Tíminn - 21.04.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.04.1951, Blaðsíða 5
89. blað. TÍMINN, laugardaginn 21. apríl 1951. 5. Lauyartl. 21. apríl Samhjálp bænda Tíminn birtir í dag sumar- ávarp Hermanns Jónassonar landbúnaðarráðherra. Ráð-1 herrann talar þar meðal ann ars um nauðsyn þess, að allir þeir bændur, sem það geti, láti hey til harðindasvæð- anna. Það er nú fyrirsjáanlegt ,að ekki veitir af að spara hey- gjöf um land allt, svo sem frekast verður við komið, ef sæmilega á að geta rætzt úr um útvegun nauðsynlegra heyja á harðindasvæðinu. Það getur því skipt miklu um úrslitin í þeim lokaþætti vetr ar og snjóa, sem enn er eftir, hvað bændur gera almennt til að spara hey, svo að þeir verði aflögufærir. Segja má, að bændur um allt land hafi sýpt góðan og lofsverðan skilning á högum og ástæðum stéttarbræðra sinna á óþurrka- og harðinda svæðunum. Það sýndu undir- tektir þeirra í haust og það sýna viðbrögð þeirra undan- farnar vikur, þegar falast var eftir heyjum. En nú er svo komið, að horfur eru tvísýn- arí heilum sveitum og jafn- vel í heilum héruðum, að hverju gagni allt þetta verð- ur. En það væri þó sannar- lega ömurlegur endir alls þess, sem gert hefir verið, ef það entist ekki þar til vorbatinn kemur, svo að allt yrði unnið fyrir gýg. Hér skulu ekki bornar fram neinar hrakspár, en enginn má loka augunum fyrir því því, hvernig ástatt er. Þeir eru orðnir nokkuð margir bændurnir, sem hafa kostað miklu til að kaupa fóður handa bústofni sínum og flytja það heim og sjá nú samt ekki annað fyrir, en þeir verði bjargarlausir og verði að fella bústofn sinn, ef framhald verður enn á kuld- um og tekur fyrir frekari hey kaup. Ef svo fer, þá er allt erfiðið og allur tilkostnaður þeirra til einskis og verra en það. Þrátt fyrir allt, sem fórn að hefir verið, tapast þá málið í síðustu lotu. Þetta værú hin verstu og hörmulegustu tíðindi, og til þess má alls ekki koma, ef nokkur úrræði eru önnur. Lengi er hægt að þola þraut- ir og neyð, sem á engan hátt verður undan komizt, en erfitt er að þola það, að skepnur sé felldar á vordög- um eftír mikið og dýrt eldi, ef nokkurs staðar er til í land inu fóður, sem hægt væri að spara handa þeim. í þeim sporum standa íslenzkir bændur nú, að það er einmitt þetta, sem blasir við augum og skollið getur á. Vitanlega er nú svo komið, að bændur hafa ekki fóður af lögu, enda er óvenjulegt vetr arríki og harðindi um land allt'. Nú verður yfirleitt hvergi losað hey úr því sem komið er, nema með þvi að gefa annað fóður í þess stað. En þá leið verður að fara, svo að ekki þurfi að grípa til neins konar óyndislegra ör- þrifaráða, sem engin úrræði eru. Bændur eiga almennt létt með að skilja þær ástæður, sem hér er um að ræða. Þá ERLENT YFIRLIT: Yfirheyrsíum sjónvarpað Fra’giir lior^arstjjóri og' spilavítiskomintí;* ur frammi lyrir tlómstóli almeiinings Síðari hluta marzmánaðar fóru fram yfirheyrzlur í New York, sem urðu þess valdandi, að stórlega dró úr aðsókn að opinberum skemmtistöðum í borginni. Þó gilti þetta ekki fyrir skemmtistaði, er höfðu sjónvarpstæki, þar var aðsókn- in meiri én nokkru sinni fyrr eða síðar. Ástæðan var sú, að yfirheyrzlum þessum var sjón- varpað frá- ekki færri en fjór- ^ um sjónvarpsstöðvum, og var fylgzt með þeim í sjónvarpinu af slíkum áhuga, að þess eru engin dæ.mi. Yfirheyrzlur þessar voru líka í mesta máta óvenjulegar. Á síðastliðnu sumri skipaði öld-! ungadeilditr í Washington sér- 1 staka nefnd,-er skyldi kynna1 sér, hvað hæft væri í orðrómi I um ýmsa ólöglega fjárglæfra- j mennsku,.! Bandaríkjunum, eink! um í sambandi við fjárhættu- I spil og veðreiðar. Ekki sizt skyldi nefndin kynna sér, hvort umrædd fjárglæfrastarfsemi nyti beinnar eða óbeinnar vernd ar þeirra, er fara með stjórn og löggæzlu, í stórborgunum, svo að fQrkólfum hennar væri af þeim ástæðum kleift að halda henni uppi. Kefauernefndin. í fyrstu var ekki búizt við miklum árangri af störfum þess arar þingnefndar, enda algengt að slík iwKfndastörf séu mest til málamynda. Hér fór hins vegar á aðra leið. Formaður nefndarinnar var kjörinn einn af róttækustu öldungadeildar- mönnum demokrata Estes Kefauer frá Tenessee. Kefauer tók starf nefndarinnar í mesta máta alvarlega. Hann ferðaðist til allra helztu stórborga og yfirheyrði þar menn í tugatali. Hann lét, kalla fyrir sig þá menn, sem taldir voru að veita fjárglæfrasamtökum forustu, en fram til þessa tíma höfðu þeir fengið að' fara sinna ferða ó- áreittir. Bráðlega fór þetta líka á þann veg, að þegar Kefauer var von til einhverrar borgar, að menn þeir, er taldir voru forsprakkar fjárglæírastarfs- seminnar þar, þurftu allt í einu að fara í ferðálög til fjarlægra staða. Yfirheyrzlur Kefauers báru þó fljótlega verulegan ár- angur og viða varð hann held- ur ''óhagstæður flokksmönn- um hans, er fara með stjórn flestra stórborganna. Þeir virð- ast hafa sýnt mikla linkind og undanlátssemi við fjárglæfra- mennina. Talið er, að þetta hafi spillt talsvert fyrir demo- krötum í þingkosningunum á síðastl. hausti, og m. a. orsakað það, að foringi þeirra í öldunga deildinni, Lucas frá Illinois, féll í kosningunum. Hann var að vísu ekki neitt við starf- semi þessa bendlaður, en flokks menn hans fóru með stjórn í Chigaco, þar sem fjárglæfra- starfsemin virtist dafna góðu lífi. Öflug fjárglæfrasamtök. Kefauer lét þetta þó ekki á sig fá, heldur hélt yfirheyrzl- um sínum áfram. Niðurstöður nefndar hans hafa nýlega ver- ið birtar. Samkvæmt þeim starfa nú í Bandaríkjunum a. m. k. tveir öflugir fjárglæfra- hringir, sem reka ólögleg spila- víti, veðmálastarfsemi og yfir- leitt alls konar fjárglæfra. Ann ar hefir aðsetur í Chigaco og eru stjórnendur hans gamlir samstarfsmenn A1 Capone, sem alræmdur var á sínum tíma. Hinn hefir aðsetur í New York og er aðalforsprakki hans Frank Costello, er í seinni tíð hefir oft verið nefndur spilavítiskon- ungur Bandaríkjanna. Nokkúð samstarf er miili hringa þess- ara og bendir ýmislegt til þess, J að Charles Luciano sé yfirmaður þeirra beggja, en hann var gerð- ur landrækur fyrir nokkrum árum fyrir atbeina Deweys rík- isstjóra og dvelst nú á ítalíu. Tekjur þessara fjárglæfra- samtaka eru stórkostlegar og eru það einkum spilavítin, er gefa mikinn arð. Yfirvöldin virð ast yfirleitt láta þessa starf- semi afskiptalausa eða þykjast ekki verða hennar vör. Sterkar líkur benda til, að þau hafi með víðtækum mútum keypt sér frið við löggæzluna, er af þeim ástæð um hafi látið sér sjást yfir starfsemi þeirra. Þáttur sjónvarpsins. Lokaþátturinn í starfsemi Kefauersnefnarinnar að sinni voru yfirheyrzlur, sem fóru fram í New York í seinni hluta marzmánaðar og var sjónvarp- að, eins og áður segir. Svo er tal ið, að fyrir atbeina sjónvarps- ins hafi áhorfendur að þessum yfirheyrzlum verið til jafnaðar 4,5 millj. manna. Vegna sjónvarpsins eru yfir- heyrzlur þessar taldar hafa orð ið stórum áhrifameiri og erfið- ári fyrir vitnin en ella. Þau voru hér að vísu ekki frammij fyrir venjulegum dómstóli, og þurftu ekki að svara nema því;! sem þau sjálf vildu. Af þess- um ástæðum hafa yfirheyrzlur þingnefndanna þótt litils- virði. Að þessu sinni var þó aðstaðan nokkur önnur, þar sem vitnin voru sér þess með- vitandi, að á þeim hvíldu vök- ul augu milljóna áhorfenda, sem fylgdust nákvæmlega með viðbrögðum þeirra og þeim á- hrifum, sem hinar ýmsu spurn- ingar höfðu á þau. Það jók líka á áreynsluna, að hin heita birta ljósmyndatækjanna hvíldi á þeim mestallan tímann. Það má segja, að vegna þess- arar óvenjulegu aðstöðu, hafi vitnin raunverulega verið að heyja úrslitabaráttu fyrir fram tíð sína, því að þau stóðu hér frammi fyrir dómstóli almenn- ingsálitsins og eftir úrskurði hans hlaut það mjög að fara, hvérnig verðir laga og réttar tækju á þessum málum á eftir. KEFAUER stoðar. Svo vel hefir hann geng ið frá þessu, að vafasamt þykir, að löggæzlan nái nokkurn tíma tökum i hári hans. O’Dwyer er Irlendingúr, sem kom til Bandarikjanna á ungl- ingsárum sinum. Hann vann fyrst algenga verkamanna vinnu, gerðist síðan lögreglu þjónn, las lög í tómstundum sínum og hlaut saksóknara- stöðu. Hann hlaut mikla frægð fyrir framgöngu sína sem sak- sóknari og þó sérstaklega í sam bandi við glæfraflokk, sem hlaut titilinn „Murder, Inc“. Þegar La Guardia lét af borgarstjórn New York borgar, þótti O’Dwyer sjálfsagður eftirmaður hans. Hann var tvikosinn borg- arstjóri, þrátt fyrir andstöðu Tammany Hall, en lét af störf- um vegna heilsubrests á síð- astliðnu sumri og var þá skip- aður sendiherra í Mexico. Þeir Costello og O’Dwyer stóðu sig báðir vel í réttarhöld- unum, en þó þykir sekt Cost- ellos augljósari .eftir en áður, þótt enn muni löggæzlunni reynast erfitt að hafa hendur í hári hans. O’Dwyer stóð sig líka vel, eins og vænta mátti af vönum saksóknara og stjórn- (Framhald á 6. síðu.) Costello og O’Dwyer. Það voru einkum tvö vitni, er drógu mesta athygli að yfir- heyrzlunum. Annað var glæfra kóngurinn umtalaði, Frank Costello, og hitt var hið gamla 1 átrúnaðargoð New York búa, William O’Ðwyer, fyrrum borg- arstjóri. Costello er Sikileyingur, rúm- lega sextugur að aldri, og flutt- ist kornungur til Bandaríkj- anna með foreldrum sínum. Hann byrjaði snemma að leggja lagabrot fyrir sig og voru það þó einkum bannlögin, er studdu að gengi hans. Gróða sinn lagði hann m. a. í það að koma upp spilavítum, sem hafa reynzt honum gróðasæl. Costello hefir þó jafnan gætt þess vel að láta leppa annast þessa starf- semi sína og hefir jafnan reynt sjálfur að leika hinn sanna heiðursmann. Hann hefir haft slynga lögfræðinga sér til að- Raddir nábúanna Alþýðublaðið svaraði á mið vikudaginn var þeim þvætt- ingi Þjóðviljans, að heildsal- ar hafi staðið að lista lýðræð- issinnaðra samvinnumanna í KRON-kosningunum. Það seg ir m. a.: „En það eru til heildsalar í KRON, og þá er að finna í hópi kommúnista með fram- kvæmdastjóra félagsins, Is- leif Högnason, í broddi fylk- ingar. Kommúnistar hafa efnt til heildverzlunar með „hag neytenda“ fyrir augum, að sögn Þjóðviljans og Isleifs Högnasonar, en niðurstaöan er óvart sú, að hið kommúnist- Mbl. á flæðiskeri Mbl. hefir reynt að telja lesendum sínum trú um það, að Tíminn greini rangt frá stefnu Jóns Sigurðssonar for seta í verzlunarmálum. í því sambandi skulu þessi megin- atriði rif juð upp og skorað á Mbl. að hnekkja þeim, ef það getur: Jón Sigurðsson vildi að verzlun íslendinga yrði sem allra mest á félagslegum grundvelli. Hann tók slíka félagsverzl- un almennings langt fram yf ir einkaverzlun ágætustu framfaramanna íslenzkra og góðra vina sinna og kjósenda. Hann taldi það fjarstæðu, að félagsverzlanir, sem öllum stæðu opnar til þátttöku og áhrifa, yrðu einokurnarstofn anir, enda þótt þær væru ein ar um alla verzlun í heilu héraði. Þetta eru meginatriði i stefnu Jóns Sigurðssonar I verzlunarmálum. í því sam- bandi er tómt mál að tala um það, að hann hafi viljað ná verzluninni úr höndum danskra kaupmanna til ís- lenzkra hlutafélaga. Hann blátt áfram harmaði það, að verzlun Ásgeirs vinar hans á fclafirði varð einkafyrirtæki en ekki félagsverzlun almenn ings við Djúp. Það var ekki sagt Ásgeiri til lasts eða skap raunar, heldur alþýðu íslands til brýningar. Sigurður í Vigur ætti að minnsta kosta að vita þetta, hvað sem er um Valtý. Sigurð ur ætti líka að vita, að allur auður Ásgeirsverzlunar varð dönsk eigin og rann úr landi. Hver sá, sem af alvöru hugsar um hagsmuni almennings við Djúp, hlýtur að dást að fram- sýni Jóns forseta og harma giftuleysi almennings, að gera ekki hina ísienzku verzlun félagslega almenningseign til að festa gróða hennar í hérað inu. Og sízt af öllu ættu þeir, sem þeíta skilja, að vera tals menn þess, að íslendingar láti sig enn „flæða á sama skerinu“ eins og forsetinn orð aði það. Jón forseti sagði, að svo að kalla hvert mannsbarn ætti hlut í verzlun þjóðarinn ar. í samræmi við það vildi hann gera hana félagslega, „innlenda í eiginlegasta skiln ingi“. Forsetinn treysti á dóm- íska heildsölufyrirtæki hefir j kallað yfir almenning „bless- greind almennings og tríiði un“ stórfelldrar hækkunar á því, að menn bæru gæfu til hveiti, einni af brýnustu nauð ag velja sér farsæla forustu- synjavöru sérhvers manns, og menn í verzlunarmálum og er þó ekki öll hækkunin enn sætu ekki u j með þá sem komin til framkvæmda. Og Þjóðviljinn er stórhrifinn af |lla ^nu eða heíðu, annar‘ þessari heildverzlun. Hvers leS sjonarmið, sem ekki felh vegna? Af því að hún er mjólk við almenna hagsmuni. Með urkýr kommúnistaflokksins og þessari trú stendur og fellur málgagns hans. Almenningur allt lýðræði, bæði í verzlunar á að taka verðhækkun sem málum og þjóðskipulagi á gleðitíðindum, ef hluti hennar öðrum sviðum. Að velja menn rennur sem skattur til komm- eftir hæfileikum og skipta um Siíkir menn ættu ekki að 1 hlutverkum eftlr ,þvl fra tala hátt um heildsala. Það með Þarf> er areiðanlega far- er óráðlegt að nefna snöru í sælla en að senda tvo eða hengds manns húsi. Og Isleif- marga til að vinna eins ur Högnason dinglar í snöru manns verk, í von um að einn Borgarfells með kommúnista- kunni að gera það eitthvað flokkinn hangandi á sér, þó hctur. að hann hafi fengið völd sín. , ., . _ framlengd í KRON og Þjóð- I En þetta eru sjónarmið, sem viljinn eigi ekki nógu stór orð a^taf má rökræða og eru und til að vegsama heildsalaáhuga ir álitum komin, en skoðun mun ékki vanta vilja til að leysa vanda stéttarbræðra sinna. En hér þurfa opinber og hálfopinber samtök og fé lagsmálafofusta bændanna að híutast til um það, að um allt land verði sparað hey eft ir því sem frekast er hægt. Með því móti væri enn hægt að ná saman talsverðu heyi handa þeim, sem verst eru settir. hans á hag neytendanna!" Þátttaka ísleifs Högnason- ar í stofnun og stjórn h.f. Borgarfells, er lét innflutn Jóns Sigurðssonar út af fyrir sig er staðreynd, sem öllum er skylt að kannast við, en auðvitað frjálst að hafna og ing ungverska hveitisins ar,ðmæla eftir vild. Mbl. hef- verða fyrsta afrek sitt, sýnir |r Þar valið hinn verri kost- vissulega bezt, hive vel má inn að taisa skoðanir forset- treysta honum til að bera ans< hag neytenda fyrir brjósti. Ö+Z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.