Tíminn - 12.05.1951, Qupperneq 8

Tíminn - 12.05.1951, Qupperneq 8
„A FÚRNlrn VEGI“ í DAGt Sorphreinsun Aurbleyta og verkföll á Suðuriandi: Bændur óttast, að þeir fái ekki útlenda áburðinn í tæka tíð § flLSstvinasalur, sem op- ! inn verður árið um kring *k í rval íslenzkrar myndlistar og’ listmuua |>ar lil sýnis og sölu Vegirnir > firleitt orðnir illfa»rir Frá fréttaritara Tímans á Hvolsvelli. Bændur I Rangárvallasýslu eru áhyggjufullir um þcssar rrvundir. og óttast þeir, að þeim takist ekki að fá í tæka tiö útlendan áburð, sem þeir þurfa að nota í vor. Strætisvagni stolið á Lækjartorgi í fyrrakvölci var strætis- vagni stolið, þar sem hann stóð á Lækjartorgi. Gerðist þetta á milli klukkan ellefu og tólf um kvöldið. Fannst hann seinna inn með sjó. Þetta er í þriðja skipti á einu misseri, að strætisvagni er stolið. Tók bílinn trausta- taki — ók drukkinn og réttindalans í gærmorgun tók drukkinn maður traustataki bíl, sem hann hafði stundum haft að- gang að, og fór á honum inn í Sætún, þar sem hann ók á annan bíl. Eigandi þess bíls var nærstaddur og kom á vett vang með vinnufélaga sinn. Fór hann síðan sjálfur að sækja lögregluna, en fól vinnufélaga sínum að gæta hins ölvaða manns. Þegar lögreglan kom á vett vang hafði maðurinn, sem átti að gæta hins drukkna bílstjóra ekið með hann í farartæki hans í bifreiðaverk stæði. Fannst ævintýramað- urinn seinna mjög drukkinn í matstofu i bænum, og hafði hann þá ekið bifreiðinni þang að frá bifreiðaverkstæðinu. Maður þessi hafði ekki einu sinni bílstjóraréttindi. Attatíu norsk skip á Grænlandsmiðum Þorskveiðar Norðmanna við Vestur-Grænland hafa færzt mjög í aukana síðan stöðin í Asgrikohöín, ör- skammt innan við Færeyinga höfn, var stofnsett. , Á þessu vori munu það vera um áttatiu fiskiskip frá Noregi, sem stunda vorfiski á þessum slóðum. Hefir komið til orða að veita þeim fiski- mönnum ívilnun um skatta, sem Grænlandsveiðar stunda, þar eð þeir verði að dvelja- fjarri fósturjörö sinni í nær hálft á,r við frumstæðustu skilyrði og lélega aðbúð að ölu leyti. Þykir þá líklegt, að fleiri vildu ráða sig á Græn- landsförin en nú er, svo að unnt væri að auka verulega íiskveiðar Norðmanna þar. Aurbleyta og verkföil. Vegir austur eru nú illfær ir sökum aurbleytu og vað- ast upp uridan umferðinni, svo að vel getur svo farið, að ófært verði með öllu. Á hinn bóginn eru svo verkföll, sem vandséð er hvenær leysast og koma í veg fyrir, að vegun- um sé haldið við og þeir gerð- ir sæmilega færir bifreiðum. Flutningar aðeins byrjaðir. Byrjað er að flytja áburð- inn austur, en hin vonda færð tefur fiutningana stórlega, og geta afleiðingarnar orðið al- varlegar fyrir fjölda bænda, enda þðtt reynt verði að fremsta megni að sigrast á flutningaerfiðleikunum. Svipuð vandamál í Árnessýslu. Bóndi úr Árnessýslu, sem kom í ritstjórnarskrifstofur Tímans í fyrradag, sagði, að við samskonar vanda væri þar að stríða, þar eð vegir í margar sveitir Árnessýslu eru í rauninni ófærir, en lltið af áburði komið heim til bænda. Farið í sundæfingu um hvítasunnuna Keppni í samnorrænu sund keppninni hefst hér á landi 20. mai. Eftir að hún er hafin, má til dæmis búast við þvf, að sundhöllin í Reykjavík verði alla jafna upptekin af fólki, sem tekur þátt í keppn inni. Hér í bænum er hins vegar mikið af fólki, sem á sínum tíma hefir lært sund í al- þýðuskólunum og annars stað ar, en ekki komið í vatn að kalla árum saman. Þetta fólk þarf að æfa sig, áður en það tekur þátt í keppninni. Og þaö eru síðustu forvöð að gera það þessa daga fram að 20. maí. Merkjasala Hallveig arstaða gekk vel Merkjasala Hallveiðarstaða 4. maí gekk vel að þessu sinni, og munu komnar inn um 18 þúsundir króna, en þó hafa ekki enn borizt full skil utan af landi. í fyrra gaf merkja salan af sér um níu þúsund krónur. Forgöngukonurnar hafa beðið Tímann að færa öllum þakkir, sem seldu og keyptu merkin. Enn jarðfaust á bæj- ím í Vopnafirði Frá fréttaritara Timans í Vopnafirði. Góð þíða hefir verlð hér að undanförnu, en þó er enn eng in jörð komin upp á þremur innstu bæjum í Selárdal, og hagi enn litill undir Fjalla- síðunni. En snjóinn leysir nú óðum, svo að brátt mun batna um haga. Jörðin kemur græn undan eldri snjónum, en næturfrost hafa verið, svo að gróðurinn hefir visnað í broddinn. Síðast var næturírost á f immtudagsnóttina. í dag tekur til starfa hér í bæ nýstárleg stofnun, sem vekja mun ánægju þeirra, sem yndi hafa af myndlist og listmuna- gerð. Hafa tveir ungir menn tekið sig til og gengizt fyrir því að stofna „!5stvinasal“, en svo nefnist þetta nýja menninga> fyrirtæki. Stofnanir sem þessi eru vel þekkt fyrirbrigði í flestum menningarlöndum, og er ánægjulegt, að þessari starf semi hefir nú einnig verið komið upp hér fyrtr forgöngu Gunnars Sigurðssonar og Björns T. Björnssonar listfræðings. í húsi Ásmundar Svein'ssonar. Listvinasalurinn er í bygg- ingu þeirri, er Ásmundui Sveinsson myndhöggvari reisti á horni Mímisvegar og Freyjugötu, og hefir innrétt- ingu húsnæðisins verið breytt mjög frá því sem áður var. Sýningarsalurinn er hinn skemmtilegasti, og hlutunum þannig komið fyrir, að lista- verkin njóta sín vel. Hafa þeir félagarnir, Gunnar og Björn, lagt mikla vinnu og rækt við að gera salinn heim ilislegan og aðlaðandi. Ákvæði húsaleigulag- anna um hámarksleigu Samkvæmt bráðabirgðalögum þeim, sem sett voru fyrir skömmu um hámark húsaleigu og fleiri takmarkanir á ráð- stöfnnarrétti eigenda á húsnæði, er húsnæði skipt í þrjá flokka, og ákveðin hámarkshúsaleiga á fermetra í hverjum flokfri. Sjö, níu og ellefu krónur. í einum flokknum eru hús, sem tekin voru til afnota fyr ir 1. janúar 1942, og má leiga vera þar hæst sjö krónur á mánuði fyrir hvern fermetra gólfflatar íbúðarhúsnæðis, miðað við utanmál. í hús- um, sem tekin voru til afnota árin 1942—1945,. að báðum meðtöldum, sé hámarksleigan niu krónur, en í húsum, sem farið er aðnota eftir 1. janú- ar 1946 sé hún hæst ellefu krónur. Húsaleigunefndir eiga að I hlutast til um, að þessu sé framfylgt. Bannað að leigja aðkomumönnum. Þá er einnig bann lagt við því að leigja aðkomumönn- um íbúðarhúsnæði, nema það séu opinberir starfsmenn rík- is eða bæja, þingmenn eða nemendur í skólum rikisins eða ríkisstyrktum skólum. Þó má húsaleigunefnd veita und anþágu frá þessu ákvæði, ef sérstaklega stendur á. Utanhéraðsmönnum er ó- heimilt að flytja í hús, sem þeir kunna að kaupa í kaup- túni eða kaupstað eftir gildis- töku þessara nýju húsaleigu- laga. ',7T V I Grikklandi var fyrir nokkru fagnað 130 ára sjálfstæði Grikkja. Fór þá meðal annars fram hersýning í viðurvist Páls konungs og ráðuneytis hans. Var mikið um að vera á götum hinnar fornfrægu höfuðborgar Grikkja þennan há- tíðisdag. í listvinasalnum á jafnan að vera til sölu úrval máJ- verka, höggmynda, svartlist- ar og annarra listmuna, svo sem vefnaðar og silfursmíði. Eingöngu verða þarna munir eftir íslenzka listamenn, og verður skipt að nokkru um listaverk á 10—14 daga fresti. Salurinn verður opinn dag- lega frá 1—8 síðdegis og til hálf-ellefu á fimmtudags- og sunnudagskvöldum, Aðgang- ur er ókeypis. Fyrst um sinn verða uppi í salnum listaverk sem hér segir: Málverk og vatnslitamynd- ir eftir Ásgrím Jónsson, Barböru Árnason, Gunnlaug Scheving, Hrólf Sigurðsson, Jóhannes Jóhannesson, Jó- hannes S. Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Krist- ján Davíðsson, Magnús Árna son, Sigurð Sigurðsson, Snorra Arinbjarnar, Skarp- héðin Haraldsson, Sverri Har aldsson, Valtý Pétursson, Vig dísi Einarsdóttur, Þorvald Skúlason, Örlyg Sigurðsson. Myndvefnaður eftir Ásgeröi Ester. Höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson, Gerði Helgadóttur, Sigurjón Ólafsson, Grafik eftir Ásgerði Ester, Jón Engilberts. Silfur eftir Björn Halldórs- son. Keramik frá Laugarnes- leir. (Framnald á 7. síðu.) Glímumannafund- ur í dag Stjóm glímuráðsins gengst fyrir almennum glímumanna fundi í Aðalstræti 12 í dag, og hefst fundurinn klukkan þrjú. Á þessum fundi verður rætt um glímulögin nýju. Akranesbátar með yfir 2 jnís. lúður í síðustn viku Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Fimm bátar, sem stunda lúðuveiðar frá Akranesi, afla vel í Jökuldjúpi. í vikunni komu fjórir þeirra inn með ágætan afla. Keilir með 738 lúður rösklega 16 smálestir, Guðmundur Þorlákur 625 lúð ur 14 smálestir, Böðvar 498 lúður tæplega 11 smálestir og Njáil úr Reykjavík 315 lúður um 7 lestir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.