Tíminn - 08.03.1951, Qupperneq 8

Tíminn - 08.03.1951, Qupperneq 8
„ERLEJIT YFIRLIT“ í DAG: Vítfbúnuðuv ÞýzkaUntds 35. árgangrur. Reykjavík „A FÖRYim YEG1“ I DAG: Dranyur ofi hrckka E. mar/. 1951. 56. blað. Bezti afiadegurinn ? hjá Akranesbátum Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Dagurinn í gær var bezti afladagur vertíðarinnar hjá Akranesbátum. Voru fimm bátar á sjó, og fengu þeir, sem beittu loðnu góðah afla. Miklir kvillar í sauðfé á Héraði Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Mikið hefir borið á garna- veiki í sauðfé á Héraði í vetur, og fleiri kvilla, sem sennilega stafa meðfram af hinú lélega fóðri, hef ,r orðið vart. Garna veikin er nú á mörgum bæj- um á milli Lagarfljóts og Jök ulsár á Dal, og er orðin út- breidd i Fellum og Hróars- tungu, en hefir þó verið skæð ust á 3—4 bæjum. Einnig er hún mögnuð á Völlum og í Skriðdal. Á því svæði hefir hún verið að undanförnu, en vestur yfir Lagarfljót er hún nýkomin. Snjóléttur vetur í Borgarfirði Traustur bóndi, sem býr skammt fyrir ofan Borgar- nes, skrifar blaðinu í marz- byrjun: Hér hefir tíðarfar verið ó- venjulega stillt og gott í vet- ur. Getur varla heitið að snjór hafi sézt, nema aðeins föl. Borgfirðingar hafa því minna af snjó að segja í þetta sinn, heldur en íbúar flestra ann- arra héraða. Já, það má segja að mun- urinn sé mikill á ekki stærra landi en ísland er, þar sem víða er nú með allra verstu snjóavetrum. Þeir bátanna, sem loðnuna höfðu, fengu 10—13 smálest- ir í róðrinum, og er það á- gætur afli. Hinir, sem ekki höfðu fengið loðnu til þess að beita lóðir sínar, öfluðu miklu miður, cg voru þeir yfirleitt með 4—6 smálestir. Að öliu samanlögöu var þetta bezti afladagur vertíð- arinnar, og vænta menn góðs afla um skeið. Aðalfundur Þing- eyingafélagsins Félag Þingeyinga í Reykja- vík hélt aðalfund sinn 19. febrúar s. 1. Fráfarandi for- maður féiagsins, Borgþór Björnsson skýrði frá störf- um þess á síðasta ári. Hafa þau verið með líkum hætti og undanfarin ár. Auk skemmtistarfsemi hefir fé- lagið einkum unnið að út- gáfustarfsemi og skógrækt í landi sínu i Heiðmörk. í landsvæði sitt 1 Heiðmörk gróðursettu félagsmenn s. 1. vor um 2000 trjáplöntur, og verður því starfi haldið á- fram. Sögunefnd félagsins starf- aði að útgáfu sem fyrr. Und- anfarin tvö ár hefir verið unnið að því að semja sveita lýsingar héraðanna og standa vonir til að út komi á næsta hausti héraðslýsing Suður- Þingeyjarsýslu eftir Jón Sig- urðsson í Yztafelli. Lýsing Norður-Þingeyjarsýslu hefir . (Framhald á 7. síðu.) Framsóknarvist á Akrancsi Framsóknaríélag Akra-' ness heldtir skemmíun í Tempiarahöllinni á Akra- nesi á laugardagskvöldið, og hefst hún með Framsókn arvist klukkan níu. Að vistinni lokinni verð- ur dansað. Stytzta þingi síðustu ára lauk í gær Afjgreiddi 77 Ittg, 135 frumv. ern óútrædtl Alþingi var slitið í gær. í veikindaforföllum forseta íslands sleit Steingrímur Steinþórsson, forsætisráðherra þinginu. Flutti hann þ nginu árnaðaróskir og kveðjur forsetans. Bað hann þingmenn síðan að rísa úr sætum og minnast forseta Jslands og fósturjarðarinnar. Eyrarbakkabátar rca allir me5 net Frá fréttaritara Tímans á Eyrarbakka. Afli hefir verið fremur tregur undanfarna daga hjá Eyrarbakkabátum. En þó er róið daglega. Eyrarbakkabát- ar voru allir í róðri, er garð- inn gerði á mánudaginn, en þeir náðu aílir heimahöfn. — Allir bátarnir róa nú með net. Vestmanneyingar ! heiðra minningu Brynjólfs Sig- fússonar í dag er til moldar borinn í Vestmannaeyjum Brynjólfur Sigfússon tónskáld, og söng- jstjóri. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja heiðrar minningu hins látna með því að annast útförina, sem fara á fram með viðhöfn í dag. Brynjólfur hefir komið mik íð við sögu tónlistarinnar í Vestmannaeyjum og verið merkur brautryðjandi í kaup staðnum á þvi sviði. Hann gekkst fyrir stofnun lúðrasveitar og stjórnaði henni framan af. Hann stofn aði karlakór og síðar bland- ' aðan kór, Vestmannakórinn, 1 sem varð landsfrægur undir stjórn hans. Jafnframt var Brynjólfur afkastamikið tón- skáld. Áður var Brynjólfur söngstjóri og kennari við mikl ar vinsældir í íslendinga- byggðum Vestanhafs. Brynjólfur var í áratugi org anleikari við Landakirkju og tók við því starfi af föður sín- um. — Víl! taka Trieste-deiiiina á dagskrá fjórvefdafundar Gromrko sakar vesíiii'veldin nm að noía Trieste sem brezk-ameríska flotasíöð Aðstoðarutanrík sráðherrar fjórveldanna héldu þriðja fund sinn í París í gær um tilhögun dagskrár fjórveldaráðstefnu. Eftir umræðurnar í gær eru taldar minni líkur til samkomu- lags um dagskrána, þar sem Gromyko fulltrúi Rússa hafi farið út ívrir þann ramma, sem fundínum er markaður. Deilir á vesturveldin. í umræðunum um það, hvort taka skyldí friðarsamn inga við Austurríki á dagskrá fjórveldafundarins, sagði Gro myko að rúsneska stjórnin væri fús 11 þess, en kreíðist þá ennfremur að Trieste-mál ið yrði einnig tekið á dagskrá. Sagði hann, að vesturveldin byggju nú um sig í Trieste með þeim hætti að þar skyldi vera brezk-amerísk flotastöð og öflug herstöð fyrir land- her. .Tessup mótmælir. Jessup fulltrúi Bandaríkj- anna mótmælti því harðlega að vesturveldin ynnu að því að koma upp varanlegri her- stöð í Trieste og allar ásakan ir Rússa um það hefðu ekki við ne'n rök að styðjast. Hins vegar mundu vesturveldin ekkert hafa á móti því að Tri- este yrði á dagskránni. En með ásökunum sínum um Trieste hefði Gromyko farið út fyrir þá umgerð, sem París arfundinum væri ætluð, sem sé að ræða um það eitt, hvaða mál yrðu tekin á dagskrá en geyma sjálfri fjórveldaráð- stefnunnj að kryfja deilumál in til mergjar. Ef fulltrúi Rússa héldi áfram slíkum á- sökunum • væri lítil von um samkomulag um dagskrá og Rússar sýndu þar þann raun- verulega vilja sinn að engin fjórveldaráðstefna kæmist á. StjórniháÍDMamband vlð Þýzkalaml Indverska st j órnin hefir veitt Vestur-Þýzkalandi við- urkenningu og ákveðið að senda sendiherra til Bonn. Er Indland þar með fyrsta rik- ið, sem skiptist á sendiherr- um við Þýzkaland eftir þær breytingar, sem gerðar hafa verið á hernámssamningnum. Forseti sameinað þings á- varpaði þingmenn einnig, þakkaði þeim störfin og góða samvinnu og óskaði þeim góðr ar heimferðar. Stutt þing. Þing þetta mun vera eitt hið stytzta sem hefir verið á síðari árum. V^,rð það 36 dög um styttra en næsta þing á undan. Mestur hluti þingtím ans hefir farið í það að leysa vandræði atvinnuveganna vegna óvenjulega örðúgs ár- ferðis. Þingið hófst 10. okt. i haust og stóð alls 149 daga. Þingmál. Á þessu þingi voru alls haldnir 221 þingfundur, 85 í neðri deild, 86 í efri deild og 50 í sameinuðu þingi. Alls voru lögð fram 61 stjórnar- frumvörp og 74 þingínanna frumvörp eða samtals 135 frumvörp. Afgreidd lög. Á þinginu voru alls sam- þykkt og afgreidd sem lög 77 frumvörp, en felld 2. Þá voru 11 frumvörp afgreidd með rök studdri dagskrá. 135 mál urðu ekki útrædd á þinginu. Þingsályktunartillögur urðu 54 og fyrirspurnir bornar fram 19. Mál til meðferðar alls urðu 197. Tala prentaðra þingskjala var 836. Her S.Þ. fer yfir Han-fljót Hersveitir S. Þ. fóru yfir Han-fljót um 25. km. austur af Seoul og tókst að halda stöðvum sínum norðan fljóts- ins og sækja fram nokkra km. Austar á vígstöðvunum voru harðir bardagar og sótti suð- urherinn fram 1—2 km. Á einum stað urðu Suður-Kóreu menn þó að hörfa fimm km. fyrir snörpu áhlaupi norður- hersins. Mac Arthur hershöfðingi fór til Kóreu í gær og flaug yfir vígstöðvarnar. Sagði hann, að allt benti til þess, að Kínverjar hefðu í hyggju að hefja nýja stórsókn á næstunni, og væru a.m.k. þriú herfylki þeirra tilbúin til sóknar skammt norðan víglin unnar. — De Gasperi fer til London Tilkynnt var í Róm í gær að de Gasperi, forsætisráö- herra og Sforcha greifi, utan- ríkisráðherra, mundu fara til London 12. marz til viðræðna við brezk stjórnarvöld. Forsætisráðherra Iran myrtur Snemma í gærmorgun réðst ofsatrúarmaður úr flokkiN Múhameðstrúarmanna í Te- heran á forsætisráðherra ír- ans með skothríð og myrti hann. Ali Razmara forsætisráð- herra var að fara til guðs- þjónustu ásamt fylgdarliði sínu, er maður nokkur brauzt fram úr mannfjöldanum og skaut fjófum skotum að for- sætisráðherranum og varð honum þegar að bana. Morð- inginn náðist og kvaðst hann hafa framið morðið vegna þess að forsætisráðherrann hefði selt land sitt í hendur fjandmönnum. Razmara foi'sætisráðherra tók við vöidum í sumar. Hann var andvígur Rússum í stjórn arstefnu sinni og hafði leitað samstarfs við vesturveldin um efnahagslega uppbygg- ingu landsins. Hafði verið samin sjö ára áætlun um við- reisn landsins. Þegar eftir morðið fyrir- skipaði keisarinn að herlög skyldu ganga í gildi, en síðar i gær var hernaðarástandinu aflétt enda hafði ekki kom- ið til neinna óeirða í sam- bandi við morðið. Háseti af Hallveigu Fróðadóttur drukknar Ungan mann, háseta á togaranum Hallveigu Fróðadóttur, tók út aðfaranótt þriðjudagsins, er skipið var statt á Eld- eyjarbanka, og drukknaði hann. Maður þessi var Jón Magn- ús Helgason, til heimilis að ] Grettisgötu 43 í Reykjavík, 22 ára að aldri, ókvæntur. Ókunnugt er um nánari [ atvik, en hvassviðri var á og rysjusjór, er slysið varð, og engin tök á björgun. Skipið mun ekki hafa ver- ið að veiöum, er slysið varð', enda veður svo vont, að vart munu hafa verið tök á þvi. Engispretííír Sicrja við Jordan Stjórn Transjordans hefir boðið út öllum fullvaxta karl mönnum í héruðunum við Jor dan til baráttu við engi- sprettuplágu, sem herjað hef ir við ána Jordan og sviðið stór landflæmi og eyðilagt kornuppskeru sem nemur 10 —15 þúsund lestum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.