud. 14. feh. Úfi á þekju Stefán Jóhann Stefánsson flutti ólundarlega ræðu og byggða á misskilningi í sam- bandi við lántökuheimild ríkT isstjórnarinnar, þegar hún var til umræðu á Alþingi í fyrradag. Hann féllst reynd- ar á, að það væri bæði óhætt og eðlilegt að taka lán til togarakaupa, því að þeir ættu að afla erlends gjaldeyris en lagðist á móti lántöku fyrir Búnaðarbankann. Hér hefir það hent Stefán Jóhann, sem raunar hendir ýmsa fleiri, að einblína á gj aldeyrisskýrslur og útflutn- ing. Raunar gleymist mörg- um, þegar þeir tala um gjald- eyrisöflun togaranna, að þar er um brúttótölur að ræða og mikinn erlendan gjaldeyri þarf til að reka þá, svo að nokkuð af því, sem þeir afla, géngur í sjálft sig gjaldeyris- lega. Hins vegar er ekki alveg víst, að maðurinn hafi gert sér ljóst að árið 1950 var út- flutningur landbúnaðaraf- urða meiri en ísfisksútflutn- ingur, svo að því leyti hallar ekki á landbúnaðinn, jafnvel þó að einsýnir menn blíni að- eins á útflutningsskýrslur. Sannleikurinn er sá um þessa lántöku, að nokkur hluti þess, sem til togara- kaupanna er ætlað, er raun- ar framlenging eða endur- nýjun eldri lántöku, en þar bætast þó við þeirra vegna 8 —9 milljónir króna. Þrjár milljónir eru ætlað- ar iðnaðinum, en Alþbl. hefir látið svo í vetur, sem flokkur þess vildi koma á fót sérstök- um iðnaðarbanka. Nú hefir Stefán Jóhann ekki bent á það, hvar hann ætli sér að taka fé handa iðnaðinum, en lítil stoð yrði honum að fé- lausum banka og fer það illa saman, að vilja mynda nýja, sérstaka, dýra stofnun, en leggjast annars á móti því, að leysa nokkuð úr fjárþörf iðn aðarins. Félaus iðnaðarbanki gæti þó aldrei orðið annað en byrði, og er furðulegt, ef reyndir stjórnmálamenn halda sjálfir, að nafnið tómt yrði iðnaðinum einhver lyfti- stöng. Um þann hiuta lánsins, sem Búnaðarbankanum er ætlað- ur, hefir verið rætt sérstak- lega hér í blaðinu. Þar er um að ræða stofnfé, svo að land- búnaðurinn geti orðið örugg- ur atvinnuvegur og fram- leiðsla hans ódýrari. Alþbl. hefir oft látið í ljós vilja sinn í þá átt, að þetta gæti orð- ið. Það hefir sagt, að bænd- ur ættu að hafa stór og vél- tæk tún í góðri rækt, þola ó- þurrka og svo framvegis. En nú telur Stefán Jóhann ó- fyrirgefanlegt, að útvega fé, svo að þetta geti orðið. Svo gjörsamlega er maðurinn úti á þekju, þegar um er að ræða raunhæfar aðgerðir í atvinnu málunum. Hér er um það að ræða, hvort taka eigi fyrir lánveit- ingar til nýræktar og bygg- inga í sveitum eða halda þeim í svipuðu horfi og verið hef- ir. Stefán Jóhann vill fyrir sitt leyti binda landbúnaðinn þann helskó, að neita honum um lánsfé, svo að kröfum Al- þýðublaðsins um að bændur taki allan lreyskap á ræktuðu j ERLENT YFIRLIT: Erfiðleikar Attlees Sjaldan hefir reynt meíra á stjórnar3ia?£i- leika Attiees en um þessar munclir Undanfarna daga hafa farið fram umræóur um utanrikismál í brezka-þinginu. Attlee forsætis ráðherra hefir þar haldið uppi svörum. af hálfu stjórnarinnar vegna fjarveru Bevins utanríkis ráðherra. Raunverulega hefir Attlee orðið að gegna embætti utanríkísráðherrans um nær tveggja mánaða skeið vegna veik inda Bevins og voru þau störf, sem fylgdu stjórnarforustunni, þó ærin íyrir. Þær raddir hafa gerzt æ há- værari 1 seinni tíð, að Attlee ætti að láta Bevin draga sig í hlé, því að ófært væri að hafa sjúkan mann i embætti utanrík isráðherra, eins og alþjóðamál- unum væri nú háttað. Attlee hefir ekki viljað fallast á þetta. Þeir Bevin eru miklir vinir og Attlee veit, að Bevin vill gegna embættinu áfram. Hann hefir því tekið það á sig að gegna embættijiu í forföllum Bevins. Á venjulegum timum hefði Attlee kannske getað gert það með sæmilegu móti að gegna þannig ‘storfum utanríkisráð- herra í forföllum, en undanfarn ar vikur hefir það verið mestu erfiðleikum bundið. Það er ekki aðeins, að utanríkismálin séu nú tímafrek, heldur hafa skapast ýmsir erfiðleikar í innanlands- málunugi, er lagt hafa aukin vanda á lierðar forsætisráðherr- ans. Þótt Attlee hafi oft átt erfiða dá'ga síðan hann varð forsætiátáðherra, hefir aðstaða hans seríttilega aldrei verið erf- iðari en seinustu vikurnar eða gert meiri kröfur til stjórnar- hæfni og ^amningalægni hans. Kolaskorturnn. Erfiðleikar þessir hófust nokkru fyrir áramótin, þegar Ijóst varð, að mikill kolaskort- ur færi 1 hönd. Orsakir hans voru einkúm tvær: Aukin kola- notkun vegna vaxandi hergagna framleiðslu og minni kolafram- leiðslu en ráð hafði verið fyrir gert. Stjórnarandstæðingar hafa notað það siðarnefnda til að kenpa þjóðnýtingunni um. Slíkt er þó tæpast rétt, heldur veldur þessu fyrst og fremst, að verkamennirnir leita frá kola- námunurtt, þrátt fyrir bætt kjör þar, því að þeim finnst önnur vinna betri. Kolanámumönnum fækkar því stöðugt, þótt stjórn- arvöldin. reyni með ýmsu móti að sporna gegn því. Þá fara skróp frá vinnu líka mjög í vöxt og dregur það úr afköstum. Við þau verður ekki ráðið, þar sem borið er við veikindi og öðrum svipuðuin ástæðum. Attlee brást þannig við þessu vandamáli, að hann kallaði leið toga námumanna á fund sinn rétt eftir áramótin. Einn aðal- leiðtogi þeirra er kommúnisti, Arthur Horner að nafni. Árang- ur þessa fundar varð sá, að leiö togar námumanna lofuðu að vinna að því að auka framleiðsl una um 3 millj. smál. fyrstu þrjá mánuði ársins. Horner hlaut litlar þakkir flokksbræðra sinna fyrir þetta loforð. Allar horfur eru nú á, að ekki takist að full- nægja því, en þó hafa vinnuaf- köstin aukizt. Stjórnin treysti heldur ekki fyllilega á, að þetta loforð yrði efnt til full», og því greip hún til þess ráðs að þrengja kolaskömmtunina. Kola skammtur til heimilanna hefir verið talsvert skertur, dregið hefir verið stórlega úr ljósa- auglýsingum o. s. frv. Þótt stjórninni verði ekki bein linis kennt um kolaskortinn, hef ir hann þó orðið til þess að gefa andstæðingum hennar allgott áróðursefni. Kjötskorturinn. Annar skortur, sem getur reynst fylgi stjórnarinnar enn hættulegri, er kjötskorturinn. Vegna þess að samningar hafa ekki náðst milli stjórna Bret- lands og Argentinu um verð á kjöti, hefir kjötinnflutningurinn frá Argentinu stöðvazt. Afleið- ingin hefir orðið kjötskortur og hefir stjórnin orðið að draga svo úr kjötskammtinum að hann er nú mun minni en þegar hann var minnstur á stríðsárunum. Þetta vekur eðlilega mikla grenjju, ekki sízt hjá húsmæðr- unum. Þær hafa reynt að bæta þetta upp með því að auka fisk- og grænmetisneyzlu. Margir læknar hafa orðið til þess að halda því fram, að slíkt komi þó ekki að fullum notum, og vegna kjöt- og feitmetisskort búi þjóðin orðið við lélegra við- urværi en góðu hófi gegni. Hún sé vegna lélegrar fæðu mun móttækilegri fyrir ýmsa kvilla en áður og megi m. a. rekja það til þessa, hve inflúensan hafi breiðzt mikið út í Bret- lándi og tiltölulega meira en annarsstaðar. Grænmetisneyzla geti aldrei komið í staðinn fyrir kjöt- og feitmetisneyzlu. Ýmis- konar slappleiki og taugaveikl- un, sem húsmæður kvarti nú um, stafi af því, að þær skorti kjöt og feitmeti, þar sem þær neiti sér oft alveg um þessar fæðutegundir til þess að geta miðlað mönnum sínum og börn- um meiru en svarar skammti þeirra. Stjórnarandstæðingar not- færa sér kjötskortinn mjög í á- róðri sínum gegn stjórninni og landi og’ þoli óþurrkasumur geti aldrei orðið fullnægt. Stefna Alþfl. er fullkominn og sjálfstæður Iðnaðarbanki og öruggúr nýtízku landbún- aður. Hihs vegar er flokkur- inn ennþá svo gjörsamlega úti á þekju með allan skiln- ing sinn á því hvernig hlut- irnir mégi gerast, að formað ur hans telur hið mesta óráð, aö trúa þessum atvinnuveg- um fyrir lánsfé. Þó er ekki hægt að ávaxta fé á íslandi með tryggara móti, en að leggja það í nauðsynlegustu umbætur, sem landbúnaðinn snerta, svo sem Tíminn hefir þrásinnis bent á. En Stefáni finnst allt annað að taka lán til togarakaupa. Það er svo sem ekki fjand- skapur að yfirlögðu ráði við landbúnað og iðnað, sem stjórnar aístöðu Stefáns Jó- hanns. Hann telur sjálfsagt, að bændur byggi sér votheys- hlöður, krefst þess blátt á- fram, en hann hefir ekki enn þá gert sér það ljóst, bless- aður karhnn, að hlöður kosti peninga, og hann heldur nú, að það verði til að setja þjóð ina á höfuðið, að taka 15 mill jón króna lán erlendis, til að byggja votheyshlöður, áburð- argeymslur, þurrka landið og rækta og byggja íbúðir yf- ir það fólk, sem við þetta vinnur.Þó mun þetta fé marg sinnis verða til þess, að gera arðbært og öruggt það fjár- magn, sem fyrir er bundið í landbúnaðinn og þann hátt bera margfaldan ávöxt. Það er náttúrlega engin von, að Alþ.bl. hafi vit fyrir Stefáni Jóhanni, en ósköp væri það gott fyrir flokkinn og álit hans út á við, ef blað- ið hætti að segja frá þeim ræðum, þar sem Stefán Jó- hann er svona gjörsamlega úti á þekju. — ATTLEE kenna um klaufaskap í samn- ingum við Argentinumenn og vanrækslu í því að afla kjöts annarsstaðar frá í tæka tið. Á- róður þessi er talinn falla víða í frjóan jarðveg, einkum meðal húsmæðra. V ðsjár í Verkamanna- flokknum. Til viðbótar þeim erfiðleikum, sem hér eru nefndir, og Attlee þarf nú að glíma við, kemur svo það, að ýmsar viðsjár fara vaxandi innan verkamanna- flokksins. Þær snerta bæði inn- anlands- og utanríkismál. 1 innanlandsmálunum verður stjórnin að horfast í augu við sívaxandi kaupkröfur, sem vafa laust verður fyrr en síðar að- láta undan. Verkamenn hafa nær engar uppbætur fengið enn vegna gengislækkunarinnar 1949 og þeirra verðhækkana, sem síðar hafa orðið. Kjör þeirra hafa því stórlega þrengst að undanförnu og geta leiðtog- ar verkalýðssamtakanna átt á hættu að missa völd sín, ef þeir fara ekki að knýja fast á um kauphækkanir. Kommúnistar herða líka mjög áróðursstarf- semi sína innan verkalýðsfélag- anna og verður óneitanlega tals (Framhald á 6. síðu > Raddir nábúarma Hannes á horrttnu ræðir 1 gær i Alþýðublaðinu um vín- veitingaleyfi lögreglustjóra og viðleitni dómsmálaráðnerra til að afsaka þau. Hannes seg ir um vörn ráðherrans: „Hér hefur hinum gáfaða og djarfa bardagamanni skjátl- ast í öllum atriðum. Hér rná hann ekki láta stífni sína ráða fyrir vitinu. Það er staðreynd, að hin ótakmörkuðu vínveit- ingaleyfi auka til stórra muna drykkjuskap æskulýðsins. Það er því hættulegra nú, þar sem hundruð æskumanna ganga at vinnulaus, vonsvikin og vita ekki hvert þau eiga að snúa sér. Með þessu er verið að leiða vegvilltan æskulýð í foræði, hrinda honum út í ægilega hættu, sem hann er ekki fær um að verjast. Með þessu er verið að spýta eitri inn á heim- ilin. Ég hef ekki heyrt einn ein asta mann, hvort sem hann neytir áfengis eða ekki, mæla hinum auknu vínveitingaleyf- um bót eða afstöðu dómsmála- ráðherra. Ég segi þetta ekki af neinni úlfúð til dómsmálaráðherra. Þvert á móti álít ég, að nauð- syn sé á því, af öðrum ástæð- um, að hann njóti trausts, en traustinu fyrirgerir hann með slíkri afstöðu. Mér þykir fyrir þessu og þannig er afstaða fjölda manna“. Dómsmálaráðherrann á eng an annan heiðarlegan kost í þessu máli en að fynrskipa lögreglustjóra að fylgja lands lögum og láta dómstólana úr- skurða um brot hans. Annars gerist ráðherrann samsekur. Og hvers er þá hægt að krefj - ast af almenningi í réttar- farsmálunum, þegar dóms- málaráðherrann sjálíur heid- ur hlífiskildi yfir lagabrotum? Lækkun byggingar- kostnaðar Það er kunnara en frá þurfi að segja, að byggingarkostn- aður er hér miklu meiri en hann þyrfti að vera. Teikn- ingar eru oft óeðlilega dýrar og einkum er þó eftirlit svo- kallaðra iðnmeistara tilfinn- anlegur aukaskattur. Það er ekki óvenjulegt, að þeir leggi 14)—20% ofan á vinnu und- irmanna sinna fyrir eftirlit, sem raunar ekkert er. Með því að afnema þessa óþörfu auka þóknun til meistaranna mætti stórlækka byggingar- kostnaðinn. Á svipaðan hátt mætti spara á fleiri liðum byggingakostnaðarins. Rannveig Þorsteinsdóttir hefir nýlega flutt frumvarp, þar sem stefnt er að aðgerð- um til að lækka byggingar- kostnaðinn. f frumvarpinu felast þrjú meginatriði: í fyrsta lagi, að stærri bæj- arfélög láti útbúa uppdrætti af mismunandi gerð íbúðar- húsa, ásamt séruppdráttum, og gefi mönnum kost á að fara eftir þeim gegn vægu gjaldi. I öðru lagi, að sömu bæjar- félög láti í té ódýrt eftirlit með byggingum, er komi i stað umsjónar meistara. í þriðja lagi, að menn, sem byggja í félagi, hafi sama rétt til að vinna iðnaðarvinnu hver fyrir annan og húseig- andi hefir nú til að vinna að byggingu eigin húss. í greinargerð, sem fylgir frumvarpi Rannveigar segir m. a.: „Tilgangur frumvarpsins er að auðvelda mönnum, sem vilja koma upp húsum til í- búðar fyrir sig og fjelskyldu sína, að gera það með eigin vinnu og með eins litlum til- kostnaði og unnt er. Kostnaður við byggingar er mjög mismunandi í landinu, og væri æskilegt, að á þeim stöðum, þar sem byggingar- kostnaður er hæstur, yrði fundin leið til þess að draga úr honum fyrir þá, sem með sjáifsafneitun og aukinni vinnu vilja koma sér upp húsi til eigin afnota. Aðstoð eins og sú, sem gert er ráð fyrir í frv., gæti dregið mikið úr til- finnanlegum kostnaðarliðum við byggingar, og samstarf fleiri manna við vinnuna,sem talin yrði eigin vinna, mundi geta orðið mjög til hagræðis.“ Það er alveg víst, að það gæti orðið til þess að draga mjög úr byggingarkostnaði, ef þetta frumvarp Rannvcig- ar næði fram að ganga. Eink- um myndi það draga úr bygg ingarkostnaði hjá þeim mönn um, sem byggja hóflega og þurfa að spara sem mest öll byggingarútgjöld. Slíkum mönnum er líka nauðsynleg- ast að veita stuðning. Þess er því að vænta, að Alþingi taki frumvarpi Rann veigar vel, enda er það tví- mælalaust eitt merkasta mál ið, sem komið hefir fram á þingi að þessu sinni. Með þessu má þó ekki láta staðar numið. Það þarf að gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr byggingarkostnaðin um, því að ella er fjölda manna gert ómögulegt að eignast eigið húsnæði. Félags málaráðuneytið ætti að láta athuga gaumgæfilega, hvaða leiðir væru færar til að draga úr byggingarkostnaði, og hraða þeirri athugun svo, að niðurstöður gætu legið fyrir í byrjun næsta þings. X+Y.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.