Tíminn - 08.05.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1951, Blaðsíða 5
íoo. 'Mf • TÍMINN, briðjudaginn 8. mai 1951. ,0. 111(1 í Varnarsamningurinn Við komu hersins Það eru mikil tíðindi og ekki góð, að útlendur her er að bú- j ast um til givaiar á íslandi. | Hins vegar koma þau tíðindi engum á óvart og kvíði og uggur um önnur miklu verri og ægilegri liggur í lofti. Hér stóðar i ráuninni lítið að fjölyrða um ógeð íslend- inga á yopnaburöi og vígbún- aði, ást okkar á friði og löng-I un til a$-að mega eiga gott og gott eitt við allar þjóðir. Það hugarfar breytir ekki því, að við tifúm í herskáum heimi á ófriðartímum. Síðustu ;mánuði hefir geisað ægileg stórstyrjöld hinum megin á hnettinum og er þar ekki lát á. Allir Vita, að fleira býr þaí að baki en opinber- lega hefir verið uppi látið. Og með þeirri tækni og hraða, sem menn hafa nú vald yfir er hnötturinn svo lítill, að hann ér allur í hættu, þegar ófriðarbáí logar einhvers stað ar. Framhjá. því verður ekki gengið, aö Ldag er ófriður og ófriðaíástand í heiminum. Það'skiptif þVí ihestu máli í sambáhái viS hinn útlenda her, sern til íslands er kominn, hvort fcoma.hans hingað auki eða minnki ófriðarhættuna. íslendingar munu ekki telja eftir að taka á sig hokkur ó- þægindi, ef þá væru meiri lík ur til áð heíminum yrði hlíft við algerri styfjöld. í þeirri trú he-fir .ríkisstjórn íslands samið um hersetuna, að henn ar vegna væru meiri líkur til að friður mætti haldast I þess um hluta ? faeims. Vel megum við íslendingar hugleiðá það þéssa daga, að nánusttf ;frændþjóðir okkar, Danir pg Norðfnenn, leggja nú ' á sig þungar byrðar vegna landvarnármála. Engir munu halda þy.í frabJ/að það sé gert i árásarhug .eða smáþjóðir þær hyggi .tit landvinninga með Vopnavaldi. Hins vegar fagna þær þjóðir því nú, að varnariéýéi þeirra bjóði ekki heim árásarher, svo sem þær hlutu þjeizka reynslu af fyrir 11 árum, og þykir þeim nú gott, að vetea 1 bandalagi um sameigmleg^r. yaríiir. í því sambaíidi verður ekki fram- hjá því- gengið, að ísland, — landiðísjálft, — er eins konar hlekkiáf í festi, sem frænd- þjóðurn okkar og nágrönnum þykir iniklu skipti, að hvergi rofni. porðmenn, Danir, Bret ar og þandalagsþjóðir þeirra líta því-ekki á það, sem einka- mál ísféndinga einna, hvernig háttað"er vörnum landsins. Þesst.má enn minnast, að Svíar, TBem ekki eru í neinu bandalági, leggja einnig á sig þungaj byrðar fjárhagslega vegna tílandvarnanna, og er þeim |fó sízt í hug að hefja eða heýja árásarstríð. Þegáí þessa alls er gætt, ligguríþað ljóst fyrir, að ekki stoðar** og engu breytir, þó að mönnum.leiðist það ástand, sem erpí heiihinum.'Það breyt ist ekki hót þó að höfði sé stungið í sandinn og hugsað um þaf, hvað’æskilegast hefði verið. Menn verða hverju sinni að miðá við það-ástand, sem er og vita hvar þeir eru stadd ir. Inngangsorð. Þar sem íslendingar geta; ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefir sýnt, að varnarleysi lands stofnar ör- yggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um alþjóða- mál, hefir Norður-Atlants- hafsbandalagið farið þess á leit við ísland og Bandarik- in, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-At- lantshafssamningurinn tek- ur til, með sameiginlega við- leitni aðila Norður-Atlants- hafssamningsins til að varð- veita frið og öryggi á því svæði fyrir augum. Samning- ur sá, sem hér fer á eftir, hefir verið gerður samkvæmt þessum tilmælum. I. GREIN. Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafs- bandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekizt á hendur með Norður-Atlantshafssamn- ingnum, gera ráðstafanir til varnar íslandi með þeim skil- yrðum, sem greinir í samn- ingi þessum. í þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður-Atlantshafssamn- ingurinn tekur til, fyrir aug- um, lætur ísland í té þá að- stöðu í landinu, sem báðir að- ilar eru ásáttir -um, að sé nauðsynleg. II. GREIN. ísland mun afla heimildar á landsvæðum og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að í té verði látin að- staða sú, sem veitt er með samningi þessum, og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að greiða fslandi, íslenzk- um þegnum eða öðrum mönn um gjald fyrir það. . r*1 « • * III. GREIN. Það skal vera háð samþykki íslands, hverrar þjóðar menn eru i varnarliðinu svo og með hverjum hætti það tekur við og hagnýtir þá aðstöðu á ís- landi, sem veitt er með samn- ingi þessum. mm IV. GREIN. Það skal háð samþykki Is- lenzku rikisstjórnarinnar, hversu margir menn hafa setu á íslandi samkvæmt samningi þessum. ■I s 1 1 • V. GREIN. Bandaríkin skulu fram- kvæma skyldur sinar sam- kvæmt samningi þessum þann ig, að stuðlað sé svo sem frek ast má verða að öryggi ís- l^nzku þjóðarinnar, og skal ávallt haft í huga, hve fá- mennir íslendingar eru svo og það, að þeir hafa ekki öld um saman vanizt vopnaburði. Ekkert ákvæði þessa samn- ings skal skýrt þannig, að það raski úrslitayfirráðum ís- lands yfir íslenzkum málefn- um. — VI. GREIN. Samningur sá, er gerður var hinn 7. október 1946 milli íslands og Bandaríkjanna um bráðabirgðaafnot af Keflavíkurflugvelli, feílur úr gildi við gildistöku samnings þessa, og mun ísland þá taka í sínar hendur stjórn og á- byrgð á almennri flugstarf- semi á Keflavíkurflugvelli. — ísland og Bandaríkin munu j koma sér saman um viðeig- i andi ráðstafanir varðandi skipulag á rekstri flugvallar- ins til þess að samræma starf i semi þar því, að hann er jafn framt notaður í þágu varna íslands. VII. GREIN. Hvor ríkisstjórnin getur, hvenær sem er, að undanfar- inni tilkynningu til hinnar ríkisstjórnarinnar, farið þess á leit við ráð Noröur-Atlants hafsbandalagsins, að það end urskoði, hvort lengur þurfi á að halda framangreindri að- stöðu, og geri tillögur til beggja ríkisstjórnanna um það, hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slík málaleitan um endurskoðun leiðir ekki til þess, að ríkis- stjórnirnar verði ásáttar inn- an sex mánaða, frá því að málaleitunin var borin fram, getur hvor ríkisstj órnin, hve- nær sem er eftir það, sagt samningnum upp, og skal hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síðar. Hvenær sem atburðir þeir verða, sem 5. og 6. gr. Norður-Atlantshafs- samningsins tekur til, skal aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, látin í té á sama hátt. Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðar- þarfa, mun ísland annað- hvort sjálft sjá um nauðsyn- legt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandarikjunum að annast það. VIII. GREIN. Samningur þessi er gerður á islenzku og á ensku, og eru báðit textar jafngildir. Hann gengur í gildi, er hann hefir verið undirritaður af réttum yfirvöldum íslands og Banda- ríkjanna og ríkisstjórn ís- Um meðferð málsins er það að segja, að ekki þótti tiltæki legt að hafa opinberar um- ræður um herflutninga þessa áður en þeir færu fram. Hins vegar kynnti ríkisstjórnin sér viðhorf þingflokkanna allra, nema kommúnista, en ekki þótti ástæða til að spyrja um afstöðu þeirra til þessa máls. Stjórnarflokkarnir báðir og Alþýðuflokkurinn voru ein- nuga í þessu máli og samþykk ir þeim samningi, sem gerður hefir verið. íslendingum er það að sjálf sögðu ógeðfellt, að útlendur her dvelji í landi þeirra og þykir miklu skipta, að sá her verði sem fámennastur og dvelji sem skemmst. Þó munu margir telja, að þá rætist vel úr málum, ef ekki kemur tll annars verra en að það lið, sem nú kemur hér, hafi hér friðsamlega dvöl um stundar- sakir. íslenzka þjóðin óskar friðar, en hún veit þó, að hún verður að taka á málum með fullu raunsæi og lifir ekki eingöngu í heimi óskanna. Þess vegna verða menn líka að meta hvaða úrræði séu lík legust til þess, að ísland verði ekki styrjaldarvettvangur og vígvöllur. Það er skylda ís- leenzkra stjórnarvalda að reyna að bægja þeirri hættu frá þjóðinni, svo sem verða má. Og nú hefir það þótt lík- legra, að hjá slíkum hörmung um yrði sneitt, svo sem varð í síðustu heimsstyrjöld, ef hér væru nokkrar varnir fyrir. lantís héfir afhent ríkisstjórn Bmdaiikja Ameríku tilkynn- ingu um, a'ð samningurinn j hafi verið fuilgiltur af ís- lands hálfu. Gert í Reykjavík, hinn 5. maí 1951. Fyrir hönd Ríkisstiórnar íslands: (sign) Bjarni Bene- diktsson, Utanríkisráðherra íslands. Fyrir hönd Ríkisstjórnar Bandaríkja Aineríku: (.sign) Edward B. Lawson, Sérlegur sendiherra og ráðherra með umboði íyrir Bandaríki Ame- riku á íslandi. Baðstofnhjal (Framhald af 4. síðu.) hagga af ótta við að öll borgin hrynji. Þvi hefir iðulega verið hald- ið fram, að þeir prestar innan evangelisklúthersku kirkjunn- ar, sem aðhyllast biblíugagn- rýni og predika andstætt sum- um af játningum Lúthers, geri sig seka í svikum við þá Kirkju, sem þeir þjóna. Slíkar staðhæf- ingar eru vissulega reistar á miklum misskilningi. Þessi af- staða hinna svonefndu frjáls- lyndu presta, er einmitt í fullu samræmi við afstöðu Lúthers og afstöðu sjálfs höfundar kristn- innar. Jesús Kristur og Lúther voru báðir hinir frjálslyndu guð fræðingar sinna tíma. Báðir börðust gegn ofurvaldi erfikenn inga fyrri tíðar. Lúther vildi reisa boðun fagnaðarerindis- ins eingöngu á frásögnum Ritn ingarinnar um líf og kenningu Jesú. Hann vildi reisa boðunina á því, sem hann taldi sannast og réttast. — Á dögum Lúthers voru ekki þekktar þær vísinda- legu aðferðir við krufningu heimildarrita, sem nú er beitt. Ekki var því þá fyrir hentíi sú aðstaða, sem er nú, til að kom- ast sem næst því, hvað Jesús sjálfur boðaði. Getur nokkrum blandast hugur um það, að Lúther myndi hafa kosið að hafa í þeim málum jafnan það, sem sannast reyndist? Getur prestum hinnar evangelisklúth- ersku kirkju því undir nokkrum kringumstæðum verið skylt, að ríghalda sér við þær af játn- ingum hans, sem voru reistar á ónógri þekkingu á mismun- andi gildi heimildarrita, og sem ekki eru í samræmi við það, sem vér teljum að Meistarinn sjálfur hafi boðað? 1 því tilliti ber auðvitað að fylgja megin- stefnu Lúhters, þeirri að ríg- binda sig ekki við erfikenning ar og játningar horfinna kyn- slóða, heldur að fara eftir heimildum Nýjatestamentis- ins, samkvæmt því, sem menn gera sér grein fyrir þeim á hverjum tíma. Þó að þessi sé afstaða vor, hinna svonefndu frjálslyndu presta, þá brestur algerlega heimild til að halda þvi fram, svo sem iðulega er gert, að vér viljum aðhyllast játningar- lausa kirkju. Vér viljum einung is ekki bindast játningum lið- inna tíma, þegar þær fara í bága við það, sem vér teljum sannast og réttast. — í trúar- legum og siðrænum efnum á hver kynslóð að búa við sinar játningar. Skilyrðislaust dauða hald við erfikenningar hlýtur að valda andlegri kyrrstöðu og hningnun. Sérhver kynslóð sér- hver maður verður að hafa leyfi til að túlka hina helgu bók eftir þvi sem honum er gefin andleg spektin." Hér hefir prestur svarað fyrir sig og er máli hans lokið. Starkaður gamli. Alþýðublaðið og skrifstofuvaidið Alþýðublaðið ræðir umt kaupfélögin og verðlagseftir- litið á laugardaginn og eru það undarleg skrif. Segir þar, að verðlagseftirlit með sjálf- um sér geti kaupfélögin auð- vitað ekki haft. Nú eru .kaupfélögin eign þess almennings, sem í þau gengur og við þau skiptir og því hlýtur það fólk jafnan að krefjast þess, að þau séu rek- in með hagsmuni þess fyrir augum. Ef kaupfélög eru lát- in safna fé með rekstri sín- uin, er það eins konar skatt- gjald, sem félagsmenn inna af höndum af frjálsum viija, til að tryggja framtíðarhag og rekstur fyrirtækisins eða gera því fært að færa út kví- arnar og auka starfsemi sína. Nú má vel vera, að trú Al- þýðublaðsins á vakandi gagn rýni almennings og lýðræði almennt sé svo lítil, að þvi þyki engin trygging vera í þessu. Þá væri ástæða tll að spyrja, hvort blaðið væri orð ið andsnúið öllum opinberum rekstri. Það segir sig sjálft, að ef frjáls félagsskapur al- mennings, eins og kaupfélög in, getur ekki gætt sín sjálf- ur, geta þó ríkisfyrirtæki enn síður gert það. Væri nokkur hætta á því, að kaupfélögin yrðu kúgunartæki og einokun arstofnanir vegna þess, að þau gætu ekki haft verðlags- eftirlit með sjálfum sér, er sú hætta þó meiri þar sem ríkisstofnanir og þó einkum með lögvernduð einkaréttindi eiga hlut að máli. Þó rennur fyrst verulega út í fyrir blaðinu, þegar það fer að tala um að kaupfélög- in myndu ekki hafa ,ákæru- vald gegn þeim verzlunum, sem kynnu að taka upp á því að selja gallaða eða ónýta vöru.“ Þar er því til að svara, að vitanlega cr það mál, sem hver og einn getur kært, eins og til dæmis sauðaþjófnað. Slík mál eru ekki fengin sér- stökum dómstólum af því, að ákæruvald vantaði eða ekki geti verið um neina laga- vernd að ræða annars. Hitt er annað mál, að þeg- ar hömlur eru miklar á verzl- un í landinu og vöruskortur er strangt og árvakurt verð- lagseftirlit ill nauðsyn og þá skiptir miklu hvernig það er framkvæmt. Þess vegna beitti Framsóknarflokkurinn sér fyrir því, að verðgæzlan væri lögð í hendur þess fólks, sem hún á að vernda, eða samtaka þess. En það datt flokknum aldrei í hug, að verð lagseftirlitið út af fyrir sig gæti nokkurntíma skapað æskilegt ástand í verzlunar- málum, og því leggur hann alltaf meiri áherzlu á annað. Það er að sínu leyti eins og góð heilsa er betri en góður læknir og gott siðferði ennþá æskilegra en góð lögregla. Alþbl. gerir alþýðu lands- ins engan greiða með því, að reyna að telja mönnum trú um, að þeim sé óhætt að sofa í viðslijptamájum, þvf að verðlagseftirlitið vaki vfir því, að þeirra hag sé borgið f hverri verzlun, . enda verði það að hafa frumkvæði að því að leita réttar neytand- ans. Þar hafi enginn annar neitt ákæruvald eða fram- kvæmdavald til leiðréttingar. Hitt mun gera verzlunina heilbrigða, svo sem verða má, (Framhald á 6. síðu ) j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.