Tíminn - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN. sunnudaginn 1. apríl 1951. 73. blað. Það hlant að verða þu Sérlega skemmtileg og bráð- fyndin mynd með: Ginger Rogers, Corner Wilde. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ ttlaginn Afarspennandi og viðburða- rík amerísk kúrekamynd. Aðalhlutverk: Rod Cameron. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. NÝJA BIO Hættur stórborg- arlnnar (Naked City) Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Smámyndasafn: Músík, söngva og teiknimyndir. Chaplin í hnefaleik. Vetrar- íþróttir o. fl. Sýnd kl. 3. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Mýs og nionn Spennandi og sérkennileg amerísk stórmynd byggð á hinni þektu sögu eftir John Steinbeck, sem komið hefir út í ísl. þýðingu og enn frem ur verið leikin í útvarpinu. — Danskur texti. Burgess Meredith, Betty Field, Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bergur Jónsson ■álaflutningsakrifst«fa Laugaveg 65. Siml 5833. Helma: vitaatlg 14. O'nuAnjsLgSo&MAMiA Mu &GJtaAJ 0Ccu/elaj$uT % Rafmagnsofnar, nýkomnir 1000 wött. Sendum í póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Sími 5184. Austurbæjarbíó Orrustan nm Iwo Jima Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Gimsteinarnir Marx-bræður. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍO Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf Einstæð og afar merkileg mynd um ferðalag á fleka yfir Kyrrahafið 8000 km. leið. — Myndin var tekin í ferð- inni, sýnir því ingöngu raun verulega atburði. — Myndin hefir fengið fjölda verðlauna m. a. bæði í Englandi og ítalíu, sem bezta mynd sinn ar tegundar. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. GAMLA BÍÓ Hawaii-nætnr (On an Island with you) Ný amerísk dans- og söngva- mynd í eðlilegum litum. Esther Williams, Peter Lawford, Cyd Charisse, Xavier Cugat og hljómsveit. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Svarti galdur (Black Magic). Spennandi og ævintýrarík ný amerísk stórmynd eftir sögu Alexanders Dumas um Cag- liostro. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gög og Cíokke Syrpa með hinum bráð- skemmtilegu skopleikurum. Sýnd kl. 3. ELDURINN gerir ekkl boð á undan aér. Þelr, sem eru hyggnJr, tryggja strax hjá SamvinnutrysglnKuni Aakriftarsfmft TiMinrnr Gerlzt áikrifeaiar. Trúarvakningar . . . (Framhald af 3. síðu.) lypda“ og talar mest um góð- verk sín og sinna, eins og ríki maöurinn, sem forðum fór upp í musterið til að segja guði frá góðverkunum, — þolir illa bersögli dr. Gra- hams um syndir manna. — Efnishyggjumenn verða stór- reiðir, þegar einhver kunnur maður úr þeirra hópi fer að segja frá afturhvarfi sínu, eða syngur vakningasöngva 1 útvarp í stað gamanvísna, — eins og kom fyrir í Los Angel- os, — þótt staðan væri í veði. Eitt blaðið sagði í sumar sem leið: „Það er skrítið, að Truman forseti veitir þess- um vakningaprédikara hálf- tíma áheyrn, þegar erlendir sendiherrar fá oft ekki nema 15 mín. hjá honum, — og meira að segja veita honum leyfi til að flytja bæn á eft- ir.“ Það var auðheyrt, að rit- stjóranum þótti óþarfi að biðja fyrir Bandaríkjunum í forsetasalnum! Nokkrir blaðamenn skor- uðu á dr. Graham til útvarps samtals, sem siðan fór um öll Bandaríkin. Það var í haust sem leið. Reyndu þeir á ýmsan hátt að veiða hann í orðum, en svör hans sýna, að hann kann að koma fyrir sig orði víðar en í vinahóp. Með- al annars var hann minntur á, að einn fréttaritarinn, sem sendur var til að hlusta á hann, hefði skrifað að „þessi miklu áhrif“ væru eintómar tilfinningaæsingar og öfgar einar. Dr. Graham svaraði því svo: „Senda blöðin klæðskera til að skrifa um kappleiki eða sjómann á landbúnaðarsýn- ingu? — Og hver skyldi taka mark á þeirra dómum um mál efni, sem þeir botna ekkert í.“ Sigurbjörn Á. Gíslason. Cjlna JC auó: Erlent yfirlit (Framhald af 3. síðu.) tók við utanríkisráðherraem- bættinu 1945. Það starf var þó engu síður erfitt og erilsamt. Segja má líka, að það hafi riðið heilsu Bevins að fullu, svo að hann hefir litt getað sinnt vinnu í seinni tíð. Bevin hefir eins og áður segir, unnið sér mikla viðurkenningu sem utanríkisráðherra. Atiants hafsbandalagið er meira verk hans en nokkurs manns annars. Hann er og talinn upphafsmað ur Marshallhjálpunarinnar. Stefna Bevins var 'sú, að reyr/ yrði til hins ítrasta að ná samn ingum við Rússa. Eftir að þær vonir brugðust, lagði hann öðr um fremur áherzlu á, að lýð- ræðisríkin treystu varnir sínar. Það má fáum þakka það meira en honum, að lýðræðisþjóðirn ar hafa ekki sýnt jafn mikið andvaraleysi nú og fyrir sein- ustu heimsstyrjöld. Með því starfi sínu hefir Bevin gert það, sem í hans valdi stóð, til að bjarga friðnum og því mun hans jafnan minnzt sem eins hins merkasta manns, sem gegnt hefir því ábyrgðarmikla starfi að vera utanríkisráðherra Breta veldis. í ;+; ÞJÓDLEIKHÚSID Sunnudag kl. 14.00. Snædrottningin Sunnudag kl. 20 Flekkaðar hendnr Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum. Sími 80000. SKIPS- = LÆKNIRINN 65 — Og fyrr vona ég, að hún deyi ekki frá okkur, sagði Marta. , , .. Frá okkur — innileg samkennd fyllti huga Tómasar eftir allan þann einmanaleik, sem hann hafði átt við að stríða. Hann tók utan um báðar hendur Mörtu hinar traustu • • • • - t * ' og öruggu hendur hjúkrunarkonunnar, sem ávallt voru reiðubúnar og aldrei fataðist neitt, er hann stóð við skurð- arborðið. Aðdáunin i augnaráði hennar leyndi sér ekki, og hann teygaði þessa aðdáun eins og svaladrykk. Hér fann hann það, sem hann hafði aldrei áður fundið hjá konum. Hversu miklu gæti hann ekki áorkað, ef hann nyti samstarfs konu, sem legði fram alla krafta sína? Þannig áttu hjóna- bönd að vera, og í fyrsta skipti varð honum ljóst, að hjóna- band hans hafði frá upphafi verið byggt á misskilningi. Hann fór sér hægt upp stigann í áttina að samkvæmis- salnum. Klukkan var að ganga þrjú, og hann vissi, að dans- leiknum hlaut að vera lokið. Sybil var aftur horfin honulh. Og það var ekki heldur vegna hennar, að hann opnaði dyrn- ar og leit inn í salinn. Hann stóð lengi í dyrunum og andaði að sér tóbaksmeng- uðu loftinu, sem blés honum á ný í brjóst því þunglyndi, sem hafði verið hlutskipti hans hina síðustu daga. Hann vissi ekki, hvers vegna hann gerði það. ■ - - ♦ * v c-r '*• Morguninn eftir, á milli klukkan sjö og háíf-átta, barði herbergisþjónn Stefanssons að dyrum lækningastofunnar eins og hann var vanur. Systir Marta opnaði og ték við lítilli öskju, sem þjónninn var með. — Ég skal flýta mér með greininguna, sagði hún við Tóm- as. Svo getum við farið til frú Weber. |’ Hann settist á leðurfóðraðan bekkinn og horfði annars • hugar á hana handleika mælitæki og tilraunaglös. Hann hafði verið að berjast við að rifja upp eitthvað, sem honum hafði flogið í hug skömmu áður en hann sofn- aði. En hann gat það með engu móti. Enn var hann að glíma við þessa gátu, þótt hann horfði á hinar æfðu hend- ur Mörtú. — Þetta var undarlegt! hrópaði hún allt í einu. Sykurinn í sýnishornum Stefanssons hefir alltaf verið frá einum og hálfum af hundraði og upp í einn og tvo þriðju. En í dag 1 er hann hér um bil þrír af hundraði. — Það er ómögulegt! Tómas spratt á fætur, og gerði sjálfur nýja athugun. Hann endurtók hana einu sinni, tvisvar. Niðurstaðan var allt af hin sama: tveir og níu tíundu. — Ég verð að fara til hans undir eins, sagði Tómas. Biðj- ið Krieglacher að biða hjá frú Weber, þar til ég kem. Það verður innan lítillar stundar. Þegar hann gekk út úr dyrunum fannst honum eins og hann hefði gleymt einhverju. Var það ekki eitthvað, sem hann ætlaði að segja Mörtu? Hann leít um öxl. Hún stóð álút yfir smásjánni og veitti honum ekki athygli. Hún var róleg eins og venjulega og andlit hennar órætt. Hann varð fyrir dálitlum vonbrigðum og hraðaði sér brott, án þess að yrða á hana. Stefansson var ekki í íbúð sinni. — Hann var kominn á fætur klukkan sjö, sagði ungfrú Fielding. Hún var rauðeygð og örvæntingarfull á svipinn. — Var Stefansson venju fremur krankur í morgun? spurði iæknirinn. — Ég hefi aldrei séð hann eins og í morgun, læknir, sagði ungfrú Fielding. Og ég hefi þekkt hann í fimmtán ár. Hann hefir aldrei gleymt að spyrja, hvernig mér hafi sofnazt. En í morgun.... Og hann, sem ekki má komast í æsingu. Hann er ekki heilbrigður. Getið þér ekki hjálpað honum? Tómas sagði, að sér væri ókunnugt um, hvers vegna Ste- fansson var venju fremur æstur þerman morgun og öðru vísi en hann átti að sér. — Farið til hennar! hrópaði ungfrú Fielding. Farið til þessarar hræðilegu konu. Stefansson hefir borið hana á höndum sér. Hún ætti að minnsta kosti að vera honum þakklát.... hún ætti að sjá aumur á honum, éf hún getur ekki meira.... Tómas starði forviða á hana. — Eruð þér að tala um barónessuna? spurði hann svo. — Já — einmitt hana. Ég sat hér við vinnu mína í gær- kvöldi, þegar grímudansleikurinn var, og ég heyrði, að Ste- fansson kom inn um miðnættið. Hann gekk um gólf, og ég heyrði, að hann var að bíða eftir einhverjum. Ég var hér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.