Tíminn - 17.05.1951, Blaðsíða 5
106. blað.
TIMINN, fimmtudaginn 17. maí 1951.
5.
Fimmiud. 17. muí
Varnarleysi og
styrjaldarhætta
Svo að segja daglega ber-
ast fréttir um þáð hvílíkar
byrðar nágrannaþjóðir íslend
inga leggja á sig til land-
varna og vígbúnaðar. f því
sambandi eru .nefndar svim-
andi háar tölur. í hlutfalli við
þjcðartekjur svarar land-
varnarkostnaður Breta til
þess, að helmingur allra út-
gjalda fjárlaganna hér gengi
til landvarnarmála, eða þau
væru hækkuð um 50% til að
standast kostnað við land-
varnir.
Fáir munu telja, að Bretar
hafi árásarstrið í huga og
þeir séu að þessu til að undir-
búa landvíhninga. Hitt þykir
flestum sönnu nær, að Bret-
ar vígbúist nú af kappi til
þess, að það endurtaki sig
ekki í nýrri mynd, sem gerð-
ist 1939, þegar glæframennirn
ir, sem réðu Þýzkalandi, töldu
sér óhætt að efna til styrj-
aldar vegna þess hvað Bretar
voru illa vopnum búnir.
Það er gömul reynsla og
ný, að ofbeldismenn og ræn-
ingjar ráðast frekar á þann,
sem varnarlaus er.
Engum dettur í hug, að á-
rásarhætta eða stríðshætta
stafi frá lýðræðisrikjununí.
Meira að segja kommúnista-
ríkið Júgóslav'ía finnur sig
öruggt og óhult gagnvart
þeim, en óttast hins vegar á-
rás frá Ráðstjórnarríkjunum.
Það er atriði ,sem menn
mættu gjarnan draga nokkra
lærdóma af.
Ekki munu íslendingar al-
mennt láta telja sér trú um
það, að Norðmenn séu í land-
vinningahug eða hyggi til
heimsyfirráða, þó að þeir víg
búist og fagni því mjög, að
„varnarleysi þeirra bjóði nú
ekki árásarmönnum heim“
eins og 1940, svo sem það er
nú orðað i norskum blöðum.
Auðvitað segja kommúnista-
blöðin, að allar þessar varnir
séu ögrun við hina friðelsk-
andi Rússa. Samt er það stað
reynd, að vopnabræður Rússa
úr síðustu styrjöld, jafnt í
Noregi sem Júgóslavíu, ótt-
ast árás frá þeirra hlið, og
gegn þeirri hættu vígbúast
þeir nú af kappi.
íslendingar verða að horfa
upp á það, að nálægar þjóðir
á Bretlandseyjum, Niður-
löndum og Norðurlöndum bú-
ast kappsamlega um gegn
hugsanlegri árás úr austri.
Kommúnistablöð um allan
heim kalla það ögrun og ógn
un gagnvart Rússum. Hvort
myndi þá vera friðvænlegra,
að ísland væri varnaflaust
eða ekki?
Varnarlaust ísland væri
eins og opið hlið í sameigin-
legar varnir lýðræðisþjóð-
anna. Nú hefir því hliði verið
lokað með amerískum her, og
almennt telja menn þar með
friðvænlegra útlit og einkum
þó minni likur til þess, að ís-
land sjálft verði orustuvöll-
ur, þó að til stríðs kæmi. Hins
vegar væri það mikils virði
fyrir andstæðing Vesturveld-
anna, að geta setzt í þetta
hlið, ef til vopnaviðskipta
kæmi. Margir fróðir stríðs-
menn, sem börðust sjálfir í
seinasta stríði, telja að her-
ERLENT YFIRLIT:
1 Vöxtur rússneskra borga
t Sovétríkjiiiiniu liefir íbííafjöldi sI«rl»or“-
anna aukist gífnrlega á iindanförmini ár-
iim nýjar iönaöarborgir hafa risið. g»ar
sem áður var auön og óræktað land
í þessari grein, sem birtist
nýlega í Verden i Dag, lýsir Ingv ,
ar Larsson hinni miklu fjölgun ]
íbúa í stórborgum Sovétríkj-
anna og birtir mikið af tölum
máli sínu til stuðnings. Einnig
kemur vel fram í greininni hin
mikla iðnaðaraukning, sem átt
hefir sér stað á undanförnum
árum í Úral og Síberíu, en sem
kunnugt er vinna þar pólitískir
fangar og stríðsfangar, sem Rúss
ar hafa ekki fengizt til að skila
aftur, öll erfiðustu og áhættu-
mestu verkin.
1 Sovétríkjunum er kjördæm-
unum deilt niður með 300,000
íbúum í hverju, og ef maður
ber saman fjölgun íbúanna og
tölu kjósenda í hinum ýmsu
borgum og sveitakjördæmum,
fær maður mjög skemmtilegar
og skýrar tölur
Árið 1926 voru innan hinna
gömlu landamæra Sovétlýðveld
isins 147 milljónir íbúa. Af þeím
bjuggu 26 milljónir í borgunum
og 121 milljön í sveitum. 1 borg-
um, sem höfðu yfir 200,000 íbúa,
bjuggu 11 milljónir og 14,8 millj- j
ónir í bæjum, sem höfðu yfir!
20,000 íbúa. 1950 höfðu þessar
tölur hækkað og verður talið í
sömu röð og fyrir ofan: Allir
íbúar landsins 176,5 milljónir, í
borgunum 66,5 milljónir og íj
sveitunum 110 milljónir — 30 ^
milljónir í stærri borgunum og
36.5 í þeim minni. 1 suður hluta;
landsins í Evrópu fyrir súnnan'
55. breiddargráðu bjuggu 1926
94 milljónir. Af þeim voru 15,2
milljónir í borgum, en 78,8 í
sveitum. 1950 voru þessar tölur
orðnar 100,6 milljónir, 30, 3 og
70,2 milljónir. Á svæðinu fyrir
norðan Moskvu bjuggu 1926 53
milljónir, en 1950 voru íbuarnir
þar orðnir 76 milljónir — 36,2 í
borgum og 39,8 í sveitum. 1
Moskvu og svæðinu upp með
Volgu bjuggu 1926 12,1 milljón
— 4 mllljónir í borgum og 8 i
sveitum. 1950 voru tölurnar 20,1
—12,1 og 8 milljónir. Á hinum
nýju iðnaðarsvæðum Úral og
Altaj í Síberíu bjuggu 1926
17.5 milljónir — 2,5 í borgum
og 15 milljónir í sveitum. Árið
1950 háfði þessi fjöldi aukizt
þannig, 23,7 — 11,1 og 12,6 millj
ónir.
Reiknað er með að innan
landamæra Sovétlýðveldisins
fyrir styrjöldina hafi fólksfjöld
inn í ársbyrjun 1950 verið 176,5
milljónir. í þessari tölu er auð-
vitað ekki reiknað með þeim,
sem eru í fangabúðum. Þær
milljónir af fólki, eru ekki tald
ir Sovétborgarar, og það verða
heldur ekki allir hinir erlfendu
stríðsfangar, útlagar frá al-
þýðulýðveldunum o. s. frv. íbúa
fjöldinn er því í heild 6 milljón |
um meiri en 1939. En yfir 10
milljónir hafa flutt til borganna
í norðurhluta landsins, til
Moskvu og til Úral og Altaj-
svæðanna. í norður og austur
hluta Sovétlýðveldisins býr næst
um helmingurinn af hinum
frjálsu íbúum í borgunum. En
hinn mikli fjöldi ánauðugra er
á iðnaðarsvæðunum nyr2t og
austast í landinu. Starf þeirra
er að þræla í námum og hinum
risavöxnu verksmiðjum. Þar
grafa þeir fram alls konar mikil
væga málmsteina, nikul og járn
hjá Murmansk, steinkol hjá
Vorkuta í Norður-Úral, kopar
og zink, nikul og kvikasilfur hjá
Norils á hinum kalda Tamyr-
skaga, zink hjá Versjojansk, og
gull í Kolymaomumdæminu.
Þungaiðnaðurinn er einnig
aukinn með miklum hraða í
Úral og Altajsvæðinu í miðri
Síberíu. Á meðan á hinni fjórðu
fimmáraáætlun stóð, sem átti
að vera lokið 1950, en var að
mestu ráð 1949, var meira en
helmingurinn af stáli, jávni,
kolum og olíu unnið á svæð-
Unum fyrir austan Volgu. f
Úral er mikið af járni, mangan,
nlkul, kopar, platínu, salti, kalí,
olíu og asbesti. Gaskol finnast
í Karagard og Altaj. Iðnarkol
eru í Úral. Af þeirri ástæðu eru
Sverdlovsk og Novosibirsk orðn
ai stærstu vélaiðnaðarborgirn-
ar í Sovétríkjunum og miðstöðv
ar iðnaðarrannsókna, og Tjeija-
bisk aðal dráttarvéla- og bíla-
borgin.
Stærsta borgin i Sovétríkjun-
um er Moskva með 5,050,000
íbúa. Árið 1926 bjuggu þar 2,030,
000 — þannig að íbúum Moskvu
hefir fjölgað um miklu meira
en helming á þessu tímabili.
Húsnæðisvandræði eru þar líka
stöðvar Breta á íslandi hafi
ráðið úrslitum orustunnar
um Atlantshafið og þar með
haft úrslitaþýðingu í styrj-
öldinni, enda var kommún-
istum, jafnt íslenzkum sem
útlendum, illa við þær her-
stöðvar meðan þeir voru í
bandalagi við nazista og köll
uðu landráð eins og herset-
una nú.
Menn hafa séð varnarlitlar
smáþjóðir hverfa hverja af
annarri undir ofríki Rússa,
og það er illt að koma auga
á rök gegn því, að sú þróun
gæti haldið áfram, ef smá-
þjóðir væru varnarlausar og
einangraðar. Þess vegna er
varnarbandalag frjálsra
þjóða þyrnir í augum þeirra,
sem trúa því, að heiminum
farnist ekki vel nema undir
forustu og yfirráöum Rússa.
Það er því ekki neitt tiltöku-
mál, þó að slíkir kurri gegn
því, að sj álfsákvörðunarrétt-
ur þjóðanna sé tryggður og
þær séu ekki berskjaldaðar
gegn íhlutun og áhrifum
Rússa.
Hnattstaða og lega íslands
og vigbúnaður auSturs og
vesturs eru staðreyndir, sem
ekki verða umflúnar eða
hróflað við. íslendingar eiga
um það eitt að velja hvernig
þeir snúist við þeim staðreynd
um. í því sambandi eru tvö
meginatriði:
Ófriðarhættan verður meiri
en ekki minni, ef eftir er látið
opið hlið á varnarlinu Vest-
urveldanna, auk þtss sem ís-
landi væri stefnt í sérstaka
hættu með því, að hugsan-
leg sókn hlyti að beinast að
skarðinu, — opna hliðinu, —
ef til átaka kæmi.
Öll tilvera íslendinga sem
sérstakrar og sjálfstæðrar
þjóðar er við það bundin, að
til séu í heiminum og ráði
þessum hluta hans, þjóðir,
sem viðurkenna minnihluta
og virða rétt einstaklingsins
til lífsins og gæða þess, en
þetta eru einkenni á menn-
ingu, siðum og félagsskipan
lýðræðisþjóðanna á Vestur-
löndum.
í ljósi þessara staðreynda
hafa íslendingar tekið ákvörð
un • um landvarnarsamning-
inn. Á sama grundvelli mun
þjóðin meta hersetu og land-
varnir á hverjum tíma og
taka afstöðu til þeirra mála.
Stalín, sem mestu ræður um
það, hvar í Rússaveldi fólks-
fjölgun’n Icndir.
gifurleg. Sama hefir einnig átt
sér stað í flestum stærri borg-
unum. 1926 bjuggu í Leningrad
1,590,000 fólks — nú er talan
3,300.000. 1926 voru 510,000 íbúar
í Kiev — nú búa þar 900,000.
í Baku, olíúborginni við Kaspía
hafið, bjuggu 1926 450,000 — nú
er sú tala tvöfölduð. Ennþá
meiri er munurinn frá 1926 til
dagsins i dag í Gorki. Þar
bjuggu 220,000 — nú er talan
(Framhald á 6. síðu )
Raddir nábúonna
Mbl. segir í gær í tilefni
frétta, sem borizt hafa af
sndinefnd MÍR í Russalönd-
um:
„Það er alveg sama hvort
íslenzkir kommúnistar eru
staddir austur í Moskvu eða á
Islandi. Þeir elska sannléik-
ann alls staðar jafn mikið.
Það verður auðsætt af samtali
Kristins Andréssonar við blöð
skoðanabræðra sinna í Moskvu
sem skýrt er frá hér í blaðinu
f því segir þessi óddviti komm
únista að Sovétríkin séu stoð
og von íslenzku þjóðarinnar!!!
Hún sé ennfremur ákveðin í
pví, að koma í veg fyrir að
land hennar verði gert að
varnarstöð í varnarkerfi At-
lantshafsríkjanna!!!
Þetta eru þær fréttir, sem
sendinefndarformaðurinn hef
ir að segja af Islandi og þeirri
þjóð, sem það byggir. Þetta
er frásögn hans og túlkun á
afstöðu íslenzku þjóðarinnar
til þess, sem er að gerast í
heimsstjórnmálunum.
Hvernig lýst fslendingum á
þessa fræðslustarfsemi um
þá?
MÍR, félag það, sem Rússar
buðu að senda Kristinn Andrés
son til Moskvu, er sagt hafa
þann tilgang að fræða íslend
inga um Sovétríkin og Rússa
um Islendinga. Virðist mönn-
um ekki að upplýsingar Krist
ins séu sérstaklega vandaðar
og sannleikanum samkvæm-
ar?
Sú ályktun, sem fyrst og
fremst hlýtur að verða dreg-
in af þeirri stórlygi, að Is-
lendingar setji allt traust og
von á Sovét, er sú, að hinir
íslenzku kommúnistar telji sig
fyrst og fremst kallaða til
Moskvu til þess að ljúga að
rússnesku fólki um afstöðu ís-
lenzks fólks. Þeir telja það
beinlínis borgun fyrir mat og
drykk austur þar. Það er að
sjálfsögðu greiðsla, sem þeir
eiga auðvelt með að inna af
höndum.
En allar vestrænar þjóðir
vita, að íslendingar líta á
kommúnismenn og Sovétrík-
in sem verstu ógnun við frið
og öryggi í heiminum. Þess
vegna höfum við leitað skjóls
í samtökum lýðræðisþjóð-
anna og ekki hikað við að
leita aðstoðar þeirra um varn
ir lands okkar.“
Auðvitað tala kommúnist-
ar sitt mál austur frá eins og
hér, en i þeirra orðabók þýða
orðin alþýða, þjóð og íslend-
ingar ekki annað en kommún-
istar. Merking orðanna er
nefnilega dálítið sérstök í
máli kommúnista.
Málfrelsið og Alþbl.
Alþbl. er hneykslað yfir
því, að „bændablaðið Tíminn“
skuli hafa birt grein eftir
Ragnheiði E. Möller um fund
kvenréttindafélagsins 7. maí.
Þess er að geta, að áður
hafði Mbl. nafngreint þessa
konu í frásögn af fundinum,
og Tímanum þótti rétt að
leyfa henni að verja sig í
stuttu máli í siðlegri grein í
trúverðugu blaði. En þetta er
ekki í fyrsta sinni, sem Tím-
inn fær ávítur fyrir að vilja
láta almenn mannréttindi
vera óbundin við flokka. Má
í því sambandi minna á smygl
málið. í Tröllafossi sællar
minningar. Mbl. sagði, að stál
þráðstækin, sem þar átti að
smygla í land, væru landráða
tæki kommúnista, sem ætl-
uðu sér að reka njósnir fyrir
Rússa og svikja landið í þeirra
hendur. Þegar Tíminn vildi
líta á þetta, sem almcnnt
smyglmál en ekki landráða-
mál, hrópaði Mbl. hvað Tíma
menn væru að vaða fram á
völlinn til að verja „einhvern
kommúnista“. — Það er eins
og „einhver kommúnisti“ eigi
ekki að njóta lögverndar og
mannréttinda að áliti þess-
ara manna.
Um kvenréttindafélagsfund
inn 7. maí er annars fátt að
segja. Ekki skal Timinn
rengja það, að Stefán Péturs
son hafi verið þar á fundi og
megi því trútt um tala i blaði
sínu. Hinu mótmælir Tíminn
í eitt skipti fyrir öll, að það
sé nokkur Rússaáróður eða
kommúnismi, að ha.lda því
fram, að hersetu í landinu
fylgi . sérstök vandamál . og
þau geti vel orðið alvarleg.
Þjóðin er sízt betur komin, þó
að hún loki augunum fyrir
því.
Þó að okkur þyki gott að
njóta verndar bak við víg-
búnað og fallbyssur, teijum
við ekki hernað æskilegan eða
fallegan. Þó að við teljum
nauðsynlegt og óhjákVæml-
legt að hafa erlendan her hér
á landi um skeið, lokum við
ekki augunum fyrir því, að
það er neyðarúrræði, sem við
óskum að þurfa sem skemmzt
að búa við. Og við gerum okk
ur fyllilega grein fyrir þeim
vandkvæðum, sem slíku sam-
býli fylgja.
Þó að Stefán Pétursson sé
gamall kommúnista og æs-
ingamaður, óskum við þess,
að honum geti liðið vel í sam-
býli íslenzkra manna í land-
inu. Við viljum geta talað við
fólk, þó að það sé eða hafi
verið kommúnistar, og sizt af
öllu þolum við, að menn séu
i brennimerktir vegna ástæðu-
I lausra hrópyrða um að þeir
! séu kommúnistar. Þrátt fyrir
allt væntum við þess, að það
verði fleira, sem sameinar ís-
' lcnzka menn en sundrar, þó
, að enginn undansláttur sé
sýndur, þar sem ágreiningur
er um þjóðmálaskoðanir.
Stundum hafa .góðir og
gegnir Alþflsmenn fengið Tím
ann til að koma því á fram-
færi, sem málgagn málfrels-
isins sem Stefán Pétursson
stjórnar, var lokað fyrir.
Tíminn mun enn stuðla
að almennu málfrelsi á sama
hátt, og væri þess óskandi, að
menn eins og Stefán Péturs-
son mættu nokkuð af . þvi
læra, svo að þær raddir
hljóðni, að afnema skuli lýð-
ræði og málfrelsi í nafni lýð-
ræðis og málfrelsis og þjón-
ustu lýðræðis og málfrelsis.
Það er nefnilega hvorki lýð-
(Framhald & 6. siðu.)