Tíminn - 10.04.1951, Síða 4

Tíminn - 10.04.1951, Síða 4
 \. TÍMINN, þriðjudaginn 10. apríl 1951. 80. blað. Flestum sanngjörnum mönnum mun finnast. að Teigutakar húsnæðis séu nógu ^rátt leiknir_af þeim húseig- endum, er láta þá greiða árlega 10—20% -if stofnverði húseigna áinna, þó þvi sé ekki bætt við, að þeir greiði lika fyrir þá allríflegan hluta af útsvörum þeirra og nokkurn hluta af gjöldum þeirra til ríkisins. Þannig er þó málum komið i hinu íslenzka ríki, á þvi herr ans ári 1951. Allir vita, að beinir skatt- ar og útsvör er lagt á þegn- ana eftir skattaframtali. Nokkur hluti á eign, en mest ur hlutinn á tekjur. Til grundvallar eignarfram tali manna á fas'teignum, er hið löggilta fasteignamat. Gildandi fasteignamat bygg- ist á verðlagi á árunum 1938- 1940. Það er verð fyrir stríð. Hver teningsmetri í fyrsta flokks íbúðarhúsi í Reykja- vík er metin að fasteigna- mati 40—44 krónur. Núver- andi kostnaðarverð liúsa í Reykjavík er rúmlega tífalt fasteignamat. Söluverð mun hærra. Peningar og verðbréf er talið til eigna á nafnverði, búfénaður landbúnaðar- manna, sem næst söluverði. Á þennan hátt geta fast- eignaeigendur komist undan svo nema mun miljónum eignaskatti og eignaútsvari, króna. Gjöldin færast yfir á pá, sem engar fasteignir eiga. í Reykjavík eru mestu fast- eignaverðmætin saman kom- in. í Reykjavík eru leigutak- ar húsnæðis harðast leiknir. í Reykjavík eru útsvörin hæst. Þar taka leikutakar mestu byrðarnar á sig, af þeim gjöldum, sem fasfeigna eigendum bæri að borga. Eri Húsnæbismál Reykjavíkur II: Leigutakar húsnæðis greiða út- svör og skatta fyrir húseigendur þó hið falska eignarframtal, færi svo miljónum skifti af útsvarsþunganum í Reykja- vík, yfir á herðar hinna þraut p.'ndu leigutaka, þá er það þó minnsti hlutinn af þeim opinberu gjöldum, er leigutakar greiða fyrir hús- eigendur. Þáttur Niðurjöfnunar- nefndar Reykjavíkur. Mesti skatt- og útsvarsþung inn færist yfir á herðar leigu taka með tekjuframtalinu. Niðurjöfnunarnefnd Reykja víkur, ber að leggja á útsvör eftir efnum og ástæðum. Vit andi vits þverbrýtur niður- jöfnunarnefnd þau ákvæði útsvarslaganna. Líklega hefir hún gleymt drengskaparheit- inu, er hún vann í upphaíi starfs síns. Hvort þeir verða minntir á það á degi dómsins er annað mál. En til mun líf eftir þetta líf. Flestum skattþegnum mun kunnugt, að leiga af eigin í- búð er metin til tekria og bætt við aðrar tekjur hús- eigandans. Til þess að jafna metin, er húsaleiga ekki frá- dráttarbær hjá leigutökum húsnæðis. Framkvæmd þess- arar skattreglu, er á eftirfar- andi hátt hér í Reykjavík: Húseigendum eru metnar tekjur af eigin íbúð 15—30% af fasteignamati. Fasteigna- Eflir Hannes Pálsson frá Endirfclli matið er 1/10 raunverulegs kostnaðarverðs húsa .Tekjur1 af eigin íbúð eru þvi raun- verulega metnar mest 3% af kostnaðarverði íbúðarinnar. Húsaleigulögin gera ráð, fyrir, að leigutaki greiði í j húsaleigu. minnst 10% af kostnaðarverði sinnar íbúðar. Húsaleigu fær leigutaki ekki að draga frá tekjum sinum. Framkvæmdavald skatta- mála á landi voru, fram- kvæmir því vitandi vits, svo auvirðilegt ranglæti, að meta húsaleigu leigutaka til tekna, meir en þrefalt hærra en hún er hæst metin hjá hús- eigandanum. Hér til viðbót- ar kemur svo svarta leigan, svo oft mun leigutaki húsnæð is greiða 5—6 faldan skatt og útsvar móts við húseigand ann, af þeim hluta tekna sinna, er stafa af íbúð iians. . Svo virðist sem Niðurjöfn- unarnefnd Reykjavikur sjái ekkert athugavert við þetta, því ekki hefir heyrzt, að hún leggi ekki jafnhátt útsvar á skattskyldar tekjur leigutaka sem leigusala. Niðurstaða þessara mála er því þannig: 1. Margir leigusalar stela undan skatti og útsvari meiri eða minni hluta af leigutekjum sínum. 2. Húseigandi telur eign sína aðeins 1/10 af raunveru- legu peningaverðmæti, og greiðir því útsvar og skatt tífalt lægri af eign sinni en sá, sem á peninga eða verö- bréf. 3. Leigutaki má 1 ýmsum til- fellum greiða útsvar og skatt af allt að 5—6 sinnum hærri húsnæðistekjum, en leigusal mn. Þegar þessir póstar koma saman, munu æði marg ar milljónir færast af þeim ríku yfir á þá fátæku. Sérstaklega gætir þess varð andi útsvörin, þar sem ákveð inni upphæð er jafnað niður á skuldlausa eign og skatt- skyldar tekjur. Umhyggja Alþingis fyrir leigutökum húsnæðis. Hinir háttv. alþingismenn eru forsjármenn þjóðfélagsins Ef vel á að fara, þurfa þang- að að veljast vitrir menn og góðgjarnir. — Þeim þarf að þykja jafnvænt um öll börn sín, og ef vel á að vera, mega þeir ekki hafa sum þeirra í fögrum salakynnum gæðandi sér á dýrum veigum og góm- sætum krásum, meðan önnur eru klæðlítil í ösku- stónni. En þingmönn- um vorum hefir farið sem hinum illu stjúpum eða ó- þokkasælu foreldrum, er æf- intýrin segja frá. Fólkið, sem ekki er svo efnum búið, að það geti eignast eigið hús- næði, eða ekki svo inn undir hjá háttv. fjárhagsráði, að það geti fengið fjárfesting- arleyfi, eru olnbogabörn hins háa Alþingis. — Sömu Alþing ismennirnir, sem afnámu húsaleigulögin frá 1941, og gáfu þjóðinni einskisverð húsaleigulög í staðinn; þeir sömu menn svæfðu frumvarp fjármálaráðherra um nýtt mat fasteigna. Frumvarp.sem hefði að nokkru rétt hlut þeirra, er ekki áttu fasteign- ir, ef að lögum hefði orðið. — Leigutakar húsnæðis er það fólk, sem háttv. alþingis- menn telja sjálfsögð fórnar- lömb, sem að ósekju inegi hrjá og pína. Ranglætið hefn ir sín um síðir, það sanna spjöld sögunnar. En hvernig okkar ágætu forráðamönn- um getur dottið í hug, að fólkið sem þeir ofurselja okr- urum og fjárplógsmönnum. Fólkið, sem þeir skattleggja, til að hlífa þeim er rýja það, geti tekið á sig stórar byrð- ar, af þjóðfélagslegri dyggð einni saman. Það mun reyn- ast ofvaxið skilningi flestra venjulegra manna. -a) 1 frjálsu landi. I San Franciskó notar lög- reglan 60% af 'starfstíma sín um til að fást við vandræði þau, sem beinlínis stafa af ölæði og kosta bæjarsjóðinn hálfa milljón dollara. Síðastlið ið ár voru 46 þúsund manns tekin úr umferð þar í borg vegna ölvunar. — Það er eins og Anatole France sagði: Vínið heldur lífinu í þeim, sem selur það, en drepur þann, sem kaup ir það. ♦ ’f’ ’t’ ’h ’P ’i.’ ’F ’is ’l’ ’h ’J’ ’f’ ’f’ ’h rh ❖ ’f’ ’h ’t’ th ■ - - - -> ■ ■ *: *: OTTAVÉLAR ! H. f. Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði og Vélsmiðjan Héðinn h. f., Reykjavík, hafa ákveðið að framleiða sameiginlega þvottavélar, hentugar — sterkbyggðar — ódýrar Undirbúningur er hafinn og afgreiðsla byrjar væntanlega á komandi vetri. Útsölu- verð er áætlað Kr. 3.000.00 miðað við núverandi verðlag. — Við pöntun þurfa kaupendur að leggja fram kr. 500,00 í tryggingu, sem endurgreiðast með vöxtum við afgreiðslu vélanna. — Árs ábyrgð verður tekin á vélunum. — Kaupendum verða afhent númer við pöntun og vélamar afgreiddar samkvæmt þeim. RAFHA—HÉDINN * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *. 4$tt$t4$tt$t4$tt$tt$tt$tt$íi$tt$tt$tt$t4$t4$tt$tt$tt$tt$í*ft*$t4$tt$tt$ti$ti$t4$t4$tt$t4$t«$tt$tl$t*$t*$t4$t4$t4$t H.f. Raftækjaverksmiðjan, Hafnarfirði. Vélsmiðjan Héðinn h. f., Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.