Tíminn - 05.06.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.06.1951, Blaðsíða 3
122. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 5. júní 1951. íslendingaþættir Dánarminning: Ólafía Ólafsdóttir „Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straum- fallið á.“ Svo kvað þjóðskáldið Matt- hías fyrir löngu. Látlaust og óstöðvandi streymir hin dimma móða ,sem hrífur með sér mannslífin og ber þau á brott tíl hins mikla, ókunna lithafs. En hinir, sem enn er hlíft, standa eftir á bakk anum með hugann fullan af söknuði og glíma við ráðgát- una miklu: Hvers vegna? Hvert? Þetta er i dag hlutskipti ástvina Ólafíu Ólafsdóttur, þegar jaröneskar leifar h«nn ar eru bornar til hinztu hvíld ar. — Ég tel mig ríkari og lánsmann að rneiri, að hafa átt þess kóst, að kynnast Ól- ’ afíu Ólafsdóttur, og við þessi j miklu þáttaskil sækja fast á hugann minningarnar frá mörgum glöðum og góðum j stundum á heimili hennar og eiginmanns hennar, Sæmund ( ar Eggertssonar. Ég held ég, mæli ekki um óf þótt ég segi, að þar átti hamingjan heima. í fari húsfreyjunnar og öllu fasi þóttist ég strax firina óvenjulega mikið af hlýrri, sannri einlægni og hispursleysi, eitthvað, sem er í ætt við heiðfíkju og glaðan og Ijúfan andvara þessara fýrstú' júnídaga. Hún var ríkulega gædd þeim eðl- iskostum, sem Þorsteinn Er- lingsson fann hjá vini sín- um, þeim, er hann kvað til: „Því það var þinn hiklausi hugur, og hlýjan, sem dró mig að þér.“ VÆrðmæti eru margvísleg og við eignumst þau með ýnisum hætti. Kynningin við góða menn og konur eru okk ur sífelldur unaðsgjafi, er við lítum yfir farinn veg. Það er trúa mín, aö svo fari um minningu Ólafíu Ólafsdóttur. Þeir ,sem hana þekktu, munu geyma þau kymii efns og „sólskinsblett í heiði', og auð legð þ\rra minninga mun slæva eggjar hins bitra hanns, sem nú er kveöinn að ástvinum hennar. Og þú, góði vinur, sem átt- ir hana að iífsförunaut, mér veröur orðfátt, er ég hugsa til þín. Þyí að hvaö megna orðin ein og yfirlýsingar um hluttekningu og samúð, þótt af heilum huga sé mælt? — Mér er ljóst, að það er satt, að „Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tungu, tárin eru beggja orð.‘ En hitt veit ég líka, að samt ertu ríkur i sorg þinni. Ríknr af elskulegum minnr- ingum frá samvistum ykk- ar. Þar áttu dýran sjóð, sem ekki verður frá þér tekinn. Það er sannmæli, að þótt sá, sem missir ástvin sinn, eigi mikils að sakna, þá er hinn stórum snauðari ,sem aldrei eignaðist slíkan vin. — Tím- inn, hinn mikli læknir sorg ar og trega, mun vinna sitt verk. Og þessum fátæklegu orðum vil ég ljúka með þeirri ósk, að þú getir tekið undir með skáldinu, sem sagði: Sorgárkjör mér svíða gerði, samt ei vann mér slig. Lífssteinn var í sáru sverði, sem að græddi mig. Frímann Jónasson. Reykjavík—Akureyri VÖRUFLUTNINáÉR MEÐ BIFREIÐUM Vörumóttaka daglega hjá Frímanni, Hafnarhúsinu. Pétur & Valdimar h.f. Akureyri. Reykjavík—Dalvík VÖRUFLUTNINGAR MEÐ BIFREIÐUM Vörumóttaka daglega hjá Frímanni, Hafnarhúsinu. GUNNAR JÓNSSON Dalvík. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Drengjamót Ármanns Seinni hluti Drengjamóts Ármanns fór fram á laugar- dag. Árangur drengjanna var ekki eins góður og fyrri dag- inn, og má segja, að aðeins í tveimur greinum hafi ár- angurinn verið viðunanleg- ur. Þorvaldur Óskarsson ÍR hljóp 400 m. á 53,7 sek., sem er ágætt afrek, en annar varð Svavar Markússon KR, hljóp á 54,5 sek. í þrístökki sigraði Helgi Daníelsson ÍR (markmaður Vals í meistara- flokki) stökk 13,16 m. Helgi er kröftugur stökkvari og gæti ef hann æfði vel þrí- stökk náð langt að minnsta kosti ætti hann að geta stokk ið 14 m. mjög fljótlega . í 3000 m. hlaupinu sigr- aði Gunnar Valur, Ármanni, hljóp á 10:27.4 mín., tími, sem hann ætti að geta bætt mik- ið. Gunnar virðist bráðefni- legur langhlaupari. Úrslit í einstökum grein- um: Stangarstökk: 1. Kristj. Sigurjónss. ÍBA 3.00 2. Þórður Magnúss. ÍBV 3.00 3. Bjarnj Guðbrandss. ÍR 2,93 400 m. hlaup. 1. Þorv. Óskarss. ÍR 53,7 sek. 2. Svavar Markúss. KR 54,5 — 3. Jóh. M. Maríuss. KR 59,9 — Kringlukast: i 1. Magnús Láruss UMSK 41,38 2. Ól. Þórarinss. FH 40,71 3. Ásgeir Óskarss. Á 39,28 3000 m. hlaup 1. Gunnar Valur Á 10:27,4 2. Kristinn Jóh.s. FH 10:36,0 3. Þorst. Steingr.son Þ 10:47,0 Þrístökk: 1. Helgi Daníelss. ÍR 13,16 m. 2. Dan. Halldórss. ÍR 12,65 — 3. Ingv. Hallst.son FH 12,37 — 1000 m. boðhlaup: 1. Sveit ÍR 2:10,4 mín. 2. Sveit KR 2:12,5 — Yfirleitt eiga Reykjavíkur- félögin mjög jafngóðum drengjum á að skipa ,en mest breiddin er hjá ÍR, t. d. voru sox ÍR-ingar, sem komust í rnilliriðil í 80 rn. hlaupinu af átia. ÍR átti sigurvegara í fjórum greinum, KR þremur, Áimann tveimur og utanbæj ardrengir báru sigur úr být- um í tvfcimur greinum. Haukur 10,8 sek. — Jóel 62 m. í sambandi við drengja- rr.ót Ármanns kepptu nokkr- ir íþróttamenn, sem komnir eru af „drengiaa'.d-4.‘. Hauk- ur CJousen liljóp nú 100 m. í íyrsta skVp*i i sutnar o^ náði mjög góðum árangrí, 10,8 sek. Haukur hljóp prýði lega, og sýnir timinn vel aö hann verðut ekki síðri í sum ar, en í fyrra, en þá setti hann nýtt Norðurlandamet í 200 m. hlauþi, eir.s og kunn- ugt er. Um enga samkeppni var að ræða, þar sem næsti maður, Ingi Þorstemsson, hljóp á 11,7 sek. í spjótkasti sýndi Jóel Sigurðsson mikla framför frá fyrri mótunum í sumar, kastaði nú yfir 60 m. eða nánar tiltekið nákvæm- lega 62,00 m. Jóel hefir enn ekki tekizt að laga atrennuna sem skyldi, einnig virðist hann mun þyngri en í fyrra. Þá var einnig keppt í kringlu kasti og var Gunnar Huscby meðal keppenda, og hefir hann náð sér eftir veikind- Sparneytin olíukyndingartæki Undanfarin 10 ár hefir mik il breyting orðið á upphitunar aðferð íbúðarhúsa í landinu. Þegar hitaveita Reykjavíkur tók til starfa, og menn fréttu af þeim þægindum, sem henni voru samfara, fóru þeir víðs vegar um land að leita fyrir sér um það, hvernig það mætti takast að fá hitunarkostnað- inn lækkaðan samanborið við kolaverð, og ennfremur hvern ig hægt væri að koma því fyr ir, að húsfreyjurnar þyrftu ekki að byrja á því að moka ösku hvern morgun úr mið- stöðvarkatlinum. Það var með hliðsjón af þessu, að Björn Magnússon, járnsmiður í Keflavík tók að gera tilraunir með smíði olíu- kynta miðstöðvarkatla fyrir um 8 árum síðan. Frá því að hann byrjaði þessa fram- leiðslu, hefir hann framleitt um 1500 af þessum kötlum. Gerð þeirra er fyrst og fremst miðuð við að gefa góðan hita, vera sparneytnir og öruggir í notkun, Nokkrar breytingar hefir hann gert á kötlunum síðustu árin, sem allar miða því að aðó spara olíuna og hag að því, að spara olíuna og hag tekizt mjög vel að dómi hinna mörgu viðskiptavina hans. Fyrir nokkru bauð Björnl nokkrum mönnum að skoða katla þá, sem hann framleiðir j nú, en þeir hinir sömu höfðu að vísu þekkt þá áður, og marg, ir þeirra notað þá undanf arin ! ár. Eru katlarnir laglegir i út- j liti, og greinilegir miðað við það að vera hagnýtir. Undir sívalri, vatnskældri kápu er eldstæðið, „brennarinn“, þar sem brennsla olíunnar fer fram. Olían rennur inn í eld- stæðið frá sérstakri gerð olíu stillis, sem hægt er að stilla á mikla eða litla olíugjöf eft- ir þvi, hversu mikinn hita á að fá á miðstöðvarkerfið. í brennaranum myndast gas, og flögra logarnir á því upp um vatnskældu fletina innan í katlinum. Hitauppstreymi um ketilinn mætir það miklum hindrunum innan í honum, að mjög lítill hiti tapast út í reyháf. Katlarnir eru fram- leiddir í 3 stærðum nr. 1, 2 og 3, eftir stærð íbúöar, sem hita á upp. Kostir þessara katla eru fyrst og fremst þeir, að þeir eru ódýrir í innkaupi, ca. 2400.00 kr., þeir eru óháðir rafmagni, gefa góða brennslu olíunnar, trekkur er hæfilegur í þeim, en hann stillist „auto- matiskt* af tréspjaldi utan á reyröri, þeir eru sparneytnir og öruggir í notkun. Undanfarið hefir borið á auglýsingum ýmissa framleið enda á olíukynntum miðstöðv arkötlum. Hefir kostum þeirra katla verið lýst vel og ræki- lega. Björn Magnússon hefir ekki hirt um að auglýsa fram- leiðslu sína á annan hátt en þann, að láta reynsluna skera úr um notagildi katla hans. Eftirspurn eftir kötlum Björns hefir frá því fyrsta verið meiri en að hann gæti fujlnægt henni. Hefir hann í höndum skýr og skorinorð in. Huseby kastaði 47,14 m. nákvæmlega sama lengd og fyrsta metið, sem hann setti í kringlukasti í fyrravor, en siðan bætti hann það smám saman í 50,13 m. Þorsteinn Löve varð annar, kastaði tæpa 46 m. vottorð um katla sína frá ýms um viðskiptavinum, sem allir láta mikið af þvi, hve ánægöir þeir séu með þá reynslu er þeir hafa fengið af „BM“ katl- inum, en það merki er stað- fest á kötlum Björns af Véla- og verksmiðjueftirliti rikis- ins. Eins og að framan segir hafa „BM“ katlar reynzt sér- staklega sparneytnir. Skal 1 því sambandi skýrt frá því, að um daginn var þess getið í auglýsingu, að skipt hefði ver ið um brennara í blásarakatli í íbúð í Bústaðavegshúsunum í Reykjavík. Hefði gamh b-renn arinn eytt 30 litrum á sólar- hring, en ný gerð brennara frá öðru fyrirtæki hefði fariö niður í 22 lítra á sólarhring, hvort tveggja miðað við 50 stiga hita. í tveim íbúðum í húsum þessum eru ,.BM“ katl- ar, og hefir eigendum þeirra reynzt þeir mun sparneytnari en þetta, skv. vottoröi er þeir hafa gefið Birni, en samkv. því eyða þeir tæpum 14 litrum á sama tíma með sama hita- stigi. Mun þetta vera nokkuö hliðstætt því, sem viðskipta- vinir Björns hafa komizt að raun um yfirleitt. Einn af viðskiptavinum. PS. Eftirfarandi bréf hafði Éirni Magnússyni járnsmið borizt nýlega, og er rétt að birta það hér sem eitt af mörg um, sem honum hafa borizt frá mönnum, sem keypt hafa miðstöðvarkatla af honum. Akureyri, 7. maí 1951. Herra Björn Magnússon, Keflavík. Það hefir dregizt of lengi fyrir mér að senda yður línu og.þakka yður fyrir olíukynd- ingarketilinn, er þér senduð mér í haust. En það sem vakti mig af mókinu var grein í dag blaðinu „Tíminn“, laugardag- inn 5. þ. m., þar sem fylgir vottorð um ágæti olíukynding arketils frá Ól. Ólsen, Njarð- vík. Er þar umsögn um nota- gæði og olíueyðslu ketils þessa. Er sú umsögn öll hin glæsi- legasta. Fór ég þá að bera saman lýsingu þessa og reynsl una af mínum katli, frá yö- ur, og það sem ég hefi að segja um þá reynslu, er þetta : Ég byrjaði að kynda með honum 2. nóv. sl., og gerði ég athugunina til 30. apr. sl. Hit- að er upp á aðalhæð hússins, og að auki ein hæð á neðrí hæð. Gólfflötur þessara íbúða er samanlagt 149,6m'-’. í ofn- unum eru alls 260 eliment með hitunarfleti 6335m-. Stofuhiti á daginn 16—20 stig. Olíueyðsla til jafnaðar á dag, var umrætt tímabil 20,8 lítrar. Nú er þess að gæta við sam anburð á katli kynntum í Reykjavík og öðrum á Akur- eyri, að hér er meöalhiti mun lægri en í Reykjavík. Annað er það í sambandi við minn keti), að þar er ekki um neina rafmagnseyðslu að ræða, og kyndingin því ekki á neinn hátt háð rafmagn- inu, sem hefir komið sér mjög vel hér á Akureyri, eins og það er oft ótryggt á veturna vegna ótíðar og snjóa. Sem sagt, ég er mjög ánægöur með ketilinn minn, og virð- ist ekkert enn hafa fram komið, sem bendi til þcss, að aðrar tegundir olíukyndingar katla taki mínum fram. Hann (Framhald á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.