Tíminn - 14.04.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.04.1951, Blaðsíða 6
6. -----’i-'TRTHSI TÍMINN, laugardaginn 14. apríl 1951. 84. blað. Sýnd kl. 3. Gestiir Barðarson AfburSa skemmtileg og spennandi norsk mynd úr lífi þekktasta útlaga Noregs. Myndin hefir hlotið fádæma vinsældir í Noregi. Aðalhlutverk: Alfred Maurstad, Vibecke Falk. Sýnd kl.'5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Leynifarþegar (Monkey Buisness) 'Bráðsmellin og sprenghlægi- leg amerísk gamanmynd. Að alhlutverk leika hinir heims frægu Marx brreður. r Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BlÓ Kveniiakliibbur- inn (Karlmönnum bannaður að- gangur?) Betty Stockfeld og Danielle Darrieux, ásamt 200 blómarósum og einum snotrum æskumanni í kvenmannsfötum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. Allí í gramum sjó Grínmyndin fræga með: Abbott og Costello. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. BÆJARBÍÓ i HAFNARFIROI - „Nóttin langa“ 1 Sýning í kvöld kl. 8,30. Sími 9184. Eafmagnsofnar, nýkomnir 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum í póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistækl Raftækjaverzlunin UÓS & HITI n.F. Laugaveg 79. — Sfmi 5184. Austurbæjarbíó Morgunblaðssagan Sekt og saklaysi (Unsuspected) Bönnuð ir.nan 16 ára. ____Sýnd kl, 3 og 5. 1 frumskógum Afríku Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍÓ TIILSA Viðburðarík og spennandi ný amerísk litmynd. Aðalhlutverk: Susan Hayward, Robert Preston, Pedro Armendariz. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Bönnuð innan 12 ára. GAMLA BÍÓ Oskubuska (Cinderella) Nýjasta söngva- og teikni- mynd WALT DISNEYS gerð eftir hinu heimskunna i ævintýri. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. HAFNARBÍÓ Þú ert ástin mín ein (Once more, my darling) Bráðskemmtileg ný amerísk gamanmynd með: Robert Montgomery, Ann Blyth, Jane Cowl. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Auglýsingasími TIMANS er 81300 ELDURINN ferir ekki boð á undan «ér. Þelr, sem ern hyggnir, tryggja strax hjá Samvlnnutryeslneum Askriftarsfimli TIMINIV tsts Gerlxt áfkrifeadar. Síldveiðar . . . (Framhald af 5. síðu.> ingurinn Finn Devold taldi hana vera í fyrra. Við slíka athugun kemur eðli- lega margt til grelna, og verður hér aðeins drepið á örfá megin- atriði. Reynt verði að glöggva sig á, hvort eitthvað af flotanum geti stundað veiðar norðaustur í hafi og flutt síldina á land til bræðslu. Þurfi að gera einhverj ar breytingar á skipunum eða útbúnaði þeirra til þess að slíkt mætti lánast, þá verður að kanna hverjar þær þurfa að vera og með hvaða hætti þeim yrði helzt komið í framkvæmd. Næst lægi fyrir að athuga, hvað mörg skip gætu tekið þátt í j þessum úthafsveiðum með það fyrir augum að salta síldina um! borð. í því sambandi ber að hafa | í huga, að þau eigi kost á að fá [ þau veiðarfæri, sem ætla má hagkvæmust í sambandi við Cjina ^J\auó: þessa hagnýtingu aflans. Reynt verði að komast að raun um, hvaða breytingar þyrfti að gera 1 á útbúnaði skipanna, svo að þén 1 anlegt yrði að salta aflann um borð. Loks verði þess gætt að veita nokkrum mönnum á thverju skipi hagnýta fræðslu | um verkun síldar í salt. Því að j auðsætt mál er það, að ekki er hættulaust að færa sildarsöltun ina úr landi um borð í skipin og það í hendur á mönnum, sem I lítil eða engin kynni hafa af því, hvað til þarf, svo að unnt reynist að framleiða gæða salt- sild. Ýmis önnur atriði mætti nefna, en þar sem þau eru flest veigaminni, verður ekki um það hirt að sinni. Ég held, að búmannsháttur sá, sem hér hefir verið vikið að, sé óumflýjanlegur. Áður hefir verið drepið á, hve vakandi fyr- irhyggja Norðmanna er í þess- um efnum, og haía þeir þó lapga og mikla reynslu af veiðum fjarri heimalandi sínu. Vér er- um aftur á móti börn að því leyti og þörfnumst því meiri gát og forsjá um allan undirbún- ing úthafsveiða. Reynsla vor af sumarsíldveið- um fyrir Norðurlandi undan- farin ár hefir orðið oss sár og dýrkeypt. Það mætti því teljast frámunalegt skeytingarleysi, ef hún væri að engu höfð, eftir að fullar líkur eru taldar til þess, að síldin hafi undanfarin sex sum ur verið á svipuðum slóðum og hún hélt sig s. 1. sumar. Fyrir þjóð, sem á hag sinn jafnmikið undir sjávarfeng sem íslending ar og þá ekki sízt síldinni, er óafsakanlegt að taka ekki tillit til hinna breyttu aðstæðna. Með þær í huga verður því að hefja uhdirbúning undir síldveiðarn- ar næsta sumar, og á því má ekki verða dráttur umfram þann, sem orðinn er. SKIPS- LÆKNIRINN 75 sjúkraherbergið og fleygði sér upp í rúmið í smókingnum og með skóna á fótunum. Hann sofnaði ekki, og hann vakti ekki heldur. Hann hvíldi þarna^ í undarlegum dvala, og hugur hans var víðs fjarri. Hugsanir komu og fóru, án þess að hann hefði stjórn á þeim eða henti á þeim reiður, og margs konar myndir svifu hon- um fyrir hugskotssjónir. Hann sá Sybil leiða Shortwell yfir Broadway, hann sá bifreiðir, ljósaauglýsingar, lögreglu- þjóna, hann sá ferlegum fallbyssukjafti beint að sér. Hann þekkti, að þetta var stóra íallbyssan úr Potemkin-kvik- myndinni. Hann sér þessa mynd lengst, en svo er eins og fallbyssan minnki og minnki, og að lokum verður honum ljóst, að hann heldur sjálfur á skammbyssunni sinni, og það er hlaup hennar, sem beint er að honum. Ein sekúnda, hugsaði hann, og svo er allt búið. Tómas Wohlmut læknir frá Kissingen er horfinn og gleymdur. En nú sá hann skyndilega írenu gömlu krjúpa við klæða- skápinn heima og telja skyrturnar hans. Hún tuldraði eitt- hvað fyrir munni sér, gamla konan, en hann heyrði ekki, hvað það var. Hún var sjálfsagt að meta skyrturnar, gera sér grein fyrir þvi, hvað lengi læknirinn gæti nú enn notað þessa og þessa skyrtuna. Enn dormaði hann, og aftur sá hann Sybil og Short- well leiðast yfir Broadway. Þau gengu upp glerþrep inn í glerhús, og þar stóð Krieglacher í hvítum kyrtli og sýndi nýja bakteríu, sem honum hafði tekizt að rækta — ban- væna bakteriu — tortímingarbakteríuna. — Takið varlega á þessu, sagði hann. Þetta er allt úr gleri og brothætt. Það má ekki gleyma því, að dauðinn og tortímingin er ekki barnaleikur.... í þessari andrá féll eitthvað á gólfið, og óp kvað við. Tóm- as spratt á fætur. Systir Marta stóð á gólfinu, titrandi af skelfingu, og bar hönd fyrir munn sér. — Hvers vegna eruð þér hér? spurði hún. Ég varð svo hrædd. Hann reyndi að átta sig. Hann gat ekki hafa legið í þess- um dvala nema stutta stund. Og þó fannst honum það heil eilífð. — Hafið þér búið hér? spurði hann undrandi. — Já — í hálft ár. Hann svipaðist um. Hann sá þess ekki merki, að hér væri búið. Hann hafði haldið, að þetta væri sjúkraherbergi, sem ekki væri notað nema stöku sinnum handa sjúklingum. Hann sá enga mynd, engan hlut, sem gat bent til þess, að hér væri búið að staðaldri. Hann baðst afsökunar á misgáningi sínum og brölti á fætur. — Liggið kyrr, sagði hún. Ég get sofið í klefanum hjá frú Weber. — Ég vildi gjarna vera sjálfur hjá henni þessar síðustu stundir, sem við erum saman á skipinu, svaraði hann. Mér Rafgeyma 6 volta, 125, 140, 160 og 200 ampersstunda. — Fáum við. Hentugur fyrir vindrafstöðv- ar og smárafstöðvar í sveit. — Góð tegund, gerið pantan ir sem fyrst. Sendum gegn póstkröfu. Véla- og rafíækjaverzlunin Tryggvagötu 23 — Sími 81279 ■ > ÞJÓDLEIKHÚSID Laugardag kl. 20.00. llcilös' Jóliannn eftir Bernard Shaw 1 aðalhlutverki: Anna Borg Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Sunnudag kl. 20 Ifeilög Jóhanna Aðgöngumiðar seldlr frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrlr sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum. Sími 80000. í er orðið hlýtt til gömlu konunnar. — Því ráðið þér auðvitað sjálfur, svaraði systir Marta. En kannske væri gott, að ég væri þar líka. — Nei, svaraði hann stuttur í spuna og sárgramur. Þess gerist ekki þörf. En það var engu líkara en hann hefði óskað þess, að hún færi, en hann mætti vera þar. sem hann var, því að nú gekk hún út og bauö góða nótt. En hún kom aftur að vörmu spori og settist Við rúmið hjá honum. Honum gramdist þetta fyrst, en svo lokaði hann augunum eins og sjúkur maður og lét sér vel líka návist hennar. Það var öryggi að nærveru hennar, og hún skildi, að hann var sjúklingur, þótt hann hefði ekki hita. — Viljið þér gera bón mína, systir Marta? spurði hann eftir stundarkorn. Eigið þér ekki önnur föt en þennan hjúkrunarbúning? Farið í þau. Hún brosti. — Ég á engan kjól, sagði hún. Ég fer sjaldan í land og alltaf í hjúkrunarbúningnum. En ég á ísaumaðan silkikyrtil. Eruð þér ánægður með það? Hann kinkaði kolli. Hún opnaði skáp í liorninu. — Það gaf mér hann indversk kona. Hún var á leið heim, full af tilhlökkun og eftirvæntingu, en svo fékk hún lungna- bólgu og dó á miðju Rauðahafinu. — Þér hafið verið henni góður og líknsamur vinur, sagði hann annars hugat — líkt og frú Weber. Það virðist helzt takast vinátta með yður og þeim, sem horfast í augu við dauðann. Þá tengist þér heldur aldrei böndum við neinn,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.