Tíminn - 10.04.1951, Page 3
80. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 10. apríl 1951.
3,
Leikfétag Hc
Nóttin
Leikfélag Hafnarfjarðar
hafði frumsýningu á nýjum
íslenzkum gamanleik siðastl.
laugardagskvöld. Það er leik-
urinn „Nóttin langa“ eftir
Jóhannes Steinsson, en leik-
stjóri er Einar Pálsson.
Þessi leikur gerist í sumar-
bústað Jóns Magnússonar
heildsala til fjalla um ára-
mótin 1944—’45. Efni sjón-
leiksins er viðhorf manna til
lífsins, breytilegt eftir því,
við hverju þeir búast af fram
tiðinni, því að um skeið halda
þeir, sem saman eru komnir
í sumarbústaðnum, að heims-
endir sé í vændum, þegar
skemmtun þeirra á gamlárs-
kvöid og nýársnótt hefir orð-
ið til þess, að þeir hafa rugl-
ast í rími og týnt nýársdegi.
Enda þótt fólkið sé flest
fremur ómerkilegt. er það svo
skemmtilega ólíkt hvert öðru,
að sýningin verður bæði létt
og hlægileg.
Gunnar Bjarnason leikur
Jón Magnússon heildsala. —
Hann leikur sem gestur með
Leikfélagi Hafnarfjarðar. —
Gervi hans er ágætt og í allri
framkomu er hann sjálfum
sér líkur.
Kristjana'Breiðfjörð leikur
Sigríði dóttur hans, altiðlega
og viðfelldna stúlku, sem
þrátt fyrir allt er einna heil-
brigðust af persónunum, enda
þótt hún sé barn síns um-
hverfis.
Hulda Runólfsdóttir leikur
Bínu vinnustúlku. Bína er ein
beitt og ákveðin stúlka, þeg-
ar því er að skipta, enda bjóð
ast hepni ýms glæsileg tæki-
færi um þessi áramót, og nýt-
ur bæði ásta og valda.
Halldór Hauks bankastjóra
leikur Ólafur Örn Árnason og
Jóhanna Hjaltalín Höllu konu
hans.
Sigurður Kristinsson leikur
Össur Ara skáld en Auður
Guðmundsdóttir Rósu unn-
ustu hans.
Hafsteinn Baldvinsson leik
ur Steinólf Eyjólfsson stjörnu
fræðing, geggjaðan mann.
Valgeir Óli Gíslason leik-
ur Daníel umferðaprédikara.
Leikstjórn hefir farið vel
úr hendi og höfundur skákar
fram svo ólíkum persónum,
að heildarmyndin þreytir
ekki.
Það er margt laglega gert
í þeirri skopmynd, sem þama
er dregin upp af mannlífinu,
þó að hún sé engan veginn
alhliða. Áfergja manna að
njóta lífsins, tryggja hag sinn
án tillits til annarra, enda
þótt skammt sé eftir, er vægð
arlaust dregin fram. Skáldið
kann að sönnu ekki fyllilega
að njóta þeirrar kaupmanns-
hugsjóna, að þeir sitji saman
Nóg olia — ekkort
vatn
Fyrir utan Venezuela er
lítil eyja, sem heitir Aruba. —.
Þetta er kóraleyja, og er þar
ekkert vatn að hafa. íbú-
arnir eru 20.000. Á þessari
eyju eru miklar olíuhreinsun-
arstöðvar, og flyzt þaðan mik
ið af þeirri olíu, sem fer til
Evrópu. Stór tankskip frá
Esso flytja daglega yfir eina
milljón lítra af vatni til eyj-
arinnar. Annars eima eyjar-
skeggjar einnig sjóinn til
þess að bæta úr vatnsskort-
inum. (Víðir).
ifnarfjarðar:
langa
að krásunum eftir að félagar
þeirra séu orðnir hungur-
morða. Myndin af eignar-
rétti og sérhagsmunabaráttu
þeirra, sem þó eru allir á för-
um, er sönn og bæði átakan-
leg og hlægileg og það er
ekki ónýtt að fá svo snjalla
skopmynd af mannlífinu.
Umferðaprédikarinn fellur
í freistni, étur og þiggur kven
lega blíðu í stað þess að gleðj-
ast vegna þess, að skamm't sé
eftir í þessum eydanna dal.
Holdið er veikt og trúarraun
prédikarans er laglega með-
farin, þar sem stúlkan og
harðfiskurinn freista og hann
efast um heit sitt. sem raun-
ar er i sjálfu sér næsta ó-
sennilegt.
Stjörnufræðingurinn rugl-
aði gleðst á sinn hátt yfir
heimsendi, því að hann fær
uppreisn æru sinnar með því.
Þetta hefir hann sagt fyrir,
og honum er það meira virði,
að sin orð gangi eftir en að
heimurinn haldist við, og er
þetta ekki mælt út í bláinn,
því að slíkt er næsta mann-
legt.
Þannig er þessi leikur gerð-
ur af nærfærni og skilningi á
mannlegu eðli og leikstjóri
hefir náð góðum tökum á
þeim grundvelli. Persónurn-
ar skilja hlutverk sín og fara
yfirleitt vel með þau.
Jákvæður boðskapur er
ekki í þessum sjónleik. Hann
er því ekki til þess fallinn að
vekja hjá mönn'uih lífstrú og
bjartsýni. En hann er óvenju-
lega góður gamanleikur, því
að undir gamninu er bitur
ádeila á þann hégóma, sem
margur lifir og hrærist í. Og
því höfum við sannarlega gott
af. —
Leikfélag Hafnarfjarðar
hefir hér fengið ánægjulegt
verkefni. Það kynnir nýtt verk
eftir nýjan höfund og ef nokk
uð má marka af undirtektum
frumsýningargesta, verður
þetta vinsæll leikur og vel
sóttur.
Jóhannes Steinsson er fædd
ur í Vestmannaeyjum árið
1914, fluttist til Reykjavikur
1929, lauk gagnfræðaprófi í
menntaskólanum í Reykjavik
og er nú starfsmaður hjá vél-
smiðjunni Hamri. Hann má
sannarlega una þessari frum-
smíð sinni vel, því að hún
stendur framar mörgum er-
lendum gamanleikjum, sem
hér hafa verið sýndir og hafð
ir í hávegum. H. Kr.
Bréfdnfnrnar björg-
uðu skipshöfninni
Durbantogarinn Valk lenti
nýlega í sjávarháska í ofsa-
veðri fram af óbyggðri strönd.
Þar var enginn, sem gat séð
neyðarmerkin frá togaranum.
Loftnetið fauk niður, svo að
ekki var hægt að senda SOS
neyðarkallið með útvarps-
sendinum. Skipstjórinn, sem
hafði áhuga á bréfdúfum,
hafði nokkrar þeirra með sér
um borð til þess að senda á
þann hátt kveðju til konu
sinnar. Hann sleppti nú einni
af bréfdúfunum með neyðar-
kallið. Þrátt fyrir ofsastorm
og óveður komst dúfan klakk-
laust heim til konu skipstjór-
ans, sem gerði björgunarskip-
inu þegar aðvart. Það kom í
tæka tið og bjargaði skips-
höfninni. (Víðir).
Utan úr heimi
Mússólíni náðaði
morðingja sinn.
Það hefir nú komið í ljós við
rannsókn skjala frá stjórnar-
tímum fasista á Italíu, að
Mússólíni náðaði persónulega
mann þann, sem síðar varð
morðingi hans.
Walter Audisio var dæmdur
1934 til ævilangrar fangavist-
ar á eyjunni Ponza vegna mót
þróa gegn fasismanum. í árs-
byrjun 1939 skrifaði hann
Mússólíni hjartnæmt bréf og
kveðst iðrast framkomu sinn-
ar og hét því, að skipta sér
aldrei framar af stjórnmálum,
ef hann mætti aðeins njóta
lífsins, sem frjáls maður.
Mússólíni komst við af bréfinu
og náðaði manninn, sem 6 ár-
um síðar skipaði flokksbræðr-
um sínum að skjóta Mússólíni
og Klöru fylgikonu hans.
★
Yngstu sundurskilin hjón.
Talið er, að hjón ein, sem
nú eru að ganga frá skilnaði
sínum í Norköping, séu yngstu
sundurskilin hjón á Norður-
löndum. Konan er nýlega orð-
in 16 ára, en var 15 ára er
hún sótti um skilnaðinn. Eigin
maðurinn er 20 ára. Þau eiga
eitt barn, fætt í fyrravor, litlu
eftir giftinguna, og segja
sænsk blöð, að barnalífeyrir j
hafi verið greiddur fyrir barn
og móður samtímis. Auðvitað
þurfti sérstakt leyfi til gifting
arinnar.
★
Mismunandi bækur.
Brezka skáldið George Or-
well á að hafa gert þessa skil-
greiningu á skáldsögum ýmsra
þjóða.
Þýzk skáldsaga er bók, þar
sem tvær persónur dragast
saman í fyrsta kapítula en ná
ekki að njótast fyrr en í síð-
asta. Frönsk skáldsaga er bók
um tvær persónur, sem taka
saman í fyrsta kapítula og
kæra sig síðan hvorug um
aðra. Rússnesk skáldsaga er
bók um tvær persónur, sem
hvorki ná saman né vilja ná
saman á 1450 blaðsíðum.
★
Samvöxnu tvíburarnir
og börn þeirra.
Róbert E. Bunker hét maður,
sem nýlega er dáinn í Norður-
Karólina í Ameríku, 85 ára að
aldri. Það þykir merkast um
hann, að faðir hans var tví-
buri, samgróinn við bróður
sinn.
Þeir hétu Eng og Chang
bræðurnir og fæddust í Síam
árið 1814. Foreldrar þeirra voru
kínverskir. Bræðurnir voru
samvaxnir um brjóstið. Þeir
fóru til Ameríku árið 1929 og
komu þar lengi fram í fjölleika
húsum. Svo giftust þeir tveim-
ur systrum og Róbert heitinn
dó síðastur af börnum þeirra.
Eng var faðir hans, en hann
dó 17. janúar 1874, þremur
stundum á eftir bróður sínum.
★
Varð ekkj ráðafátt.
Lauritz Melchior, danski
söngvarinn, hefir látið hafa
eftir þessa smásögu, frá fyrstu
söngvaraárum sínum í
Ameríku:
í Chicago hafði hann einu
sinni fengið leigubíl með sig í
leikhúsið, en þegar þangað
kom tók hann eftir því sér til
sárrar hrellingar, að hann
hafði ekki grænan eyri á sér.
Hann var þó skjótráður sem
oftar. Steig út úr bílnum og
sagði við ökumanninn:
— Geturðu ekki gert svo vel
og lánað mér eldspýtur? Ég
hefi orðið fyrir þvi slysi að
missa 50 dollara seðil á gólfið
í bílnum.
Bílstjórinn ók af stað í sömu
andrá, en Melchior hélt leiðar
sinnar með breiðu brosi.
/htylýAii í TwaHum
tmmaninnnmtmntnnnnnmxtnnntmmthmhnntnitnittiwmnuwwj
Bændur - Búnaðarfélög í
Höfum fyrirliggjandi mjög handhæg holsteinamót. |
Smíðum einnig mót fyrir einangurunarplötur.
KYNDILL
Sigtúni 57 — Sími 3606
nntntmmtwmmmmnttnmttmatimnttmtmmmmmnmmmmtmnH
Öllum vinum, vandamönnum og samstarfsfólki mínu,
þakka ég hjartanlega heimsóknir, skeyti og gjafir á
60 ára afmæli mínu, 9. marz s. 1.
Blönduósi í marz 1951,
Finnur Guðmundsson.
Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, vinum mínum, sem
glöddu mig, með heimsóknum, gjöfum og skeytum, á
80 ára afmælisdag minn, hinn 14. marz síðastliðinn.
Hlíðafæti í Svínadal, 25. marz 1951,
Jónas Bjarnarson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við
andlát og jarðarför
EINARS SNJÓLFSSONAR,
einnig þakka ég öllum þeim, sem á einn og annan hátt
veittu okkur aðstoð í veikindum hans. Guð blessi ykkur
ÖU. — *
Fyrir mína hönd og barna minna
Björg Eyjólfsdóttir, Efra-Firði.
Þökkum hjartanlega auðsýnda hjálp og samúð við and
lát og jarðarför
JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR á Hamarsheiði.
Vandamenn.
AUGLÝSITVGASlMI TÍMANS ER 81300