Tíminn - 21.04.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.04.1951, Blaðsíða 7
89. blað. TÍMINN, laugardaginn 21. apríl 1951. 7, Þórður Helgason, Dáiiarniinisin^ Hinn 11. apríl s.l. lézt að heimili sínu í Keflavík Þórð- ur Helgason, fyrrum bóndi, á 81. aldursári. Verður hann jarðseftur í Keflavik í dag. Þórður Helgason var fædd- ur í Bakkakoti á Rangárvöll- um 17. júní 1870. Voru foreldr ar hans þau Helgi bcndi Árna son og' fyrri kona hans, Katrín Guðmundsdóttir. Katrín móð ir Þórðar dó, er hann var á 1. ári. Giftist faðir hann aft ur og átti með seinni konu sinni dóttur, Jóhönnu að nafni. Er þessi hálfsystir Þórðar búandi á Svíná á Rangárvöllum. Þórður ólst upp með föð- ur sínum og stjúpu, og vann þeim, meðan þeim entist ald ur. Bar snemma á eljusemi hans, viljafestu, þreki og verk lægni, og dugðu þessir eigin- leikar honum vel til æfiloka. Hann gekk ekki í skóla í upp vextinum, en öðlaðist fræðslu af góðum bókum og um- gengni við gegna menn og greinda. Mun sú undirstaða hafa verið betri en í meðal- iagi, ef miða má við það, sem hann í elli sinni geymdi enn af fróðleik og vísdómi ýmiskonar. Árið 1900 gekk Þórður að eiga frændkonu sína, Gróu Erlendsdóttir, en þau voru systkinabörn. Hófu þau búskap 1901 í Ártúna-' koti á Rangárvöllum. Er sá bær nú kominn i eyði fyrir j alllöngu, vegna ágangs Þver- ! ár. Bjuggu þau þar í 3 ár, en ! fluttu þá út í Flóa, að Hall- anda í Hraungerðishreppi. — Var efnahagurinn þröngur fyrst framan af, en smáni sam an jukust efnin, eihkum eft- ir að börnin komiist á legg og gátu farið að hjálpa til. Árið 1921 fluttust þau að Bolla- stöðum í sama hreppi, þar sem þau bjuggu til ársins 1935, er þau hættu búskap, og fluttu alfarin til Keflavíkur. Þeiin hjónum, Þórði og Gróu, varð 13 barna auðið, og eru ílest þeirra fædd í Hall- anda. Tvö börn sín misstu þau í spönsku veikinni 1918, á 1. og 3. ári. Hin komust til fuilorðins ára, og eru öll á lífi, nema ein dóttir, Guð- björg, sem lézt hér í Keflavík. Var hún gift Ragnari Guðleifs syni núverandi bæjarstjófa. Hjá þessari dóttur sinni og tengdasyni nutu þau skjóls og aðhlynningar meðan hún lifði. Varð þeim sár harmur að fráfalli hennar. Börn þeirra á lííi eru: Magnús, bú- settur í Sandgerði, Kristín, búandi að Hnúki í Köldukinn, Helgi, Elín og Guðlaugur, bú- sett í Keflavík, Guömundur og Erlendur búsettir á Selfossi Áður en Þórður giftist, eign- aöist hann son, Sigurð. Er hann skipasmiöur í Reykja- vík. Þörður Helgason mun aldrei hafa safnað auði á búskapar árum sinum, og einkum mun hann hafa verið efnalitill fyrstu árin. Tókst þeim hjón um þó að koma upp stórum barnahópi, og verða bjarg- álna er frá leið. Er saga Þórð ar að þessu leyti siálfsagt svip uð sögu margra annarra ís- lenzkra bænda, er barist hafa áfram af þrautseigju og vinnu semi, komið mannvænlegum hópi barna til þroska. bætt jörð og bústofn, unnið hörð- um höndum alla æfina, og séð í elli sinni árangur þess að hafa hvorki bognað né brotn- að, í því, að órudd brautin sem þeir gengu sjálfir, er nú miklu greiðfærari en áður. Eins og að framan er getið, fluttist Þórður til Keflavíkur árið 1935, og dvalöi þar síð- an ásamt konu sinni í skjóli barnanna, nú síðast hjá Guð- laugi og konu hans. Maríu Arnlaugsdóttur. Hér stundaði Þórður ýmsa vinnu fyrstu ár- in, fékkst nokkuð við smíðar í smiðju sinni, eins og hann mun lengi hafa gert, því að hann var lagtækur maður. — Var hann til hins síðasta sí- starfandi, og hélt kröftum sínum lítt skertum, að því er virtist. Er þó víst, að hann var lúinn, þótt eigi hefði hann orð á, því að vinnudagurinn' var orðinn langur. Andlegt fjör hans var óbilað. gáfur næmar og minni traust, svo að menn, er höfðu við hann skipti, dáðust að. Hann var mikið lesinn, og minnugur á allt, er hann las. Kunni hann t. d. heila kafla úr íslendinga sögum og Heimskringlu. og gat þulið viðstöðulaust. Vitn- að gat hann og í biblíuna, og J ónsbókarlestrunum var hann vel kunnugur. Hann mun alla tið hafa gefið sér einhvern tíma til lestrar, hversu sem annir kölluðu að honum. Las þá bækur, blöð og ritlinga, eftir því, sem hann náði til. Saga samtíö- arinnar fór ekki fram hjá hon um, hvorki fyrr né síðar á æfinni, og var lífsskoðun hans sterkt mótuð af reynslu er hann öðlaðist af því, að kryfja til mergjar orsakir og af- leiðingar í daglegu lífi. Eins og mér virðist einkenna marga greinda austanmenn, var honum létt um að segja sögur, enda kunni hann ó- grynni af þeim, bæði persónu sögu og almennra atburða. Vörpuðu þær í munni hans skýrara ljósi yfir raunveru- legar staðreyndir hins liðna,1 heldur en oft vill verða raun á í skráðum heimildum. Þeir, sem áttu því láni að fagna, að kynnast Þórði Helgasyni náið, munu lengi minnast hans sakir mikilla mannkosta. Hinir yngri þeirra sáu í honum traustan mann og vitran, með mikla reynslu tveggja kynslóða að baki. — Hinir eldri áttu í honum bjartsýnan og rét-tsýnan sam ferðamann, sem vegna við- tækra eðliskosta • reyndist þeim þarfur bróðir og góður. Hann naut þess að hafa starf að vel, og heilsaði hverjum nýjum degi elliáranna með sama kjarki og viljafestu og áður, liðtækur að hverju sem hann gekk. Mörg síðustu ár- in starfaði hann í Málfunda- félaginu Faxa, með mönnum sér helmingi yngri að árum. í þeim hópi sýndist hann oft yngstur og vitrastur. Hann unni öllum heilbrigðum fé- lagssamtökum, og veitti þeim lið af einlægni, er hann á annað borð tók þátt í. Þórður bar gæfu til að deyja ungur, þótt kominn | væri á níræðisaldur. Líf hans i brast í miðju starfi, eins og jstælt stálfjöður. Vini hans I setti hljóða, er þeir fréttu j lát hans þann kalda vordag. i Hann hafði þegar lifað mörg , vor bæði köld og hlý, og aldr- ei fengist um. En vinir hans i og vandamenn fagna því, hversu honum tókst vel jarð- argangan, og óska honum heilum inn í nýtt vor. Valtýr Guðjónsson, ji.-••'-. /J ..í* ,5 ,'.í "i;.V ' C.UoT llappclrættislán rsktslsis ÞCRÐUR IIELGASOM, lát'nn. — Vinarminning — Héðan á himinbrautir horfinn er vinur kær. Lifir nú, laus við þrautir, ljóma guös dýrðar nær. Dunar hér dauðasær. Vinir á ströndu standa, staddir í miklum vanda. Vita hann farinn fjær. Út rann þinn ævidagur, ástvinir þakka nú. Hann var svo hýr og fagur, liýr eins og sjálfur þú. Byggð er til himins brú. Minning þín hug vorn hækkar, hugsjónaljósin stækkar, • vermist í von og trú. Ungur í anda varstu ævidags hverja stund. Byrðarnar iífsins barstu, brast aldrei karlmannslund, állt fram að banablund. Vitur og veglundaður, varst ætíð sannur maður. Hög var þín manndómsmund. ■ Mælskur á málaþingum, minnið var trútt sem stál. Einn af þeim Islendingum, sem uppræta svik og tál. Kunnir þitt móðurmál. Sazt þú að Sögu lindum, sást þar í ótal myndum gullið í góðri sál. ísland átti þitt hjarta, unnir þú landi og þjóð. Þjóðræknisbrandinn bjarta barst þú í hetjumóð. Lagðir fram líf og blóð. Tállaus og trúr i lundu, tryggð þína vinir fundu. Þeir.r návist þín var góð. Ævinnar sól í sæinn sígur á banastund. Eftir endaðan daginn ávaxtað geymist pund. — Sof nú rótt — síðasta blund. Minning þín meö oss varir meðan af himni starir stjarna á laufgan lund. Hallgrímur Th. Björnsson. Þú byrjaðir starfsdag þinn snemma, þar.n 11. apríl s. 1., eins og vandi þinn var jafn- an áður. Þú varst við vinnu þína, er þú kenndir dauðans, og hafðir aöeins tíma til að komast heim í hvíluna. Æfi þín öll var eins og þessi síð- asti dagur, alltaf varstu að keppast við að koma sem mestu af. Það var aldrei þinn siður, að geyma það til morg- uns, sem hægt var ao gera í , dag. ' Leiðir okkar lágu saman 18 síðustu árin, og ég hafði af þér náin kynni, bæði sem samherja í þjóðmálum, og einnig sem félaga í Málfunda félaginu Faxa. Og nú. þegar þú ert farinn, og ég lít yfir farinn veg, þá er mér ljóst, að sæti þitt er vandfyilt. Það stendur nú autt. Ég mun jlengi minnast þess, er við j komum saman á fund í fé- 1 lagi okkar daginn efíir burt- för þína og formaðurinn minntist þín, og sagði: „Hver mætijhíhú iyratur.,á íundum i r/iueuí'íííör' Þwta <, í-bíVC I Mtíi/M Itjié, (Framhald af 4. síðu. 45.186, 46.455, 6.710, 47.262, 47.297, 50.969, 52.126 53.553, 53.771, 57.338, 58.638, G0.485, 61.198, 63.890, 64.485, 66.624, 66.721, 68.186, 68.687, 70.994, 71.229, 71.835, 7.345, 77.169, 77.187, 79.919, 80.985, 81.377, 82.713, 84.320, 84.634, 85.873, 85.959, 89.164, 89.290, 91.075, 91.397, 92.280. 94.168, 97.515, 97.519, 47.031, 49.852, 53.375, 54.459, 59.224, 63.155, 66.455, 67.812, 69.606, 71.534, 72.674, 79.489, 81.217, 83.461, 85.739, 86.132, 90.457, 92.031, 96.110, 99.838, 101.876, 103.281, 105.404, | 108.320, i 109.882, ! 110.790, 112.064, 114.406, 116.142, 117.848, 119.234, 121.451, 122.829, 123.927, 125.367, 127.315, 127.952, 131.174, 132.365, 134.087, 136.429. 100.817, 101.930, 105.253, 107.103, 108.733, 110.303, 111.042, 113.870, 114.996, 116.711, 118.674, 120.552, 122.332, 123.540, 124.171, 125.566, 127.495, 130.214, 131.913, 132.495, 134.487, 136.731, ) 46 998, 47.491, 52.147, 53.824, 59.168, 62.450, 66.025, 67.429, 69.545, 71.384, 72.401, 78.461, 80.994, 82.827, 84.957, 86.066, 89.978, 92.031, 95.438, 98.222, 101.090, 102 134, 105 321, 107.246, 109.193, 110.742, 111.656, 113.299, 115.646, 117.213, 119.019, 120.574, 122.724, 123.866, 125 157, 126 247, 127.924, 130.919, 132.283, 132.884, 136.064, 136.801, 136.841. 136.913, 136.929, 137.000, 137.366, 137.580, 137.868, 138.711, 138.797, 138.647, 138.905, 139.124, 139.197, 139.456, 139.987, 140.294, 140.503, 140.655, 140.918, 142.756, 142.799, 142.918, 143.787, 144.252, 144.476, 144.542, 144.603, 147.000, 147.314. 147.504, 149.057, 149.762. (Birt án ábyrgöar.) _irL| Anna IV»íHrsdóttir Eftir H. Wiers-Jensen Leikstjóri Gunnar Hansen. Sýning í Iðnó annað kvöld, sunnudag, kl. 8,15. Aðgöngumið- ar seldir kl. 4—7 í dag, sími 3191. Næst síðasta sinn. Rafgeyma 6 volta, 125, 140, 160 og 200 ampersstunda. — Fáum við. Hentugur fyrir vindrafstöðv- ar cg smárafstöðvar í sveit. — Góð tegund, gerið pantan ir sem fyrst. Sendum gegn póstkröfu. Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23 — Sími 81279 ó.v.\w.v:v.v.w.‘.v.' •v. ■.v.vr.v.’.vv.vj •. . > j; Frystihúsið Heröubreiö| Sími 2678 Gaddavír lí t: (Fríiisíavara). Getum útvegað frá Belgíu til afgreiðslu strax. F. JÓHANNESSON, umboðsverzlun, sími 7015. jl okkar?“ Félagarnir voru hljóðir, þeir hugleiddu marga ánægjustund, er þeir áttu með þér, mörg lærdómsrík og spakleg ummæli, sem verða ógleymanleg. Við hefðum vilj aö að burtför þín hefði dreg- ist enn um sinn, svo að við hefðum notið lengur samver- unnar. Hitt má þakka, að okk ur gafst tækifæri til aö kynn- ast óvenjulegum manni og fé laga, þar sem þú varst. Þú erfðir í rikum mæli hina beztu eðliskosti, drengskap, orðheldni, hreinskilni og margar aðrar fornar dyggðir. Þórður Helgason, gamli sam herji, innilegustu þakkir fyr- ir öll þín óeigingjörnu störf í þágu Framsóknarfélags Kefla víkur, þínar góðu tillögur og leiðbeiningar, fyrir hugljúft og farsælt samstarf. • Vinir þínir geyma minn- \ZT' I ■r. • . inguna um þig í þakklátum lruga, um manninn, sem stóð eins og klettur í hafinu, óbug- aður og heill til síðustu stund ar, unz síðustu báruna bar yf ir. Við hlið þér stóð eiginkon an, Gróa Erlendsdóttir, trúr lífsíörunautur, í hálfa öld. Þú heíðir viljað styðja hana lengur. En þú vissir, að hún er umvafin vinarhöndum.þar sem hún dvelur með syni ykk ar, Guðlaugi og hans ágætu konu, Maríu Arnlaugsdóttur, ! sem er þekkt 'að nærgætni og hiýju í garð þeirra, sem hjálp ar þurfa. Þau munu annast hana, þar til yfir líkur. I Dagsverki þínu er lokið. Það i var mikið og farsælt. Mætti | isienzka þjóðin eiga marga ísyni, jafn trausta og gagn- . merka sem þig. Hvíl i friði, í góði vinur. D. Danivalssoji.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.