Tíminn - 08.03.1951, Side 2

Tíminn - 08.03.1951, Side 2
TÍMINN, íimmtudaginn 8. marz 1951. 56. blað. t. ytmmnmj:::: »4 kafi til keiía Útvarpih Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Einsöngur: Benjamino Gigli syngur (plötur). 20,45 Lest ur fornrita: Saga Haralds harð- ráða (Einar Ól. Sveinsson pró- fessor). 21,10 Tónleikar (plötur). 21.15 Dagskrá Kvenréttihdafé- lags íslands. — Æviminningar áttræðrar konu — kafli úr ó- prentuðu handriti eftir Hugrúnu (höfundur flytur). 21,40 Tónleik ar (plötur). 21,45 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíusálmur nr. 38. 22,20 Sinfóniskir tónleikar (plötur). 23.15 Dagskrárlok. Hvar eru. skipin? Eimskip. Brúarfoss kemur til Reykja- víkur frá Kaupmannahöfn kl. 11,30 í dag 7. 3. Dettifoss kom til New York 6. 3. frá Reykjavík. Fjallfoss kemur til Reykjavíkur um kl. 13,00 í dag 7. 3. frá Hull. Goðafoss fer frá Reykjavík ann að kvöld 8. 3. til Akureyrar, Dal- vikur og Húsavíkur. Lagarfoss er í Keflavík, fer þaðan 8. 3. til Akraness og Reykjavíkur. Sel- foss fer frá Leith í dag 7. 3. til Djúpavogs. Tröllafoss fór frá Patreksfirði 6. 3. til New York. Auðumla er í Hamborg. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja var á Akureyri síðdegis í gær. Herðu breið er á Vestfjörðum á norð- urleið. Skjaldbreið er í Reykja- vík. Þyrill var væntanlegur til Siglufjarðar seint í gærkveldi eða nótt. Ármann var í Vest- mannaeyjum í gær. Flugferðir Flugfélag Islands h.f. 1 dag eru áætlaðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyja og Sauðárkróks. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Kirkjubæjar- klausturs, Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar. Úr ýmsum áttum Happdrætti háskóla íslands. Dregið verður í 3. flokki happ drættisins á laugardag. í dag og á morgun eru því síðustu for- vöð að kaupa miða og endur- nýja. Vinningar eru 400, sam- tals 212400 kr., en eftir eru til ársloka vinningar samtals 3.811. 800 krónur. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hélt í gær- morgun af stað flugleiðis til Oslóar til þess að sitja þar utan ríkisráðherrafund Norðurlantía, sem haldinn verður dagana 9. og 10. marz n. k. í Seyðisfirði er nú komið geysilega mikil fönn, og var í gær þriðji dagur- inn í röð mmikil fannkoma. Sjónleikurinn „Pabbi“ verður sýndur 1 þjóðleikhús- inu í kvöld í næstsíðasta sinn. Þetta er 35. sýningin. Alls hafa nú 18500 menn séð þennan ieik í þjóðleikhúsinu. Frölund heitir formaður danska biblíu félagsins, og Frimodt gjaldkeri þess, en nöfn þeirra misprent- uðust í grein séra Sigurbjörns Ástvaldar Gíslasonar í Tíman- um. Salt til Akraness. Hvassafell losaði salt á Akra- nesi í gær — alls 541 smálest. Fiskveiðar við Grænland. Lúðvík Kristjánsson, rit- stjóri Ægis, flutti mjög at- hygiisvert erindi í útvarpið í fyrrakvöld um fiskveiðar við Græniand. Skýrði hann frá hinni hraðvaxandi útgerð ýmsra þjóða við strendur Græn lands á síðari árum, einkum Norðmanna og Færeyinga. Einnig hve afiamagn þeirra, einkum Norðmanna, hefði verið mikið og hve sjómenn hefðu borið góðan hlut frá fcorði. Lúðvík kvað alla aðstöðu fara batnandi þar vestra með ári hverju. Bryggjur væru reist ar, fiskhús, olíugeymar o. s. frv. Taldi ræðumaður illa farið að Islendingar drægjust aftur lir iim veiðar við Grænland. Vildi hann að ríkið stuðiaði að frekari veiðitilraunum þar vestra, þótt ekki væri í stórum stíl. Næst flytur Lúðvík erindi í útvarpið n. k. briðjudagskvöld og mun þá ræða um undir- búning að síldveiðum á kom- andi sumri. Tryggvi gamli býst á veiðar. Einn gömlu togaranna í Reykjavík, Tryggvi gamli, eign Alliance, er nú að búast á veiðar, og er verið að ráða á hann á- höfnina. Útgerð hans er hafin með það fyrir augum að bæta úr atvinnuástandinu í bænum, og leggur bærinn fram nokkurt fé til þess að standast halla, sem fyrirsjáanlegt þykir, að verði á útgerð hans. Tryggvi gamli á að leggja afla sinn upp til vinnslu hér. Líklegt er, að annar af hin- um gömlu Reykjavíkurtogurum byrji innan skamms veiðar á svipuðum grundvelli. Innbrot var framið eina nóttina í þess ari viku í sælgætisverksmiðj- una Nóa, og var stolið þar dálitlu af sælgæti og ávöxtum. 4 fomutn Fegi: Árshátíð Ungmennafélag Reykjavíkur efnir til árshátíðar félagsins í Listamannaskálanum n. k. laug ardagskvöld. Má búast við fjöl- menni, þar sem stöðugt er að fjölga í félaginu og ungmenna- félagar utan af landi eru boðnir velkomnir á samkomuna. Er sennilegt að ýmsa þeirra fýsi að koma á árshátíð ung- mennafélagsins í höfuðstaðnum, sem margt af heilbrigðari æsk- unni í Reykjavík fyikir sér nú um á allra síðustu tímum. ByggingaNjéður (Framhald af 1. síðu.) hvernig, hvenær eða hvort lán fæst yfirleitt- En þótt svo væri, má ekki draga úr fyr- nefndum tekjum sjóðsins. Það, sem bjargaði starfsemi sjóðsins á síðasta ári, var ekk ert annað en ágóði sá, sem féll í hlut hans af gengisgróð anum, sem varð með lögum um gengisskráninguna. Nam það fé, sem sjóðnum áskotn- aðist þá, 7—7i/2 milljón kr. Ef svo fer, sem vonir standa til, að fólk taki vel undir það að kaupa lánabréf bygginga- sjóðsins,' geta þær fimm mill- jónir, sem þannig bætast við starfsfé sjóðsins, orðið til ó- metanlegs gagns við að byggja úpp landið. Og áreiðanlega þarf enginn að sjá eftir því að ávaxta peninga sína á þann hátt með háum vöxtum og öruggri tryggingu. Vtbreitil Tímahh Drangur og brekka Víða um land er margt sérkennilegra staða eða fag- urra að einhverju leyti. Kannske er þetta sérkennilegur klettur eða hamar eða höfði, ef til vill formfagrar hraunmyndanir eða kulnaður gígur eða hellir, máske er það tjörn, hvammur með fágætum gróðri eða fögur skógarbrekka. Eða þá eitthvað enn annað. Svo kemur það til sögunnar, að einhverjar fram- kvæmdir eru á næsta leyti. Það er verið að gera höfn eða kannske bara byggja hús. Það er verið að leggja veg eða það er verið að gera fyrirhleðslu. Það er hand- hægt að brjóta niður hamarinn eða gera gíginn að malarnámu til þess að fá efni í uppfyllingu eða ofaní- burð eða eitthvað annað. Það er hendi nærri að rifa sundur brekkuna eða hvamminn í þágu vegagerðar- innar. Þið skiljið hvað ég er að fara. ★ ★ ★ En þá er stundum saknað vinar í stað. Fögrum stað hefir verið splllt eða jafnvel afmáð. Umhverfið er öm- urlegra eftir en áður, landið fátælcara að fegurð. Að vísu viðurkennt, að stundum verður ekki hjá því kom- izt, að nema brott af ásjónu landsins einhvern slikan drátt, sem saknað verður. En menn verða að kunna sér hóf og gera ekki landspjöll af slíku tagi, nema brýna þörf beri til. Þetta er ekki mælt að tilefnislausu, þótt ég hirði ekki um að nefna dæmi. ★ ★ ★ Nú er vetur, og fátt um framkvæmdir. Þetta er ekki mál, sem neinn þarf að útkljá í dag eða morgun. En þegar vorar verður farið af stað með margskonar stór virkar vélar, sem vinna eiga að margháttuðum nyt- sömum verkum í þágu lands og þjóðar. Ég er ekki að draga úr því, að í slíkt sé ráðizt. En gerið ekki að nauð- synjalausu nein spell. Beitið vélunum af nærgætni við landið og fegurð þess, og seilist ekki til þess að sækja það, sem framkvæmdanna þarf, á staði, sem sérstök eftirsjón er að. Verið tiliitssamir við hraundrangann, hamarinn og hvamminn, sem átt hafa sérkennilega fegurð frá örófi alda og geta glatt næmt auga um margar aldir erm. j. H. nzku ostarnir frá Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík fást í heildsölu hjá: Frystihúsinu Herðubreið Sími 2678 ----------♦♦♦•44 »44»♦»»»♦♦♦««♦«• «»«»♦♦♦♦♦♦«♦♦♦« »♦♦«♦*. BÆNDUR Húðir og skinn eru nú í háu verði. Vandið því sem bezt alla verkun þeirra. Umfram allt verður að vanda vel fláninguna. Hver hnífrispa eða skurður í húðina gerir hana verðminni. Farið hreinlega með húðirnar, þegar slátrað er og látið þær kólna sem fyrst, án þess að holdrosinn skurni. Saltið húðirnar strax eftir að þær eru orðnar kaldar og áður en holdrosinn byrjar að þorna. Sé dregið að salta, gengur saltið ekki eins vel inn í húðina, en það er skilyrði fyrir góðri geymslu að húðin gegnumsaltist á sem skemmstum tíma. Þegar saltað er, verður vandlega að breiða úr öilum skækl- um og jöðrum og dreifa saltinu vel yfir alla húðina. — Eftir því sem skinnið er þykkra þarf meira salt. Fyrir hver 3 kg. af hráhúðarvigt þarf sem næst 1 kg. af salti. Mikið salt gerir aidrei skaða og er því betra að salta of mikið en of lítið. Notið ávallt hreint salt. Nýsaltaðar húðir má ekki brjóta saman í búnt til að geyma þannig. Þær eiga að liggja flatar, lítið eitt hall- andi, svo að hið blóði blandaða vatn, sem saltið dregur úr húðinni, geti runnið burt. Má salta þannig hverja húðina oían á aðra í stafla og snúa holdrosanum upp á hverri húð. Húðirnar verða að liggja þannig í stafla þar til þær eru gegnsaltaðar, en það tekur venjulega 1—2 vikur. Þá má, þegar hentugt þykir, taka þær upp og búnta til flutnings eða geymslu. Athugið leiðbeiningar þessar nákvæmlega hver og einn og leitist við að fara eftir þeim í öllum greinum. Það tryggir yður hæst verð fyrir húðirnar. ♦■ Samband ísl.samvinnufélaga j ♦♦?♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦»♦♦♦4♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦. ♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦ Gistihús Sumargistihús Barðstrendingafélagsins „Bjarkar- lundur“ er til leigu á næsta-sumri, með áhöldum og hús || búnaði. — Tilboðum sé skilað fyrir 25. marz til undir- | ritaðra, er gefa frekari upplýsingar. Guðm. Jóhanncsson, sími 7993. Guðbjartur Egilsson, sími 7938. !t»»»tt:::tt:ttttn:::tt::ttm»tttttttttttmntmtmtttttmtt«mtm»Ktmnmnni Félag Þingeyinga, Reykjavík, heldur Árshátíð sína í Tjarnarkaffi, föstudaginn 9. marz kl. 6,30 Ræður flytja alþingismennirnir Gísli Guðmundsson og Karl Kristjánsson. Soffía Karlsdóttir syngur gamanvísur. •I Aðgöngumiðar seldir í Kápubúðinni, Laugaveg 35 og Última, Bergstaðastræti 28. Miða að borðhaldinu þarf að sækja fyrir kl. 6 í kvöld. — Stjórnin .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.