Alþýðublaðið - 09.07.1927, Blaðsíða 2
2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
1AL1>ÝÐUBLABIÐ[
< kemur út á hverjum virkum degi. j
\ Afgreiðsla í Alþýöuhúsinu við
í Hverfisgötu 8 opin Srá kl. 9 árd. ;
5 til kl. 7 síðd. ;
J Skrifstofa á sama stað opin kl. ;
< gi/2 —ioi/a árd. og kl. 8—9 síðd.
; Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 ;
! (skrifstofan).
; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á
! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 :
« hver mm. eindálka. :
5 Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan
j (í sama húsi, sömu símar). ;
Dáðadæmf.
Alkunn er sagan úr frelsisbar-
áttu Svisslendinga um Amold
Winkelried. 1300 svissneskir
bændur vöfðu fjör sitt og frelsi
héraða sinna gegn meir en þre-
falt fleiri austurrískum riddurum,
gráum fyrir járnum. Riddaraliðið
ætlaÖi að umkringja bænduma, og
útrétt spjót við spjót Íokuðu sigur-
leið Svisslendinga gegn um her-
fylkingu frelsisræningja þeirra. Þá
gekk einn bændanna, Arnold Win-
kelried, fram fyrir skjöldu og kali-
aði til félaga sinna: „Ég skal ryðja
ykkur braut, en alið önn fyrir
konu minni og bömum. Að svo
mæltu kastaði hann vopnum sin-
um, þreif báðum höndum um
Spjót riddaranna, svo mörg, sem
hann náði til, en þau stóðu þegar
í gegn um hann. Hann hné þegar
örendur til jarðar, en félagar hans
geistust fram um skarð það, er
hann hafði rofið i spjótamúrinn,
riðluðu fylkingu riddaraliðsins,
feldu suma þeirra og þar á meðal
foringjann, en ráku hina af nönd-
um sér og unnu glæsilegan sigur.
Þessi atburður hefir verið dagsett-
ur 9. júli árið 1386.
Nú er einnig 9. júlí, nærri hálfu
sjötta hundraÖi ára síðar. Miklar
Oreytingar hafa orðið meðal
mannkynsins á þeim langa tíma,
og hér á íslandi erum við og
höfum nú um langt skeið verið
lausir við vopnaglamur og styrj-
aldir, og vonandi tekst ekki að
eyða þeirri hamingju vorri með
stofnun stéttarhers, þótt skamt sé
þess að minnast, að sá ófagnaður
rak höfuðið upp úr íhaldsfylk-
ingunni á alþingi. En þótt hér sé
vopnlaus þjóð, á alþýðan samt
í stöðugri baráttu við frelsisræn-
ingja sína, sem bola henni frá
fuljum afnotum þess verðmætis,
er hún framleiðir með vinnu sinni,
sem neita að tryggja sjómönnum
þann svefnfrið, sem heilbrigði
þeirra er nauðsynlegur, og verka-
imönnum í landi næturfrið. Alþýð
jan á í vök að verjast fyrir fjár-
ræningjum, sem heimta síðasta
eyri hennar í tolla, svo að fá-
menn burgeisastétt komist hjá
réttlátum gjöldum til þjóðarþarfa.
Einstaklingum og hlutafélögum er
tryggður réttur, sem í rauriinni
verður einkaréttur fárra manna
tilaðtaka ágóðann af þeim rekstri,
stóratvinnu og stórverzlunar, sem
þjóðinni bera sameiginlega tekjur
af. íhaldsliðið og þjónar þess á
löggjafarþingi þjóðarinnar draga
þessar sjálfsögðu tekjulindir úr
höndum hennar og láta ‘jafnvel óá-
talið, að þeim sé breytt í „Kveld-
úlfs“-núll, en heimta féð til ríkis-
þarfa af fátækum barnafjölskyld-
um, er verða oft og einatt að búa
við þröngan kost í óvistlegum
kjallaraholum og á hanabjálka-
loftum, sem þó er venjulegast ekki
sparað að leigja við okurverði.
Jafnvel skólaganga fátækra ung-
linga er skattlögð. Mentun alþýð-
unnar er þeim, sem mestu hafa
ráðið á alþingi, ekki meira kapps-
mál en þetta. Og loks er í ráði
hjá auðvaldsflokkunum að hneppa
fjötur byggðabanns á alþýðu 'pess-
arar þjóðar, neita þeim, sem ekki
eru auðugir að fé, um rétt til
að breyta um dvalarstað, þegar
burgeisunum er ekki um það gef-
ið. Alþýðufólki er líka ætlað að
eiga heimilisvalfrelsið framvegis
undir náð þeirra, ef þeir fá að
ráða.
1 dag er tækifærið til að reka
kúgaxana af höndum alþýðunnar.
1 dag — og síðan eklri fyrri en að
mörgum árum liðnum. Tækifæri,
sem látið er ónotað, kemuf ekki
aftur.
’Nú er dáðadagur Arnolds Win-
kelrieds. Slíkur maður hefði ekki
Látið á sér standa, ef ekki 'hefði
annað þurft til að vinna sigur á
kúguninni en að ganga að at-
kvæðaborðinu og kjósa afþýðunn-
ar inenn. Hann vilaði ekki fyrir
sér að hlaupa út í opinn dauðann
fyrir stéttarsystkini sín. Á því er
þó ákaflega mikill munur. Nú
krefst heill fjöldans að eins öfl-
ugra samtaka. Hér á Jandi þurfa
menn ekki að deyja fyrir þau, held-
ur lifa með þeim, gera sitt eigið
líf frjálsara og bjartara með þeim,
um leið og þeir hjálpa öðru al-
þýðufólki til hinsv sarna.
Samtök eru vald. Berjumst í
dag sameinuð fyrir sigri alþýð-
unnar. Forðumst öll, hver og einn,
að setja svartan blett á samvizku
vora með því að skerast úr leik.
1 dag eigum vér Samtaka að ryðja
alþýðunni braut til sigurs. Islenzk
stjórnmál næstu fjögurra ára eru
í dag á vorri ábyrgð — hvers og
eins, mín og þín.
Munum dæmi Arnolds Winkel-
rieds!
Fram til sigurs í dag, íslenzk
aiþýða, konur og karlar! Sam-
einuð! Fram!
Athyglisvert
er, aö engin konan, sem er í
stjórn Hvítabandsins með Sigur-
björgu Þorláksdóttur, skrifaði
undir bónorðsbréfið um að kjósa
hana, sem nokkrar íhaldskonur
létu dreifa í gær út til kvenkjós-
enda hér í Reykjavík.
Til sildveiða
fóru togaramir „Gylfi“ og „Kári
Sölmundarson" í fyrra kvöld.
Fjármálaspeki
Jóns Þorlákssonap.
Á siðasta kjósendafundinum í
Barnaskólaportinu sagði Jón Þor-
láksson forsætisráðherra merkilega
setningu í hinni rökþrota vörn
sinni gegn ómótmælanlegum út-
reikningum Héðins Valdimarsson-
ar. Hún hljóðaði eitthvað á þessa
leið: Hver Iætur telja sér trú um
að skuld hækki, sem greiddir hafa
verið vextir og afborganir af? Til
þess að sýna einfeldnina í þessari
blekkingartilraun »heila heilanna*
víl ég nefna iítið dæmi: Maður
nokkur fær lán, að upphæð 1000
sterlingspund, og á að greiða það
aftur í sama gjaldeyri, Tekjur sin-
ar fær hann hins vegar allar greidd-
ar í íslenzkum krónum. Setjum
svo, að sterlingspundið sé 18 kr.
ísl., þegar lánið er tekið, og hald-
ist í því gengi næstu tvö ár.
Skuldari greiðir 100 stpd. á ári
hverju i afborgun og fulla vexti.
Þá greiðir hann tvö fyrstu árin
1800 kr. isl. á ári, og skuldin er
komin ofan i 800 stpd. þriðja árið.
Það ár hækkar stpd. upp i 24 kr.
ísl. Eftirstöðvar skuldarinnar verða
og herlögin yltu á atkvæði hans,
— ætli hann færi þá ekki líkt áð
og í togaravökumálinu, snérist
annaðhvort alveg á móti alþýð-
unni eða héldi sig utan dyra, á.
nieðan íhaldsliðið færi sínu fram?
Reynslan bendir óneitanlega á, áð
hætt væri við því. Hann gæti
raunar greitt atkvæði gegn auð-
valdinu við 1. og 2. umræðu, en
þegar til úrslita kæmi, — hver
treystir honum þá?
Alþýðumenn! Hver ykkar vill
verða herskyldur? Kærið þið ykk-
ur nokkuð um, a‘ö ykkur séu sett-
ir tveir kostir með Jöggjöf, áð
nota „tæki“ gegn bræðrum ,ykk-
ar, sonum, feðrum og félögum,
til þess að þvinga niður kaup
þeirra og ykkar sjálfra um leið.,,
eða verða að öðrum kosti sektaðir
eða settir í fangelsi e'óa jafnvel
lögð á ykkur „pyngri refsing“?
— Ef þið kærið ykkur eklri um
slíka löggjöf, þá er ýkkur bezt
að fylkja 1 iði til kosninganna í
dag og kjósa frambjóðendur AJ-
þýðuflokksins.
Óvitrir íhaldsmenn.
þá 24 X 800 kr. ísl. = 19 200 kr. isl.
Þrátt fyrir afborganir og vexti hef-
ir skuldin hækkað um 1200 kr.!
Þetta getur hvert skynbært barn
skilið. Samt býður J. Þ. reykvísk-
um kjósendum upp á öfugmælin.
En hvað mun þá í öðrum málum,
úr því að fjármálin eru þennan
veg túlkuð af fjármálaráðherran-
um?
Niður með blekkingaráðherr-
ann!
Fundarmaður.
Hver vill verða
herskyldur?
1 ríkislögreglufrumvarpinu eins
og íhaldsforkólfarnir lögðu það
fyrir alþingi 1925, stóð, að allir
karlmenn í kaupstöðum, frá tví-
tugsaldri til fimtugs, sem til þess
væru taldir færir, væru skyldir
að ganga í hana. Ekkert kaup
áttu þeir að fá, aðrir en foringj-
arnir. Með konunglegri tilskipun
(þ. e. stjórnin fengi að ráða henni
án þess alþingi kvæði þar nánar
um) skyldu settar reglur um
„starfshætti, tœki og einkenni og
enn þjónustuskyldur.“ „Þar skulu
og vera fyrirmæli um eið þann
eða dreng'skaparheit, sem ‘þeir
skulu vinna áður en þeir taka til
starfa.“ „Fyrir neitun um að verða
við kvaðningu í varalögreglulið-
ið og brot á þjónustuskyldum skal
í tilskipuninni ákveða sektir éða
fangelsi, nema pyngri refsing liggi
við eftir öðrum lögum. Fer um
mál út af brotum þessum sem um
mál út af brotum í embættisþjón-
ustu.“ (Auðk. hér.)
Hve nær, sem íhaldsflokkurinn
kemst i meiri hluta, má búast viö
svona lögum.
Ef Jakob Möller væri þá á þingi
í öllum löndum viðurkenna
frjálslyndir menn, að íhaldið sé
heimskt og jarðbundið í skoðun-
um, en hvergi kemur heimskan,
rökleysurnar og vandræði íhalds-
ins betur í Ijós, þar sem ég þekkí
til, en hjá sumum íhaldsúrþvætt-
um I Hafnarfirði. Er það ungum
mönnum eftirminnileg háðung,
þegar um sameign og samvinnu
er að ræða, er þeir segja, fað
framtak einstaklingsins skapi al-
menningsheill. Þessari margra.
alda lygi hampa þeir hæst, ungir
íhaldsmenn í Hafnarfirði, sem
aldrei hafa reynt á framtak sitt,
aldrei hafa þurft að klífa örðug-
leika fátækrar æsku, sem aldrer
hafa unnið sér inn daglegt brauð
með framtaki sínu, en alt hafa
þegið og sumir að minsta kostf>
safnað rökum annara sér til hags-
bóta. Þessi sofandi villilýður gví-
virðir vökumenn bæjarfélagsins
með persónulegum illkvitnisrógi.
Milli dúranna senda þeir vinnandi
stétt bæjarins slík skeyti. Eru
þetta glögg feigðarmörk á jhaldi'
Dæjörins, sem lýsa ser nákvæm-
lega eins og á hrumu, svefnstyggu
gamalmenni, sem bíður eftir
svefninum mikla.
Þessir menn, sem með atvinnu-
rekstri sínum að mestu leyti á
kostnáð annara lúta riiður að
borði hins fátæka verkamanns,.
hinnar yfirgefnu ekkju og ein-
stæðings og draga af þvi kjarn-
œztu moiána, tínýta aftan í sig
ungum óg ósjálfstæðum lítil-
mennum, sem þeir svo ota fram
fyrir skjöldu sína, þegar þeir
standa rökþrota fyrir jafnaðar-
mönnum á kosningafundunum. Þá.
biðja þeix öfyrirleitnina liðs og
ífeyna stráka sína á því, hve miklu
ryki þeir geti þyrlað ppp í augu
kjósenda með glamuryrðum og