Tíminn - 03.04.1951, Page 5

Tíminn - 03.04.1951, Page 5
74. blaff. TÍíVHNN, þriðjudaginn 3. apríl 1951. 5. SPtntntit 3. apríl HarðiiuJin Harðindin norðaustanl. eru nú víða helzta umræðuefni, þar sem menn hittast, enda eru þau bæði alvarleg og ó- venjuleg. Svo má heita, að meira en árlangt hafi verið stöðug norðan- og norðaust- anátt, en þeirri átt fylgir vit- anlega kuldi og úrkoma á Norðausturlandi. Af þessum sökum hafa sið- ustu mlssiri verið óvenjulega erfið. Sumarið í fyrra \ar rigningasumar hið versta, sem menn muna þar urq slóð- ir. Og veturinn hefir. verið snjóþungur með afbrigðum og er nú svo korriið, að vafaramt fná telja, hvort elztu menn muna annað- eins fannfergi. Þessu fylgir það, að vegna spilliblota af og til, hefir fannkyngin hiaupið í gadd, svo að það er klakahella, sem hylur sveitirnar. Þegar lengra er litið, má minnast þess, að vorið 1949 var eitt hið kaldasta og harð- asta, sem sögur fara af og gengu þá upp hey manna og mun þess langt að minnast, að jafn Htlar heyfyrningar hafi orðið á landinu í heild. Veturinn 1949—50 var óvenju- lega gjafafrekur sums staðar austan lands vegna áfreða, svo að fyrningar söfnuðust ekki þá. Og síðan hafa hald- izt þau ósköp í veðurfari, sem fyrr voru nefnd. Stéttarsambánd bænda hef- ir reynt að hjálpa i þeim vandræðum, sem nú vofa yf- ir. Það hefir útvegað hey, sem flutt hefir verið austur og er enn að kaupá hey og senda eða búa til sendingar. Hins vegar eru verulegir örðugleik- ar á öllum flutningum aust- urfrá, sakir óveðra og ófærð- ar. Nú má heita, að síðustu vikurnar hafi verið svo mögn- uð ótið, að ekki hafi verið sæmilegt ferðaveður nema dag og dag og hljóta siík ó- sköp vitanlega aö torvelda alla hjálparstarfsemi. Og enginn veit, hvað slíkt tíðar- far á eftir að halc'ast. Það er hætt við því, að þeir, sem álengdar standa, geri sér ekki svo ljóst sem skyldi, hvílíka raun bændur norð- austan lands eru komnir í og hve geigvænlegar horfur eru þar. Hér skal ekki fjölyrða um þá manndómsraun, sem þejtta fólk heyir. Hitt’ætti öllum að vera ljóst, að hér þarf að gera allt, sem unnt er, til þess að afstýra voða og enn meira tjóni. Um það ætti að ríkja einhugur, að láta einskis ó- freistað til þess, að bústofn bænda megi ganga vel fram, og skila arði fyrir allt það, sem til hans hefjr verið kost- að ög fýrir honum haft þetta síðasta ár. " Á þessu stigi verður ekki rætt um einstök atriði, sem hugsanlegt væri að reyna eða grípa til, svo að bægja megi frá þeirri vá, sem nú er fyrir dyrum. Stéttarsamband bænda mun að sjálfsögðu rannsaka og meta allt, sem hugsast getur í því sambandi. En bak við þá athugun og forustu steridur væntanlega einhugur þjóðarinnar allrar að mæta þeim erfiðleikum, sem leiða aí þessu fádæma eða ódæma tíðarfari, svo að skakkaíöll vcrði scm minnsí. ERLENT YEIRLIT: Viðhorf Norðurlandabúa Kafii úr ra*ðu ofíir Valdimar Bjiöriisson, fjármáiaráðherra Miiinosota-ríkis Valdimar Björnsson fjármála ráðherra Minnesota flutti ný- lega erindi á Frónsþingi í Winni peg, þar sem hann sagði m. a. frá ferðalagi sínu til Norður- landa á síðastl. sumri og við- horfi manna þar til alþjóða- mála. Þar sem frásögn Valdi- mars er glögg og ýkjulaus, eins og af honum mátti vænta, þyk ir Tímanum rétt að birta hana, aðeins örlítið stytta. Hún sýn- ir ljóslega, hvernig viðherf Norðurlandaþjóðanna kemur glöggum aðkomumanni fyrir sjónir. Hefst .svo þessi frásögn Valdi- mars, en rétt er að geta þess, að hún er aðeins kafli úr ræðu hans, sem að öðru leyti fjall- ar einkum um dvöl hans á ís- landi og kemur þar fram mikil vinátta til íslenzku þjóðarinn- ar og góður skilningur á mál- I um hennar: — Norðurlöndin standa „mitt á milli“ ekki aðeins frá lar.d- fræðilegu sjónarmiði, heldur líka í stjornmálaskoðunum um leið. Skandinavar hafa hrint frá sér pólitískum öfgum, bæði hægra og vinstra megin. Ein- ræði er þeim ógeðfellt, hvort sem það’ kemur fram í gerfi Hitlerisma eða kommúnisma. Dæmin um andúð þeirra gagn- vart svarta nazismanum eru enn í giöggu minni. Þeir eru eins vel á verði gegn rauðu teg- undinni líka. J Viðhorf Fínna. Fylgi kóromúnista hefir farið stöðugt hnignandi í hverju landi þar' sem frjálsar kosning- ar tíðkast enn. Ekki hafa Norð- urlöndin verið undantekning. Heimsóknin til Norðurlanda í fyrra var ekki fyrsta ferð min þangað. -En Finnland sá ég samt í fyrsta sinn. Og það var sérstaklega hrífandi fyrir' Am- eríkana að kynnast betur þjóð- inni, sem þar býr. 1 Bandaríkj- ' unum höfum við dáð Finnlend- inga mest á þeirri einföldu á- stæðu að þeir hafa reynzt á- byggilegir — þeir borguðu alltaf skuldir sinar frá fyrri striðsár- um. Nú bætast þýðingarmeiri ástæður yjð. Enginn okkar hér vestra —' enginn, sem býr í lýðfrjálsu landi — getur annað en dáð finnsku þjóðina fyrir hug rekki og djörfung, sem þar mæta þefrri ögrun og þeim á- troðningi, sem Rússar hafa í frammi. Bjarndýrið — tákn Rússlands — hefir Finnland í fangi sér. Það gæti kreppt fram löppunu/ri saman og eyðilagt landið á Svipstundu. En Finnar halda hrklaust áfram, fylgja lýð ræðishugsjónum í orði og verki, spyrna mót áhrifum kommún- ista innanlnnds og utan og vekja aðdáun hjá öllum, sem unna frelsi og frómleik. 1 Sovétvéídið tók Karelíu eign- arnámi 't friðarsamningnum, sem þeir neyddu Finna til að 1 ganga irin á. Fjögur hundruð þúsundir Finna voru gerðir ræk ir úr heimilum, þar sem þeir höfðu búið mann fram af manni, öid eftir öld. Búum var skipt niður. Einhvern veginn , var fjöldarium komið fyrir. Efn ! aðir bændur voru sviptir al- , i eigum á svipstundu. En finnska fólkið hefir auðsýnt hetjudáð oftar en einu sinni. — Það stóð sig og stendur sig enn. Rúss- ar hlóðu ógnar skaðabótakröf- um á Finnland. Þeim kröfum hefir verið fullnægt ekki að- eins á tilteknum tíma, heldur á undan áætlun. Finnar ljúka þeim gjöldum núna á næsta ári.' Þrátt fyrir það, að friðarsamn- ingurinn leyfir Rússum að láta herlið á finnska grund hvenær sem þeim dytti í hug, hefir ekki tekist að kæfa frelsisþrá eða sjálfstæðiskennd Finna. Og hvorki hafa hótanir Rússa né, áróðurstilraunir fimmtu her- deildarinnar heima fyrir náð tilganginum með því að auka fylgi kommúnistaflokksins. Sá flokkur tapaði 11 sætum í síð- ustu kosningum. Afstaða Norðmanna. Það var í Noregi, sem maður varð var við sterkasta andúð gegn kommúnistum, mesta þrautseigju í þeirri inótspyrnu, sem hinn frjálsi heimur sýnir yfirgangsstefnu Rússa. Mér fannst ég sjá glöggt dæmi um orsakir þessarar festu þegar ég heimsótti landbúnaðarráðherra Noregs í fyrra, hann Kristian Fjeld. Skrifstofa hans eru í Victoria Terrace. Og enginn, sem fylgdist með atvikum í Nor egi, þegar Nazistar hertóku landið, gleymir því hlutverki, scm bundið var við þá voldugu byggingu á þeim árum. Leyni- lögregla Nazista — hið illræmda Gestapo — hafði þar aðsetur. Byggingin er stjórnarráðsbygg- ing. Ég hitti þennan ráðherra þar í herbergi, sem var ekki nema nokkur skref frá saln- um, þar sem hann hafði sjálf- ur verið tekinn fangi af Naz- istum í stríðinu. Hann var bæj- arstjóri i Stange í Hedemark- fylki þá. í þessari byggingu, þar sem hann situr nú í ráðherra- stóli, var hann geymdur sem fangi í tvo mánuði. Það var í þessari byggingu, þar sem þjóð ræknir Norðmenn voru píndir, af Nazistaglæpamönnum; þar fóru fram réttarhöld í skrípa- mynd, þar voru Norðmenn í fanghaldi þangað til einræðis- herrunum þóknaðist að flytja þá,í stærri fangelsi. Þaðan var Fjeld fluttur í fangelsisvist, er varði í þrjú ár, áður en uppgjöf Nazista veitti honum og öðr- um frelsi. Ef nokkrir nú á dögum eru með bollaleggingar um það hvers vegna Norðmenn hika ekki vitund með það að taka afstöðu um hervernd og aðrar ráðstafanir til varðveizlu ör- yggis og sjálfstæðis, þá finnst mér ástæðan augljós í einu at- viki. Með aðeins einni undan- tekningu hefir hver einasti ráð herra, sem nú á sæti í stjórn Noregs, verið fangi Nazista í síðasta stríði. Þessir menn — og öll þjóð þeirra — vita hvað einræði þýðir. Þeir þekkja það í hvaða gerfi sem er. Þeir hafa lært í dýrum skóla — skóla reynslunnar — að „hlutleysi“ sé aðeins orð, .sem fletta má upp á í orðabókinni. Þeir vita að þjóðir, sem eru í hættu Valdimar Björnsson stadoar, verða ao standa saman ef þær eiga ekki að falla ein og ein í senn. Þess vegna voru Norðmenn óhikandi, þegar Norður-Atlantshafssáttmálinn bauðst. Þess vegna minnist Eisenhower hershöfðingi sér- staklega á frelsisást og fórn- fýsi Norðmanna, þegar hann kom fyrst vestur eftir heimsókn sína til allra aðila sáttmálans. Viðhorf Dana. Hernám Nazista olli aldrei þeim erfiðleikum hjá Dönum er urðu í Noregi. En Danir þekkja hernám af hálfu ein- ræðisþjóða. Þeir fengu sína reynslu stríðsárin, þegar Naz- istar klófestu þá. Þeir fengu smávegis reynslu af rússnesku hernámi líka, eftir stríðslok, á meðan herlið Sovétveldis sat á Borgundarhólmi. Danir hugsa um vernd núna, eins og Norð- menn. Þeir lita atburði þessara nýju og verri tima raunsæis- augum. Ég geri ráð fyrir að engum í heiminum mundi takast að rökstyðja þá hugmynd, að Norð- urlandabúar séu ófriðarsinnar. Það tímabil í sögu þeirra er fyrir löngu liðið undir lok. Um áratugi hafa þeir kappkostað að (Framhald á 7. síðu.) Það fólk, sem nú heyir lífs- baráttu sína við hin erfiðustu skilyrði á harðindasvæðinu norðaustanlands, er sannar- lega statt þar, sem bardaginn er harðastur. Enginn mælir eða metur það erfiði og á- reynslu, sem á það er lögð. Sannarlega er hlutskipti þess nógu erfitt, þó að samúð þjóð- arinnar allrar sé með því og öll landsins börn kunni að líta á aðstöðu þess með skilningi. Samúð og ckiíningur er að visu engin hjálp í sjálfu sér, en það er þó mikill styrkur til að valda örlögum sínum, jafnt í þessum erfiðleikum, sem öðrum þrekraunum. Allir vona, að brátt verði hlé á hinni þrálátu norðan- og ‘norðaustanátt, svo að bregði til bata með vori. En jafnframt þvi ætlast þjóðin til þess, að einskis verði ófreist- að, sem að gagni má verða, til að verjast hinum óvenju- legu harðindum. Raddir nábúanna í Reykjavíkurbréfi Mbl. á sunnudaginn er nokkuð sagt frá bók Douglas Hyde, sem var ritstjóri við aðalblað enskra kommúnista, en hefir nú yf- irgefið þá. Mbl. segir m. a.: „Greinargerð hafði borizt flokksstjórn kommúnista, hvernig myndi fara fyrir Bret um, ef þeir afþökkuðu Mars- hall-aðstoðina. M. a. sagt ao þeir yrðu að gera sér það ljóst, ,að atvinnuleysingjar í Eng- landi myndu með því móti fljótlega verða þrjár milljón- ir að tölu. Hann kvaðst hafa spurt einn flokksbróður sinn, hvort hann héldi að þessi tala væri rétt, að atvinnuleysingjahópurinn myndi verða svona stór, ef Bretar neituðu Marshall-að- stoðinni. Flokksbróðir hans sagði, að svo myndi vera. Hyde spurði þá hvort rétt væri að slá hend inni við þessari aðstoð, til þess að komast hjá atvinnuleys- inu og fékk það svar; „Við myndum sannarlega standa nær kommúnismanum, ef við hefðum nú þrjár millj- ónir atvinnuleysingja í land- inu“. Fékk hann þannig að vita, að það væri eindreginn vilji flokksbræðra hans, að át- vinnuleysið yrði sem mest í Bretlandi, eins og menn hafa líka hvað eftir annað komizt að raun um bæði hér og ann- ars staðar í Vestur-Evópu- löndum. Kommúnistar vilja at vinnuleysi, og eru ekkert feimnir við að styðja að því, að þeir fái þessar óskir sínar uppfylltar." Þetta skýrir m. a. vegna hvers hérlendir kommúnist- ar berjast fyrir aukinni verð bólgu, því að það er vísasti vegurinn til atvinnuleysis. Tveir píslarvottar Þjóðviljinn hefir þessa dagana verið margorður um það, að Þórir nokkur Daníels son frá Akureyri hefir verið settur í varðhald. Kallar blað- ið þetta ofsókn gegn. verka- lýðnum og segir að hinn ungi maður hafi saklaus ver- ið tekinn og píndur fyrir alla alþýðu þessa lands og er píslarsaga hans síðan rakin á ýmsa vegu. Saga þessa máls er í fáum orðum sú, að Þórir birti gapalcga grein um sátta- semjarann í vinnudeil- um, Þorstein M. Jónsson, og varð dæmdur í nokkur hundr uð króna sekt fyrir. Nú er það svo, að flestir þeir, sem skrifa stjórnmála- greinar í blöð til léngdar hafa fengið sektardóm og þykir fáum mikið. Hins veg- ar hefir Þórir kosið að sitja heldur nokkra daga í varð- haldi en greiða sektina og er hann frjáls að því. Hitt er svo annað mál, að samfara þessu hefir píslar- votturinn verið sviptur rit- stjórn blaðsins, en það er inn anflokksmál og hefir su píslar vættissaga ekki verið rakin í Þjóðviljanum. Næsti píslarvottur í líkingu við Þóri Daníelsson mun verða Agnar Bogason. Yfir hon- um vofir nú hin sama píslar ganga. Kona Einars Olgeirs- sonar hefir stefnt honum, og er sök Agnars sú, að hann sagði einhvern tíma er Einar var í Austurvegi, að kona hans hefði beðið Bjarna Bene diktsson að komast eftir því, hvað oröið væri af bónda sínum. Þetta gæti að sjálfsögðu verið ósatt eins og flest í því blaði; og auk þess er það vitanlega hið versta guðlast í augum allra trúaðra að bera það upp á kommúnistakonu að hún hafi óttast um mann sinn á austurvegum og beðið Bjarna Benediktsson að for- vitnast um hann. Hvað gæti verið svívirðilegra fyrir kon- una, en að leita til ráðherra í Marshalllandi vegna þess að einhverjum dvelst í ríkj- um hins blessaða? Frúin hefir líka brugðizt hin versta við og stefnt Agn- ari Bogasyni fyrir ummælin og nú vofir sverð réttvísinnar yfir honum. Ef til vill verður | hann eftir nokkrar vikur kom inn i sama klefann og Þórir, hver sem þá gengst fyrir því að skjóta saman brjóstsykri og karamellum til að færa honum. j En nú skulum við hugsa okkur að Þórir Daníelsson hefði verið ritstjóri í hinu blessaða landi sósíalismans og birt þar ádeilúgrein um opinberan embættismann. ! Sáttasem jari í vánnudeilum hefði það ekki getað verið, því að þar eru hvorki vinnudeil- ur né sættir, en vel hefði það I getað verið sá fulltrúi ríkis- ■ valdsins, sem ákveður kaup og kjör og lítur eftir fram- kvæmd vinnulöggjafar. Segj- um að Þórir hefði skrifað á- deilu sína þar af sömu hátt- vísi og kurteisi, ekki meiri sanngirni, ekki meiri ná- kvæmni. ÆtH það stæðu opn ar dyr fyrir hvern sem er til að færa piltinum sælgæti þangað, sem hann væri nú? Það er hætt við því, að íslenzk alþýða telji sig hafa ( annað merkara um að hugsa en gervipíslarvætti óhepp- inna ritsnáða, hvort sem þeir | heita Þórir eða Agnar. Ö+Z

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.