Tíminn - 22.04.1951, Qupperneq 4

Tíminn - 22.04.1951, Qupperneq 4
 TÍMINN, sunnudaginn 22. apríl 1951. 90. blað. Pólitískir jpankar: Rabb um bændur Það er ekki ætlunin að j skrifa rækilega grein um i bændur og landbúnaðarmál. Ég hlýddi nýlega á ræðu, er einn af aðal forustumönnum' landbúnaðarins flutti. Undir| þeirri ræðu varð eftirfarandi i brot til að mestu og er það að sumu leyti andmæli við ræðu þessa ágæta forustu- manns og að nokkru leyti þankar í tilefni ræðunnar. Úr sveitunum komnir. Sú menning, sem við ís- lendingar höfum helzt hjar- að á sem þjóð frá fyrstu tíð og hægt er að leggja á borð við menningu helztu þjóða heimsins, er nær öll úr sveit unum komin. Skáldskapur, sagnalist og annað þess hátt- ar hafa ekki aðeins bænd- urnir að Borg og Reykhoiti skapað á fyrstu öldum íslands oyggðar, heldur bændur í gegnum aldirnar. Og sveita- drengir voru þeir í æsku, sem mest og bezt kváðu þrek og þor, sjálfstæðisþrá og fram- farahug í aldamóta kynslóð- ina, er mestar umbætur skilur eftir sig á íslandi allra kynslóða ennþá. Þeir voru úr sveit Jónas Hallgrímsson, Matthias, Stephan G , Einar Ben., Þorsteinn Erlingsson o. m. f 1., sem lyft hafa íslenzkri alþýðu með andans reisn sinni. .4 gelgjuskeiði. Ýmsum finnst bændurnir vera ennþá mjög menningar iega á gelgjuskeiði. Og víst er það, að oft hefir tíðkast í kaupstöðunum, einkum þó Reykjavík, að sýna bændur t. d. á leiksviði, sem hlægileg flón eða fffl. Bændurnir fá harða dóma og það m. a. hjá ýmsum leiðtogum þeirra, að beir séu daufir og seinir að tileinka sér nýjungar al- mennt. En þetta er ekki nærri allt- af rétt ásökun. Það væri a. m. k. þörf að bæta við, að bændur eru varkárir að taka upp nýjungar, af því að leiðtogar þeirra hefðu talið þá á að taka ýmislegt upp í búnað sinn, sem hefir reynst þeim mjög illa og stundum orðið að hinum méstu plág- um. Tökum t. d. karakúlféð. Voru bændur ekki svo ákafir að gera tilraunir með það, eft ir að leiðtogarnir voru búnir að fegra þetta fyrir þeim og enginn að vara við þvi, að þeir icepptust víðsvegar um landið að innleiða þennan ófögnuð. Hefðu nú bændur verið veru lega tregir að taka upp þessa nýbreytni, þá hefði ekki sú ómetanlega ógæfa fylgt þess um „framförum“ eins og raun hefir á orðið. Það er annað að vera varkár og hygginn eða vera haldinn af íhalds- mennsku yfirleitt. Líka ann- að að vera róttækur og djarf ur eða gleypa alla vitleysu, sem kölluð er nýbreytni eða framfarir. Hvernig var það með refina eða minkana eða vindmillurn ar eða karakúlféð og margt annað? Hafa ekki bændurnir oft hlaupið út í fenin og for- æðin, blekktir af villuljósum leiðtoganna? Og hefir ekki „tiiraununum" á hærri stöð- um gengið betur ennþá að koma fyrir fjármunum al- mennings, heldur en að gefa Efiir Vigfús Guðimmtlsson honum sannanir eða góð ráð, hvernig eigi að haga sér í bú- skapnum? Verða bændurnir ekki enn að þreifa sig áfram að mestu sjálfir í gegnum blindhríð af allskonar misjöfn um áróðri? Vélaöldin. Við lifum nú á vélaöld. Og víst er oft dásamlegt að láta vélarnar vinna sem mest fyr ir sig, þótt um leið megi vara sig á að mennirnir sjálfir verði ekki um of vélrænir. Vélarnar hafa lika haldið innreið *sína í sveitirnar. En þótt vélarnar séu góðar, þá eru þær oft dýrar, þurfa mik ið viðhald, hirðingu og góðar geymslur. í þær þarf dýra varahluti, erfitt oft að fá við gerðir á þeim og loks þurfa þær mikið af benzíni og olí- um, sem kostar erlendan gjaldeyri. Hestunum er meira og meira gengið framhjá. Bifreið ar hrúgast inn í sveitirnar að þörfu og óþörfu. Mikið hef ir borið á því síðustu misser- in, að piltar í sveitunum hafa keypt sér úrgangsbíla, eink- um frá Reykjavík, benzín- gáma og skrjóða,. sem alltaf þarf að vera að gera við. Er regluleg raun að efnilegir sveitadrengir verða oft að bráð bílabraskaranna. Ekki er efamál að fjöldi þessara bílagarma, sem á siðustu tím um hafa flætt inn í sveitirn- ar, verða hin mesta plága — bæði peningaþjófar og vinnu spillar. Gott ef þessar „vélar“ verða ekki nokkurskonar minkar eða karakúlfé! Hvergi þar sem farið er um önnur lönd sjást eins lítið notaðir hestar og hér á landi. Jafnvel inni í mörgum stór- borgum eru þeir í notkun og úlji í svditum er lang al- gengast að sjá hesta fyrir jarðyrkjuverkfærum og hey- vinnutækjum. Eins eru þeir mikið notaðir viða fyrir létta vögnum og kerruip. Og víst gátu Ameríkumenn hér á ár- unum unnið sína stóru akra með hestum, þótt á sama tíma notuðu þeir stórvirkar vélar við skurðgröft, bygging ar o. f.l — vélar, sem nú eru fyrst að koma hér í notkun síðustu árin og sumar ekki komnar hingað ennþá. Verksmiðjuiðnaður. Sumir halda því fram, að landbúnaðurinn eiga að líkj- ast sem mest verksmiðjuiðn- aði. Búin eigi að vera stór og sem allra mest framleiðsla á hverju þeirra. Allt sé unnið með fljótvirkum og stórvirk- um vélum. Þessir menn hafa auðvitað margt og mikið fyrir sér. Eigi að leggja eingöngu áherzlu á peningagróða og mikla framleiðslu er þetta ugglaust rétt. En það er til önnur hlið á þessu máli eins og flestum málum. Það er hin uppeldislega hlið og ör- yggishliðin. Sá, sem þessar línur skrif- ar hefir bæði reynt það að* sjá um stórar hjarðir hús- dýra, og einnig að hirða frem ur lítil bú, þar sem hver ein- staklingur varð sem góður kunningi, er ætið var sérstök unun að fylgjast með dag- lega. Ég held það sé meira þroskandi fyrir æskuna að al ast upp með fremur litlu búi, þar sem gott tækifæri er að þekkja og fylgjast með hverj um einasta einstakling. Oft hefi ég tekið eftir því, að menn sem hafa fremur lítil bú, komast oft vel af, hirði þeir vel fénað sinn, hafi ætíð nóg fóður handa honum og fylgist vel með afurðum ein- staklinganna. En búskapur þeirra er oft ast langt frá verksmiðjurekstr inum. Ég held að æskilegasta fram tíðin væri, að það risu upp byggðahverfi, þar sem bezt er til ræktunar og samgangna rafmagnsnotkunar og jafn- vel jarðhita. Menn ættu svo stærri og dýrari verkfæri sam an, en hefðu einn eða tvo hesta hver til margskonar heimavinnslu. Og búin væru ekki stærri en fjölilkyldan gæti unnið að og lifað góðu lífi af. Það megi vara sig á hinni miklu eyðslu á erlend- um verðmætum, sem borgast þarf svo með íslenzkri fram- leiðslu. Eftir því sem minni eru útgjöldin, eftir því má komast af með minna land- rými og minni bú. En jafn- framt getur fleira fólk lifað sjálfstæðu þroskandi lífi af búrekstri. Fjölbreyttari framleiðsla. í öðrum löndum er varla annað hægt en taka eftir því, hve framleíðslan or oftast fjölbreyttari en hér. Til dæm is í Noregi, þar sem landið er víða hrjóstrugt og hver fjölskylda ræður venjulega yfir sáraHtlu landrými, þar er útkoman oft alveg furðu- lega góð. Og þar eru mjög víða orðnir 2, 3, 4, eða 5 bónda bæir þar sem aðeins var einn um síðustu aldamót. Þessu gerist of lítið af hér á landi ennþá, að efnabændur bfii sína gömlu jörö undir það aö fleiri börn þeirra geti búið á henni síðar. Það eru of fáir eins og Bjarni á Skáney, sem eftirlætur öllum þrem börn- um sínum jörðina til þess að þau búi þar þrem góðum bú- um eins og þau gera nú. En til þess að létta undir að svona geti orðið, þarf að auka fjölbreytni framleiðslunnar. Þegar ég kom fyrst út í Noreg, vann ég þar sem verka maður hjá bóndav sem var einn af fjórum sonarsonum afans, sem hafði búið einn á móðurjörðinni. Hver þessara fjögurra bænda hafðl eins stórt bú og afinn hafði haft og talsvert fjölbreyttara. Til dæmis hafði bóndinn, sem ég var hjá allmikla gæsa rækt. Sátum við allt verkafólkið við að „plokka" gæsir dag eftir dag rétt fyrir jólin. Voru gæsirnar síðan sendar til Englands og seldar fyrir hátt verð í jólasteikina þar. Einnig voru ýmsir aðrir alifuglar á búinu og svo sín ögnin af hvoru: kúm, hest- um, sauðfé, svínum, líka garð rækt, aldinrækt o. f.l Svo var smíði og tilbúningur ýmissa muna mjög algengur á sveita bæjunum. Voru þeir seldir fyrir drjúga aura til ferða- manna og annarra. (Framhald á 7. síðu.) „Á vorin safnast vatnið í polla og veröld skrýðist breiðum gróð- urlíns, lögreglumenn fá sér hvíta kolla, og kelin stúlka leitar maka síns“ Þessa. nýju vorvísu kenndi Indriði Þorsteinsson mér í gær en svo kdma hér vorvísur eftir Þórarinn Þorleifsson á Skúfi. Þær eiga við daginn í dag, fyrsta sunnudag í sumri: „Vetur birstur lék sitt lag, loksins misst upp veldi gefur, sumars fyrsta sunnudag, sólin kysst á vangann hefur. Vaknar barn í borg og sveit, bráðnar hjarn og lækur skoppar, ærslagjarna æskan teit, yfir varnarmúra hoppar. Vorið syngur, vorið hlær, vorið styngur snjó af fjöllum, vorið yngir, vorið grær, vorið hringir silfurbjöllum. Ástar vers um sveit og sjó, sólskins messuklæðin vígja. Elli hvessir augun sljó, og hún blessar vorið nýja. Blærinn strýkur blítt um kinn, brosa líka margir glaðir, Þá af sliku það ég finn, þú ert ríkur Himnafaðir. Út um hæðir ómar lag, og frá Græðis hljómar veldi. Ljósið flæðir, ljómar dag, lífið klæðist brúðkaupsfeldi. • ■ * *" 1-4 Geislafingur grös við smá — gæla, yngjast vonir hagsins, brosir lyng og lifna strá, lóan syngur guðspjall dagsins. Beina átt var haldið, heim, haf um blátt á vængjum þönd- um, dag og nátt í sælu sveim; — söng ’ún fátt í Austurlöndum. Núna óðinn, eins og ber, undir ljóða fuglar glaðir, þetta móðins þarna er: Þú ert góður Himnafaðir! Gegnum reyki, þraut og þrá, | þrátt á leiki vors ég stari. Mannsins heykist hugsun lág, hann er veikur meðsöngvari. : Hai-ma þraut og hjartans þrá, ! hljótt frá skauti rökkurs muna. | Röðuls brautu rísa á, reyna að stauta kollektuna. Nærri ís á norðurslóð, náttlaus rís úr vetrarfári; — perla lýsir prúð og góð, Paradís á hverju ári. Vetrar ótta mýkir mein, marga gnótt að færir öndum; læknar sótt og sárin, ein — sólskinsnótt á furðuströndum. Eg á bara ekkert víst, andinn hjarir mest á lánum, allt þó fári eins og snýst, et ég þar af skilningstrjánum. Haf og lendur ljómar bál, ijósið hendur starfs til hvetur, vorið bendir sól í sál, svo mér endist næsta vetur.“ Þessi óffur vona ég að falli saman við þíðviðri og sunnan- átt þá, sem náði um allt land með fyllingu sumartunglsins. ^ Starkaður gamli. Rafmagnstakmörkun Straumlaust verður kl. 11—12. Mánudag 23. apríl. 3. hluti. Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar norð-austur af. Þriðjudag 24. apríl. 2. hluti. Nágrenni Reykjavikur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjáv ar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugarvegi. Miövikudag 25. apríl. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu, Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Fimmtudag 26. apríl. 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Föstudag 27. apríi. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- þ,r og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Mánudag 30. apríl. 4 hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Straumurinn verður rofinn samkvæmt þessu þeg- ar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.