Tíminn - 17.05.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.05.1951, Blaðsíða 3
106. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 17. maí 1951. 3. í síendingajpættir skeið öðrum fremra í heim- jilisiðnaði, unnið var eink- um úr ull og nokkuð úr tvisti. I Allur fatnaður var tættur og ' ofinn heima, jafnt nærföt sem utanyfir föt, sængurfatn Dánarminning: Áslaug Torfadóttir, • Ljótsstöðum Hún andaðist að heimili sínu, Ljótsstöðum í Laxár- dal i S.-Þing., 1. ágúst s. 1., rúmlega 81 árs, fædd 17. mai 1869. Hún var dóttir Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zakaríasdóttur í Ólafsdal. — Þau hjón voru á sínum tíma víðfræg, og áhrif þeirra á alla landsbyggðina hin merkileg- ustu, meðan þau stjórnuðu búnaðarskólanum þar, eins og alkunnugt er enn í dag. Áslaug fór ung úr föður- garði norður að Mývatni og giftist þar 1891 Hjálmari Jóns syni sýslubúfræðing frá Skútustöðum. Hann var náms sveinn frá Ólafsdal, fjörmað- ur mikill, kappsfullur og dug legur, músíkalskur og góður söngmaður og ágætur sam- kvæmismaður. Um skeið for- söngvari og orgelleikari að Borgarkirkju á Mýrum og seinna í Þverárkirkju í Lax- árdal um ca. 30 ára skeið. — Hann er nú kominn hátt á níræðisaldur, einn á lífi sinna alsystkina, sem voru: Árni prófastur að Skútustöðum, Sigurður bóndi og um sinn ráðherra að Yztafelli, Helgi bóndi að Grænavatni, Guð- rún húsfreyja að Haganesi og víðar og Hólmfriður húsfreyja að Skógum í Reykjahverfi. — Ættir eru komnar frá öllum þessum systkinum og margt merkra manna. Um þær mundir, sem þau giftu sig Hjálmar og Áslaug, mun hafa verið þröngbýlt í Mývatnssveit, og erfitt að komast yfir jarðnæði. Bjuggu þau fyrstu árin við lítið hag- stæð skilyrði þar, og hrökt- ust úr einum stað í annan. En árið 1898 áttu þau kost á jörðinni Ljótsstöðum í Laxár- dal og fluttust þau þangað. Jörð þessi var þá niðurnídd af rányrkju og beitarörtröð, eins og flestar jarðir um þær mundir, og nú á dögum hefði hún verið talin húsalaus, þótt þar væri hálffallinn torfbær og nokkur útihús í líku í standi. Þegar ég minnist Áslaugar Torfadóttur og komu þeirra hjóna að Ljótsstöðum, þá kemur jafnan í hug landnáms fólkið okkar, sem kom á opn um skipum austan um hyl- dýpis haf, með lítil farar- efni til landnáms hér, en hafði þó bæði kjark og mann dóm til þess, að horfast í augu við allsleysið, svo að segja, og tókst að reisa hér byggðir og bú í blómguðu dal anna skauti. Ekki er ólík- legt, að frú Áslaug hafi verið í ætt við þær stórkonur við Breiðafjörð, sem kunnastar eru að fornu: Auði djúpúðgu að Hvammi, Guðrúnu Ósvíf- ursdóttur að Helgafelli og Ólöfu Loftsdóttur að Skarði. Áslaug hafði mikinn kjark og manndóm eins og þessar konur o. fl. og þráði frelsi og sjálfstæði. Því takmarki náðu þessi hjón með komu sinni í Ljótsstaði. Áslaug. setti það ekki fyrir sig, þótt Hjálmar biði ekki upp á neitt gull né græna skóga, hún vildi ganga við hlið hans sem jafnvlgur förunautur, frá fyrstu kynn- um þeirra. Fyrstu árin á Ljótsstöðum, meðan börnin voru í ómegð, var róðurinn að vísu allþung- ur. En eitt dæmi má nefna frá þeim árum, sem sýnir kjark hennar, metnað og sjálfstæðishug: Þau misstu einu kúna, sem þau áttu. — Litlu síðar frétti Áslaug, að kvenfélagskonur i Mývatns- sveit væru í undirbúningi með að skjóta saman kýrverði handa Ljótsstaðahjónunum. Söðlaði hún þá hest sinn í snatri, jafnan skjótráð og á7 kveðin, reið til Mývatnssveit- ar og afbað þessa fyrirhug- uðu hjálp vinkvenna sinna. Ljótsstaðir hafa nú tekið stórvægilegum stakkaskipt- um, á þeim fullu 50 árum, sem þau Áslaug og Hjálmar hafa búið þar. Jörðin hefir mikið landrými og gott sauð- land. Þar er og mestur skóg- ur í dalnum, og nú orðið jafn ast sumir hlutar hans á við það bezta, sem til er i sýsl- unni, enda hefir honum verið hlíft við vetrarbeit og höggi, nema þar, sem til bóta leiddi. Túnið hefir allt verið sléttað og aukið stórlega. íbúðarhús, hlaða og fleiri útihús hafa verið byggð af steinsteypu og miklar girðingar settar upp. Við þessar framkvæmdir hef ir mest notið við Helga Skútu, sonar þeirra, sem er frábær- lega duglegur og fram- kvæmdasamur, og hefir nú tekið þar við búsforráðum að fullu. Það var happ fyrir Laxár- dal, að Áslaug og Hjálmar fluttu þangað fyrir fullum 50 árum, því góður andi hefir á- vallt svifið yfir vötnunum þar, sem þau voru og fóru. Heimili þeirra var hlaðið gest risni, glaðværð og bjartsýni, fágæt iðjusemi og dugnaði, og má kalla að þau hafi lyft Grettistaki að lokum. Fyrst nutu þau hjálpar elzta son- arins: Torfa, sem vann bú- inu ósleitlega fram undir þrí tugs aldur, og síðar annarra barna sinna, jafnskjótt sem þau komust á legg. Þegar gest bar að garði að Ljótsstöðum skorti ekki glað- værð né umræðuefni. Þar var mikill kostur bóka og blaða. Þótti bókmenntasmekkur Ás laugar góður. Hulda skáld- kona var nágranni Áslaugar meðan hún var í föðurgarði, og mun hafa sýnt henni fyrstri sín frumortu ljóð, og þegið hjá henni holla dóma og hvatningu um áframhald. Heimili þeirra var um langt aður og margs konar húsbún- aður, og voru bæði Hjónin mikilvirk og listfeng. Var fá- gætt um þær mundir, að heim ili væru sjálfum sér fullnægj andi með allan fatnað og hús búnað svo að segja. Dæmi um hraðvirkni má nefna: Hjálm ar dró ullar þráð i höföld og skeið að morgni, óf það sem þurfti, tók frá, þvætti, þæfði, þurrkaði og Áslaug saumaði' flík úr voðinni um kvöldið, I allt sama daginn. En þá var , ekki 8 stunda vinnudagur. — Svo fínan þelþráð gat Hjálm-- ar spunnið á spunavél sína, I að 12 knekka hespu, með 1200 samliggjandi þráðum, gat, hann dregið í gegn um gift-1 ingarhring Áslaugar. Um skeið framleiddu þau listræna1 dúka úr blönduðum sauðar-' litum og seldu í Reykjavík og víðar. Áslaug og Hjálmar eignuð- ust 10 börn, og eru 7 þeirra á lífi: Torfi bóndi að Halldórs-| stöðum í Laxárdal, kvæntur Kolfinnu Magnúsdóttur frá Halldórsstöðum, Ragnar H. Ragnar söngstjóri og skóla- stjóri á ísafirði, kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Gaut- löndum, Helgi Skúta bóndi á Ljótsstöðum, Karl kaupfélags stjóri, Hvammstanga, tví- kvæntur, fyrri kona Halldóra Ásgrímsdóttir frá Borgarfirði Eystra — látin, — síðari kona Þórdís Ingimarslóttir frá Þórs höfn, Guðmundur dag- bókari hjá S. í. S., Jón til heimilis að Ljótsstöðum, en fjarverandi vegna vanheilsu og Þórlaug, gift Sigurði Helga syni bónda að Hólum í Lax- árdal. Tvö börn þeirra dóu ung: Leifur og Guðlaug, en Ásgeir sonur þeirra drukn- aði í Laxá fulltíða maður, mjög efnilegur, öllum harm- dauði. Þessi merka landnámskona í nýjum stíl, Áslaug Torfa- dóttir, sem hér hefir verið minnst að nokkru, naut til æfiloka áhrifanna i föður- garði og andlegra erfða frá hugsjónaríkum og dugmiklum foreldrum. Hún var fyrir- myndar húsfreyja og nióðir, gáfuð, hagmælt, hög og list- elsk, sem vann öll sín skyldu störf með prýði, stóð fyrir stóru búi innan húss til æfi- loka, þrátt fyrir nokkra van heilsu síðustu æfiárin. Trú- arstyrkur, kjarkur og bjart- sýni gerðu henni öll störf léttvæg og auðunnin, og eitt enn: — hún var vel gift. H. Þ. í Þ R O T T I R \ormót í. R. Huseby varpaði kúlunni 16,30 ra. Bczti árangur í knluvarpi hér Fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins, Vormót ÍR fyrri hluti, var háð á íþróttavellinum á þriðjudagskvöld. Þrátt fyrir mjög óhagstætt veður náðist í nokkrum greinum frábær ár- angur, sérstaklega í kúluvarpi, kringlukasti og langstökki, sem sýnir að frjálsíþróttamennirir hafa æft vel í vetur. Þátttaka var frekar léleg, en áhorfendur all margir. Huseby hefir aldrei byrjað jafn glæsflega. Aðal viðburður mótsins var hinn frábæri árangur Gunn- ar Huseby í kúluvarpi 16,30 m. sem er bezti árangur, sem náðst hefir i kúluvarpi í Evrópu í sumar svo vitað sé. Þá er árangurinn einnig nýtt vallarmet, en Huseby hefir aldrei náð jafn góðum ár- angri hér á landi fyrr. Eftir þessu afreki hans að dæma, verður ekki langt þangað til hann varpar kúlunni yfir 17 m. því hann hefir aldrei byrj að keppnisárið jafn glæsilega heldur byrjað á undanförn- um árum með því að varpa 2. Mathías Guðmundss. Á 12.2 3. Grétar Hinriksson Á 12.4 100 m. hlaup drengja: 1. Þorvald. Óskarsson ÍR 12.0 2. Jafet Sigurðsson KR 12.2 3. Eiríkur Guðnason ÍBV 12.4 Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby KR 16.30 (Framhald á 6. siðu.) fer til Færeyja og Kaupmanna hafnar 30. maí n. k. — Þeir sem hafa fengið loforð fyrir fari, sæki farseðla nú þegar og í síðasta lagi fyrir 20. maí, annars seldir öðrum. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Ó. Pétursson Gunnar Huseby rétt yfir 15 m. Séría hans, sem var mjög jöfn og góð, var þannig: 15,36 — 15,48 — 15.96 15,40 — 16,30 og 15,85 m. Þá náði Gunnar einnig ágæt um árangri í kringlukasti. Lengsta kast hans var 46,68 m. Skemmtilcg keppni í 3000 m. Keppnin í 3000 m. hlaupinu var skemmtileg og keppendur margir. Stefán Gunnarsson bar sigur úr býtum eftir harða keppni við Torfa Ás- geirsson og Eirík Haraldsson, sem báðir hlupu þessa vega- lengd í fyrsta skipti. Leiðin- legt atkvik kom fyrir í þessu hlaupi, er Eiríkur marg hljóp fyrir Torfa til þess að hindra að hann tæki forystuna, en atvik sem þessi eiga ekki að koma fyrir og er þeim, sem að þeim standa til skammar. Þá var einnig skemmtileg keppni í 800 m. hlaupinu milli hinna ungu og bráðefnilegu hlaupara Sigurðar Guðnason ar og Svavars Markússonar, sem lauk með sigri Sigurðar sjónarmun á undan Svavari, en tími þeirra er góður mið- að við aðstæður. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup: 1. Hörður Háraldsson Á 11.6 Ármann sigraði í T j arnar boðhla upin u Hið árlega Tjarnarboð- hlaup KR fór fram s. 1. laug- ardag og fór þannig að Ár- mann bar sigur úr býtum, en keppnin var afar hörð og lítill munur á sveitunum í mark. Þetta er í fyrsta skipti, sem Ármann ber sigur úr býtum í þessu hlaupi. Finnbjörn Þor valdsson hljóp fyrsta sprett fyrir ÍR og skilaði nokkru for skoti, en skipting hans og Ólafs Árnar tókst svo illa að Sveinn Björnsson, sem hljóp fyrir KR komst í fyrsta sætið. Sveit Ármans var aðeins á eftir. KR hélt forustunni þang að til á 6. spretti að ÍR komst í fyrsta sæti. Á 5. spretti, sem er 200 m. vann Hörður Har- aldsson, Ármanni, mikið inná Ásmund Bjarnason KR og Reyni Sigurðsson ÍR. Síðasti spretturinn í hlaupinu er 200 m. og var ÍR sveitin fyrst, rétt á undan KR en sveit Ár- manns nokkru á eftir. Guð- mundur Lárusson, Á., hljóp mjög glæsilega og tókst, nokkrum metrum frá marki, að tryggja Ármanni sigur- inn. Ingi Þorsteinsson, KR, náði að komast framúr Pétri Einarssyni, ÍR, og ná með því öðru sæti. En sveit ÍR, sem hef ir sigrað í þessu hlaupi und- anfarin ár, varð að láta sér nægja þriðja sætið. Ef skipt- ing Finnbjarnar og Ólafs hefði ekki tekizt jafn illa, er þó sennilegt að sveitin hefði borið sigur úr býtum. Árang- urinn í hlaupinu varð þessi: 1. Ármann 2:32,6 mín. 2. KR 2:33,0 mín. 3. ÍR 2:33,7 mín. ti !u*ic •mmt v,; ■ <**■*—■> ..> qi Guðm. Lárusson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.