Tíminn - 18.03.1951, Síða 3
65. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 18. marz 1951.
3.
Hvað til friðarins heyrir
Fimmtugur í dag:
Jón B jörnsson
forstöðumaður vefnaðarvörudeildar S.Í.S.
í guðspjalli pálmasunnu-
dagsins er þvi lýst, hvernig
mannfjöldinn hyllti Jesús frá
Nazaret er hann kom til Jerú
salem í síðasta sinn. Lýður-
ínn vissi, að hann var spá-
maður, máttugur í orði og
verki. Fólkið trúði því, að þar
kæmi Messías sá, sem þjóð-
inni hafði verið boðaður. Það
trúði því, að þar færi sá, sem
leysá myndi þrældómsband
þjóðarinnar og hefja hana
til mikilla valda. Og lýður-
inn hyllti meistarann og
sýndi honum alla þá sæmd,
sem hann kunni.
En hvernig tók Jesús þess-
ari hyllingu þjóðar sinnar?
Um það segir guðspjallið
svo:
„Og er hann kom nær og
sá borgina, grét hann yfir
henni og mælti: „Ef einnig
þú hefðir á þessum degi vit-
að, hvað til friðar heyrir, en
nú er það hulið sjónum þín-
um.“- Og hann- spáði borg-
inni ófriði og eyðileggingu.“
—•Ýmsum hefir orðið þetta
nokkur ráðgáta. Við grunn-
fætan- yfirlestur virðist
mönnum að hér mætist and-
stæður. Hví gladdist ekki sá,
sem hýlltur var, yfir lýðhylli
sinni? Því grét Jesús, þegar
{í(jóð hans -hylltl hann, bless-
aði og bauð velkominn?
I Þessu svaraði Jesús sjálfur,
ér hann sagði, að þjóðin vissi
ekki hvað til friðar heyrði.
Hann vissi í hvaða trú og
hvaða von þetta fólk hyllti
hann. Hann sá fyrir sér þjóð,
Sem dféymdi um að verða yf-
irþjóð annarra þjóða og kom
jást sjálf í þá aðstöðu, að fara
með hlutverk kúgarans.
■f Kristnir menn nú á dög-
úm, mega.vel hugleiða þetta
guðspjall. Hvortr munu þeir
engj.r vera, sem fagna þeim,
sem þeír vona að veiti sér að-
stöðu til. að drottna? Skyldi
það vera dæmalaust, að
menn ákalli meistara sinn, án
þess að vita hvað til friðar-
ins heyrir?
Enginn þarf að halda, að
Jesús hafi grátið ýfir mann-
fjöldanum af því, að hann
hafi séð fyrir, að einhverjir
þeirra, sem þar voru staddir,
myndu skilja við þetta líf með
sérstökum hætti. Hann hafði
sjálfur kennt að hræðast
ekki þá, sem líkamann deyða.
Hann grét yfir fólkinu af því
það vissi ekki hvað til frið-
arins heyrir. Það átti ekki
það hugarfar sáttfýsinnar,
bróðurkærleikans og' fyrir-
gefningarinnar, sem nauð-
synlegt er til að grundvalla
friðsamlega sambúðarhætti.
Hann sá, að þetta fólk vissi
ekki hvað til friðarins heyrði
og ræktaði með sér það hug-
arfar, sem hlaut að kynda
elda hatursins, þegar fylling
tímans væri komin. Hann
grét yfir þjóð sinni, af þvi
að hann sá, að hún var dæmd
til að týna sál. sinni í eldi
mannhatursins.
Hvort myndi hann svo
gráta yfir okkur í dag? Hvort
myndi hann segja, að okkar
kynslóð, íslenzkir nútíma-
menn, vissi ekki, hvað til
friðarins heyrði? Um það
megum við gjarnan hugsa á
þessum drottinsdegi.
Gyðingar væntu sér þess,
að meistari þeirra og Messí-
as, myndi gera þá að mikilli
þjóð. Þeir treystu því, að und
ir hans forustu yrðu þeir
allra þjóða voldugastir og
þeir hlökkuðu eflaust til þess
sumir hverjir, að geta látið
aðra kenria á valdi sínu. Yfir
því hugarfari grét meistarinn
frá Nazaret.
Nú tala menn margt um
frið og hylla friðinn. En
hvort myndi þó ekki vera á-
stæða til að spyrja, hvort all-
ir vissu hvað til friðarins
heyrir? Kynni ekki að vera,
að einhver hylli friðinn með
vörunum af því hugarfari,
sem hlýtur að kynda elda
hatursins, svo að sálinni stafi
hætta af? Hvort myndi ekki
Jesús frá Nazaret gráta yfir
sumum þeim, sem nú hylla
friðinn hæstum rómi, án þess
að vita, hvað til friðarins
heyrir?
Jón Björnsson, forstöðu-
maður vefnaðarvörudeildar
Sambands ísl. samvinnufé-
laga er fimmtugur í dag. —
Hann fæddist að Varmá í
Mosfellssveit 18. marz 1901.
Foreldrar Jóns voru lista-
smiðurinn Björn bóndi og
hreppstjóri sonur séra Þor-
láks Stefánssonar síðast
prests að Undirfelli. Og kona
hans Anna Jónsdóttir hrepps
stjóra í Drangshlíð undir
Eyjafjöllum Hjörleifssonar.
Björn faðir Jóns var braut
ryðjandi um tóvinnuverk-
smiðjur um aldamótin. Stofn
aði hann Álafoss-verksmiðj-
una. Einnig setti hann upp
tóvinnuvélarnar að Reykja-
fossi í Ölfusi og í Iðunni í
Reykjavík. Hann lézt 1904.
Eftir andlát föður síns var
Jón tekinn í fóstur af móð-
urbróður sinum Ólafi Jóns-
syni Eystri-Sólheimum í
Mýrdal og konu hans Sig-
ríði Þorsteinsdóttur.
Jón útskrifaðist úr Sam-
vinnuskólanum vorið 1922. —
Starfaði við verzlun Jóns
Brynjólfssonar í Reykjavík
1923—24 síðan hjá Kf. Ey-
firðinga til 1931 er hann réð
ist til Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, þar sem hann
hefir starfað síðan, utan ár-
anna 1944—46, en þá var
hann einn af þremur fram-
kvæmdastjórum Sambands
íslenzkra vefnaðarvörunn-
flytjenda með aðsetri í New
York.
Jón hefir öll sín starfsár
mest fengizt við sölu og inn-
kaup á vefnaðarvörum og skó
fatnaði. A umbrotatimum
síðustu áratuga hefir það
hreint ekki verið neinn barna
leikur að fást við verzlun í
stórum stil og ekki sízt með
áður nefndar vörutegundir,
þar sem öll verzlunarsambönd
hafa verið á hverfanda hveli
bæði vegna síbreytilegra
gjaldeyrisástæðna og hafta-
fargans innanlands og utan.
Jón hefir því þurft að ferð-
ast meira en flestir aðrir og
mun nú meðal víðförlustu ís-
lend nga. Hann hefir ferðast
um flest lönd Evrópu aftur
og fram margsinnis, til lands
ins helga og um Ameríku haf
anna milli.
Enginn skóli hér á landi
kennir neitt nýtilegt um verzl
un með áður nefndar vöru-
tegundir sérstaklega.
Sjálfsnámið, meðfæddur
smekkur, minni og eftirtekt
er sá grundvöllur sem hver
og einn verður að byggja á
sem við þessa verzlun fæst.
Þar sem Jón hefir ætíð ver-
ið mjög áhugasamur fyrir
sinu starfi og lengst af unn-
ið hjá stærstu innflutnings-
samtökum landsins, munu
fáir eða engir með betri þekk
ingu á starfi sinu en hann.
Jón gift st 1929 Láru Guð-
mundsdóttur skósmiðs á Ak-
ureyri Vigfússohar og eiga
þau tvo drengi.
Fimmtugsafmælin eru e!n-
att talin til merkilegustu af-
mæla. Ekki er það aldursins
vegna, heldur hins, að þá eru
menn á bezta aldri, hafa lif-
að hálfa öld og eru orðnir
þroskaðir menn. Með öðrum
orðum, fullorðnir.
Starfsfólk Sambandsins
og hinir mörgu kunningjar
Jóns víða um land og lönd
senda honum innilegustu árn
aðaróskir á fimmtugsafmæl-
;inu.
H. Sigtryggsson.
Anna Pétursdóttir
eftir H. Wiers-Jensen
Leikstjóri Gunnar Hansen.
Sýning í ISnó í kvöld kl. 8,15.
Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 2.
„ELSKU RUT“
Sýning í Iðnó þriðjuudags-
kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seld-
ir á morgun mánudag kl. 4—7.
Sími 3191.
Guðstrú og vísindi
Norska blaðið Várt Land
skýrir nýlega frá viðtali, sem
blað eitt í Vesturheimi hafi
nýlega birt við hinn aldraða
vísindamannajöfur, Albert
Einstein, þar sem hann ræðir
um trúarskoðanir sínar og
segir hið norska blað svo fra
þeim þætti viðtalsins:
Orðrómur sá, sem lengi hef
ir verið almennur, um guð-
lausa lífsskoðun mina, bygg-
ist á grundvallarmisskilning'.
Menn hafa annað hvort
skilið vísindalegar hugmynd
ir mínar illa eða, — og það
skulum við heldur segja, —
fyllilega misskilið það, sem
ég hefi sagt, og þaðan er
runnin fræðslan um andstöðu
xnína gegn trúnni.
Þvert á móti trúi ég á per-
sónulegan guð og ég get með
góðri samvizku sagt, að enga
stund á ævi minni hefi ég
aðhyllzt lífsskoðun guðleys-
ingja.
Strax á stúdentsárunum
hafnaði ég hinni vísinda-
legu heimsskoðun, sem kennd
er við árin kringum 1880.
Skoðanir Darwins, Heckels og
Huxleys eru fyllilega úreltar.
Vita mega menn ,að þróun-
in heldur áfram, ekki ein-
ungis tæknilega, heldur einn
ig á svði vísindanna, og þá
ekki sízt náttúruvísindanna.
Um flesta fulltrúa sannra
náttúruvísinda er óhætt að
segja, að þeir eru sammála
um að vísindin séu ekki fjand
samleg trúnni. En auðvitað
eru enn til kreddubundnir
vísindamenn, sem standa
enn í sömu sporum og 1880.
Fyrir mitt leyti er ég sann-
færður um að án trúar væri
mannkynið nú á villimennsku
stigi. Félagsmál öll væru þá
með frumstæðasta hætti, ör-
yggi um líf og limi miklu
minna en það er, og sú bar-
átta allra gegn öllum, sem
enn tíðkast meðal mann-
anna, væri háð miklu grimmi
legar. Það er ég sannfærður
um. Trúin hefir verið undir-
rót að framför mannkyns-
ins.
Vér viljum benda bændum á
að fljótlega mun Úthlutunarnefnd Jeppabifreiða úthluta leyfum fyrir þeim
150 hjóladráttarvélum, sem Fjárhagsráð nýlega heimilaði kaup á frá Evrópu
Þeim bændum, sem úthlutað verður til, viljum vér benda á eftirfarandi:
1. Að vegna hins síhækkandi verðs á benzíni, er það ó-
frávíkjanleg nauðsyn fyrir bændur að festa kaup á
dráttarvéi, sem er sparneytin.
2. Allir, sem til þekkja, vita að Allis-Chalmers Model „B“
dráttarvélin eyðir minna benzíni, en nokkur önnur sam-
bærileg dráttarvél, sem hingað til hefir verið flutt til
landsins. Eldsneytiseyðslan er allt að kr. 2.700,00 minni,
en eidsneytiseyðsla annarra sambærilegra dráttarvéla,
þegar miðað er við 1200 klukkustunda akstur. — Hins
vegar er verð hinnar brezku Allis-Chalmers Model „B“
sambærilegra fáanlegrar dráttavélar frá Evrópu.
sambærilegrar fáanlegrar dráttarvélar frá Evrópu.
3. Eigum fyrirliggjandi mikið af varahlutum í Allis-Chal-
mers Model „B“ vélina.
4. Með því að kaupa hina þekktu FAHR-dieseldráttarvélar,
þá spara bændur rúmlega kr. 5.000,00 í eldsneytiseyðslu,
þegar einnig er miðað við 1200 klukkustunda akstur.
Þegar vitað er, að báðar framangreindar dráttarvélategundir eru meðal
þeirra allra fullkomnustu, sem nú eru framleiddar, þá hlýtur hverjum
bónda að vera það fullkomlega ljóst, að langbeztu kaupin gerir hann með
því að kaupa aðra hvora hinna framangreindu dráttarvélategunda.
Allar nánari upplýsinffar eru að fá hjá:
H.f. Ræsir
Skúlagötu 59, Reykjavík.