Tíminn - 01.05.1951, Síða 6

Tíminn - 01.05.1951, Síða 6
TÍMINN, þriðjudaginn 1. maí 1951. i 96. blað. Paradís piparsveinanna Bráðfyndin þýzk gaman- mynd með: Heinz Ruhmann Sænskar skýringar. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOU-BÍÓ Óðnr Síberíu (Rapsodie Siberienne) Þessi gullfallega rússneska litmynd verður sýnd aftur vegna fjölda áskorana. ______Sýnd kl. 9.____ Gissur gcrist Cowboy (Out West) Sprenghlægileg ný, amerísk' skopmynd um Gissur gull- i rass og Rasmínu í hinu villta j vestri. I Sýnd kl. 3, 5 og 7. NÝJ A BlÓ Hinir nýríku (Les Nouveaux Riches) Mjög fyndin og skemmtileg frönsk gamanmynd með dönskum skýringartextum. Aðalhlutverk: Raimu, Michel Simon, Betty Stockfeld. Sýnd kl. 7 og 9. Nýtt .suinar „Show4 Músík- söngva- teiknimyndir einnig fræði- og ævintýra- myndir. Allt nýjar myndir. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. HAFNARFIROI BÆJARBIÓ Nóttin langa Skopleikur eftir JÓHANNES STEINSSON Leikstjóri: Einar Pálsson. Sýning í kvöld kl. 8,30. Næstsíðasta sýning. Sími 9184. O'yuSsujuýJaéiuAsíGA alu áejtaA! Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum 1 póstkröfu. Gerum vtð straujárn og önnur heimilistækl Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI H.F. Laugaveg "9. — Sími 5184. Austurbæjarbíó Fjársjóðir f jallanna (Tresure of Sierra Madre) Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3 og 9. TJARNARBÍÓ Rigoletto Ópera í fjórum þáttum eftir Giuseppe Verdi. Sungin og leikin af listamönnum við I óperuna í Rómaborg. Hljömsveitarstjóri: Tullio Serafin. — Söngvarar: Mario Filippeschi Tito Gobbi Lina Pagliuhi Sýnd kl. 7 og 9. Ævintýri I járnbrantarvinnu Viðburðarík og spennandi sænsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Victor Sjöström, John Elfström. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. ÍGAMLA BÍÓ Ilctjan hennar (A Southern Yankee) Sprenghlægileg og spennandi ný amerísk gamanmynd. Red Skelton, Brian Donlevy, Arlene Dahl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Osknbnska Sýnd kl. 3. HAFNARBÍÓ RACÐA (Red River) Spennandi ný amerísk stór- mynd. John Wayne Sýnd kl. 5 og 9. Léttlyndi nýliðinn Hin skemmtilega og vinsæla sænska músík- og gaman- mynd. Ake Söderblom Sýnd kl. 3. Sala hefst kí. 11 f. h. Aflkrfftarsímfi TIWINÍV tus Gerirt áskrifendwr. VIDSKIPTI HÚS»ÍBÚÐ1R l.ÓÐIR « jARÐIR SKIP • BIFREIDAR EINNIG: Vcrðhrcí Vátryggingar Auglýsingastariscmi FASTEIGNA SÖLU MIÐSTÖÐIN Lækjargötu 10 B SÍMI 6530 Örnefni (Framhald af 3. síðu.) landsins gamla smala frá flest um heimilum í nálægum sýsl um og að ýmsir þeirra muni nöfn, sem mikill fengur er að og ekki verða fundin annars staðar eins og nú er högum háttað. Ég hefi sjálfur oft reynt þetta, t.d. bætti einn góður og greindur kaupstaðarbúi rúmlega hundrað örnefnum við örnefnalýsingu hónda eins, sem hafði búið marga áratugi á jörð sinni. Maður þessi nam örnefnin í æsku af gamalli konu á bæ þessa sama bónda. Starf örnefnasafnarans er með köflum dálítið þreytandi og tilbreytingalítið. Mörg hversdagslegustu nöfnin virð ast flestum við fyrstu sýn varla þess verð að tefja fólk frá vinnu. Ef fyrst væri snúið sér til kaupstaðabúanna og skrásett það, sem þeir kunna aö vita, kæmi örnefnasafnarinn oft- ast færandi hendi út í sveit- irnar þegar hann færi þang- að til frekari söfnunar, og samanburðar. Myndi þá sú raunin á verða að báðir aðil- ar gætu frætt hvorn annan, örnefnasafnarinn og heimils- fólkið. Færi vel á því, frá- sögnin myndi verða Ijúfari og grynnra á perlunum. Þó má vera, að sú leið reyn ist enn heppilegri, að leita fyrst á fund sveitafólksins og leggja svo niðurstöðuna fyrir hina burtfluttu, sem oft eru farnir að ryðga í ríminu og þurfa einhverja hvatningu til jþess að ná sér á strik. Mig grunar að úr þremur austustu hreppum Rangár- vallasýslu, eða jafnvel fjór- um, hafi heilar fjölskyldur flutt af jörðum sínum til Vest mannaeyja, og tel að ekki sé fullsannað í sveitum þessum fyrr en leitað hafi verið til þessa fólks. Af eigin reynslu þykist ég geta fullyrt að mörg nöfn myndu þar koma í leitirnar, ýmist nöfn á stöðum, sem nú eru nafnlausir og jafnvel ekki síður nöfn á stöðum, sem nú beia önnur nöfn. Ég tek þetta fram til at-: hugunar, en annars veit ég af orðum Bergsteins, að söfn- un þessi er í óvenju góðum höndum, þar sem eru hendur fræðimannsins Þórðar Tóm- assonar frá Vallatúni. Hon- um er manna bezt trúandi til þess að taka þetta til athug- unar og leysa verkið vel af hendi, vegna alþekkts áhuga hans á sögu þjóðarinnar og sögnum. Hafi Bergsteinn þökk fyrir áðurnefnda grein sína og allt starf sitt og allir þeir, sem til örnefnasöfnunar hvetja í orði og verki. \ Mætti örnefnasöfnun Rang æinga verða svo nákvæm að fá ein undansleppi. ÞJÓDLEIKHÚSID Miðvikudag kl. 20. Reilög Jóhaima eftir B. Shaw. Anna Borg í aðalhlutverki. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Fimmtudag kl. 20.90. Sölumaðnr deyr eftir Arthur Miller. Leikstjóri: Indriði Waage. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 tll 20,00 daginn íyrir sýn- lngardag og sýnlngardag. Tekið á móti pöntunum. Siml 80000. ■AV.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.’.V.V.V.V Bernhard Nordh: 'onci VEIÐIMANNS 4. DAGUR þinn og móður þína.... Hann otaði stafnum í jörðina og horfði niður að myllunni. — Hvað veit Eriendur um landnám í fjallbyggðunum? Ingibjörg sagði, að Erlendur hefði farið á markaðinn um veturinn. Hann hefði séð nýbýlingana koma með stóra skinnastránga — skinn af refum, hreysiköttum og úlfum, jafnvel bjarnarfeldi. — Erlendur segir, að það megi komast að góðum kaupum, ef grávara sé í boði. Það þurfi ekki mörg tófuskinn til þess að kaupa kú eða úlfaskinn til þess að eignast kindur og geit- ur. Skógurinn er öllum heimill þar upp frá, og landið þarf ekki að kaupa. — Hann hefir sagt þér, að frostið eyðileggur kartöflurn- ar og kornið? Að það er ekki fátítt, að fólk svelti í hel í nýbyggðunum? Erlendur hafði ekki minnzt á frost og hungurdauða, En Ingibjörg hélt uppi vörnum. — Frost og hungur getur alls staðar herjað, ef ólánið dynur yfir. Erlendur ætlar að treysta fyrst og fremst á veiði- skapinn, og þú veizt, faðir minn, að hann kann að miða byssu. Jón Einarsson rumdi í bringu sér. O-já — vissi hann það. Elgur hafði verið skotinn á landi þorþsbúa, og hafði þó ekki neinn úr þorpinu verið þar á ferð. Hann sat lengi hugsi. — Ég lasta það ekki, að Erlendur vill komast í veiðiland, sem honum er frjálst, sagði hann loks. En hann ætti að hefja veiðiskapinn og landnámið þar einn síns liðs. Það er ábyrgð- arhluti að fara með konur á ókunnar slóðir. Ingibjörg sletti í góm. — Er\i konurnar slíkir vesalingar, að það þurfi að reiða þeim sæng, ef þær leggjast til hvíldar? Tveir bjarga sér betur en einn. — Erlendur á bát, og hann þarf hjálp til þess að koma honum upp fyrir fossana. — Og þú ætlar að fara með honum í taátnum upp ána? — Það er ekki annað til bragðs að taka. Erlendur hentar ekki jörðinni þinni, og ég vil ekki yfirgefa hann. — En banni ég þér þetta heimskuflan? — Faðir minn hefir ekki rétt til þess að hefta för mína, hrópaði stúlkan þrjózkulega. — Það hefi ég þó kannske, þegar svona er í pottinn búið, tuldraði hann. En ég ætla ekki að beita því valdi mínu. Ég vil Knúti ekki svo illt. Ingibjörg starði undrandi á föður sinn. — Knúti.... ? — Ég gæti beitt þig þeim ráðum, að þú vitkaðist, hélt Jón Einarsson áfram lágum rómi. Og ég er kannske slæmur faðir, fyrst ég geri það ekki. Ég hefi hugsað mikið um þetta síðustu dagana. Að vera giftur konu, sem heldur, að hún hafi fórnað ást sinni og hamingju — það er vítisvist á jörðu. Knútur á betra skilið. Ingibjörgu varð orðfall. Hún hafði búizt við því, að faðir hennar myndi annað tveggja reyna af alefli að koma í veg fyrir fyrirætlanir hennar eða verða bálreiður og reka hana af heimilinu með harðri hendi. — Þá.... þá þarf ekki meira um þetta að tala, stamaði hún. — Nei. Þú hefir talað um rétt, og sá réttur er þér veittur. En sá dagur mun koma, að þú skilur, að réttur er varasamt orð. Jú — eitt enn: Það verður ekkert brúðkaup haldið hér í byggð. Ingibjörg svaraði með mikilli þykkju, að þau krefðust þess ekki. Þau gátu gengið í hjónabandið, er þau komu upp í ný- byggöirnar. — Gott. Og svo hefir þú væntanlega hugleitt það, að sá, sem hverfur frá heimili sínu, hefir fyrirgert kröfurétti sín- um síðar. — Sért þú að hugsa um jörðina, faðir minn, þá komust við af án tilkalls til hennar. Jón Einarsson kinkaði kolli. Svo reis hann á fætur og gekk spölkorn lengra upp í landið, sem átti að ryðja og rækta. Ingibjörg dró andann djúpt og sneri heim á leiö. II. Ingibjörg og Erlendur voru á leið upp ána á hlöðnum báti. í för með þeim var svartur hundur. Þau héldu sig við annan ■ ■1 í‘- ' <«.*«'' :■ ,:ujo <. ■ *■:< iiiö4 a

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.