Tíminn - 05.06.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.06.1951, Blaðsíða 4
«. TÍMINN, þriðjudaginn 5. júní 1951. 122. blaff. Læknamál Djúpmanna Frv. þetta er flutt á vegum heilbrigðisstjórnarinnar, og er frv. ásamt greinargerð samið af landlækni. Nefndin var sam mála um að mæla með sam- þykkt þess. Svo hljóðandi greinargerð fylgdi frv.: „íbúum Hesteyrarlæknishér aðs, sem tekur yfir tvo nyrztu hreppa Norður-ísafjarðar-; sýslu, Grunnvíkurhrepp og Sléttuhrepp, hefir nú fækkað svo, að engin leið er að halda þar uppi sérstöku lækn'shér- i aði. Hefir fólksfækkunin í hér aðinu orðið sem hér segir:, 1920: 731 íbúi, 1930: 740, 1935: , 706, 1940: 647, 1945: 461, 1946: j 329, 1947: 243, 1948:161, 1949: | 144, 1. des. 1950: 117 (þ. e. í Grunnvíkurhreppi 84, en í Sléttuhreppi 33, og horfir nú i þeim hreppi til fullkominnar auðnar). Hinn síðast skipaði læknir í Hesteyrarhéraði hvarf þaðan á miðju ári 1943,1 og síðan sumarið 1944 hefir ekki fengizt þangað sérstakur læknir, ekki einu sinni til setn ingar um stuttan tíma að j sumrinu. Miklum erfiðleikum hef'r og' reynzt bundið að sjá næsta | læknishéraði, Ögurhéraði, fyr ir lspknisþjónustu. Síðasti skip aði læknirinn hvarf þaðan j haustið 1944, og síðan hefirj aðeins einu sinni tekizt að fá j þangað settan lækni hluta úr ári (maí—sept. 1948), er setu ætti á hinum lögbundna að- j setursstað héraðslæknisins, í Ögri. Hér er ekki svo mjög fólksfæð um að kenna, því að ( í héraðinu eru þó enn um 700 t ibúar, 1933, er héraðinu höfðu fyrst verið fengin núverandi takmörk: 1196, 1940: 1001, 1945: 781, 1949: 709), þar af að vísu meðtaldir allir íbúar Súðavíkurhrepps, um 300, en mikill hluti þeirra, þ. e. íbúar Tíminn hefir birt tvær greinar um læknamál Djúp- manna. þar sem mælt er gegn þeirri skipun, sem síðasta Alþingi samþykkti. Hér birtist greinargerðin, sem frumvarpinu fylgir, svo að það sjónarmið komi líka fram í blaðinu, lesendum þess til athugunar. J í Álftafirði, eiga að jöfnu til- kall til læknisþjónustu frá ísa firði. Aðalvandkvæðin eru hér þau, að fyrir eyðingu byggðar umhverfis læknisbústaðs hér- aðslns er læknir þar orðinn svo einangraður og illa settur með tilliti til samgangna, að öllum þorra héraðsbúa er mjög umhent að eiga til hans að sækja. Á umræddu læknisleysis- tímabili Hesteyrar- og Ögur- héraðs hefir hvoru tveggja hérað'nu verið gegnt af hér- aðslækninum á ísafirði, að því frá skildu, sem áður getur, að læknir sat í Ögri nokkra mán uði 1948, og síðastliðin tvö sumur gegndi báðum héruðun um settur læknir, er sat í Súða vík. Var sá háttur tekinn upp til reynslu og þykir eftir at- vikum hafa gefizt svo, að ekki sé frágangssök við að búa, enda að því er virðist, að ná- kvæmlega athuguðu máli, eina líklega leiðin til að tryggja þessum byggðum þjón ustu sérstaks héraðslæknis til nokkurrar frambúðar. Eftir að komið væri upp aðlaðandi læknisbústað í hinu tiltölu- lega fjölbýli í Súðavík og grennd (í sjálfu Súðavíkur- þorpi eru ibúar 31. 12. 1949: 228), þykir ástæða til að ætla, að læknishérað þetta yrði ekki í tölu hinna óútgengilegustu héraða. Hins vegar er því ekki að neita, að ýmsum byggðum hér aðsins verða í mörgum tilfell- um torveld viðskipti við héraðs lækni í Súðavík, einkum að sækja hann heim, og mundi gegna hinu sama, hvar sem héraðslæknir yrði staðsettur innan þessara byggða. Má j gera ráð fyrir, að úr öllum | hreppum öðrum en Súðavíkur j hreppi verði mönnum að jafn aði leiðin greiðari til ísafjarð ar, sem er viðskiptamiðstöð allrar sýslunnar, enda sam- göngum háttað í samræmi við það. Fyrir því þykir sjálfsagt að tryggja íbúum hins fyrir- hugaða Súðavíkurhéraðs, öðr um en íbúum Súðavíkur- hrepps, jöfnum höndum rétt til læknisþjónustu af hendi héraðslæknis á ísafirði. • Samkvæmt framansögðu kann það að virðast mótsögn að staðsetja þá ekki héraðs- lækni hinna umræddu byggða á ísafirði. En gegn því mælir hættan á, að þar hlæðust á hann þau læknisstörf í þágu bæjarbúa, að hann yrði aðeins að nafni til læknir héraðs síns, auk þess sem Súðvíking- ar færu á mis við að hafa hans fyllstu not, en hlutur þeirra skiptir hér að sjálf- sögðu miklu máli, þar sem þeir munu verða fullur þriðj ungur héraðsbúa og það hlut- fall að öllum líkindum eiga fyrir sér að stækka. Með stað setningu héraðslæknisins í Súðavík yrði íbúum annarra byggða aftur enginn miski gerður, er í þeirra hlut kæmi réttur að jöfnu til viðskipta við héraðslækni á ísafirði. (Framhald á 6. síðuh Hvítasunnumenn efna til sumarmóts í þessum mánuði minnast Hvítasunnnumenn þess að nú í sumar eru 30 ár síðan Hvíta sunnuvakningin hóf starf sitt hér á landi. í tilefni af því efna þeir til móts, dag- ana 17.—24. júni. Hafa þeir fengið Fríkirkjuna lánaða yf ir þennan tíma, og þar verð- ur riíótið háð. Mótið verður sett klukkan 16, sunnudaginn 17. júní í Fríkirkjunni. Um kvöldið verður svo almenn samkoma, klukkan 8,30. Síðan verða al- mennar samkomur hvert kvöld alla vikuna I Fríkirkj- unni, og biblíulestrar klukk- an 16 á sama stað. í útvarpið koma Hvíta- sunnumenn sunnudaginn 24. júní, kl. 13—14. Mótið munu sækja trúaðir menn víðsvegar utan af landi. Líka koma nokkrir útlendir gestir. Þessa má nefna: Erik Asbö frá Osló, Nils Ramselíus frá Stokkhólmi, Helge Lund-» berg og Göran Stenlund frá Gautaborg. Sá síðastnefndi er mjög vinsæll einsöngvari við Hvítasunusöfnuðinn Smyrna í Gautaborg. Hann s.vngur á samkomunum í Fríkirkjunni. Einnig syngur hann þrem sinnum í útvarpið, tvisvar áð ur en mótið byrjar, eða dag- ana 13. og 15. júní, að kvöld inu báða dagana. í þriðja sinn syngur hann þegar Hvítasunnumenn hafa dag- skrárlið sinn í útvarpinu. Auk þeirra útlendu ræðu- manna ,er hér hafa verið nefndir, verða margir aðrir ræðumenn. Blandaður kór syngur á samkomum mótsins. Athygli allra ferðamanna, er kunna að verða staddir í Reykjavík þessa dagá, svo og Reykvíkinga sjálfra, er vak- in á samkomum þessum. Allir eru velkomnir á sam- komur mótsins! Söngkór Fílademusamaoarins í KeyKjaviK. tiann syngur á mótinu, ásamt fleira söng- fólki ,e rbætist í hann utan af landi. 1 dag birtir Tíminn grein um olíukyndingartæki, sem hafa þótt gefast sérstaklega vel. Þeirri grein fylgir greinargerð um notagildi slíks ketils, eyðslu hans við að hita ákveðið hús- rými, og er það glæsilegt vott- orð. í þessu sambandi er ástæða til að árétta það, sem Ólsen katlasmiður sagði í grein, sem Tíminn birti í vetur, að ríkið ætti að láta rannsaka og bera saman ágæti hinna ýmsu katla. Ríkið hefir með að gera ýms ar tilraunir, sem eiga að vera mönnum til fróðleiks og leiðbein ingar. Þetta virðist vera eitt af því, sem væri tiltölulega auðvelt að athuga, en án ýtarlegra at- hugana, sem mark er takandi á, er hætt við að enn haldist sama handahóf í þessum kaupum og verið hefir. Hins vegar ættum við að sneiða hjá þeirri gjald- eyrissóun og eyðslu, sem léleg olíukyndingartæki eru, enda allt annað en skemmtilegt, að búa við það, að olíusóti rigni yfir menn og skepnur og svartar flygsur fjúki inn um alla glugga, hvar sem opin er rifa. Það er bæði eyðsla og sóðaskapur, og er því hinn versti búskapur. Þessi grein í dag hlýtur að herða á óskum manna um það, að fram fari opinber athugun trúverðugra manna á gildi og gæðum miðstöðvarkatla. Sú at- hugun ætti að leiða til þess, að sumir væru teknir fram yfir aðra, og ætti þeim þá jafnframt að vera tryggð meiri útbreiðsla, höfundum sínum til verðugra hagsbóta, og þjóðinni allri til gagns og ánægju. Sennilega er hvergi jafn mikið af flekkóttu fé og í Reykjavík. Það er eftirtektarvert hve mikið er þar af skrautlitu fé í ekki stærri hjörðum. Það er ekki fá- títt að sjá botnótt, golsótt, kinn- ótt, múlótt, egglótt, bíldótt og ýmislega flekkótt lömb, — ég veit ekki hvort ég má nefna hos ótt — sá litur er víst að hverfa. En nú á að eyða öllu fé í haust milli Hvalfjarðar og Þjórsár og þá hverfa öll skrautlitu lömbin og ærnar í Reykjavík. Hvar fá Reykvíkingar svo fallega skraut litt fé aftur? Það veit ég ekki. Ef til vill verða þeir ekki i vand ræðum að koma því upp á,ný. En margir hafa lagt óþokka á mislitt fé, og því eru þau orðin nokkuð mörg heimilin, þar sem ekki fæðist nema hvítt lamb sum árin, þó að nokkuð margt fé sé. Þetta mun eiga að rekja rót sína til þess, að hvít ull var um skeið dýrari en mislit. Þess vegna hafa menn viljað fá reyf in hreinlit og helzt hvít. Um fegurðarsmekk er ekki hægt að deila, en undarlegt er það, að yfirleitt er miklu meira um skrautlitt fé í þorpunum en sveit um. Þó mun það ekki stafa ein- göngu af því, að féð þar sé glys gjarnara eða hneigðara til sund urgerðar. Sennilegast virðist mér, að þar sem menn eiga að- eins fáar kindur sér til gamans leggi þeir meiri áherzlu á að þær séu tilhaldslegar í búningi, þar sem fjárbóndinn verður að hugsa fyrst og seinast um arð- inn af búi sínu, því að hann hef- ir ekki annað til að lifa af. Þetta getur breytt talsverðu, hvort arður eða ánægja skipar fyrirrúmið. Það getur jafnvel mótað fegurðarskynið. Annars veit ég vel, að hvít lömb eru líka falleg og menn munu gleðjast yfir fé sínu hvað sem litum líður. En hins er ekki að dyljast, að þeim, sem vanir eru skrautlitu fé, mun finnast tómlegra og svipminna, ef allt er einlitt. Við skulum vona að úr því rætist, svo að menn geti framvegis veitt sér þessa ánægju eins og hingað til. Ef vel væri haldið til haga og haft til kyn- bóta það, sem fellur til af skraut litum lömbum af heilbrigðum stofni, er ekki að vita nema hægt yrði að gera mönnum úr- lausn tiltölulega fljótlega. Það er sumra manna trú, að kindur, sem eru auðkenndar að lit, eigi hægra með að láta á sér bera og til sín taka í hópnum en hinar, sem eru samlitar mest allri hjörðinni. Forustufé var oft hosótt eða golsótt. Eins hefir sumum sýnzt, að kindur í skraut klæðum hefðu gaman af því, öðru fé fremur, að velja sér stöðu, þar sem mikið bæri á, — láta á sér bera, — sýna dragtiná. Ekki skal ég fullyrða um þetta, en það er eflaust meðal þeirra atriða, sem fjármaðurinn og náttúruskoðarinn athugar. Starkaður gamli. .V.^V.V.V.V.V.V.V/.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.W iHrossasýningar 1951 I I verð haldnar í þessum mánuði sem hér segir: Kjósarsýsla Kollafjarðarrétt, þriðjudag 12.6. kl. 10 f.h. Eyjarétt, sama dap kl. 5 e.h. Borg’arf jarðarsvsla Litla-Lambhaga, miövikudag 13.6. kl. 2 e.h. Varmalæk fimmtudag 14.6 kl. 10 f.h. Oddsstaðarétt, sama dag kl. 5 e.h. Deildartungu föstudag 15.6 kl. 10 f.h. Stóra-Ási, sama dag kl. 5 e.h. Mýrasýsla Gilsbakka, laugardag 16.6. kl. 10 f.h. Þverárrétt,, sama dag kl. 5 e.h. Svignaskarði, mánudag 18.6. kl. 10 f.h. Arnrastapa, sama dag kl. 5 e.h. Héraðssýning fyrir Suðvesturland verður haldin að Ferjukoti að afloknum sveitarsýningunum, og verð- ur hún auglýst nánar síðar. Einnig verður tilkynnt um sveitasýningar á Snæ- fellsnesi og í Dqlum, ef hlutaðeigandi búnaðarsam- bönd óska eftir þeim. Hrossaræktarráðunauturinn. V.’.V.W.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.W.W.WAV.V.V.V *• 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.