Tíminn - 15.03.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.03.1951, Blaðsíða 2
 TÍMINN, fimmtudagínn 15. marz 1951. 62. blað. i til heiía t Útvarpih Utvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.05 Húsmæðraþáttur. — 9.10 Veður iregnir. 12.10—13.15 Hádegisút- varp. 15.30—16.30 Miðdegisút- varp. — (15.55 Fréttir og veður. fregnir). 18.25 Veðurfregnir. I 18.30 Dönskukennsla; I. fl. —1 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 . Tónleikar: Danslög (plötur).l 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. ‘ 20.30 Einsöngur: Rise Stevens syngur (plötur). 20.45 Lestur fornrita: Saga Haralds harð- ráða (Einar Ól. Sveinsson). 21.10 Tónleikar (pötur). 21.15 Dag- skrá Kvenfélagasambands Is- lands. — Erindi: Sagt frá sum- arferð (Rannveig Þorsteinsdótt lr alþm.). 21.45 Tónleikar (plöt- ur). 21.45 Frá útlöndum (Bene- dikt Gröndal ritstjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10, Passíusálmur nr. 44. 22.20 Sin- .iónískir tónleikar (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell er væntanlegt, til Húsavíkur n. k. föstudags- mnrgun frá Reyðarfirði. M.s. Hvassafell er í London. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík ÍL3. til Fraklands og Hull. bettifoss er í New York, fer þaðan væntanléga 15.3. til Reykjavíkur. Fjallfoss fer frá Akureyri í kvöld 14.3. til Isa- fjarðar. Goðafoss fer frá Akur- eyri í dag 14.3. til Dalvíkur, Húsa rikur, Kópaskers, Reyðarfjarð- ar og útlanda. Lagarfoss fór frá Reykjavík 11.3. til New York. Selfoss er á Austfjörð- am. Tröllafoss fór frá Patreks- firði 6.3. til New York. Vatna- jökull fermir í Antwerpen um 115.3. og í Hamborg til Reykja- víkur. Dux fermir í Heroya, Gautaborg og Kaupmannahöfn 16.—22.3. Skagen fermir í Lond on um 19.3. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja fór frá Reykjavik í gærkvöld vestur um land til Húsavíkur. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er í Reykja- vík. Ármann var í Vestmanna- eyjum í gær. Straumey fer frá Reykjavík í dag til Hvamms- tanga, Blönduóss, Skagastrand ar og Sauðárkróks. Flugferðir Flugféiag íslands: Innanlandsflug: í dag er ráð gert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Hellissands, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarð- ar, Neskaupstaðar, Seyðisfjarð- ar og Sauðárkróks. Á morgun eru áætlaðar flugferðir til Ak- ureyrar, Vestmannayja. Horna fjarðar, Fagurhólsmýrar og Kirkj ubæ j arklausturs. Millilandaflug: Gullfaxi kom í gær frá Prestwick og Kaup- mannahöfn. * * Ur ýmsum áttum Grunn við Hauganes. í tilkynningu til sjófarenda nr. 9/1950 var tilkynnt grunn við Hauganes í Eyjafirði. Grunn þetta hefir nú verið athugað nánar og reyndist það vera boði nefndur „Hóll“, sem er mjög lítill um sig. Minnsta dýpi 3.7 m um stórstraumsfjöru. Stað ur: 65055.’3 n.br. og 18°17.’4 v. lg., þ.e.a.s. 550 m, lOCf® fM' Hauganesi. Hjalteyrarviti. Ljóshornum breytt. Vegna grunnsins, sem fund- izt hefir út af Hauganesi hefir ljóshornum Hjalteyrarvitans verið breytt, og eru þau nú: Grænt ............. 135°—153° Hvítt ............. 153°—338° Rautt.............. 338°—360° Að öðru leyti er vitinn ó- breyttur. Innri höfnin, Vestmanna- eyjum. í Vestmananeyjum hefir á undanförnum árum verið unn ið að þvi að dýpka innri höfn- ina norðaustan í Heimaey, og er það verk nú svo langt komið að inn á hana eru jafnaðar- lega tekin skip allt að 2—3000 rúmlestir brúttó. Hafskipa- og fiskibátabryggjur eru að sunn anverðu í höfninni, og hefir verið dýpkuð rás frá hafnar- mynninu og inn að þeim. Norð- urhluti hafnarifinar er hins veg ar grunnur, og eru þar ból fyr- ir fiskibáta staðarins. Ef mikill sjór er úti fyrir, getur verið tölu verður sogdráttur í höfninni, og þá er vissara fyrir skip, sem liggja við bryggjurnar, að ganga vel frá festum sínum. Flóð og fjara er 37 mín. fyrr en í Reykja vík. Flóðhæð um stórstraum 3.0 m og 2.0 um smástraum. Til leiðbeiningar við innsigl- ingu eru, auk vitanna á end- um hafnargarðanna, tvenn leið armerki (leiðarljós), og 3 lítil, rauð toppmynduð dufl, rétt inn an við hafnarmynnið, beggja vegna hinnar dýpkuðu rásar, tvö að norðanverðu og eitt að sunnanverðu. Hafnsögumaður er á staðnum. Tafl- og bridgeklúbburinn tilkynnir að vegna óviðráð- anlegra orsaka verður skemmti fundi þeim, sem átti að halda í kvöld frestað til sunnudags- kvölds og hefst hann þá kl. 8.20 i Edduhúsinu. Aðalfundur Félags vegg- fóðrara í Reykjavík var haldinn 4. marz s. 1. Stjórnin var öll endurkos- in að undanteknum varafor- manni Guðm. J. Kristjánssyni, sem baðst eindregið undan end urkosningu. Stjórnina skipa nú eftirtaldir menn: Formaður, Ólafur Guðmunds- son. Varaformaður, Guðmundur Helgason. Ritari, Þorbergur Guð laugsson. Gjaldkeri, Friðrik Sigurðsson. Meðstjórnandi, Guð mundur Björnsson. Aðalfundur Félags bifreiða- smiða var haldinn 26. febrúar s.l. og var vel sóttur. Formaður frá farandi stjórnar, Tryggvi Árna son baðst undan endurkosn- ingu. í stjórn voru kosnir: Gunnar Björnsson form., Sig- urður Hjálmarsson varaform., Magnús Gíslason ritari, Gísli Guðmundsson vararitari, Guð- jón Jónsson gjaldkeri og Hjálm ar Hafliðason varagjaldkeri. j Umsókn synjað. I Bæjarráð hefir synjað um- i sókn frá Jóhanni Sigurðssyni, I Nökkvavogi 46, um lóð undir : fisksöluskúr í Herskólakampi. j Eimskipafélag Islands I hefir sótt um leyfi til þess ' að innrétta til bráðabirgða sölu j búð í húsi sinu við Tryggva- götu. Bygginganefnd Reykja- víkurbæjar hefir fallizt á þetta, að áskildu leyfi heilbrigðis- nefndar. Dvalarheimilið Lóðin handa dvalarheimili aldraðra sjómanna hefir enn á ný verið til umræðu í bæjar- ráði Reykjavikur. Niðurstaða þeirrar umræðu var sú, að bæj arráðið vísaði til ályktunar sinn ar 18. janúar í fyrra. Skautafélag Reykjavíkur hefir farið þess á leit, að lögð verði vatnsleiðsla að tjörn inni og keypt dráttarvél, sem félagið fái til afnota til snjó- moksturs. Málið er til athugun- ar hjá bæjarverkfræðingi og vatnsveitunni. l.R. Páskavikan að Kolviðarhóli. Þeir, sem ætla að dvelja að Kolviðarhóli um páskana eru beðnir um að láta skrá sig í Í.R.-húsinu (uppi) á morgun (föstudag) kl. 8—9. Skíðadeild í. R. Leiðrétting. Það var ranghermt hér í fregn í blaðinu í gær um fisk- söluna til Frakklands. Tollur- inn er 40% e nhann kemur ekki j til greina í þessu tilfelli þar sm kaupandinn kaupir fiskinn | í höfn í Frakklandi og greiðir innflutningstollinn sjálfur. fiuqlúáit í T/fttahum Símanúmer okkar er 2521 Gjörið svo vel og færið númerið í skrána SANDBLÁSTUR & MÁLMHÚÐUN H.F. Smyrilsveg 20 »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■ BÆNDUR Húðir og skinn eru nú 1 háu verði. Vandið þvl sem bezt alla verkun þeirra. Umfram allt verður að vanda vel fláninguna. Hver hnífrispa eða skurður í húðina gerir hana verðminni. Farið hreinlega með húðirnar, þegar slátrað er og látið þær kólna sem fyrst, án þess að holdrosinn skurni. Saltið húðirnar strax eftir að þær eru orðnar kaldar og áður en holdrosíhn byrjar að þorna. Sé dregið að salta, gengur saltið ekki eins vel inn í húðina, en það er skilyrði fyrir góðri geymslu að húðin gegnumsaltist á sem skemmstum tíma. Þegar saltað er, verður vandlega að breiða úr öllum skækl- um og jöðrum og dreifa saltinu vel yfir alla húðina. — Eftir því sem skinnið er þykkra þarf meira salt. Fyrir hver 3 kg. af hráhúðarvigt þarf sem næst 1 kg. af salti. Mikið salt gerir aldrei skaða og er því betra að salta of mikið en of lítið. Notið ávallt hreint salt. Nýsaltaðar húðir má ekki brjóta saman í búnt til að geyma þannig. Þær eiga að liggja flatar, litið eitt hall- andi, svo að hið blóði blandaða vatn, sem saltið dregur úr húðinni, geti runnið burt. Má salta þannig hverja húðina ofan á aðra í stafla og snúa holdrosanum upp á hverri húð. Húðirnar verða að liggja þannig í stafla þar til þær eru gegnsaltaðar, en það tekur venjulega 1—2 vikur. Þá má, þegar hentugt þykir, taka þær upp og búnta til flutnings eða geymslu. Athugið leiðbeiningar þessar nákvæmlega 'hver og einn og leitist við að fara eftir þeim 1 öllum greinum. Það tryggir yður hæst verð fyrir húðirnar. Samband ísl.samvinnufélaga w. * fi ýcrHutn Vegi: Haldlaus mæling j Bílstjóri einn, sem varð fyrir því, að ekið var á bif- reið hans, þar sem hún stóð á lögmætum stað á göt- unni hefir komið að máli við mig og beðið mig að koma á framfæri umkvörtunum. ★ ★ ★ Hann sagði sögu sína á þá leið, að hann hefði kvatt til lögregluþjóna, en er þeir fóru að mæla stöðu bif- reiðarinnar á götunni, gerðu þeir það á þann hátt að nota skref sin sem mælitæki. Nú hefir rannsóknarlögreglan tjáð honum, að slík mæling yrði ekki tekin gild, ef málið kæmi í dóm. Hún væri haldlaus og lítils nýt. Er hann að vonum óánægður yfir þessu. ★ ★ ★ — Fyrir nokkrum árum höfðu allir lögregluþjónar á sér málbönd til þess að nota, er svo bar undir, sagði hann. Nú virðist þetta vera breytt, hvað sem veldur. Ég vil beina því til lögreglustjórans, að þessu verði hið fyrst kippt í það horf, sem áður var, því að þetta kák er óhafandi. Ég leita til lögreglunnar í því skyni, að hún sé hið óyggjandi vitni, og hún verður að hafa það, sem þarf til þess að hún sé það. ' Eitthrað á þéssá léið fórust manni þessum orð. J. H. HjJ Stúdcntafélag Reykjavíkur Kvöld vaka verður haldin að Hótel Borg í kvöld og hefst kl. 20,30 MeðaJ akemmtiatáiða verða: Spurningaþáttur er Tómas skáld Guðmundsson annast. Tvöfaldur Jækna- kvartett syngur. Bolli Thoroddsen, bæjarverkfræð- ingur les frumort ljóð o. fl. DANS Aðgöngumiðar og félagsskirteini verða afhent að Hótel Borg (suðurdyr) kl. 17—19 í dag og við inn- ganginn. Stjórnin í V.'.VAVAV/.W/.V.V.V.Y.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V. Þökkum hjartanlega öllum er sýndu okkur samuð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐNÝJAR ÞORSTEINSDÓTTUR Kjalvararstöðum Vandamenn * V.V.VAV.V.V.V.'.V.V.V.V.V.’.V.'.V.V.V.V.V.V.’.V.VA ,■ Vinum og vandamönnum, sem minntust mín á sjö- I; tugsafmæli minu 22. f. m. færi ég alúðar þakkir og ■’ óska þeim allrar blessunar. Hlíð í Lóni 4. marz 1951 Kristín Jónsdóttir ÍV.V.V.V.V.V/.V.’.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.