Tíminn - 29.03.1951, Síða 5
70. blað.
TÍMINN, f mmtudaginn 29. marz 1951.
imtiro
Fhnmtud. 29. nmrz
Mál, sem verðlags-
yfirvöldin verða
að npplýsa
Á öðrum stað í blaðinu í
dag er birt athugasemd frá
H. Benediktsson & Co. og
Olíuverzlun íslands h. f. í
tilefni af upplýsingum, sem
Tíminn hafði birt um verðiag
á bifreiðasmurningsolíum hér
og í Danmörku. í athuga-
semd þessari kemur það rétti
lega fram, að upplýsingar
þær, sem Tíminn hafði stuðst
við, voru ekki allskostar
réttar, þar sem í öðru til-
fellinu hafði verið miðað við
kg. en í hinu við líter. Er
Tímanum þökk að því. að
umræddar olíuverzlanir hafa
leiðrétt þetta, því að skylt
er jafnan að hafa það, sem
sannara reynist.
Hins vegar er það ekki
eins lofsvert hjá umræddum'
olíuverzlunum að ætla að
nota þessa skekkju sem sönn*
un þess, að þau hafi hreint'
mél í pokahornniu í sam-
bandi við smurningsolíuverzl
unina. Hinar leiðréttu tölur,
sem þær gefa upp, leiöa alveg
til sömu niðurstöðu og Tím-
inn hafði haldið fram, að-
eins örlítið hagstæðari fyrir
þær, en þó svo óhagstæðar,
að verðlagsyfirvöld og við-
skiptamálaráðherra geta ekki
leitt það hjá sér lengur.
Samkvæmt þeim tölum, sem
umræddar olíuverzlanir gefa
upp, hefir verðlag á Esso-
olíum og Vacuum motoroii-
um verið í Danmörku á ár-
unum 1947—’50 sem hér seg-
ir (Esso-olíur i fremsta dálki,
Vacuum motorolíur í öðrum
og í þriðja dálki er sýnt hve
miklu dýrari Vacuum motor-
olíurnar hafa verið, talið er
í dönskum krónum pr. 100
ERLENT YEIRLIT:
Olíufundurinn í Alberta
Hefir laaim tvöfaldað |>að oliiimagn, sem
ini er vitað um í iieiminnm?
kg):
1947 152 156 2.63%
1948 159 168 5.66%
1949 169 179 10.49%
1950 173 190 9.83%
Til samanburðar skal svo
tekið verðlag á hliðstæðum
smurningsolíum á íslandi á
árunum 1947—’50 (Esso-olíur
í fremsta dálki, Vacuum mot
orolíur í öðrum. verðmunur-
inn í þriðja, talið er í íslenzk-
um kr. pr. 100 kg.):
1947 190 297 56.3%
1948 216 315 45.83%
1949 228 276 21.05%
1950 316 372 17.72%
Þessar tölur sýna það, að á
árunum 1947 og 1948 er Vacu-
umolíurnar aðeins 2.63% og
5.66% dýrari en Esso-olíurn-
ar í Danmörku, en hér á landi
eru þær 56.3% og 45.83% dýr-
ari. Hér er um næsta ótrúleg-
an verðmun að ræða, en hann
liggur nú fyrir sem óyggjandi
staðreynd,"byggður á uppiýs-
ingum, sem verzlanirnar
Hailgrímur Benediktsson &
Co. og Olíuverzlun íslands
hafa sjálfar gefið að því er
verðlagið í Danmörku snert-
ir. Þær hafa heldur ekki mót
mælt því, að verðlagið, sem
greint er hér innanlands, sé
rétt upp gef ð.
í athugasemdum sinum
reyna umræddar olíuverzl-
anir að læða inn þeim grun,
að verðmunur þessi stafi af
því, að Olíufélagið hafi ekki
notað sér íulla álagningu á
Það er skoðun margra sér-
fróðra manna, að komi til styrj
aldar í náinni framtíð, myndi
hún heíjast sem kapphlaup um
olíulindir. Sá stríðsaðili, sem
hefir meiri olíu, er mun lik-
iegri til þess að bera sigur úr
býtum. Ósigur Þjóðverja í srin-
ustu styrjöld er af mörgum tal-
inn rekja rætur sínar að veril-
legu leyti til olíuskorts. Á sama
hátt er aðstaða Kínverja talin
örðug til að halda áfram Kóreu-
styrjöldinni vegna þess, að þá
skortir olíu.
Af framangreindum ástæðum
og fleirutó, hefir verið lagt íneira
kapp á það á síðari árum en
nokkrum einnum fyrr, að finna
nýjar olíulindir. Nýlega hefir
slík ieit borið árangur í Kanada,
sem getur orðið mjög örlagarík-
ur. Nánar er frá þeim fundi
sagt í eftirfarandi grein sænska
blaðamannsins K. G. Bolander,
en hún birtist nýlega í Svenska
Dagbladét:
Stuttorðar fréttatilkynningar
hafa sagt, að vísindamönnum
hafi nú tekizt að vinna olíu úr
svokölluðum tjörusandi í Norð-
ur-Alberta í Kanada. Þessi frétt
segir raunverulega það, að olíu-
magn þa.ð, sem vitað er um í
heiminum, hefir tvöfaldazt.
Enginn veit með vissu, hve mikil
olía fæst' úr tjörusandinum í
Alberta, “én vísindamenn segja,
að það sé meira en í öllum þeim
olíulindum samtals, sem vitað
er um. Gripið hefir verið á því
við lausiegan útreikning, að
olíumagn sandsins væru 250
milljarðar fata eða 35 milljarð-
ar smálesta.
"Wí
Flokkur Aberharts.
Saga Alberta síðustu tuttugu
ár er æviritýri. Þetta er vestasta
fylkið á hinum miklu sléttum
Kanada. Kringum 1930 dundu
yfir það miklir erfiðleikar.
Hveitirækt var bjargræðisveg
ur íbúanna, en engisprettur
skemmdu akra auk þess, sem
uppskera spilltist af þurrkum
og hagléijum og verðfall var
geysiiegt á heimsmarkaði. Þús-
undum saman urðu bændur þá
að láta jarðir sínar upp í skuld-
ir. Þá var þannig ástatt, að
menn hlustuðu á alls konar
leiktrúði.í fjárhagsmálum. Aber-
hart hét maður, sem prédikaði
fyrir baptista eða endurskírend-
ur og héít því fram í útvarps-
prédikunum sínum, að bæta
mætti úr basli og neyð íbúanna
með því einu, að ríkið greiddi
hverjum manni 25 dollara á
mánuði til að koma upp „ný-
sköpun kaupgetunnar". Þetta
féll í svo góðan jarðveg, að
flokkur sá. sem Aberhart mynd
aði, Social Kredit, vann glæsi-
legan sigur í næstu fylkiskosn-
ingum.
Stefna, sem ekki
var framkvæmd.
Allur heimurinn hló að Al-
berta og Mönchhausenstjórn
fylkisins, en þó er það stað-
reynd, að flokkurinn hefir unr.
ið allar kosningar síðan og aldr-
ei verið fastari í sessi en eininitt
nú. Aberhart er nú látinn, en
Manning iærisveinn hans hofir
tekið við af honum og heldur |
fast við kenningar hans um1
opinber framlög. Leyndardóm-
urinn við þetta fyrirbæri er sá,1
að flokkurinn hefir aldrei fram-
kvæmt stefnu sína svo að reynsl
ar^ skæri úr um draumsjónir
hans.
Þetta bjargaði Aberhart og
flokki hans. Jafn fráleitir og
þeir voru í kenningum sínum,
voru þeir skynsamir í fram-
kvæmdinni. Þeir hreinsuðu til í
opinberu lífi, bundu enda á
margs konar spiilingu og tóku
upp heiðarlega, íhaldssama
stefnu. Það er nú almennt við-
urkennt i Kanada, að Alberta
hafi beztu fylkisstjórn í öllu
ríkhju, með því skilyrði vitan-
legá, að hún fari ekki að fram-
kvæma stefnu sína.
Fyrstu olíufundirnir
í Alberta.
Lengi hafa menn vitað, að
auðugar olíulindir væru neðan-
jarðar í Alberta, en það var
erfiðara að finna þær. I suður-
hluta fylkisins fundust olíur
brunnar við Turner Valley, en
þar var þó ekki um mikið magn
að ræða og fór ntinnkandi. En
gufur úr jörðu víða um fylkið
sýndu, að olía var til. í Edmon-
ton og Calgary eru slíkar gufur
hafðar óbreyttar til eldsneytis.
Vorið 1947 fannst svo olíuæð.
: Boranir í Leduc, sem er í jaðri
Edmontonsfylkis, leiddu í ljós
’ auðugar olíunámur og árið eftir
j fundust aðrar enn meiri olíu-
lindir við Rauðavatn, norðaust-
ur af Edmonton. Á þremur ár-
um hundraðfaldaðist olíumagn
Kanada og framleiðslan óx úr
18 þúsund fötum á dag 1947 í!
85 þúsund föt í árslok 1950. Gerð ;
hefir verið olíuleiðsla 1500 km. \
er olíunni dælt í pramma, sem
löng að Lake Superior, en 'þar
flytja hana til hreinsunar til
Chicago. Alberta er að verða
álíka mikið olíuland og Texas,
og Kanada verður innan
skamms sjálfbjarga með olíu-
framleiðslu og sparar þar með
300 milljónir Bandaríkjadollara
árlega. Og fylkisstjórn Alberta
hefir olían orðið gullnáma. Fylk
ið á allar námur og fær gjald
af hverju olíufati, sem fram-
leitt er. Velmegun í fylkinu hef-
ir aukizt svo, að nú þarf ekki
lengur að tala um það að auka
kaupgetu almennings með op-
inberum framlögum.
MANNING
Olítisandurinn miki.
Og nú bætist olian úr tjöru-
sandinum við þetta. Lengi hafa
menn vitað, að sandurinn við
Athabaskabotn er blandaður
olíu, en enginn hefir hingað til
kunnað ráð til að leysa olíuna
úr sandinum á þann hátt, að
það borgaði sig. Þessi olíusand-
ur er geysi mfkill. Rannsakaðir
hafa verið 4000 ferkílómetrar,
en vel má vera, að svæðið sé
10 sinnum stærra. Undir 10 m.
þykku hellulagi er 40—70 metra
þykkt sandlag, sem er svo mett-
að olíu, að það er dökk og
hvoðukennd leðja. Þennan
tjörusand hefir mátt rekja
hundruð km. meðfram Atha-
baskafljótinu norður að ósum
þess í samnefndu vatni.
Skýrsla Blairs.
Stjórnin í Alberta setti olíu-
verkfræðing til að rannsaka
vinnsluskilyrði úr sandinum. Sá
maður hét S. M. Blair frá Tor-
onto. Það er skýrsla hans, sem
nú liggur fyrir. Þar leggur
hann á ráð að vinna olíu við
Athabaska og flytja hana á
markað með þeim tilkostnaði,
sem núverandi markaðsverð á
oliu þolir. Blair reiknar með þvi,
að fá megi eitt olíufat eða um
(Framhald á 6. síðu.)
árunum 1947 og 1948. For-
stjóri þess hefir gefið Tim-
anum þær upplýsingar, að
jafnan hafi verið fylgt leyfi-
legri hámarksálagningu við
verðlagningu umræddra olía.
Hér er því ekki um nein und-
irboð að ræða.
Skýring þessa fyrirbrigðis
getur því ekki verið önnur en
sú, að umræddar olíuverzlan-
ir hafi selt Vacuum motor-
olíurnar óeðlilega dýrt á þess
um árum, hvert sem hagn-
aðurinn hefir runnið. Sam-
keppnin við Olíufélagið hefir
hins vegar nejdt þær til að
lækka verðið. Samt eru þær
ekki komnar lengra en það
að meðan verðmunurinn á
seinasta ári er 9,8% i Dan-
mörku, er hann 17.7% hér.
Hvar er þessi óeðlilegi verð
munur á smurningsolíum hér
og í Danmörku fólginn? —
Hvers vegna er Vacuumolíurn
ar svona miklu ódýrari þar
en hér?
Það er ótvíræð skylda verð-
lagsyfirvaldanna að afla sér
fullra upplýsinga um, hvað
þessum mikla verðmun hefir
valdið og veldur. Hefir hann
st.afað af óhagstæðum inh-
kaupum Hallgrims & Co. og
Olíuverzlunarinnar eða hef-
ir hér falist „faktura í
tunnu“? Eða er hér um bein
verðlagsbrot að ræða? Þetta
ætti að upplýsast til hlítar, ef
verðlagsyfirvöldin gerðu full-
kominn samanburð á verð-
laginu hér og 1 nágranna-
löndunum og gengu hæfilega
ríkt eftir því, að umræddar
olíuverzlanir gæfu fullnægj-
andi skýringu á verðmunin-
um. •— Verðgæzlustjóri, verð-
gæzlunefnd og viðskiptaráð-
herra vanrækja skyldu sína
við almennnig, ef þetta verð-
ur látið ógert.
Raddir nábúanna
Vísir ræðir í forustugrein í
fyrradag um hina nýju kaup
hækkunarbaráttu Alþýðu-
flokks ns og segir m. a.:
„Meðan Alþýðuflokkurinn
tók þátt í starfi ásamt lýðræðis
flokkunum, var hann vel við-
mælandi, þótt óttinn við kom
múnista teygði hann tíðum af-
vega. Meðan Alþýðuflokkurinn
hafði svo sjálfur stjórnarfor-
ystu á hendi, sýndi hann var-
úð í stjórn efnahagsmálanna
og lagði kapp á að tryggja at-
vinnulifið í landinu. Þá var
talið að miklar fórnir væru
færandi til þess að vinnufrið-
ur yrði tryggður og vísitalan
bundin við 300 stig. Kommún-
istar reyndu að efna til æsinga
innan verkalýðsfélaganna,
vegna slíkra ráðstafana, en í
öllum kaupstöðum landsins
börðust fulltrúar Alþýðuflokks
ins gegn kommúnistum og
fengu því áorkað, að ekki kom
til stöðvunar á atvinnurekstri,
enda lögðu flest verkalýðsfé-
lögín beinlínis blessun sína yf-
ir ráðstafanir ríkisstjórnarinn
ar. Þá var það ekki talið aðal-
atriðið, að kaupgjald yrði sem
hæst og visitala greidd að fullu
og útreiknuð mánaðarlega,
heldur miklu frekar hitt að
atvinna héldist trygg og örugg,
þannig að menn þyrftu ekki
að búa við atvinnuleysi“.
Nú er Alþýðuflokkurinn
kominn í stjórnarandstöðu og
, þá er allt skyndilega breytt.
| Þá er það orðið til hagsbóta
og uppbyggingar, sem áður
var tl tjóns og niðurrifs.
Flokkur, sem þannig hagar
stefnu sinni eftir því, hvort
hann á menn I ríkisstjórn eða
ekki, getur ekki vænzt annars
en vaxandi tiltrúarleysis og
fylgishruns.
Er þetta eina
vörnin?
Lögreglustjórinn í Reykja-
vík hef r ekki enn sýnt neina
viðleitni til að verja vínveit-
ingaleyfi sín, en á þrðjudag-
inn birtir Vísir grein eft r
Sigurgeir Sgurjónsson. Þar
eru ýms gífuryrði um okkur
bindindismenn og mun þe m
ekki svarað hér. Á hinu skal
vakin athygl’, að þessi há-
menntaði lögfræðingur bygg
ir vcrn sína fyrir lögreglu-
stjórann á því, að reglugerð-
in frá 1945 sé markleysa og
haf'. alltaf verið. Byggir hann
þessa fullyrðingu sína á því,
að sumt, sem í reglugerðinni
standi, sé ekki tekið fram í
lögum.
Nú mætt; í fyrsta lagi
spyrja þennan lögfræðing,
sem þykist vera þess umkom-
inn að gera lítið úr lagakunn
áttu Péturs heitins Magnús-
sonar,, 11 hvers hann haldi,
að settár séu reglugerðir um
framkvæmd laga, ef það eitt
í þeim á yfirleitt að gilda,
sem be nlínis og berum orð-
um hefir verið tekið fram í
lögum?
Þessu ætti hinn ofstækis-
laus; og gáfaði vísindamaður
að svara, því að það eru nýj-
ar upplýsingar, ef allar opin-
berar reglugerðir eru mark-
leysa, svo sem hann kennir.
Hins vegar er svo rétt að
benda lögfræðingnum á það,
að áfengslögin banna al-
mennt og yfirleitt vínveit;ng-
ar á almennum samkomum.
Tvær undanþágur gera lögin
frá þeirri reglu. Önnur er sú,
að dómsmálaráðherra getur
vett einu veitingahúsi í
Reykjavík vínveitingaleyfi og
þeirrar undanþágu nýtur
Hótel Borg. Hin undanþágan
er heim ld lögreglustjóra til
að veita félögum leyfi til vín-
veitinga.
Nú sér hver maður, að það
væri ekki með eðli, að
hafa þetta ákvæði um leyfi
lögreglustjóra, ef gert væri
ráð fyrir, að hver sem vildi,
ætti alltaf að fá þetta leyfi.
Ef Sigurgeir hefði borið gæfu
til að kynna sér málið áður
en hann skr'faði, vissi hann
lika það, sem stendur í Al-
þingistíðindum 1935 og ég hefi
tvívegis birt orðrétt í Tíman-
um í vetur og b'rti hér í
þriðja skipti, að þessi ákvæði
um he mild lögreglustjóra
eru
„sett til að koma í veg
fyrir, að farið verði í kring-
um bann við ve tingum á-
fengra drykkja með mála-
myndafélagsstofnunum, sem
auðvelt er að fá aðgang að“..
Það sér því hver dómbær
maður, að löggjafarsamkom-
an ætlaðist til þess, að und-
anþágan gæti gilt fyrir lokuð
innanfélagsmót, en ekki al-
mennar samkomur, sem hver
sem vildi gæti keypt sig inn á.
Á þessum grundvelli einum
var Pétri Magnússyni heimilt
að gera sína reglugerð til að
skýra þennan tilgang og eng
inn ráðherra hef'r rétt til að
gera reglugerð um þetta á
I öðrum grundvelli meðan á-
| fengislögin eru óbreytt, cnda
þótt manninum frá Vetrar-
klúbbnum kunni að vera svo
' áfátt andlega, að hann haldi
sig vita betur. Ekki ætla ég
[ að drótta að honum þeirri
, fúlmennsku, að hann mæli
gegn betri vitund.
Það er miskunnarlaust að
[ vera að auglýsa svona aum-
an málflutning hjá manni
1 (Framhald á 6. síðu.)