Tíminn - 17.05.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 17. maí 1951. 106. blað. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Kórsöngur: Norski Karlakórinn Handelstandens Sangforening syngur (plötur). 20,45 Dagskrá Kvenréttindafé- lags íslands. — Erindi: Sophie Kovalevsky (frú Guðrún Björns dóttir frá Kornsá). 21,10 Tón- leikar (plötur). 21,20 Frá út- löndum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 21,35 Sinfóniskir tónleik- ar (plötur). 22,00 Fréttir og veð- urfregnir. 22,10 Framhald sin- fónísku tónleikanna. 22,40 Dag- skrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell lestar saltfisk í Hafnarfirði. Ms. Arnarfell fer frá Vestmannaeyjum í kvöld til ítalíu. Ms. Jökulfell fór frá Rvík 15. þ. m. áleiöis til New York. Ríkisskip: Hekla er á Austfjörðum á suð- urleið. Esja fór frá Reykjavík í gær vestur um land til Akureyr- ar. Herðubreið fór frá Reykja- vík í gærkvöld austur um land til Siglufjarðar. Skjaldbreið var væntanleg til Reykjavíkur í gær kvöld að vestan og norðan. Þyrill er í Reykjavík. Ármann fór frÚ Reykjavík í gærkvöld til Vest- fjarða. Konráð fór frá Reykja- vík í gær til Flateyjar á Breiða- firði. Oddur lestaði hey í Reykja vik í gær til Austfjarða. Eimskip: Brúarfoss fer frá Reykjavík ki. 20 í kvöld 16. 5. til Grimsby. Dettifoss fór frá Alexandria 8. 5., væntanlegur til Hull 19. 5. Fer þaðan til London. Fjallfoss fór frá Seyðisfirði 15. 5. til Gauta borgar og Kaupmannahafnar. Goðafoss fer frá Hull 16. 5. til Hamborgar og Rotterdam. Gull- foss kom til Kaupmannahafnar 14. 5. frá Bordeaux. Lagarfoss fer væntanlega frá New York 18. 5. til Reykjavíkur. Selfoss fer frá Reykjavík kl. 18,00 í dag 16. 5. til Vestmannaeyja. Tröllafoss pr í Reykjavík. Marie Boye fór frá Akureyri 14. 5. Fermir í Ála borg og Odda í Noregi seinni hlutann í maí til Reykjavíkur. Katla fór frá New York 8. 5. væntanleg til Reykjavíkur 18. 5. Lubeck kom til Reykjavíkur 14. 5. frá Hull. Flugferðir Loftleiðir h.f. í dag er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja og Akureyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar og Sauðárkróks. Blöð og tímarit Búnaðarblaðið Freyr, maíheftið, er komið út. Hefst það á ritstjórnargrein um sum- armál, Jakob Gislason skrifar um raforkumál sveitanna. Dr. Kellogg um kortlagningu ís- lenzks jarðvegar. Heiðursverðl. Búnaðarfélagsins, Löngumýrar- búskapur, Á að láta kylfu ráða kasti nefnast þrjár stuttar grein ar. Ingólfur Davíðsson skrifar um arfaolíu. Ragnar Ásgeirsson, húsmæðraþátt. í heftinu eru enn fremur smágreinar, Molar og fleira. Skátablaðið, 1.—3. tbl. 1951 er komið út. Af efni þess má nefna grein um námskeið í Gilwell Park, smá- sagan Skíðamótið, eftir Ottar ;Karlsrud. Grein um háskólann, Jamboree 1951. St Georgs dag- urinn 1951, Jón Magnúsgon skrii ar um Vaíley Forge.' I blaðinu kafi tii keiía j Tilsögn í sundi frara að helgi Norræna sundkeppnin hefst á sunnudaginn og er mikill viðbúnaður viða um land í tilefni af því. í Reykjavík I verða það einkum skólarnir, j sem mæta skipulega til keppn I innar fyrstu dagana. í Reykjavík og viðar munu, laugarverðir veita almenn-! ingi tilsögn í sundi i dag og 1 áfram tii helgar. Ætti fólk að ( nota sér þá tilsögn, þar sem búast má við óvenjulegri að- j sókn að sundstöðunum, eftir að sjálf keppnin er hafin. eru ennfremur fréttir og ýmsar smágreinar. Úr ýmsum áttum Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld sjónleikinn Segðu steininum, sem hlotið hefir góð ar undirtektir og miklar vin- sældir hjá áhorfendum. Aðal- hlutverkin í leiknum fara þau með Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik Haraldsson, en samleikur þeirra og annarra leikenda er ánægju- legur frá upphafi til enda. Starfs tímabili Leikfélagsins er lokið um næstu mánaðamót, svo að margar sýningar verða ekki að þessu sinni á hinu skemmtilega leikriti. Mæðradagurinn er á sunnudaginn. Þær konur, sem vildu veita mæðrastyrks- nefndinni aðstoð við sölu og af- hendingu mæðrablómsins, eru vinsamlega beðnar að hringja í síma 4349 eða 4740. Sogsvirkjunin. Seld hafa nú verið skulda- bréf í lánsútboði Sogsvirkjunar innar fyrir um 5 milljónir króna.1 Seldust í aprílmánuði bréf fyrir um hálfa milljón króna. Landsbankinn í Reykjavík hef ir selt fyrir mest eða fyrir rúm ar 1,8 millj. kr. Næstir eru Lands bankinn á Selfossi, sem hefir selt fyrir 386 þús. kr., Útvegs- bankinn í Reykjavík fyrir 298 þús. kr., Búnaðarbankinn í Rvík fyrir 280 þús. kr. og sarisjóður- inn í Vík í Mýrdal fyrir 274 þús. Næstum allar hreppsnefndir t á orkusvæði Sogsvirkjunarinn- ar taka nú virkan þátt í sölu skuldabréfa og er árangur víða mjög góður. Flestir sveitarsjóðir á orkusvæðinu hafa keypt skuldabréf. Oddvitarnir annast yfirleitt sölu bréfa í hreppum sinum. Oddviti Grímsneshrepps hefir selt mest eða fyrir rúmar 118 þús. kr., og nokkrir hafa selt fyrir um 100 þús. kr. hver. Svo sem áður hefir verið skýrt frá, er með lánsútboði þessu ver- ið að afla fjár til að greiða inn- lendan kostnað við viðbótar- virkjun Sogsins, sem nú er haf- in. Samtals er boðið út 18 millj. króna láni og veltur framkvæmd þessarar mikilvægu virkjunar á því, að þetta lánsfé fáist og það sem allra fyrst. Happdrætti templara. Dráttur fór fram í happdrætti templara 15. þ. m. Þessi númer hlutu vinninga: 1. nr. 7960 kr. 10.000.00. 2. 29259 trillubátur. 3. nr. 19769 ís- skápur. 4. nr. 4670 ritvél. 5. nr. 23063 myndavél. 6. nr. 624 Jón Trausti, ritverk. 7. nr. 28826 þvottavél. 8. nr. 20153 hraðsuðu- pottur. 9. nr. 14460 eldavél. 10. nr. 3079 rltvél. 11. nr. 3658 Is- lendingasögur. 12. nr. 10675 skíði, kvenmanns. 13. nr. 19525 kvenreiðhjól. 14. nr. 5711 ljós- myndavél. 15. nr. 14655 karl- mannsreiðhjól. 16. nr. 7718 hrað suðupottur. 17. nr. 13400 ljósa- króna. 18. nr. 929 skíði (karl- manns). 19. nr. 11462 bókaskáp- ur. 20. nr. 517 hraðsuðupottur. 21. nr. 4659 saumavél. 22. nr. 1948 saumavél. 23. nr. 25221 vegg- lampasett. 24. nr. 26408 hræri- vél. 25. nr. 19554 hraðsuðupott- ur. 26. nr. 6137 500 krónur. 27. nr. 26230 500 krónur. 28. nr. 7915 500 krónur. 29. nr. 19872 500 krónur. 30. nr. 18365 500 krónur. (Birt án ábyrgðar). Viðskiptasamningur við Brazilíu Undanfarna mánuði hefir eigi verið unnt að selja fisk til Brazi- líu vegna gjaldeyris-örðugleika þar. Fór því Thor Thors sendi- herra til Rio de Janeiro á vegum ríkisstjórnarinnar hinn 22. apríl s. 1., til þess að reyna að ná samn ingum við Brazilíustjórn, er gerðu mögulega sölu á saltfiski héðan til Brazilíu. Árangur þessara samninga- umleitana varð sá, að hinn 5. maí s. 1. var gengið frá bráða- birgðasamkomulagi um viðskipti milli íslands og Brazilíu, er gild ir í eitt ár frá 1. maí 1951. Sam- kvæmt samkomulagi þes^i leyfa Brazilíumenn innflutning á salt fiski frá íslandi fyrir tæpar 14 millj. kr. á samningstímabilinu, og verður andvirðið notað til kaupa á kaffi frá Brazilíu. FCLAGSLlF Valsmenn Eldri félagar. Skemmtum okk ur að Hlíðarenda n. k. laugardag við söng, leik, dans og fleira. Nefndin. flualýAii í ~TítmaMYn Skemmdir af eldi á verzlunarhúsi K. D. Frá fréttaritara Tímans í Dýrafirði. Eldur kom upp I hinu nýja verzlunarhúsi Kaupfélags Dýr- firðinga snemma siðastliðinn laugardagsmorgun og urðu miklar skemmdir á húsinu og vörum í því. Slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang, auk þess sem fjöldi fólks úr þorpinu tók þátt í slökkvistarfinu. Tókst að ráða niðurlögum eldsins, ,en áður voiru orðnar. mijtlaí sTtemmdii: á Kösinú' áf vatm og eldi, og svo og vörum, sem í því voru. Var hið vaskleg- asta gengið fram við slökkvi- starfið, og má þakka því, að ekki urðu meiri skemmdir. Ókunnugt er um eldsupp- tökiil. ♦: Þar til við höfum fengið hentuga sölubúð, verða af- :: ♦♦ p greiðslur út á land svo og erindi við oss, afgreitt frá :j skrifstofu vorri á Skólavörðustíg 25. Reykjavík 14. maí 1951 Sportvöruhús Reykjavíkur Símar 4053 og 3553 :: | Framkvæmdastjóra | £ óskast til þess að annast rekstur togara, sem verður \■ gérður út frá Höfðakaúpstað. Umsóknir um starfið !■ •I ásamt kaupkröfu og meðmælum óskast sendar fyrir I; *■ 1. júní Jóni Áskelssyni Höfðakaupstað. \ V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.Y.V.V.’.V. .y.V.V.\V.\V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V//A,AV^ Kappglíma ii Ungmennafélags Reykjavíkur um Glæsisbikarinn verður í Listamannaskálanum í í kvöld kl. 8,30. Meðal keppenda er Ármann J. Lárusson. ;■ Þá fer einnig fram keppni í drengjaflokki um fagran !■ bikar. Meðal keppenda er Guðmundur Jónsson, sigur- I; vegari i landsflokkakeppninni. — Aðgangur kr. 5,00. — ■; Allir velkomnir. Eftir keppni verður félagsfundur og kvöldvaka til kl. 1. U.M.F.R. \ ■ ■■■■■ l i ■ ■ m m ■ ■ !■■«■■ Jarðarberjaplöntur verða seldar í Atvinnudeild Háskólans, laugardaginn 19. maí, frá kl. 10—4. Verð hverrar plöntu kr. 5,00. Atvinnudeild Háskólans TH\*ZIW\XIXXI\\ Kaupfélög! Hinar þekktu STÖD rafmagnsgirðingar eru væntanlegar nú í sumar. Góð- fúslega endurnýið fyrri pantanir yðar sem fyrst. Samband ísl. samvmnufélaga Véladeild ■■■_■_■! !■■■■■■■ I ■■■■■■■ I .V.V, TILKYNNING Nr. 19/1951. \ í Fjárhagsráð hefir ákveðið nýtt hámarksverð á smjör- ;■ \ líki sem hér segir: jl Niðurgr.: Óniðurgr.: *C , kr. 7.32 kr. 13.14 pr.kg. £ . — 7.73 — 13,55 £ . _ 8.43 — 14.31-------> . — 8.60 — 14.60 í ■C Heildsöluv. án söluskatts £ Heildsöluv. m/söluskatti 1» Smásöluv. án söluskatts £ Smásöluv. m/söluskatti Reykjavík, 16. maí, 1951, VERÐLAGSSKRIFSTOFAN. V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.