Tíminn - 01.04.1951, Blaðsíða 1
Ritstjórl:
Þórarinn Þórarinsson
Préttaritatjóri:
Jón Helgaaon
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
35. árgangur.
Skrifstofur í Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
Reykjavík, sunnudaginn 1. apríi 1951.
73. blað.
Sáðkorn frá Sámsstöðum skammt-
að vegna mikillar eftirspurnar
Kornrækt á 50-60 stöðnm í ár, en vaníar
2 smál. af ntsæði til að fnllmrgja ósknm.
Margir bsendur virðast hafa hug á að reyna kornrækt á
sumri því, sem senn fer í hönd, qg strandar vilji manna í
þessu efni þó á útsæðisskorti, sagði Klemens Kristjánsson
á Sámsstöðpm við tíðindamann Tímans í gær. Iiátið hefir
veríð í té útsæðiSkorn frá Sámsstöðum í 32 hektara lands,
en þó orðið að viðhafa skömmtun.
Erindi um garða-
gróður - kvikmynd
um blaðgrænu
Náttúrufræðifélagið heldur
fund í fyrstu kennslustofu
háskólans annað kvöld, og
hefst hann klukkan hálfníu.
Er almenningi heimil fundar-
sókn.
Ingólfur Daviðsson magist-
er flytur erindi um gróður í
blómgörðum og trjágörðum,
og sýnd verður kvikmynd um
myndun og starf blaðgræn-
unnar. Verður mjög gagnlegt
fyrir þá, sem skrúðgarða eiga,
að sækja þennan fund og
fræðast um sitt af hverju,
sem að haldi má koma við
vorvinnuna i görðunum.
IHar horfur vegna
harðinda í N.-Þing.
Frá fréttaritara Tímans
á Kópaskeri.
Á Kópaskeri var í gær stór-
hríðarveður eins og víða um^
Norð-Austurland. Bætir sí-i
fellt á fannkynngið. Erfiðlega j
horfir nú víða í uppsveitum
Norður-Þingeyjarsýslu. Þó erj
enginn oröinn heylaus enn en j
standi harðindin vikum sam-
an enn, kemur að því. Keld-
hverfingar hafa pantað ofur-
lítið af heyi hjá Stéttarsam-
bandinu, en hætt er við því
að illa gangi að koma því til
þeirra. Bæði er mjög oft ill-
fært við uppskipun á Kópa-
skeri vegna brims og gersam-
lega ófært um vegi þaðan.
Verður að brjótast með hesta
og sleða þótt illfært sé hest-
um.
Uppi á Hólsfjöllum er á-
standið öllu betra. Þar hefir
aldrei bleytt i snj'ó í allan vet-
ur og nær því sums staðar til j
jarðar. Hefir fé oftast verið
beitt eitthvað og hestar hafa
náð til jarðar fram að þessu.
Vantar tvær smálestir
af útsæðiskorni.
— Það eru rúmlega sex
smálestir af útsæðiskorni,
sem ég hefi getað afgreitt
til bænda að þessu sinni,
sagði Klemens, hálf önnur
smálest af höfrum, en hitt
bygg. Samt vantar um tvær
smálestir korns til þess að
fullnægja pöntunurn. Auk
þess hefi ég auðvitað út-
sæðískorn til nota hér
heima, og verður sáð í tólf
hektara hér.
j
Bændur, sem hafa
sjálfir útsæðiskorn.
Þó eru til þeir bændur, sem
hafa útsæðiskorn handa sér, |
til dæmis kornbændurnir á;
Skeiðum, og sennilega ein-
hverjir fleiri. Hafa þeir orðið
talsverða reynslu í kornrækt-
inni og hefir lánazt hún vel,
svo að þeir eiga nú útsæðis-
hæft korn.
Kornrækt á 50—60 stöðum.
Mér telst svo til, að í sumar
muni verða reynd kornrækt á
50—60 stöðum á landinu,
einkum í Árnes- og Rangár-
vallasýslum og Eyjafjarðar-
og Suður-Þingeyjarsýslum.
En einnig verður hún reynd í
Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Borgarfjarðarsýslu, Mýra-
sýslu, Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu, Dalasýslu
og Skagafjarðarsýslu.
Margir þessara bænda
reyna nú kornrækt í fyrsta
sinn og byrja þá smátt, en
sýnilegur er vaxandi áhugi á
þessari nýju búgrein, þótt sá
áhugi geti að sinni ekki notið
sín sem skyldi sökum skorts á
útsæðiskorni.
Kaupfél. Fram kaupir
tvö frystihús og rekur
Fannfergl svo miklð I Noskanpstað nft örð-
ngt er að koma nanðsynjnm I faús.
Frá fréttaritara Tímans í Neskaupstað.
í gær var enn mikil snjókoma á Austfjörðum. I Norðfirði
er nú með fádæmum mikill snjór, svo að til stórkostlcgra
vandræða horfir. Eiga bæjarbúar við hina mestu örðugleika
að etja vegna þessa mikla fannfergis.
Franco einræðisherra á Spáni
tekur nú svo að segja dag
hvern á móti nýjum sendi-
herrum, sem koma til að af-
henda honum embættisbréf
sín. Hér sést fyrsti gesturinn
af því tagi, Staunton Criffis,
sendiherra Bandaríkjanna
afhcnda Franco embættisbréf
sitt.
Blaðamannafélag íslands.
Fundur haldinn að Hótel Borg
næstkomandi mánudag kl. 1.30
eftir hádegi. Á fundinum verður
Séra Jakob Jónsson
á kirkjufundi
í Osló
Séra Jakob Jónsson fór utan
síðastliðinn þriðjudag, og
mun hann sitja lcirkjufund,
sem háður er í Nooregi.
Fund þennan sækja full-
trúar þjóðkirknanna á Norð-
urlöndum og biskupskirkj -
unnar ensku, og er hann í
framhaldi af sams konar
kirkjufundi í Englandi 1947.
Voru fulltrúar íslands á þeim
fundi tveir — séra Sigurbjörn
Einarsson og séra Jakob Jóns-
son.
Séra Jakob er væntanlegur
heim aftur í þessari viku.
Loðna voiðist á
Ilúsavík.
Húsvíkingar hafa að undan
förnu veitt ofurlítið af loðnu
við fjörur þar skammt frá.
meðal annars rætt um reglugerð l Uefir loðnunni verið beitt, en
um fréttaritara erlendis, samkv. | afli báta þó verið heldur lítill
ákvörðun aðalfundar. I á hana.
Karlsefnf sclnr vel.
Karlsefni seldi afla sinn í
gær í Grímsby og náði ágætri
sölu, seldi 3777 kit fyrir 14.805
pund.
FSutt á sBeðum
frá Húsavík
Frá fréttaritara Tímans
i Húsavík.
Hér er enn sama snjóatíðin
og bætir sífellt á. Er snjór
orðinn feikilega mikill bæði
hér á Húsavík og frammi í
sveitum. Algerlega ófært er
bifreiðum um alla vegi sýsl-
unnar. Bændur úr Aðaldal,
Reykjadal og Kinn hafa að
undanförnu komið í kaupstað
með sleðahesta, en færð er
mjög ill fyrir hesta, svo að
ekki er flutt nema það allra
brýnasta.
Vatnajökull víöast
um 600 m. þykkur
Mesí þykkt niscltl í JNorðlingalægð 800 m.
Vatnajökulsleiðangur Jóns Eyþórssonar mældi þykkt
Vatnajökuis í síðastliðinni viku á mörgum stöðum á línu
sunnan frá Breiðamerkurjökli og norður á Brúarjökul.
Reyndist hann víðast urn 600 metra þykkur. Þykkastur er
hann í miðri Norðlingalægð — um 800 meti'a.
Ekki hsegt að koma
nauðsynjum um bæinn.
Er nú komið svo vegna sí-
felldrar snjókomu, að erfitt
er orðið að koma nauðsynjum
til húsa í Neskaupstað, svo
sem olíu og kolum til upphit-
unar.
Snjóýtan, sem bærinn á, er
í stöðugri notkun við að ryðja
jafnóðum akfæra braut um
aðalgötu bæjarins til að
halda atvinnulífinu gang-
andi.
Hefir orðið að taka þessa
ýtu alveg til þessara starfa,
og því ekki verið hægt að
nota hana til mjólkurflutn-
inga, eins og áður var gert.
Önnur ýta hefir hins vegar
tekið að sér mjólkurflutninga
úr sveitinni til kaupstaðarins,
og er mjólkin dregin á sleðum
aftan í ýtunni.
Kaupfélagið eykur
starfsemi sína.
Kaupfélagið Fram í Nes-
kaupstað eykur mjög starf-
semi slna um þessar mundir.
Hefir félagið keypt tvö frysti-
hús, sem voru eign þrotabús
íshúsfélags Norðfirðinga.
Festi félagið kaup á öðru
þeirra í haust, en hinu nú í
marzmánuöi. Notar félagið
frystihúsin, geymslur þeirra
og vinnustöðvar til vinnslu á
fiski og geymslu á fiskiafurð-
um og kjöti. Hófst vinna við
fiskverkun á vegum kaupfé-
lagsins í hinu nýkeypta húsi
í fyrradag.
Bæjartogarinn Egill rauði
kom af veiðum í fyrradag og
lagði á land um 70 smálestir
af saltfiski, 80 smálestir af
nýjum fiski og um 30 lestir af
úrgangsfiski til fiskilmjöls-
vinnslu.
Af Brúarjökli mun leiðang-
urinn halda til norðausturs,
en síðan vestur eftir miðjum
Vatnajökli.
Þykktarmælíngarnar.
Aðalviðfangsefnið er að
mæla þykkt jökulsins, og er
gert ráð fyrir, að það verði
gert á fimmtíu stöðum víðs
vegar um jökulinn, cf ástæð-
ur leyfa. Til þess er notaður
bergmálsmælir, er mælir tím-
ann, sem hljóð frá sprengingu
í yfirborði jökulsins er að ber-
ast niður í gegnum jökulinn
og upp aftur.
Aðrar mælingar.
Einnig mun leiðangurinn,
ef mögulegt reynist, fást við
snjómælingar í því skyni að
ákvarða árlegt úrkomumagn.
Jafnframt verður reynt að fá
hugmynd um aðrennslissvæði
skriðjökla og vatnsfalla, sem
eiga upptök sín í Vatnajökli.
Fundur í F.U.F.
í Reykjavík
Félag ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík heldur
almennan félagsfund í
Edduhúsinu næstkomandi
fimmtudag kl. 8,30.
Umræðuefui: Olíumálin.
Frummælandi Sigurður Jón
asson forstjóri.
Ailt Framsóknarfólk vel-
komið meðan húsrúm er.
V
Flekkaðar hendur”
sýndar í næst-
síðasta sinn
Leikurinn „Flekkaðar hend-
ur“ verður sýndur í næstsíð-
asta sinn í Þjóðleikhúsinu í
kvöld kl. 8,30. Aðsókn að leikn
um hefir verið ágæt, enda er
hér um gagnmerkt leikrit að
ræða og afburða góða með-
ferð á mörgum hlutverkum.
Nú er því ekki seinna vænna
fyrir menn að sjá þennaxx
eftirminnilega og bráðsnjalla
leik.