Tíminn - 29.03.1951, Page 2
2.
TÍMINN, f mmtudaginn 29. marz 1951.
70. blað.
Útvarpið
I’tvarpiö í dag:
8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veð
urfregnir. 12.10—13.15 Hádegis-
útvarp. 15.30—16.30 Miðdegis-
útvarp. — (15.55 Fréttir og veð-
urfregnir). 18.25 Veðurfregnir.
18.30 Dönskukennsla; I. fl. —
19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25
Tónleikar: Danslög (plötur).
19.40 Lesin dagskrá næstu viku.
19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir.
20.30 Einsöngur: Paul Robeson
syngur (plötur). 20.45 Lestur
fornrita: Saga Haralds har<*-
ráða (Einar Ól. Sveinsson próf.)
21.10 Tónleikar (piötur). 21.15
Dagskrá Kvenréttindafélags ís
lands. — Erindi: Á víð og dreif
(frú Anna Guðmundsdóttir).
21.40 Tónleikar (plötur). 21.45
Frá útlöndum (Jón Magnússon
fréttastjóri). 22.00 Fréttir og veð
urfregnir. 22.10 Sinfónískir tón
leikar (plötur). 23.05 Dagskrár-
lok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
M.s. Arnarfell lestar sement í
Álaborg. M.s. Hvassafell losar
sement á Akranesi og í Reykja
vík.
Ríkisskip:
Hekla fer frá Reykjavík í
kvöld austur um land til Siglu
fjarðar. Esja fór frá Akureyri
síðdegis í gær austur um land.
Herðubreið fór frá Reykjavík
Kl. 20.00 í gærkvöld til Breiða-
fjarðar- og Vestfjarðahafna.
Skjaldbreið var væntanleg til
Akureyrar síðdegis í gær. Þyr-
ill var í Hvalfirði í gær. Ármann
fer frá Reykjavík í dag til Vest
mannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss kom til Reykjavík-
ur 27.3. frá Leith. Dettifoss er í
Reykjavík. Fjallfoss fór frá
Leith 26.3. til Frederikstad, Gra
varra, Gautaborgar og Kaup-
mannahafnar. Goðafoss kom til
Antwerpen 25.3., fer þaðan til
Rotterdam. Lagarfoss fer frá
New York 8.4. til Reykjavíkur.
Selfoss fór frá Reykjavík 27.3.
til Vestmannaeyja, Leith, Ham
borgar, Antwerpen og Gauta-
þorgar. Tröllafoss fór frá Balti-
more 26.3. til Reykjavíkur.
Vatnajökull er í Reykjavík. Dux
fer væntanlega frá Kaupmanna
höfn 31.3. til Reykjavíkur. Skag-
en er í London, fermir til Reykja
víkur. Hesnes fermir í Hamborg
ipn 2.4. til Reykjavíkur. Tovelil
fermir í Rotterdam um 10.4. til
Reykjavíkur.
Flugferðir
Loftleiðir:
í dag er áætlað að fljúga til:
Vestmannaeyja og Akureyrar.
Á morgun er áætlað að fljúga
til: Vestmannaeyja, Akureyr-
ar og Sauðárkróks.
Flugfélagið:
Innanlandsflug: í dag eru á-
ætlaðar flugferðir til Akureyr-
ar, Vestmannaeyja, Sauðárkróks
Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar,
Neskaupstaðar og Seyðisfjarð-
ar. — Á morgun er ráðgert að
fljúga <il Akureyrar, Vestmanna
eyja, Kirkjubæjarklausturs, Fag
urhólsmýrar og Hornafjarðar.
Millilandaflug: Gullfaxi kom
til Reykjavíkur í gærkveldi frá
Kaupmannahöfn og Prestwick.
r r
Ur ýmsum áttum
Samvinnan.
Marzhefti Samvinnunnar er
fyrir nokkru komið út, og er
það með forsíðumynd frá Vest-
mannaeyjum. í ritinu er grein-
hafi til heiía
v.v.v.v.v.v
Mynd þessi er af Gunnari
Péturssyni Isfiröingi, sem sigr-
aði í B-fl. í 18 km. göngu á
skíðalandsmótinu. Hann gekk á
undan allan tímann, lagði fyrst
ur af stað og kom fyrstur ,
mark og er það hið bezta afrek
enda var tími hans ekki nema
1,17,25 klst. Gunnar var líka
í sigursælum sveitum Isfirðinga
í svigi og 2 í norrænni tví-
keppni, stökki og göngu.
Hér í blaðinu í gær var mynd \
þessi af Gunnari sögð af Hauki
Sigurðssyni, svigmeistara þeirra
ísfirðinga, og leiðréttist það
hér með.
in Breytt viðhorf í verzlunar-
málum; grein um íslenzk ut-
anríkismál; smásagan Auður
ættarinnar eftir Gerald Kersh;
grein um nýtt kaupfélag í Vest
mannaeyjum; Rís samgöngumið
stöð í Reykjavík?; Samvinnan,
Páskahugvekja sem vekur
athygli.
Á páskadagskvöld kom
fram í útvarpinu einhver
virðulegasti og traustasti
kennimaður íslenzku þjóðar
innar, sem helgað hefir æsku
íslands líf sitt með ríkuleg-
um árangri. Flutti dr. teol.
séra Friðrik Friðriksson
páskahugvekju á öldum
hljómvakans þetta kvöld,
sem lengi mun verða minnis
stæð flestum þeim, er til
heyrðu. Fór þar saman virðu
legur málflutningur og djúp-
sæ vizka.
Þessi stutta hugvekja sam
einaði einkar vel viðhorf
manna til lífsins og trúarinn
ar og hin stuttorðu og skýru
rök fyrirlesarans um það
hvernig framtíð þjóðarinnar
og velferð byggist fyrst og
fremst á hugsun og lífsskoð
un hins kristna manns, bentu
þjóðinni áfram veginn til
bjartari framtíðar á braut
hins forna frægðarljóma at-
hafna og menninga.
Þessi rödd var kærkominn
gestur og er skaði hvað hún
heyrist sjaldan á öldum ljós
vakans, þar sem hún nær til
allrar þjóðafinnar.
ríkið og einkaframtakið; um
erindreka S.Í.S.; Samvinnu-
fréttir; grein um Helen Keller;
myndir af sjónvarpi í skurð- j
stofu; kvennaþáttur og margt
fleira.
FiiIItrúako.snins'ar
(Framhald af 1. síðu.)
bráðlega. Eiga kosningarnar
samkvæmt lögum félagsins
að standa í tvo daga, 12 stund
ir hvorn dag.
■ B».
jj Málningarvinna
Vt Framkvæmum utan- og innanhússmálningu, bíla- %
í; málnun, bæði handmálun og sprautumálun. Höfum í
■; ágætum fagmönnum á að skipa. Útlend fyrsta flokks
málning og lökk á hús og bíla fyrirliggjahdi.
í Kaupfélag Arnesinga ■:
.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VA,.,,V.W.V.,.V.VA,.W/AW.,,V
Góð bújörð
í Mýrasýslu til leigu í næstu fardögum. —■ Semja ber
við Gest Kristjánsson i Borgarnesi.
**rmmnr
4 jjcrtu/m tefii
Olían og sjófuglinn
ísfirðingur vekur máls á atriði, sem of lengi hefir
legið í þagnargildi:
★ ★ ★
„Ég vildi með þessum línum, vekja á því athygli
þeirra manna, sem hafa dýraverndun á stefnuskrá
sinni, að hér á landi mun vanta lög eða reglugerð um
það, hvað langt undan landi skip mega kasta olíu-
sora, smurningsolíuúrgangi og annari feiti í sjóinn.
í Englandi t. d. eru mjög ströng fyrirmæli um þetta.
Þar mega skip ekki kasta slíku út innan við 80 sjó-
mílur frá landi, og liggja við háar sektir, ef út af er
brugðið.
Þessi ströngu lög eru höfð vegna þess, að mikið af
fugli drepst í olíusoranum, en fuglinn er mjög næmur
fyrir öllu slíku. Er olian hefir komizt í fiður fuglsins,
byrjar hann að reyta af sér fiðrið, og gengur þá svo
nærri sér að sár myndast á bringunni, og er sjóseltan
kemur í sárið, á fuglinn skammt eftir.
★ ★ ★
Því miður munu vera mikil brögð að því hér, að
olíusora er kastað í sjóinn, svo til uppi við landsteina,
eins og gert var á ísafirði, meðan stóð á björgun tog-
arans Northern Spray. Olíusora var kastað í sjóinn frá
skipinu algerlega að óþörfu, svo að hundruð af æðar-
fugli drapst í fjörunni, bæði á ísafirði og inn með
Skutulsfirði. Var það ömurlega sjón að sjá fuglinn
æðandi í fjörunni og stundum uppá götu, með gap-
andi sár á bringunni og auðsjáanlega viðþolslaus af
kvölum. Væri óskandi, að slikt þyrfti ekki að endur-
taka sig, og lög um þetta yrðu sett eða framkvæmd,
ef til eru“.
★ ★ ★
Því má bæta hér við, að á stríðsárunum gerðist sú
harmsaga, að heilir firðir voru að kalla gereyddir að
fugli sökum þess, hvernig farið var með olíusora frá
herskipunum, er höfðu hér lagi. En þó þarf ekki stríðs-
tima til. Miklum fjölda af fugli mun árlega tortímt
með hirðuleysi í þessu efni, J. H.
I -p! . " . ;V. '" ;
Breytingar á áætiunarferðum
Eftirfarandi breytingar
„Gullfaxa“:
verða1 á
g df
áætlunarferðum
Aætlunarferðum til Prestwick og Kaupmannahafn-
ar 3. og 10. apríl og frá sömu stöðum 4. og 11. apríl er
aflýst. „Gullfaxi fer beint til Kaupmannahafnar n. k.
sunnudagskvöld.
Douglasflugvélin „Glófaxi" fer væntanlega frá
Reykjavík til Prestwick föstudaginn 6. april og til.baka
næsta dag.
Flugfélag íslands, h.f.
FRÁ UPPELDISSKÓLA SUMARGJAFAR:
NÝ DEILD TEKUR TIL STARFA
15. septcmber n. k.
Þær stúlkur, sem óska eftir inngöngu í skólann,
sendi umsóknir sínar ásamt prófskírteinum og heil-
brigðisvottorði fyrir 1. maí n. k.
Þær, sem hafa ekki lokið landsprófi, gagnfræða-
prófi eða öðru hliðstæðu prófi, eiga kost á að þreyta
inntökupróf, sem háð verður í maí n. k.
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjórinn,
VALBORG SIGURÐARDÓTTIR
Fjölnisveg 4 — Sími 81932
Skóreimar
Höfum fyrirliggjandi brúnar Qg svartar skóreimar.
Sendum gegn póstkröfu.
MIÐSTÖÐIN H.F.
Heildsala — Umboðssala
Vesturgötu 20. — Símar 1067 og 81 438.
Símnefni: Central.
InniJegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinscmd
vegna fráfalls
ÞÓRU BECK.
Vandamenn.