Tíminn - 10.04.1951, Qupperneq 8

Tíminn - 10.04.1951, Qupperneq 8
ERLEXT YFIRLIT: Jöhulferðirnar 35. árgangur. Reykjavík, „A FÖRMJM YEGl“ í DAG: Einstaklinfiurinn ofi friðurinn 10. apríl 1951. 80. blað. Reyna að tefja frarasókn S.Þ. með vatnsflóði Hersveitir Sameinuðu þjóðanna héldu sókn sinni áfram í ;ær þrátt fyrir! mjög harðnandi mótspyrnu norðurhersins. Austarlega : á miðvígstöðvunum þar þar sem bandarískar her- sveitir sóttu fram að bæn 1 um Hwachon, opnuðu Kín verjar flóðgáítir raforltu- stíflu við bæinn og hleyptu vatnsflóði niður eftir dal Pukhan-árinnar, sem her S. 1». sótti fram eftir. Hækkaði vatnsborð árinnar svo mjög að varð að flóði í dalnum, og urðu hersveitirn- ar að hörfa til baka og upp í hlíðar dalsins, og vegir urðu ófærir. Hækkaði vatnsborðið um 2,5 metra sums staðar á fáeinum klukkustundum. Gert er ráð fyrir að flóðið muni sjatna næstu dægur og verði þá hægt að halda sókn áfram til Hwachon. Litlu vest ar eru hersveitir S. Þ. komn- ar nokkru lengra norður og sækja að bænum Chonwon. Miklar loftárásir voru gerðar í gær á ýmsa staði í Norður- Kóreu. í tilkynningu 8. hersins í Kóreu segir, að skammt norð an við núverandi sóknarlínu S. Þ. þar sem herinn er kom- ínn lengst norður sé mikill kínverskur liðsafli sém hafij búið rammlega um sig. Sé lík legt að norðurherinn hafi í Þyggju að reyna að stöðva sókn suðurhersins þar. Siðustu fregnir í gær hermdu, að Kínverjar hefðu hörfað nokkuð vestast á víg- stöðvunum þar sem suðurher inn sækir að Kumchon og er kominn 28 km. norður fyrir 38. breiddarbaug. Hlutur iðnaðarins við utanríkis- Ilér gctur að lua endurvarpsstöðvarhús rík*sútvarpsins að Eiðum. Það virðist að vísu ekki rismikið þarna á myndinni, en samt er þclta allmyndarJeg bygging, að vísu ekki nema ein hæð á grunni. Uppi á þakinu stendur drengur á skíðum. — Myndin er nýlega tekin og gefur góða hugmynd um snjóalögin á Fljótdalshéraði um þessar mundir. (Ljósmynd: Sturla Eiríksson) EIVM EITT IMBROTIÐ: Stórþjófnaður í Hafn- arfirði í fyrrakvöld Lyklarnir Iiöfðn g'leymzt í skránnl. Á sunnudagskvöldið var stórþjófnaður framinn 1 Hafnar- firði. Var farið inn í íbúð Gísla Ásgeirssonar að Vitastíg 10 og stolið þar peningakassa, sem í voru sjö þúsund krónur í reiðufé, auk bankabókar og ýmislegs annars. | |McArthur fær persónu- < lega áminningu Trumans Tillaga á Bandaríkjaþingi um að semla sex (lemókrata og sex republikana til Tokyo Truman Bandaríkjaforseti sendj Mc Arthur hershöfðingja I gær persónulega orðsendingu með meðalgöngu hermála- ráðherra síns vegna ummæia hans að undanförnu um að færa styrjöldina til meginlands Kina og yfirlýsingar um að hann sé reiðubúinn að hefja vopnahlésviðræður við hers- höfðingja Kínverja. viðskipti Tillaga frá ársþingi iðnrek enda. „Ársþing iðnrekenda 1951 belnir eindregnum tilmælum til hæstvirtar ríkistjórnar um það, að í sambandi við sam- inga við erlend riki um gagn kvæm viðskipti, verði þess stranglega gætt, að inðaður- inn í landinu verði ekki lát- inn bíða tjón af slíkum samn Ingum t. d. með því, að lands menn séu neiddir. til að kaupa inn vörur, sem hægt er að framleiða innanlands, sam- keppnisfærar að verði og gæð um.“ 26. fundnrinn hinn rólo2£a.sti Fulltrúar fjórveldanna héldu 26 dagskrárfund sinn í gær. Sögðu fréttaritarar að fundur þessi hefði verið hinn rólegasti, engar æsingaræður haidnar og engar nýjar til- lögur bornar fram. Stolið 7 þús. krónum og bankabók. Gísli fór út um klukkan hálf-ellefu á sunnudagskvöld ið, og var enginn af heimilis- fólki heima. Er hann kom heim aftur um tólf-leytið, sá hann, að skápur i svefnher- bergi, þar sem peningakass- inn var geymdur, stóð opinn. Kom í Ijós, að peningakass- inn var horfinn úr honum. Fór inn um opinn glugga, lyklarnir I skránni. Við rannsókn kom í ljós, að þjófurinn hafði farið inn um hornglugga, sem veit út að garðj og er skammt frá jörðu. Var glugginn hálf opinn, og þorfti ekki annað en seilast til gluggajárnsins til þess að opna hann alveg. Úr herberg- inu, sem þjófurinn kom inn í ,hafði hann farið i eldhúsið og þaðan inn í svefnherbergi Gísla. Þar stóð lykillinn I skránni, svo að þjófurinn þurfti ekki annað en snúa honum og taka peningakass- ann. Málið í rannsókn. Lögreglan í Hafnarfirði og fingrafarasérfræðingur úr Reykjavík unnu í gær að rann sókn málsins, en ekkert mun enn komið fram, er bendi til þess, hver þjófurinn er. Innbrotafaraldur i Hafnarfirði. Það hefir aldrei kveðið eins mikið að innbrotum og þjófn uðum 1 Hafnarfiði og á þess- um vetri. Er það skemmst að minnast tveggja innbrota og stórþjófnaða í sjúkrasamlag- inu þar. Skyndiverkfall hafnarverkamanna í London Um átta þús. hafnarverka- menn í London gerðu í gær skyndiverkfall til að mótmæla saksókn á hendur leiðtogum verkamanna. Leiðtogar þessir eru ákærðir fyrir að hafa hvatt til ólöglegra verkfalla og sumúðarverkfalla. Beita loðnu og afla vel Frá fréttaritara Tím- ans á Hellissandi. Afli hefir verið ágætur að undanförnu hjá þeim bátum, sem hafa getað sótt nógu langt, því fiskurinn er lltill nærri landi. Beita bátarnir loðnu sem þeira veiða sjálfir og hafa afl að 9—10 smálestir í róðri sem er ágætur afli. Batna vertíð- arhorfur hinna langrónu báta mjög við það ef slikur afli helst nokkra daga, sem sjó- menn vestra telja líklegt. Aðvörun. í bréfi þessu er talið, að Truman hafj alvarlega á- minnt Mc Arthur um að blanda sér ekki í stjórnmál heldur halda sér við hermála sviðið, og munj geta til þess komið að hann verði settur af sem hershöfðingi yfir her S.Þ. í Kóreu, ef fleiri slíkar yfirlýsingar komi frá hans hendi um stjórnmálaefni. Bandarísk blöð ræddu mjög yfirlýsingar Mc Arth- urs í gær og ásökuðu hann flest harðlega og töldu hann hafa breytt gálauslega og á- byrgðarlaust. Stjórnin í Washington segir, að orð hers höfðingjans hafi þegar vald ið miklum erfiðleikum. Tólf manna nefnd. í gær bar þingmaður í öld- ungadeild Bandaríkjaþings fram tillögu þess efnis, að deildin kysi sex þingmenn úr flokki demókrata og sex úr floki repúblikana til að fara til Tokyo á fund Mc Arthurs og ræða þessi mál við hann og sýna honum fram á, hve alvarlegt mál þetta sé. Afstaða Breta. Brezka stjórnin lýstj því yfir í gær, að það væri ekki rétt, að hún væri samþykk þeirri yfirlýsingu Mc Arthurs að athuga bæri möguleika á því að beita hersveitum Chiang Kai-Cheks á Formósu gegn Kínverjum á megin- landinu og binda með því nokkurn her Kínverja þar. Það væri algerlega andstætt stefnu brezku stjórnarinnar í Asíumálum að hefjaj þannig opna styrjöld við Kína, og Mc Arthur hefði mælt full- komlega heimildar- og ábyrgð arlaust. Hafin framleiðsla íslenzkra þvottavéla Raftækjaverksmiðjan Rafha í Hafnarfirði og vélsmiðjan Héðinn hafa ákveðið að hefja framleiðslu þvottavéla í sam- einingu, eins og um er getið í auglýsingu hér í blaðinu i dag. Vélarnar eru framleidd- ar eftir bandarískri fyrir- mynd og verða hvítsteindar. Telja framleiðendur sig geta gert 2000 vélar á ári. Vélar þessar taka fimm kg. af þvotti sem þær þvo og þurrvinda. Verð vélanna er áætlað um 3000 kr. Farið verður að taka á móti pöntunum þegar í stað en menn verða að greiða 500 kr. tryggingu, sem endurgreiðist við afhendingu vélanna með vöxtum. Fá pantendur nú- mer, sem vélarnar verða af- greiddar eftir. tekið í notk- un á Keflavíkurvelli Læknar og hjúkrunarfólk úr Hoykjavík og' Keflavík skoðuðn það á suiiituilaginn Á sunnudag var opnað nýtt sjúkrahús, sem byggt hefir verið á Keflavíkurflugvelli. Er það búið mörgum ágætura tækjum til lækninga og hið vandaðasta að allri gerð. Hörð- ur Bjarnason skipulagssjtóri hefir haft umsjón með bygg- ingu þess af hálfu íslenzkra síjórnarvalda. Hjúkrunarfólk og læknar úr Reykjavík. Læknum og hjúkrunarkon um í Reykjavík og Keflavík var boðið að skoða nýja sjúkrahúsið, er það var opn- að á sunnudaginn. Luku sér fræðingarnir lofsorði á búnað sjúkrahússins og töldu það á ýmsan hátt geta orðið til fyrir myndar um smærri sjúkra- hús, sem reist yrðu úti á landi, í kaupstöðum og sveitum. En sjúkrahúsið tekur 13 sjúkl- inga rúmliggjandi, en hefir auk þess rúmgóðar stofur til aðgerða á sjúklingum, sem síðar geta farið heim til sín að lokinni minniháttar að- gerð. Hinar ýmsu deildir sjúkrahússins. Starfsmenn spítalans (Framhald á 7. síðu.) * Arsþingi iðnrek- enda lokið Síðasti fundur ársþings Fé lags íslenzkra iðnrekenda var haldinn í Tjarnarcafé s. 1. laugardag. Fundarstjóri var kosinn Eggert Kristjánsson stórkaupmaður. Álit starfsnefnda þingsins voru til umræðu og samþykkt ar margir tillögur frá nefnd- unum og öðrum fundarmönn um. Ríkti mikill einhugur á þinginu og áhugi um þau mál sem varða heill og framtíð ís lenzks verksmiðjuiðnaðar. Er afgreiðslu allra þeirra mála, er á dagskrá voru, var lokið, sleit Kristján Jóh. Kristjánsson formaður Fé- lags ísl. iðnrekenda þinginu, þakkaði nefndum þingsins fyrir mikið og vel unnið starf og fundarmönnum góða fund arsókn. Togarinn Bjarni Ól- afsson kominn inn Togarinn Bjarni Ólafsson kemur í dag til Akraness með 300 lestir af fiski, mest karfa, sem hann leggur þar á land til vinnslu. AfH Akranesbáta var lélegur um helgina eins og verið hefir undanfarnar vikur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.