Tíminn - 02.03.1951, Side 5

Tíminn - 02.03.1951, Side 5
51. blað. TÍMINN, föstudaginn 2. marz 1951. 5. Ræða Hermanns Jónassonar Föstud. 2. marz Eftir eldhús- umræðurnar Tvær kvöldvökur hefir þjóð in hlýtt á málflutning stjórn- málaflokkana á Alþ'ngi, þar sem stjórnarstefnan er sótt og varin í meginatriðum. Meg inræðurnar koma svo á prent í blöðunum, svo að mönnum gefst kostur á að athuga þær betur. Stjórnarandstæð ngar hafa að vísu flutt ræður sínar í ádeilutón og þeir hafa dregið upp ýmsar dökkar myndir af ástandi og horfum. En þegar þessum umræðum er lok.ð láta menn sér slíkt þó ekki nægja. Þá spyrja menn hver sé stefna stjórnarandstæð- inga. Það er alltaf hægt að tala um það, að sú leið, sem farin er, sé erf ð og það er líka hægt að tala um hættur og mann- J raunir á þeirri leið. Allt slikt tal hlýtur þó jafnan að verða 1 neikvætt, nema jafnframt sé 1 bent á aðra betri leið eða' samferðamennirnir séu hvatt ir 11 að láta hætturnar ekki! buga sig og fylgja foringjum sínum einhuga. Stjórnarand- stæðingar hafa hvorugt gert. Því er málflutn'ngur þeirra neikvæður. Ríkisstjórnin ve t það sjálf, að það eru ýmsir erfiðleikar á veginum og hún reyn'r ekk- ert að fela það. Þjóðin ætti lika að vera bú- in að fá meira en nóg af marklausu gaspri um, að allt sé í lagi og hún megi sofa og synda áhyggjulaust. Slikur þvættingur er ekki líklegur t'l áhrifa e'ns og nú er kom- ið. Andstæðingar stjórnar.'nnar hefðu því átt að gera grein fyrir sinum úrræðum og sín- um leiðum fram hjá erfið- leikunum, svo að þeir gætu sakað rík'sstjórnina um að hafa leitt þjóðina út í þessi vandræði. Það hafa þeir ekki gert. Hér var um skeið lifað í líkingu við búskap Hrafna- Flóka fyrsta sumar hans á ís- landi. Þá var ekki tekið tillit til náttúrulegra lögmála. Hrafna-Flóki tók ekki tillit t:l þess um sumarið, að íslenzka sumarið er skammvinnt og eftir það kemur vetur. „Ný- sköpunarstjórnin‘“ tók held- ur ekki t llit t l náttúrlegra lögmála og óhjákvæmilegra breytinga. Þess er ekki get'ð, að menn Hrafna-Flóka hafi bein- linis kennt honum um hafís og vetrarriki og því síður kenndi hann þeim um harð- indin, þegar hann reyndi hina óblíðari hlið náttúrunnar. En nú mátti heyra þá, sem sek- astir eru íslenzkra samtíðar- manna um Hrafna-Flóka- búskap, ásaka aðra um það, að algild iögmál nái einnig til íslands. Og það er í raun- inni hið eina, sem þessir menn hafa til mála að leggja. Það eru léttvæg rök, þó að ymprað sé á því, að uppbóta- leið og sú verðhækkun, sem af hennj leiði, sé betri en verð hækkun af breyttri gengis- skráningu eða þó að menn tali um að ungverskt hveiti og slíkar innflutningsvörur muni bætar efnahag þjóðarinnar. (Framhald af 3. síðu.) ef Framsóknarflokkurinn gæti tryggt meirihlutastuðn- ing við stjórnina og fylgi við aðkallandi vandamál. Þar sem flokkarnir voru sammála' um að Sosíalistar kæmu ekki til greina — var þetta bein ávisun á samstarf við Sj ájfstæðisflokkinn — og létu íhaldsandstæðingarnir, Hannibal og Gylfi, sem hér töluðu í fyrrakvöld þá ekk- ert til sín heyra. — Sjálf- stæðisflpkkurinn fór undan í flæmingi — og Framsóknar- flokkurinn leitaði þá ekki eftir stjórnarsamstarfi við hann einan. — Meðan flokks stjórn Sjálfstæðismanna sat, ræddu tjæstv. núverandi for- sætisráðherra, hæstv. fjár- málaráðherra og ég enn marg sinnis yið Alþýðuflokkinn, en samstarr. við hann reyndist með öllu .ófáanlegt og fékkst hann ek£i einu sínni til að nefna l^kilyrði fyrir sam- starfi og'virtist vera fullkom lega úrræðalaus, enda lýsti Alþýðubiaðið því yfir daglega, að Alþýðijflokkurinn tæki eigi þátt í stjLörn. Þeir vissu allt- of vel um arfinn, sem þeir skildu eftir. Þannig fram- kvæmdiFramsóknarflokkur- inn út i æsar yfirlýsingu sína fyrir kQgningar. En Flram- sóknarfiplíkurinn stóð jafn- framt vjð.. þá stefnu sína, í samræmi viö yfirlýsinguna, sem ég .ias í blaðagrein minni áðan, að*ef Alþýöuflokkurinn brigðis^ yrði að leita meiri- hlutafylgis fyrir nýrri fjár- málaste|gu eftir öðrum leið- um, ogjjp gerði hann. Nokkrar spurningar til Hannibals Valdimarssonar. Ég vii ijú í þessu sambandi og að geinu tilefni spyrja Hanniba,li Valdimarsson nokk urra spurninga. Heldur .hann, að kjósendur Framsóiaiarflokksins hafi ætlast t41 þess, að Framsókn- arflokkurínn gerði verkfall á Alþingi, *vegna þess, að þjóð- skörungum Alþýðuflokksins þóknaðist það? Heldur,.Jíannibal Valdimars son, að~' verkamenn, sjómenn og aðrir^ kjósendur hafi helzt óskað þess, að Framsóknar- menn hlypu frá stjórn skút- unnar, sem skipstjóri Alþýðu- flokksins hafi strandað, og neituðu.sað taka þátt í björg- uninni„,létu allt atvinnulíf stöðvash létu hungurvofuna halda innreið sína yfir land- ið, bara vegna þess, að Al- þýðuflokkurinn fór í fýlu? Heldur þessi háttvirti þing maður, að af sömu ástæðum, hafi bændur ætlast til þess. að Framsóknarflokkurinn stofnaði til stjórnleysis, með þeim afleiðingum meðal ann ars, að markaðúr hefði þorr ið fyrir afurðir bænda, við sjávarsíðuna, að algjör stöðv un yrði á innflutningi land- búnaðarvéla og varahluta.á- burðar og fóðurbætis? Með þeim afleiðingum, að vanskil á greiðslum ríkissjóðs til Ræktunarsjóðs og Byggingar sjóðs héldi áfram? Með þeim afleiðingum, að engar 15 millj af gjaldeyrisgróðanum kæmu í þessa sjóði? -Heldur Hannibal Valdi- marsson í raun og veru, að barist hefði verið í núverandi ríkisstjórn fyrir auknu fé til landbúnaðarins, eins og nú er gert og byggingu áburðarverk smiðju, ef Framsóknarflokk- urinn hefði gert pólitískt verk fall? Heldur Hannibal Valdimars son, að bændur hefðu frekar kosið, að Framsóknarflokkur- inn stofnaði til stjórnleysis með hruni innanlandsmark- aðarins, eða gerði gengis- breytingu, sem verndaSi ekki aðeins þessa markaði, heldur opnaði markað erlendis fyr- ir landbúnaðarvörur, eins og nú er í fyrsta skipti í mörg ár? Hvort munu verkamenn fremur kjósa verkfall Al- þýðuflokksins eða þá stjórn- arsamninga, sem tryggðu þeim 7 millj. af gengisgróð- anum í verkamannabústaði? Telur Hannibal Valdimars- son, að bændur og aðrir sam vinnumenn reikni Framsókn- arflokknum það til syndar, að hann kom beinlínis í veg fyrir það með stjórnarsamn- ingunum, aö teknar væru 8 millj. í stóreignaskatt af sjóð um samvinnufélaganna? Og heldur hann, að menn telji það dyggð af Alþýðuflokkn- um, að formaður hans tjáði sig fylgjandi skattlagningu á þessa sjóði? Heldur Hannibal Valdimars son, að landsmenn kjósi frem ur tómar búðir stjórnleysis- ins, heldur en þann vöruinn- flutning nauðsynja, sem nú er tryggður og samkeppni samvinnufélaganna? Svona mætti lengi spyrja um mál, sem óhugsanlegt var, að Framsóknarflokkur- inn kæmi fram með því að Slíkt tal« lítið skylt við raun veruleg;?'úrræði t l hagsbóta eða út úr erfiðleikunum. Hins vegar gerir það sitt til að minna -jjjóðina á það, að stjórnarandstæðingar kunna ekki nejn ráð til að sneiða þjóðin á'nú við að búa. Verð- hjá þeim erfiðleikum, sem hækkun er verðhækkun og kjararýmun, hvort sem hún birtist i' ungversku hveiti, ein hverjurrrnýjum tollum t1l að standa-undir uppbótaleið eða blátt áíram gengislækkun. Þetta er aðalatriði málsins og það er éngin ástæða til að ætla, að það hafi farið fram hjá hlustendum. Eldhúsumræðurnar eru því í raun og veru staðfest'ng á því, að stjórnarandstæðingar hafa í raun og veru enga stefnu í vandamálum atvinnu lífsins í heild. Þeir geta leyft sér að tala um erfiðleika, eins og. aðrir, en þeir reyna að nota erfðleikana til að sundra þjóðinni og deyfa vilja hennar og einhug til að sigr- ast á þeim. Þetta kann að mega segja að sé nokkur freist ing fyrir úrræðalitla flokka, sem þyrstir í völd og áhrif, en þvi fer alls fjarri, að það sé nein raunveruleg málefna barátta. Og væntanlega sjá flestir í gegnum þennan mála tilbúnað. Andstæðingar stjórnarinn- ar fengu tvö kvöld til að tala við þjóðina um það, hvernig mátt hefði komast hjá þeim erfiðleikum, sem atvinnuveg’r hennar eiga nú við að stríða eða þá í öðru lagi hvernig sigrast hefði mátt á þeim erf- iðleikum. Nú hugsai^ þjóðin um það, hvernig þessu hafi verið svarað. Flestum mun finnast, að því sé enn ósvarað, þrátt fyrir langar ræður. Það er sigur ríkisstjórnar- innar í þessum umræðum. neita öllu stjórnarsamstarfi, þótt ýmsu megi þoka áleið- is í stjórnarandstöðu? Óskiljanleg afs aða. Afstaða Só'íalistaflokksins er tekin út frá einu sjónar,- miði og alltaf skiljanleg. Þeir vilja stefnu Tékkóslava á ís- landi, sem að visu hefði og orðið með svipuðum afleið- ingum fyrir sjálfa þá og þar hefir raun á orðið. En flest vinnubrögð Albýðuflokksins eru lítt skiljanleg. — Hann fordæmir Framsóknarfl. fyr- ir samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn, þaðan sem hann er sjálfur nýkominn. — Alþýðu- flokkurinn telur eins og aðrir ekki unnt að vinna með Sós- ialistum, ekki vildi hann sam starf við Framsóknarflokk- inn, og utanþingsstjórn for- dæmir hann. Hvað er þá til nema það samstarf, sem nú er? — Eða er það það, sem hann harmar, að Sjálfstæðis flokkurinn skuli ekki stjórna einn? — Áður var Alþýðufl. velviljaður landbúnaði, en nú þegar flestir skilja lífsnauð- syn hans fyrir þjóðina, sýnir hann flestum málum land- búnaðarins óvild. í ríkisstjórn er flokkurinn með stýfingu og festingu vísi tölunnar — utan ríkisstjórn- ar telur hann þetta höfuð- synd. í ríkisstjórn kemur hann á hrognapeningum, sem kaup- menn verzla með, en þegar útgerðarmenn eiga að fá sömu fríðindi, er hann því andstæður. í ríkisstjórn telur hann hvatningu til kauphækkana glæp. Nú er þetta gert að höfuðstefnu flokksins og tal- in dyggð. Flokkurinn hefir deilt á rikisstjórnina fyrir vöruþurrð og svartan markað, en nú, þegar flytja á inn nauðsynja vörur eftir þörfum, telur hann þetta blátt áfram hættu legt. Áður hefir Alþýðuflokkur- inn staðið beint og óbeint að skuldasöfnun erlendis, er nemur 178 milljónum króna. Þegar rætt er um 15 millj. til landbúnaðarins telur hann það þjóðhættulegt. Undir hans stjórnarforustu er safnað 63 milljónum kr. í ríkisskuldum að jafnaði ár- lega, og það muna víst fæstir, að flokkurinn hafi nokkurn tíma greitt atkvæði með sparnaðartillögum. Utan rík- isstjórnar prédikar hann sparnað. Vegna andstöðu utanríkis- ráðherra og Alþýðuflokksins, hefir Framsóknarflokkur.inn ekki getað komið fram fækk- un sendiherra á Norðurlönd- um. — Nú talar Alþýðuflokkurinn, eins og hann sé þessari fækk un fylgjandi og ræðst á það með dólgshætti, að valinn hefir verið í eitt sendiherra- starfið gáfaður hæfileikamað ur. — Eina leiðin til raunveru- legra kjarabóta. Öll þessi og svipuð vinnu- brögð Alþýðuflokksins síðan hann neitaði öllu samstarfi, kunna að vera einhver æðri vlsindi, en ég held að mörg- um gangi erfiðlega að skilja þau. En sleppum þessu. Hitt er flestum meira áhyggju- efni, að nú, þegar ríkissjóð- ur lækkar ríkisskuldir um 13 milljónir í stað þess að hækka þær um 63 milljónir árlega, nú, þegar gjaldeyrisástandið er batnandi, nú, þegar vissa er fyrir innflutningi nauðsynja- vara, ef framleiðslan er í gangi, nú, þegar ráðist er í stærstu framkvæmdir í sögu þjóðarinnar, nú, þegar bólar á batavonum í fjármálum, þá skuli Alþýðuflokkurinn beita sér við hlið Sósíalista- flokksins fyrir kaupgjalds- styrjöld, ~sem er líklegust til að draga þjóðina niður í enn dýpra svað en áður. Það er bæði rétt og skylt að greiða launafólki þau laun, sem framleiðslan getur með sæmilegu móti staðið undir, en reynsla allra þjóða, og ekki sízt okkar á undanförnum árum, sýnir og sannar það, sem skýrsla hagfræðinga Al- þýðusambandsins staðfestir, að kaupgjald umtram það, sem þjóðartekjur leyfa og framleiðslan þolir, fellir pen- ingana í verði og skapar eng- ar raunhæfar kjaraþætur. Eina leiðin til raunveru- legra kjarabóta, er að efla framleiðsluna og auka þann- ig þjóðartekjurnar. — TamningastölS (Framhald af 4. síðu.) það svar, að menn væru hætt ir að ala upp og temja drátt- arhesta, en seldu ungviði til slátrunar að haustinu. Sá, sem um leltajtfi fyrir mig, mun þó hafa haft flestum betri tækifæri til þess að vita um hesta, ef til væru. Á Hól- um er þó hrossakynbótabú. Á það aðeins að ala upp reið- hesta? Er þeirra e. t. v. meiri þörf en dráttarhestanna? Að vísu virðist það í töluverðu samræmi við margt annað í háttum okkar, en ekki skal því trúað að óreyndu, að for- ráða- og trúnaðarmenn land- búnaðarins telji me:ri þörf fyrir reiðhesta, þó skemmti- legir séu, en vinnuhestana. Að lokum vil ég svo benda á nokkur atriði til samanburð- ar á notagildi hesta og aflvéla í þágu landbúnaðarins. Vélin er að vísu afkasta- meiri, og með vél er hægt að vinna sumt það, sem tæplega verður unnið með hestum. Ef- laust hentar vél betur á stóru búi, þar sem heyfengur telstv í þúsundum hestburða. En um sumt tel ég að hesta notkunin hafi yfirburði, m'nnsta kosti á litlu og meðal búi. Bóndi, sem á 3 hesta getur samtímis slegið og flutt heim hey, rakað eða rifjað. Eigi hann múgavél og rakstrarvél, getur hann samtímis garðað og rakað saman. Hann getur notað rakstrarvélina og snún ingsvélina samtímis og þó átt þess kost að nota heyvagn- inn um leið til heimflutninga. M. ö. o- það má dreifa hest- aflinu meira en vélaraflinu, en þó að því tilskildu, að hestarn’r séu svo öruggir, að börn og unglingar geti farið með þá áhættulaust. Ég held því, að við eigum að stefna að því, að auka frekar en minnka hestanotkun okkar við landbúnaðarstörfin. Hest- urinn á ekki og má ekki hverfa úr landbúnaðarsögu okkar, en þá þarf líka nú þegar að hefja aðgerðir til þess, að auðvelda öflun þeirra og notkun og fyrsta skrefið í því efni, er uppeldis- og tamningastöð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.