Tíminn - 15.03.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.03.1951, Blaðsíða 7
62. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 15. marz 1951. 7. Verzlunarhús við Sam- tún hrann í gærmorgun Snemma í gærmorgun kom eldur upp í hús nu Samtún 11 í Höföahverfi, og brann þak þess og fleiri skemmáir urðu, áður en slökkvil-ðið vann bug á eldinum. í hús þessu, sem var ný- lega orð.ð eign Guðbjartar Bergmanns Franssonar og annars manns, en enginn maður bjó þar, var fiskbúð og kjötbúð. Var eldur nn orð inn allmagnaður, er slökkvi- liðið kom á vettvang, og virt- ist hann mestur í risinu, e’nk um yfir kjötbúðinni. Brann þakið mjög og eins allm kið innan úr húsinu. Kæliklefar, sem voru baka til í húsinu, skemmdust ekki. Ekk; er vitað um eidsupp- tök. Skíðamótið (Framhald af 8. síðu.) f ráðs Reykjavíkur, og íögðu hinir fyrstu af skíðafólkinu ’ af stað með Esju í gærkvöldi,! aðrir fara flugle ðis á laugar dag, en hinlr síðustu á mið- vikudaginn fyrir skírdag. islandsmc'starinn getur ekki farið. íslandsmeistar nn í svigi og bruni kvenna, Ingibjörg Árna! dóttir, getur ekki tekið þátt i í þessu móti, þar eð hún brák aðist í fæti í vetur. — Þórir, Jónsson úr K.R. getur ekki heldur farið vegna anna, en annars taka þátt í mótinu allir beztu skíðamenn Reykja víkur. * Agætur handfæra- afli við Suðaust- urland Slys við Yrufoss (Framhald af 1. síðu.) í fyrrakvöld. Einn verkamann anna, Reynir Haukdal Jóns- son frá Skúmsstöðum á Eyrar bakka, nitján ára gamall, var kominn niður og farinn að Iosa steiria úr berginu með haka. Férr þá niður grjót- Skriða, og varð hann fyrir henni, og lenti allstór steinn á baki hans neðarlega. Fluttur f flugvél til Reykjavíkur Það kom þegar í ljós, að pilturinn hafði orðið fyrir mjög miklum meiðslum. Var hann máttlaus allur að neð- anverðu, er félagar hans náðu honum upp úr jarðgöng unum .Hann var fluttur til Stokkseyrar, en um hádegis- bilið í gær var hann sóttur í fjögrafarþega Stinson-flug vél, flugmaður Hallgrímur Jónsson og fluttur til Reykja víkur. Er hann nú i Land- spítalanum. Flugvélin lenti á söndunum vestan víð Eyrabakka, og til Reykjavíkur var flogið í 3000 feta hæð. Var gott að fljúga og flugvélin stöðug, en hinn slasaði maður þoldi afarilla allar hreyfingar. Frá fréttaritara Tím- ans á Breiðdalsvík. Héðan frá Breiðdalsvíli hef lr einn bátur, Goðaborg róið með færi undanfarið og aflað allvel. Goðaborg er 40 lestir að stærð og á henni 11—12 menn. í síðustu tveim róðr- unum hefir Goðaborg fengiö 33—35 skippund og verið einn til tvo sólarhringa í róðri. Er þetta afbragðsafli. Fiskurinn er frystur hér. Þessa síðustu róðra hefir Goðaborg farið suður undir Hornaíjörð á mið Hornafjarðarbáta, sem flest.ir róa nú einnig með færi. Þorskurinn óð í torfum En fyrir rúmri viku síðan var fiskganga hér fyrir Aust- fjörðum. Gekk þorskurinn þá í torfum í sjávarborði en tók ekki línu, því að hann var að elta loðnu. Handfærafiskur var þar þá góður. Suðurherinn tekur Seoul Hersveitir Suður-Kóreu- manna fóru í Seoul í gær og tóku borg.na á sitt vald. í gærmorgun fóru þær yfir Han fljótið og héldu rakleitt inn í borgina og var þá allur lið styrkur norðurhersins horf- inn þaðan á brott. Borgin er nú svo að segja öll í rústum og talin hafa litla hernaðar- þýðingu í átökum. Suðurherinn herti allmikið cókn'na i gær og sóttu skrið- drekasveitir sums staðar fram allt að 20 km. Undan- hald norðurhersins er þó skipulegt, en talið er að ekki verði um verulegt v.ðnám að ræða fyrr en við 38. breidd- arbaug. Grænlendingar kynnast sköttum og tollum FrábátSii sér tolla á kaffi og tei *1 Nú komast Grænlendingar í fyrsta skipti í kynni v ð rík- isskatta. Erik Eriksen, forsætisráðherra Dana, hef r borið fram frumvarp um afgjöld af fjölda vara, sem fluttar verða t l Grænlands. Weltar frjálsum kosningum Austur-þýzka þingið sam- þykkti í gær ályktun frá Grotewhol forsætisráðherra þess efnis að hafna algerlega tillögum Bonn-stjó’rnarinnar um frjálsar kosningar í Þýzka landi öllu. Vonir um góða ver- tíð í Stykkishólmi að daprast Frá fréttaritara Tím- ans í Stykkishólmi. Héðan róa sex bátar, og byrjuðu þeir yfirleitt róðra um miðjan janúarmánuð. Tíðarfar hefir verið sæmi- legt, en þó i kaldara lagi. Afli bátanna til febrúar- lokar er sem hér segir: Sæ- mundur 132,559 kg. í 31 róðri, Grettir 111,599 kg. í 29 róðr- um, Olivette 100.285 kg. í 31 róðri, Hrímnir 101.000 kg. í 23 róðrum og Freyja 14,899 kg. í sex róðrum. Einn bátur, Ágúst Þórarins son, hefir verið í útilegu, og hefir hann aflað 106 smálest- ir í fjórum túrum. Aflinn er frystur og saltaður. Sjómenn voru fyrst vongóð ir um góða vertíð, en sú von er mjög farin að dofna. Eru j togararnir i hópum, stundum jí tugatali, á beztu fiskimið- I unum. og verða bátarnir oft fyr r tjóni af þe'rra völdum. Er hryggbrotinn. urinn hryggbrotinn neðst í Samkvæmt upplýsingum brjósthlutanum. — Líðan frá Landspítalanum er mað- hans er að vonum. Jarðvcgsraiinsóknir (Framhald af 8. síðu.) um atvinnulífsins hér á landi, svo sem kunnugt er. Á hinn bóginn hefir dr. Charles E. Kellogg forstjóri tíeildar þeirrar i landbúnaðarráðu- neyti Bandaríkjanna er ann ast flokkun jarðvegs þar í landi alveg sérstaklega greitt fyrir þessu máli og undirbúið það í samvinnu við dr. Björn Jóhannesson, sem hefir með höndum stjórn jarðvegsrann sókna í Atvinnudeild Háskól ans. Skýrsla Kellogs birt Dr. Charles E. Kellogg kom hingað til lands s. 1. sumar einmitt til þess að kynna sér aðstæður og vinna að undir- búningi frekari jarðvegsrann sókn hér á landi í samráði vði dr. Björn Jóhannesson. Kellogg hefir samið skýrslu um heimsókn sína hingað s. 1. sumar og mun hún bráð- lega verða birt í Frey, tíma- riti Búnaðarfélags íslands. Flokkun og kortlegging Flokkun og kortlegging lands er mjög mikilsverður liður í jarðvegsrannsóknum yfirleitt og miða að því að á- kveða_ hvaða land og jarðveg ur hentar b^zt fyrir hverja tegund ræktunar og gefur mest af sér. Má þar með t. d. koma í veg fyrir að lagður sé kostnaður í framræslu og annan undirbúning jarðvegs, sem síðar mun reynast mið- ur vel til ræktunar og gefa hlutfaflslega rýra uppskeru. Ríkisstjórn og Alþingi hafa sýnt ríkin skilning á þörf aukinna jarðvegsrannsókna hér og með sérstökum fjár- framlögum gert mögulega framkvæmd þess starfsund- irbúnings er hér um ræðir. Tekjurnar af innflutnings- tollum þessum e ga að ganga til þess að standast kostnað við fyrirhugaðar framkvæmd ir á Grænlandi. Ekki þótti nægur tími 11 þess að semja lög um tekjuskatt, er hent- uðu Grænlendingum, og bess vegna var gripið til þessa ráðs. Tollvörurnar. Vörur þær, sem skattar leggjast e nkum á, eru sykur, súkkulaði, sælgæt', malt, öl, áfengi og tóbak. Upphaflega átti einnig að skattleggja kaffi og te, en Grænlending- ar sjálf.r voru ófáanleg r til þess að fallast á þann toll. Búizt er við, að tolltekjurn- ar nemi fast að tveimur millj ónum króna. Fyrst um sinn munu á- kvæði þess'1 e ngöngu ná til Vestur-Grænlands, og er það vegna þess, að ekki þykir ger legt að framkvæma slíkt á Austur- og Norður-Græn- landi, þar sem um þúsund manneskjur búa á órastóru flæmi. Á hinn bóginn er í- hugað, hvort ekki skul láta gilda þar algert áfengisbann. Kosn'ngar 29. júlí. Nú hefir einnig verið á- kveðið, að kosn ngar t'l lands ráðsins grænlenzka skuli fara fram 29. júlí í sumar. Þá á einnig að fara fram kosning sveitastjórna. Þegar er byrjað að sentía kjörgögn t l Grænlands. og verða þau flutt til ákvörðun- arstaða heima fyrir með bát- um og hundasleðum. KviknaÖi í út frá Skömmu eftir kl. átta í gærkveldi var slökkviliðið kvatt að húsinu 53 við Berg- staðastræti. Hafði kviknað þar í loíthæð út frá ljósa- krónu og skemmdist herberg ið nokkuð af eldi en tókst að slökkva áður en eldurinn ynni tjón á þakhæðinni að öðru leyti. Enn ófært með öllu austur yfir Eldhraun Frá fréttaritara Tím- ans Vík í Mýrdal í gær Hér er stillilogn og sól- skin i dag og leysing. Ann- ars hefir verið hér norðan- átt og kaldur næðingur und- anfarna daga. Ný snjór hef- ir þó ekki komið hér svo telj andi sé. Ófært austur yfir sand Ófært er enn austur yfir Mýrdalssand og hefir ekki verið farið á bifreiðum. Þó mun vera fært austur í Álfta ver en illfært yfir Skaftár- tungu og ófært með öllu aust ur yfir Eldhraun. Lííill afli Héðan frá Vík hefir aðeins verið borið viö að fara á sjó en afli hefir verið mjög treg ur. Þó fékk einn bátur sem reri frá Jökulsá fimm í hlut í fyrradag. Stúlka með stálpað barn óskar eftir ráðskonustöðu í sveit næsta ár. Helzt noður í Húnavatns- sýslu. Tilboðum sé skilað til af- greiðslu Tímans fyrir 5. apríl næstkomandi, merkt: „Sveit“ Anna Pétursdóttii* , eftir H. VViers-Jensen Leikstjóri Gunnar Hansen. 1 Frumsýning í Iðnó í kvöld kl. 8,15. ÓsóttaT pantanir seldar kl. 2. „ELSKIJ RUT“ Sýning annað kvöld kl. 8.00. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Sími 3191. Hjartans þakklæti til allra nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð, vinarhug og margvislega hjálp við and- lát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa INGVARS GUÐBRANDSSONAR, frá Þóroddsstöðum. Börn, tengdabörn og barnabörn. F. U. F. Fundur í F.U.F. í kvöld kl. 8,30 F. U. F« í Edduhúsinu. Fmræðuefni stofnumál Framsóknarflokksins. Fruinmælandi Eystcinn Jónsson. Allt fraiusóknarfólk velkomið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.