Tíminn - 17.03.1951, Qupperneq 8

Tíminn - 17.03.1951, Qupperneq 8
35. árgangur. Reykjavík „A FÖRVI W VEGI“ í DAG: Marfiir um boðið 17. marz 1951. 64. blað. Göngukeppni skíða- móts Vestfjarða Fréttaskeyt: frá ísafirði. Göngukeppni skíðamóts Vestfjarða fór fram á fimmtu daginn var. Braut karla var 22 km. Fyrstur í A-flokki varð Sigurður Jónsson, Skíða félagi ísafjarðar á 1. klst. 48 mínútum. Braut drengja 17—19 ára var 14 km. löng. Fyrstur varð Ebenezer Þór- arinsson úr Ármann' í Skut- ulsfirði á 1. klst. 43 sek. Braut drengja 15—17 ára var 7 km. löng. Fyrstur varð Guð mundur Finnbogason úr Ár- manni á 32 mín. 42 sek. Braut drengja 13—15 ára var 4 km. á lengd. Fyrstur varð Jóhann Bergmann úr Skíðafélagi ísa fjarðar á 23 mín. Færi var ágætt. Engin athugun á vinnumögnleikum Á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík í fyrrakvöld urðu miklar umræður um atvinnu ástandið í bænum. Þrjátíu mönnum hefir ver ð bætt í bæjarvinnuna, en borgár- stjóri tók þvert fyrir, að lengra yrði gengið. Fulltrúar jafnaðarmanna kommúnistar báru fram til- lögu um það, að hundrað mönnum yrði bætt í vinnu. Þórður Björnsson bar hins vegar fram þá tillögu, að þrjátíu mönnum yrði bætt við, en athugaðir möguleikar á því að finna verkefni handa eitt hundrað. Sagðist hann bera fram þessa tillögu í þeirri von, aö meirihlutinn gæti fremur á hana fallizt. Báðum þessum tillögum var þó vísað frá af Sjálfstæð- ismeirihlutanum í bæj,ar- stjórninni. Mynd þessi er af einu málverki Valtýs Pétursosnar á sýningu hans í Listamanna skálanum. Nefnir hann myndina Uppstill ing 1950 (Ljósm. Marc Vaux París) Valtýr Pétursson opn- ar málverkasýningu Ilefir lilotið afburða dóma hjá erlendmii gagnrýnendum á svningnm í París og Osló í gærkvöldi opnaði Valtýr Pétursson listmálari sýningu í Listamannaskálanum. Sýnir hann þar 62 olíumálverk og 56 vatnslitamynd r, auk teikninga og krítarmynda. Valtýr hélt í haust sjálfstæða sýningu, sem honum var boðið að efna til í kunnum sýningarsal í París, og fékk hann mjög góða dóma fyrir myndir sínar við það tæk færi, og eins á sýningu fimmmenninganna íslenzku í París í vor og í maí- sýningunni þar í borg siðar. Afrekaskrá f jögurra drengja: 5 innbrot, 4 bílastuld- ir, stoliö úr 10 bílum Rannsóknarlögreglan -í Reykjavík hefir haft hendur í hári fjögurra pilta, fimmtán til nítján ára gamalla, er á skömmum tima hafa stolið fjórum bifreiðum, stolið úr tíu bifreiðum, er þeir brutust inn í, og leitað í fjölmörgum óðrum að einhverju, er þeir gætu stolið og loks framið fimm innbrot í búðir. Piltar þessir hafa allir kom ið fyrr við sögu hjá lögregl- unni, en afreksverk þau, sem nú hafa komizt upp, hafa þeir þó framið á tiltölulega skömmum tíma. Innbrotin Fjögur innbrotanna frömdu piltar þessir í Reykjavík. Hvergi fénaðist þeim veru- lega, en mest báru þeir úr býtum, er þeir brutust inn í verzlunina Kjöt & grænmeti og stálu þar tvö hundruð krónum, auk matvæla og á- vaxta. Fimmta innbrot sitt frömdu þeir í Matarbúðinni í Keflavík, þar sem þeir stálu hundrað krónum í peningum og dálitlu af tóbaki. Bílaþjófnaður Til þess að komast suður í Keflavík þurftu víkingar þess ir auðvitað farartæki, enda stálu þeir bíl til fararinnar. Það var fjórði bíllinn, sem þeir höfðu stolið. Alls hafa þeir brotizt inn í tíu bíla til þess að stela úr þeim, en leitað hafa þeir í fjölmörgum öðrum. í bílun- um hafa þeir einkum náð á- fengi, en auk þess hirt ýmis- legt smálegt, er þeir fundu. Ólíkt því, sem v ð eigum að venjast. Myndirnar, sem Valtýr sýn ir að þessu sinni, eru allný- stárlegar fyrir fólk hér og all mjög ólíkar því, sem v ð eig- um að venjast. Kemur þar fram djörf meðferð lita og myndgerðar, og hugarflug hins unga og duglega málara leynir sér ekki. List Valtýs er sjálfstæð og persónuleg, og það er gaman að henni líka fyrir þá, sem aðhyllast aðr- ar meg nstefnur í málaralist inni en málarinn sjálfur. í málverkaskránni er for- máli eftir Gurinlaug Schev- ing listmálara. Seg r þar, að þó að margir listamenn tutt ugustu aldarinnar hafi horf- ið frá nákvæmum eft rlík- ingum, hafi fæstir þeirra reynt að gera náttúruna út- læga úr verkum sínum. * Viðurkenning erlendra listdómara. Valtýr Pétursson hefir átt þvi láni að fagna að fá m kla viðurkenningu á list sinni hjá þeim að lum erlendis, sem bezt er trúandi til sann- gjarnra og réttlátra dóma. Verður það væntanlega til breyting margra um bæna- dagana að skoða málverk Valtýs. Sendinefnd frá Sauð- árkróki í Reykjavík Ra‘ðir við stjiVrnarvöIdin um þáittöku í íoíí- arakaupum, liafnarbætur o«' liifaveitu Sendinefnd frá Sauðárkróki er í þann veginn að hefja viðræður við stjórnarvöid landsins um ýms nauðsynjamál kaupstaðarins. Komu þeir Björgvin Bjarnason bæjarstjóri og Magnús Bjarnason suður í fyrradag, en Friðrik Hansen er væntanlegur til Reykjavíkur í dag til þess að taka þátt í störfum nefndar þessarar. Tíðindamaður frá blaðinu átti í gær stutt tal við Björg vin Bjarnason bæjarstjóra og spurði um erindi þeirra fé laga til Reykjavíkur. — Það er aðallega þrennt, sem við ætlum að' leita fyrir okkur um, sagð hann: mögu leika til þátttöku í togara- kaupum, auknar hafnarfram kvæmdir og fjáröfluri til hita veitu. Samlög um togarakaup. — Við höfum hug á því, sagði bæjarstjórinn ennfrem ur, að geta átt hlutdeild í tog arakaupum. Hugsum við þá helzt að hafa samflot við Ólafsfirðinga og Dalvíkinga, og hefir litillega verið um það rætt af forsjármönnum hlut aðeigandi byggðarlagá. Hvaða undirtektir við fáum hér syðra, er enn ekki vitað. Höfnin — Hafnarmál okkar Sauð- árkróksbúa eru ekki í góðu lagi, og það er mjög brýn nauðsyn, að bót verði ráðin á þvi ásigkomulagi, sem þau eru í. Það berst sifellt mikill sandur í Sauðárkrókshöfn, og þótt mokað væri upp úr henni í fyrrasumar, hefir mjög sótt í sama horfið. í briminu mikla í haust skemmdist einnig stein- nökkvi, er notaður var til hafnargerðarinnar, og er ó- hjákvæmilegt að fá járnþil innan á hann. Er nú beðið eftir tillögum vitamálastjóra um umbætur á höfninni. Hitaveitan í þriðja lagi er svo erindi okkar að leita hófaná um út vegun fjár til hitaveitu á Sauð árkróki. Nægilegt heitt vatn er nærtækt, en fé vantar til framkvæmdanna. Fer hér sam an mikið framfara- og hags- munamál fyrir Sauðárkrók, og framkvæmd, sem yrði til mikils gjaldeyr:ssparnaðar. Næsta allsherjar- þing háð í París Stjórn Frakklands sendi framkvæmdastjóra S. Þ. skeyti urn það í gær, að hún biði að næsta allsherjarþing samtakanna yrði háð í París í haust að því tilskildu að það hæfist ekki síðar en 6. nóv. Er beð ð um skjót svör við því hvort þetta verði þeg ið. Bretar mótmæla þjóðnýtingu olíu- vinnslu í íram Þjóðþingið i íran sam- þykkt. í gær í einu hljóði frumvarp stjórnarinnar um þjóðnýtingu olíulindanna og oliuvinnslunnar í landinu. Brezka stjórnin hefir sent ír ansstjórn mótmæli gegn þessu, byggða á samn ngi, er brezk olíufélög hafa við ír- an til ársins 1955 um vinnslu. Segir í orðsendingunni, að Bretar hafi lagt í geys legan kostnað í því trausti að samn ingur þessi verði haldinn. Vestur-lslendingar leggja fé til skóg- ræktar á íslandi Frá fréttaritara Tímans í Winnipeg Ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesíurheimi, sem haldið var hér í borginni, samþykkti fyrir atbeina Marju og Sveins Björnssonar læknis, sem gistu ísland síðastliðið i sumar, að leggja heima-íslendingum lið í skógræktarmálum Samþykkt var að verja nú 5000 krónum í þessu skyni til að byrja með, og var um það rætt að fara fram á, að blett ur á Þingvöllum yrði helgað- ur Vestur-íslendingum, þar sem skógrækt þeirra yrði has laður völlur. Nefnd manna á að fjalla um þetta mál, og er Richard Beck formaður hennar, en auk annarra er Marja Björns son í henni. — Sennilega verður hafizt handa um fram kvæmdir þegar í vor. Attlee leggst á sjúkrahús Attlee forsætisráðherra Breta fer í sjúkrahús í Lond on á miðv kudaginn kemur og dveist þar um óákveðiivn tíma til rannsóknar og lækn- inga. Morrison gegnir störí- um forsætisráðherra i fjar- veru hans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.