Tíminn - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.04.1951, Blaðsíða 5
73. blað. - fÍMINN. sunnudaginn 1. aptll 1951. 5. Sunnud. I. apríl Trúin á dýrtíðar- skrúfuna Kommúnistar virðast halda, að ennþá trúi almenningur á dýrtíðarskrúfuna. Þeir miða áróður sinn við það, að fólk- ið trúi því, að það séu raun- verulegar kjarabætur, ef dýr tíð og verðbólga er látin vaxa í landinu. Nú eru málavextir þeir, að verðlag fer hækkandi á heims markaði og miklu fremur ýmsar vörur, sem við flytjum inn, en útflutningsvörur frá íslandi almennt. Þetta þýðir minnkandi kaupgetu íslenzku þjóðarinnar við sömu fram- leiðslu. Þessum vanda er ekki hægt að mæta með viti á annan hátt en þann, að leggja kapp á aukna framleiðslu og vand- aða framleiðslu og viðhafa fulla árvekni við afurðasöluna Þetta eru einu ráðin til að auka kaupgetu þjóðarinnar í heild og hækka neyzlustig hennar. Úrræði kommúnista eru aft ur á móti kauphækkanir og verkföll. Um þýðingu verk- falla fyrir þjóðarhag þarf ekki að f jölyrða, en kauphækk anir almennt eins og nú standa sakir hljóta að draga atvinnu saman, minnka fram leiðsluna og gera þjóðarhag verri. Úrræði kommúnista miða því markvíst að skipulagðri fátækt, svo að notað sé mál- far þeirra eigin orðabóka. Það er vitanlegt og ætti að vera hverju barni ljóst, að almennar kauphækkanir gera alla þjónustu innanlands dýr ari, þar með talda verzlun og flutninga alla. Þegar op- inberir starfsmenn fá launa- hækkun, verður ríkið að hækka gjald fyrir þá þjón- ústu, er það lætur í té. Það er jafn augljóst og nokkur hlutur getur verið, að ein hvers staðar hlýtur ríkið að taka af þjóðinni það, sem það þarf til að standast launa- greiðslur til manna sinna. Um útgerðina er það víst, að meðan hún þarf opinbera hjálp til að komast af, hlýtur sú hjálp að verða því meiri, að öðru jöfnu, sem þyngri byrðar eru á hana lagðar. Og það vita kommúnistar líka eins vel og aðrir, að með almennum kauphækkunum eru menn að kalla yfir sig hækkað verðlag á landbúnað arafurðum jafn öruggt og nótt fylgir degi, því að ekki verður aukinn milliliðakostn- aður, sem leiðir af launahækk unum lagður á bændur, né þeir látnir bera skarðari hlut frá borði en aðrar sambæri- legar stéttir. Kommúnistar rökræða þetta aldrei. Þeir vilja ekki rökræður. Þeim duga upp- hrópanir. Kommúnistar hljóta nú loks að fá að reyna það, að menn eru hættir að trúa á verðbólguskrúfuna. Menn hljóta að vera búnir að fá meira en nóg af því, að dýr- tíðin sé aukin með alls kon- ar gælunöfnum eins og kjara bætur og launahækkahir. Nú vita menn, að það er allt ann ERLENT YFIRLIT: Ernest Bevin liann hefir unnið sér viðurkennins'ar sem einn merkasti utanrikisráðherra Breta Þegar Ernest Bevin varð ut- anríkisráðherra Breta fyrir tæp um sex árum síðan, gerðist at- hyglisverður atburður í utan- ríkisþjónustu Breta. í fyrsta skipti lenti þetta mikilvæga embætti þá í höndum manns, sem engrar sérstakrar menntun- ar hafði notið og hafði litla skólun hlotið í þeim umgengnis- venjum, er brezxa utanríkis- þjónustan hefir að ekki litlu leyti byggzt á. Bevin hafði þvert á móti féngið það orð á sig, að hann væri flestum mönnum ó- formlegri í framkomu og kæmi jafnan til dyranna, eins og hann væri klæddur. Af þessum ástæðum þótti ýmsum það vafa samt, að hann myndi gefast vel sem utanríkisráðherra. Reynsl- an hefir hins vegar orðið á aðra leið, því að kostir hans hafa bætt um hina óformlegu fram- göngu hans. Þegar hann lét af störfum sem utanríkisráðherra fyrir skömmu síðan, hlaut hann engu síður viðurkenningu og þakkir andstæðinga sinna og samherja. Fyrstu störf Bevins. Bevin átti sjötugsafmæli rétt áður en hann lét af ráðherra- störfunum. Foreldrar hans voru vinnuhjú á búgarði og missti hann þau á sama árinu. Hann var þá átta ára gamall. Hann byrjaði þá þegar að vinna fyrir sér sem vikadrengur á bónda- bæ, og vann að öllu leyti fyrir sér sjálfur eftir að hann var 10 ára. Bevin segir, að sér hafi fallið sveitavinnan vel, þótt vinnudagurinn væri langur og aðbúnaður allur i lélegasta lagi. Bevin var bráðþroska og strax mikill fyrir sér. Sérstakt atvik er sagt valda því, að hann yfir- gaf sveitina, þótt honum félli þar á margan hátt vel. Hann lagði hug á unga blómarós í nágrenninu, en hún tók annan fram yfir hann, enda þótti það óáiitlegur ráðahagur að binda sig blásnauðum vikadreng. Bevin lét sér þetta hins vegar það> hvernig Bevin sneri þar á ekki líka og barði duglega á; mótstöðumenn sína. Árið 1920 hinum sigursæla keppinaut, er! náðist t. d. samkomulag um, að fundum þeirra bar eitt sinn verkamenn skyldu fá dýrtíðar- saman. fiann þóttist vita, að uppbót, en hins vegar var deilt þetta gæti orðið honum dýrt. Um, hve mikil hún ætti að vera. spaug, axlaði því poka sinn og Atvinnurekendur fengu þá einn hélt til Bristol. Þar dvaldi hann. frægasta hagfræðing Bretlands, næstu árin. | Arthur Bowley, til að reikna út, Fyrsta starf Bevins í Bristol ’ hvað teljast mætti hæfilegt til var að vera ökumaður hjá öl- J að framfleyta fimm manna fjöl verksmiðju einni. Hann rækti: skyidu, ef hagsýni væri gætt. kjörum flutningaverkamanna og rann honum oft til rifja, hve illa þeir voru leiknir af atvinnurekendum. Þetta varð til þess, að hann seldi bifreiðastöð sína 1910 og gerðist erindreki og starfsmaður hjá félagi haf .i arverkamanna í Bristol. Segja má, að þá hafi orðið þáttaskil í sögu brezku verkalýðshreyfing arinnar. Bevin vann ekki að- eins að því að efla félagið í Bristol, heidur tók að sér að sameina öll félög hafnarverka- manna og flutningaverkamanna i allsherjarbandalag. Þetta tókst honum loks árið 1920. Þá stofn uðu um 40 slík félög Transport and General Workers Union, sem brátt varð öflugasta verka- lýðssamband Bretlands og er það enn í dag. Bevin var óum- deildur leiðtogi þess þangað til hann varð ráðherra 1945 og þar með raunar áhrifamesti leið- togi brezku verkalýðssamtak- anna. Árangurinn af starfi hans má m. a. marka af því, að hafn arverkamenn í Bretlandi eru tiltölulega betur launaðir en dæmi er um annarsstaðar. Þeir eru t. d. betur launaðir en múr- arar og rafvirkjar. . t I -VT-- * Áhrifamikill samningamaður. Bevin varð fljótt orðlagður sem óvenjulega þróttmikill og áhrifaríkur verkalýðsleiðtogi. Hann átti það til að koma and- stæðingum sínum á óvart og þeir höfðu því meiri beig af honum en nokkrum öðrúm leið toga verkamanna. Þvi fór þó fjarri, að Bevin væri nokkuð byltingasinnaður. Hann lýsti sig jafnan andvígan því að þurfa að beita verkföllum og kvaðst aldrei vilja grípa til þeirra fyrr en í seinustu lög. Hann lagði megináherzlu á samningaleiðina, enda var hann flestum snjallari við samninga- borðið. Hið hressilega hispurs- leysi hans og hreinskilni afvopn aði andstæðingana. Margar skemmtilegar sögur eru til um fékk mest af kröfum sínum fram. Það féll í hlut Bevins að stjórna allsherjarverkfallinu 1926, þótt hann væri því andvíg ur í fyrstu. Þá bar fundum þeirra Churchill fyrst saman, en Churchill stjórnaði liði andstæð inganna. Bevin tapaði, enda var sá leikur tapaður fyrirfram Hins vegar fengu þeir Bevin og Churchill þá mikið álit hvor á öðrum og hefir jafnan verið vinátta milli þeirra síðan. Bevin gaf sig lítið að stjórn- málum á þessum árum og sýndi takmarkaðan áhuga fyrir social- isma og þjóðnýtingu. Fyrir mér vakir að tryggja efnalegt og fé- lagslegt öryggi verkamanna, er haft eftir houm, og ég læt mig meira skipta markmiðið en að- ferðirnar. Ráðherrastörf Bevins. Þegar Churchill myndaði stríðsstjórn sína vorið 1940, sneri hann sér strax til Bevins og fól honum að vera verka- málaráðherra. Það embætti þótti þá eiflna vandasamast allra. ráðherraembættanna. Því fylgdi m. a. sá vandi, að ráð- stafa vinnuaflinu milli atvinnu greinanna. Bevin mátti heita einvalda yfir verkalýð landsins. Hann gat flutt menn milli lands hluta og atvinnugreina eftir vild. Starf þetta tókst honum sVo vel, að allir luku á það lofs- orði. Mátti sín þar mikils, að verkamenn báru meira trausts til hans en nokkurs annars. Þetta starf krafðist mikillar vinnu af Bevin og hann var því orðinn langþreyttur, er hann (Framhald á 6. síðu.) Raddir nábúarina AlþýðublaðiS ræðir í gær um þá tilkynningu Pekings- útvarpsins, að „friðarhreyfing 30. marz Þjóðviljinn heldur mjög upp á 30. marz og reynir að gera Einar Olgeirsson og Kat- rínu Thoroddsen að þjóðhetj- um og líkja þeim við Jón Sig- urðsson! Atburðirnir við alþingishús ið 30. marz 1949 voru leiðin- legar óspektir, sem engir hafa ástæðu til að vera stoltir af eða ánægðir yfir. Kommún- istar munu aldrei afla sér upphefðar með því, að vilja útkljá mál með skítkasti, rúðu broti og grýtingum. Fyrir kom múnista er því vissulega lítil ástæða til að vera að halda upp á daginn sem þjóðhátíð, löngu eftir að æsing og tryll- ingur augnabliksins er runn- in af görpunum. Sízt af öllu er þó ástæða til þess fyrir kommúnista að halda upp á daginn, þegar lit- ið er á tilefni æsinganna. Það er vitanlegt, að kommúnist- um gekk það eitt til að vera á móti þátttöku íslands í At- lantshafsbandalaginu, að þeir töldu bandalaginu stefnt gegn yfirgangi Rússa og heims- valdastefnu. Mönnunum, sem kölluðu það níðingsskap að vera hlutlaus í styrjöld fá- einum misserum áður, tekst ekki að telja neinum trú um það, að þeir heimti hlutleysi vegna hlutleysisins. Öll þjóð- in veit hvað ræður stefnu kommúnista í utanríkismál- um, þó að ef til vill megi finna örfáar sálir, sem halda í ein- feldni sinni og hrekkleysi, að þeir mæli af alvöru. Kommúnistum mun veitast erfitt, að finna dæmi þess, að Jón Sigurosson hafi kallað það landráð einn daginn, sem hann kallaði landvörn hinn, eins og Einar Olgeirsson. Ó- sköp er það annars mikil ó- nærgætni við Einar að fara að bera þessa tvo menn sam- an, þjóðhetjuna, sem fylgdi sannfæringu sinni og stóð fast við þjóðlegan málstað, og Rússadindilinn, sem lætur útlenda menn hafa sig til að kalla sömu störf og sömu stefnu sitt á hvað, landráð eða landvarnir, höfuðdyggð eða heljar glæp. Annars vegar er maður, sem af mestri karl- mennsku og hyggindum hefir barizt gegn erlendu valdi, og hins vegar maður, sem þjón- ar erlendu valdi af lítilmann störf sín vel og var sparsamurj þeir iö’gðu þessa útreikninga fyr Kínverja“ hefði hafnað tillög legustu undirgefni. i bezta lagi. Bráðlega eignaðist ir gevin og þóttust nú standa hann því hesta og vagn og gerð ^ vel að vlgl Bevin tók þeim líka | ist sjálfstæður ökumaður. Þeg- ’ vel og i0faði að athuga skýrslu sögunnar, hagfræðingsins. Rétt á eftir ar bílarnir komu til náði hann sér fljótlega í bíl og gerðist bifreiðastjóri að atvinnu. Honum heppnaðist þetta vel og leið ekki á löngu þangað til að hann rak bifreiðastöð og hafði allmarga menn í þjónustu sinni. Forustumaður verkamanna. Bevin gerði sér strax far um það á þessum árum að kynnast högum verkamanna. Einkum átti hann þess kost að kynnast bauð hann samnmgamönnum atvinnurekenda til hádegisverð ar, en þeim þótti maturinn held ur fátseklegur, og kom það á óvart, þar sem Bevin var talinn góður veitandi. Eftir borðhaldið tilkynnti Bevin þeim, að þeir hefðu neytt miðdegisverðar, sem hinn vísi hagfræðingur ætlaði verkamönnum. Eftir þetta minntust atvinnurekendur lítið á álit hagfræðingsins, en Bevin að, sem raunverulegar hags- bætur og þjóðfélagslegt rétt- læti byggist á. Það er satt, að margt þarf að gera til að leiðrétta þjóð- félagsmálin. Tekjuskiptingin er ekki réttlát og það er margt óheilbrigt og sjúkt 1 þjóðfélaginu. En leiðin til að laga það, er ekki almenn kaup hækkun. Þjóðfélagið er ekki orðið 10 sinnum réttlátara eða hagur almennings 10 sinn um betri, þó að almennt kaup gjald sé 10 sinnum hærra en það var fyrir nokkrum árum. Það er ógæfa þjóðarinnar, að i stað þess að leggja stund á trausta félagslega uppbygg ingu með almenna hagsmuni og réttlæti fyrir augum, hef- ir hún látið pólitíska loddara blekkja sig til að trúa á skrúfu verðbólgunnar. Sú tíð hlýtur nú að vera liðin. Þvi er nú svo komið, að kommúnistarnir, sem vinna skipulega að því að gera þjóð ina fátækari og boða trúna á verðbólguna,svo að það megi takast, munu fisnna andúð almennings gegn þeim boð- skap, sem þeir hafa að flytja. Upphrópanir þeirra verða hið aumasta nágól, sem fáir taka mark á. um Mac Arthurs um vopna- hlé í Kóreu. Alþýðublaðið j segir: ,Kommúnistar hafa sem sé ekkert við það að athuga, þó að Rússar og leppríki þeirra hefji styrjaldir og sýni öðrum ríkjum yfirgang og ofbeldi. Þeir dáðust að árás Rússa á Finna forðum daga. Þeir áttu heldur ekki orð til að lýsa hrifn ingu sinni, þegar rauði herinn kom til liðs við herskara Hitl- ers og rak rýtinginn í bak Pól- verjum, meðan þeir börðust upp á líf og dauða við nazista. Kommúnistar hafa vegsamað valdarán samherja sinna, upp- reisnir þeirra og blóðsúthell- ingar. Það er þvi í fyllsta sam- ræmi við fyrri afstöðu þeirra, að þeir kunnu sér ekki læti af hrifningu yfir árás kommún- istahersins í Norður-Kóreu á Suður-Kóreu í fyrrasumar, enda ætlaði fagnaðarlátunum á „friðarþingi" þeirra aldrei að linna, þegar því bárust fregnir af sókn árásarhersins í Kóreu. Slík er einlægni „frið- arvinanna", mannanna, sem undirritað hafa Stokkhólms- ávarpið"! Og nú seinast hefir „friðar- hreyfing Kinverja“ sýnt „frið arást“ kommúnista í verki, svo að eigi verður um villzt. Það vita það allir íslend- ingar, að þessar persónur, sem Þjóðviljinn er svo ógætinn að bera saman við Jón Sigurðs- son, kölluðu allt það, sem ís- lendingar gerðu Bretum til lið sinnis, er þeir börðust einir gegn nazismanum, landráð, enda þótt Bretar greiddu það fullu verði. Það var fyrst eft- ir að nazistaherinn hafði ráð- izt inn i Rússland, sem þau Einar og Katrin kölluðu það landvörn íslands að halða þeim ,,landráðum“ áfram. Einar Olgeirsson verður alltaf eins og hver annar rússneskur sprellikarl. Það er sú eina sanna mynd, sem af honum geymist í stjórnmála- sögunni, þegar kemur að ut- anríkismálum. Þar baðar hann öllum öngum eftir því, hvernig og hvenær kippt er í bandið frá Moskvu. Og Katrín Thoroddsen er á sama hátt pólitísk spunakerling eða skopparakringla, sem herrarn ir í austri leika sér að. Þessar persónur hafa verið og eru pólitísk leikföng og útlendra manna. Þeim er það sjálfum verst að vera borin saman við Jón Sigurðsson Ö.+Z.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.