Tíminn - 14.02.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.02.1951, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, m'ðvikudaff.'nn 14. febrúar 1951. 37. blað. La traviata i Amerísk mynd gerð eftir * [hinni frægu óperu Verdis. S Sýnd kl. 7 og 9. i Irá frelsisbaráttH j Síana Sýnd kl. 5. í ^ í TRIPOLI-BIOi Æskan á þingi j Mjög skemmtileg rússnesk litj | kvikmynd um íþróttir, söng- > llist og þjóðdansa. Sýnd kl. 5, 7 og 9. j ___________________jj MÝiA BÍÓ; Þcss bera nienn sár* (Not Wanted) Sally Forrest. Leo Penn. — Sýnd kl. 7 og 9. Allí í lagi lagsi Grínmynrl með ABBOTT og COSTELLO. Sýnd kl. 5. BÆJARBÍÓ; HAFNARFIRÐI Syndir fcðranna (Moonrise) Ákaflega spennandi ný am- erísk kvikmynd byggð á skáld sögunni „Moonrise" eftir j Theodore Strauss. Sagan hef- j ir komið út í ísl. þýðingu í| tímaritinu „Allt“. j Dane Clark Cail Russel Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. j &uufela<$ur% ; Austurbæjarbíó í Ifeimsmcistíiramót, | ITi í SStissso! 1850 I j Einstð heimild um hina glæsi jlegu frammistöðu Islendinga já mótinu. Allir beztu frjálsíþróttamenn Evrópu koma fram í mynd þessari. ] AUKAMYND: Norden — juSA í Osló 1949. | Sýnd kl. 5, 7 og 9. r ! Mansilcgur brcysklcikl (The Guilt of Janet Ames) | Vegna fjölda eftirspurna jverður þessi óvenjulega jmynd, er fjallar um barátt- juna við mannlega eigingirni, jsýnd í örfá skipti. Aðalhlutverk: Rosalind Russell Melvyn Douglas Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Fornar ástir (The Passionate Fnends) Eftir skáldsögu II. G. Wells. Ann Todd. Claude Rains. Sýnd kl. 9. Sindhafl sæfari Sýnd kl. 5 og 7. HAFNARBIO Gimstcina bærinn (Diamond City) Ákaflega spennandi og við- burðarík ný kvikmynd er ger ist í Suður Afríku. Aðalhlutverk: David Farrar Diana Dors Ilonor Blackman j Bönnuð innan 16 ára. j Sýnd kl. 5, 7 og 9. éejtaAJ j | i í Bergur Jónsson ; MAIaflutningsskrifstofs j Laugaveg 65. Síml 5833. | Helma: Vitastig 14. Raflagnlr — Vlðgerðlr Baftækjavenlunia LJÓS & HTTI b. 1. j Laugaveg 73. — Sími 81*4 Askri(tar§íio(i x i m i rc iv 23X3 Gcrizt áskrifendnr. Erlent yfirllt (Framhald af S. slBu.y vert ágengt, eins og verkföll hafnarverkamanna benda til. 1 utanríkismálunum er ágrein ingur talsverður innan Verka- mannaflokksins. Ýmsir þeirra þingmanna flokksins, sem standa næst kommúnistum, gagnrýna stjórnarstefnuna í Kór eumálinu. í seinni tíð hafa þeir þó einkum beint andstöðu sinni gegn endurvígbúnaði Þýzka- lands og fengið ýmsa af leið- togum flokksins til liðs við sig, eins og Hugh Dalton. Þessi and- staða í flokknum virðist það öfiug, að stjórnin hefir þegar tekið nokkurt tillit til hennar. Ihaldsmenn telja að þeir erfið leikar, sem greindir eru hér að framan, og ágreiningur sá, sem nú á sér stað innan Verka- mannaflokksins varðandi utan- ríkismálin, styrki verulega póli- tíska aðstöðu þeirra og þeir geti því reiknað með sigri, ef gengið væri til kosninga nú. Flest sól- armerki virðast líka benda til þess, að Attlee ætli sér að reyna að komast hjá kosningum að sinni. Flestum, sem um þessi mál ræða, kemur saman um, að það byggist nú meira á leiðsögn hans en nokkurntíma áður, hvort Verkamannaflokknum tekst að halda völdum og hvort honum yrði sigurs auðið, ef til kosninga yrði gengið. Víst er það líka, að þrátt fyrir alla erfið- leika, hefir persónulegt álit Attlees farið vaxandi í seinni tíð, bæði meðal flokksmanna hans og andstæðinga. Ekki sízt flokksmenn hans finna, að það er við forustu hans, sem sigur- möguleikar flokksins eru fyrst og fremst tengdir. Cjinci J(c auói >♦♦♦♦ LÖGUÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um alll land. Fínpúsningsgerðin Reykjavík — Slml 6909 MARMARI Eftir Guðmund Kamban. Leikstjóri: Gunnar Hansen. Sýning í Iðnó í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 2 í dag. Sími 3191. 111 ÞJÓDLEIKHÚSID Miðvikudag kl. 17.00. Frumsýning á barnaleikritinu Snædrolíni n gisi byggð á æfintýri H. C. ANDERSEN eftir S. Magito og R. Weil Leikstjóri: Hildur Kalman Verð aðgöngumiða kr. 15.00 og 10.00. Fimmtudag kl. 20.00. Flckkaðar hcndur Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum. Sími 80000. SKIPS- LÆKNIRINN 32 — Þú kærir þig ekki um það, svaraði hún gremjulega. Þú ert viljalaus. Þú hefir blekkt okkur — læknana í sjúkrahús- inu, mig, hjúkrunarkonuna.... — Ekki hjúkrunarkonuna, sagði hann ákafur. Ekki hjúkr- unarkonuna. — Getur það verið, að lijúkrunarkonan sjálf....? spurði Friðrika, titrandi af reiði. Bóris kinkaði kolli. — Þú hefir mútað henni. En með hverju? Þú varst pen- ingalaus. — Ég mútaði henni ekki, sagði Bóris og sneri sér til veggj- ar. Hún keypti meira að segja morfln handa mér fyrir sína peninga. Hún var engill. Tómas þagði. Hann sá, hvernig þetta hafði gerzt. Hjúkrun- arkonan hafði verið ástfangin af Bóris, og ástin og skyldan höfðu togazt á í huga hennar. , i — Eg horfði sjálfur á það, að hún lét þrjár, heilar öskjur hérna í töskuna mína, hélt Bóris áfram. Og nú hefir þeim verið stolið frá mér. Strax og ég kom á skipsfjöl. Öllu mor- fíninu! Hann var sprottinn á fætur, og nú var aftur að koma á hann æði. Tómas reyndi að sefa hann. — Það hefir enginn stolið frá yður, sagði hann. Hjúkr- unarkonan hefir aðeins orðið hrædd og tekið öskjurnar úr töskunni á síðustu stundu. Ég neyðist sennilega til þess að líkna yður — en hjá mér fáið þér aðeins mjög nauman skammt. Þau Tómas og Friðrika fóru, er Vilhjálmur Neudörfler kom aftur frá morgunverðarborðinu. — Nú verðum við að ræða málið, sagði hann. Það er óum- flýanlegt, bætti hann við, er hún svaraði honum með því einu að spyrja, hvað klukkan væri. Og við höfum betra næði hér, sagði hann um leið og hann vísaði henni inn i setusal þriðja farrýmis. Hún tók sér sígarettu, bað um eldspýtu og beið átekta. Hann tók til orða, rólegur og því nær strangur í máli: Bóris gat ekki verið lengur í klefa sínum. Sem læknir yrði hann að krefjast þess, að sjúklingurinn yrði fluttur í sjúkrastof- ur skipsins, og þar yrði að loka hann inni með valdi, ef það væri nauðsynlegt. Friðrika hlustaði á hann, en virtist ekki skilja, hvers vegna hann var að segja henni þetta eða hvers hann krafðist af henni. Loks spurði hann hranalega: — Getið þér séð honum fyrir vörzlu í fyrsta farrými? — Nei, það get ég ekki, svaraði hún þurrt og afdráttar- laust, eins og hann hafði spurt. Ég er peningalaus — og ég má ekki vera að því. Tómas svaraði henni ekki. Hann renndi aðeins fyrirlitn- ingaraugum niður eftir eplagrænum kjólnum hennar. Hann var mjög einfaldur — svo einfaldur, að slíkir kjólar fást ekki, nema i örfáum tízkuhúsum í stórborgum veraldarinnar. Hann virti fyrir sér hatt hennar, skó, töskuna. Þessi kona hafði ekki sparað fé, er hún keypti sér ferðafötin. — Og þér megið ekki heldur vera að því, endurtók hann loks — ég skildi yður rétt: Þér máttUð ekki vera að því? — Já. Þér hafði skilið mig rétt. Ég hefi nefnilega ákveðið hlutverk að inna af hendi, sagði hún þrjózkulega og ögrandi. Og þessi kjóll, sem þér horfið svo á, er vinnusloppurinn minn hér á skipinu — eins og hvíti kyrtillinn yðar.... Honum flaug i hug allt, sem hann hafði heyrt'um Friðriku. — Já, sagði hann kuldalega, þér eruð í þjónustu kaup- sýslumanna, og eigið að veiða Stefanson í net yðar — fá hann til þess að fallast á vissa uppástungu. Fyrst var eins og hún skyldi hann ekki. En svo rak hún upp kuldahlátur. '— Heimska og þvættingur! sagði hún. Fólki dettur margt vitlaust í hug. Mitt starf er ákaflega einfalt og hversdags- legt. Það þarf hvorki miklar gáfur né lagni til þess að leysa það af hendi. Það er sjálfsagðasta verk, sem nokkur kona getur innt af höndum — einkum þegar hún er of tigin til þess að gerast kvikmyndadís, en skortir hæfileika til þess að ganga í þjónustu leikhúsanna. Það kom aftur á hana þessi ögrandi þrjózkusvipur, er bauð öllu byrgin. — Hvers vegna hafið þér ekki gift yður? spurði Tómas rólega. — Það fór út um þúfur, svaraði hún eins og ekkert væri. Reyndar gæti ég gifzt manninum, sem hefir látið mér í té

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.