Tíminn - 05.06.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.06.1951, Blaðsíða 1
r** Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, þriðjudaginn 5. júní 1951. 122. blaS. Héraðslæknirinn á Kópaskeri læknar veikan sel með penisillíni Faðir og sonur læknisins fundu selinn fár- yeikan við bryggjnrnar oj»' fluttu hann heim Héraðslæknirinn á Kópaskeri, Erlendur Konráðsson, hafði óvenjulegan sjúkling í húsi sínu í vetur. Þetta var hringanóri, um það bil ársgamall kópur, sem faðir héraðslæknisins. Kon- ráð Erlendsson, kennari frá Laugum, og þriggja ára gamall sonur læknisins, er ber nafn afa síns, fundu helsjúkan í fjör unni. Héraðslæknirinn hefir sagt fréttamanni Tímans sög- una á þessa leið: um var hann látinn úr og nag aði hann þá snjó, en annað bragðaði hann ekki meðan á sjúkravistinni stóð. Var sýni legt, að hann fýsti til sjávar því að ævinlega brölti hann í átt þangað, er hann var lát- inn út til þess að viðra sig. PERSNESKIR FORUSTUMENN Geysilega mikil að- sókn að óperunni Fögnuður leikhúsgesta á frum**vningunni Svo mik'l aðsókn er að óperunni Rigólettó, sem þjóðleik- húsið er nú að hef ja sýningar á, að alllr miðar eru upppant- aðir á þrjár næstu sýningar, en fjöldi fólks, er ekki hefir orðið sér úti um miða, hefir áreiðanlega hug á að sækja hana Fannst í fjörunni milli bryggjanna. Það er upphaf sögunnar af þessum óvenjulega sjúklingi, að Konráð Erlendsson fór í gönguför með sonarson sinn, og varð þeim reikað niður á bryggjurnar á Kópaskeri. Komu þeir þá auga á sel, sem lá í fjörugrjótinu á milli hryggjanna. Er þeir fóru að huga betur að, þótti þeim sel urinn undarlega spakur. Er þeir ráku hann. nauðugan út í sjóinn, leitaði hann sam- stundis til lands aftur og lagð ist fyrir á ný. Læknirinn sóttur. Þeim þótti sýnt, að selurinn væri veikur, og þar sem hæg voru heimatökin um læknis- hjálp, var héraðslæknirinn þegar kvaddur að sjúkrabeðn um í fjörunni. Fóru þeir feðg- ar þrír á vettvang, og báru kópinn heim í poka og breyttu þvottaklefanum í læknishúsíhu í sjúkrastofu. Var selurinn allþungur að bera hann, þótt ekki væri hann stór — um áttatíu serrtimetra langur. Fékk svipaðan penisillínskammt og stór maður. Selurinn hríðskalf, og leyndj sér ekki, að hann hafði sótt- hita. Ekki varð þó við komið að mæla hitann, því hann beit frá sér og kunni illa að meta íhlutun læknislns og þeirra feðga. Dældi læknir- ;inn þá í selinn svipuðum skammti af penisillíni og stór um manni hefði verið gefinn. Við nánari athugun kom í Ijós, að selurinn hafði sár eft ir haglaskot á hálsinum. Hélzt það þó ekki illa við, en örðugt var að skoða það, því að selur inn glepsaði og beit frá sér, ef það var þuklað. Sjúklingurinn þáði engan mat. Hringanórinn var um það bil viku í hjúkrun í þvotta klefa læknisfrúarinnar, og fjórum sinnum var dælt í hann penisillíni. Hresstist hann fljótt og gerðist hinn sprækasti, þótt hann hins veg ar vildi ekki neitt eta. Var reynt að hella ofan í hann mjólk, en hennj vildi hann ekki kingja, og þótt frosinn fiskur eða síld væri í boði, leit hann ekki við því, Stund Bað í þvottabala. Annars naut hann þeirra sjálfsögðu réttinda sjúkra og hrjáðra, að reynt var að gera honum dvölina sem heilnæm asta. Stór þvottabali var not aður sem baðker handa hon- um, og kunni hann auðsjáan lega vel að meta þá hugul- semi. Þegar hann hafði bað að sig vel og rækilega, skreið hann svo upp úr sjálfur. Góðvinur læknissonanna. Marga fýsti að koma í heim sókn til þessa nýstárlega sjúkl ings í þvottaklefanum og ekki sízt voru þeir Konráð læknis sonur og bróðir hans tíðir gestir hjá „nóra“, ’VjandiSft hann líka fljótt gestakom- (Framhald á 2. síðu.) Frumsýningin-. Óperan var frumsýnd í þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld, og hlaut hún afbragðsgóðar undirtektir áheyrenda. Voru þrír aí' listamönnunum sér- stgklega hylltir, Else Múhl, Stefán Islandi og Guðmundur Jónsson og svo og leikstjór- inn Simon Edvardsen og hljómsveitarstjórinn Viktor Urbancic. Góð byrjun. Þetta er óneitanlega góð byrjun, þegar í fyrsta sinn er sýnd hér ópera, sem að lang- mestu leyti byggir á íslenzku fólki, og engum vafa er það undirorpið, að almenningur hér kann fyllilega að meta þessa byrjun. Mjög mikið hefir verið lagt í kostnað vegna óperusýning- arinnar, en flest bendir til þess, að svo vel ætli að tak- ast, að ekki þurfi að hræðast að leggja í slíkt á ný næsta ár. — 60 ára afmæli bún- aðarfélagsins í Séra Bjarni Jónsson kveður söfnuð sinn Séra Bjarni Jónsson dóm- prófastur kvaddi dómkirkju- söfnuðinn í Reykjavík á sunnudaginn. Var mikið fjöl menni i kirkju við þessa síð- ustu messugerð hins vinsæla klerks. 1 Lagði sér Bjarni úf af sama ræðutexta og hann notaði, er hann messaði hér fyrst á annan sunnudag eftir þrenn- ingarhátíð, sama messudag kirkjuársins og nú. Við þessa messu skírði séra Bjarni lítinn dreng, og verð- ur það síðasta embættisstarf hans sem dómkirkjuprests í Reykjavik. Bretarnir sigruðu 5:2 Hinn brezki knattspyrnu- flokkur áhugamanna, sem hingað er kominn, Middlesex Wanderers, háði fyrsta kapp leik sinn í Reykjavík í gær- kvöldi við K. R. Leikslok urðu þau, að Bret arnir sigruðu með fimm mörk um gegn tveimur. Efri myndin er af Navab Safavi, foringja hinna leyni- legu ofbeldissamtaka heittrú- armanna í Persíu, er hafa hótað að myrða Mossadegh forsætisráðherra. Persneska lögreglan hefir nú handsam- að hann. — Neðri myndin er af Allahyar. Saleh, forseta persneska. þingsins og for- ingja lítils flokks, sem mynd- ar lneginfylkingu persneskra þjóðernissinna, ásamt flokki Mossadeghs. Hann er einn af atkvæðamestu mönnum Persa í olíudeilunni. Kalin tún plægð upp á Snæfellsnesi Fvrirsjáaulegur rvrari töðufeng'ur ^ Frá fréttaritara Tímans i Miklaholtshreppi Tún í sveitum á sunnanverðu Snæfellsnesi eru yfirleitt stórkalin. Blasa við stór svæði, sem eru alveg hvít og skinin, og allur gróður dáinn út, svo að ekki mun koma upp sting- andi strá í sumar. Það fer ekki hjá því, að töðufengur verði af þessum sökum víða til muna rýrari en ella, enda þótt sæmilegt sprettusumar verði. Sumir eru byrjaðir að plægja upp verstu kalsvæðin í túnunum, (Framhald á 2. síðu.) Sextiu ára afmæli búnaðar félagsins í Miklaholtshreppi var haldið hátíðlegt að hinu nýja félagsheimili, Breiða- bliki, á sunnudaginn. Komu þar, .faman flestöll hjón í byggðarlaginu og fleira fólk. — Formaður búnaðarfélags- ins er nú Gunnar Guðbjarts- son á Hjarðarfelli. Búnaðarfélag þetta á þó lengri sögu, því að áð- ur en það var stofnað var um 22 ára skeið sameiginlegt bún aðarfélag Miklaholtshrepps og Eyjahrepps. Um kvöldið var stofnfund- ur skógræktarfélags fyrir byggðarlögin á Snæfellsnesi sunnan fjalls ,en framhalds stofnfundur verður í haust. Daníel Kristj ánsson skógar- vörður á Hreðavatni sýndi skógræktarkvikmynd á fund inum. Loks var birt skipulagsskrá minningarsj óðs Guðbjarts Kristjánssonar á Hjarðarfelli. Eru í minningarsjóðnum rösk lega tíu þúsund krónur, gjafir frá frændum hans og vinum. Skal verja tekjum sjóðsins til þess að styrkja menn, sem skara fram úr um ræktun trjálunda við bæi sina, en þegar honum vex fé, á einnig að styrkja með framlögum úr honum stærri átök í jarð- rækt og búfjárrækt. Þýzkalandsfararnir koinu í gærkvöldi Þýzkalandsfararnir úr Fram og Víkingi komu flestir heim með flugvélinnj Gull- faxa í gærkvöldi. Sótti flug- vélin þá til Hamborgar. Síðasta kappleik sinn í Þýzkalandi háðu þeir við úr- valslið í Bielefeld, þar sem þeir töpuðu sem sex mörkum gegn einu. Rifsnesið mokaflar við Grænland í fyrstu 3 lögnunum við Grænland fékk Rifsnesið á þremur dögum níu þúsund fiska. Aflann mun það hafa fengið í grennd við Færey- ingahöfn. Allan síðastliðinn mánuð meðan dauður sjór hefir ver- ið hér við land og fiskiskip varla eða alls ekki aflað fyrir kostnaði, þau sem ekki hafa legið i höfn hafa skip ýmsra þjóða, þeirra á meðal skip frá löndum i Evrópu mokað upp miklum afla við Græn- land. Dr. Áskell Löve pró- fessor í Kanada Dr. Áskell Löve hefir verið skipaður prófessor í grasa- fræði við Manitóbaháskólann í Winnipeg, og fór hann vest- ur um haf í nótt með fjöl- skyldu sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.