Tíminn - 05.06.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.06.1951, Blaðsíða 8
„ERLEIVT YFIRLiT“ í DAG: Maðurinn er verUfteri 35. árgangur, Reykjavík, „4 FÖRMJM VEG1“ í DAG: * Skólateshan — sveitastörfin 5. júní 1951. 122. blaff. Ein fjölsóttustu hátíðahöld sjómanna í Reykjavík Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í hafnarbæjum víðs vegar um landið á sunnudaginn. Voru hátíðahöldin hvar vetna vel sótt og fóru hið bezta fram. Veður var gott og dag- urinn hinn ánægjulegasti fyrir sjómenn og alla þá, sem sam- fögnuðu þeim á þessum hátíðisdegi þeirra. Ein þau fjölmennustu í Reykjavík. í Reykjavík voru hátíða- höldin á sunnudaginn ein þau fjölmennustu, sem verið hafa frá því farið var að halda daginn hátíðlegan. — Kappróðurinn og sundkeppn- in fór fram á laugardaginn eins og ráð hafði verið fyrir gert, enda fóru hátíðahöldin fram samkvæmt áætlun þeirri, sem birt var í Tíman- um fyrir helgina. Úrslit í í- þróttakeppnunum urðu þau, að björgunarsundið vann Sig urður Þorsteinsson, skipverji á Þorsteini Ingólfssyni, stakkasundið vann í sjötta sinn Jón Kjartansson á Sel- fossi, reiptogið vann sveit frá bæjarútgerð Reykjavíkur, kappróðrana unnu skipshafn irnar á vitaskipinu Hermóði og vélbátnum Víði og Hilm- ar Jónsson, bátsmaður á tog- aranum Akurey, sigraði í neta bætingum og- vírafléttingum. Tlm sex þús. á íþróttavellinum Skrúðganga sjómanna var með allra fjölmennasta móti og mikill fjöldi bæjarbúa, sem safnaðist saman á Austur- velli. Að afloknum hátíðahöld- unum þar, fór fram íþrótta- keppni úti á iþróttavelli. — Kepptu þar skipshafnirnar af Gullfossi og Goðafossi i knattspyrnu. Fóru leikar þannig, að skipverjar á Goða fossi unnu með tveim mörk- um gegn einu. Bar markmað- ur Goðafossmanna af öðrum liðsmönnum, en Gullfoss- menn virtust hafa yfirburði í leiknum á vellinum. Á sunnudagskvöldið voru svo fjölsóttar skemmtanir á vegum sjómannadagsráðsins í flestum samkomuhúsum bæjarins. Sjómannadagurinn í Keflavík Frá fréttaritara Timans í Keflavík. Sjómannadagurinn var hald inn hátíðlegur í Keflavík á laugardag og sunnudag. í- þróttakeppni fór fram á laug ardag. Sex sveitir kepptu í róðri, og vann sveit Njarð- víkinga. Á sunnudaginn fór skrúð- ganga sjómanna um bæinn og hlýtt var guðþjónustu niðri við höfn. Blómsveigur var lagð ur á leiði óþekkta sjómanns- ins, og skemmtanir voru i samkomuhúsunum fyrir fulU orðna og börn. Hátíðahöldin voru fjölsótt og fóru vel fram. Albert Guðmunds- son bezti knatt- spyrnumaðurinn Brezka knattspyrnuliðið Arsenal er nú í Suður- Ameriku og háir þar kapp- leiki, og meðal annarra í liði þessu er íslendingurinn Albert Guðmundsson. 27. maí keppti iiðið við eitt bezta knattspyrnulið Ríó de Janeiró, Fluminense, og tap- aði með tveimur mörkum gegn engu. Fréttaritari norska blaðsins Sportsmanden segir, að Albert Guðmunds- son hafi verið bezti maður- inn i enska liðinu. ALFUTV1 Hl’U EIMSKIPAFÉLAGSIAS: Kaupir félagiö hluta- V.- Kaupir félag'ið hlutabréf V.>íslending'a? Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn um helg- ina, o? var hann bæði fjölsóttari en undanfarin ár og stóff lengur. Á fundinum var meðal annars rætt um forkaups- rétt félagsins á hlutabréfum og kaup á hlutabréfum í eigu Vestur-íslendinga, er tillaga var samþykkt um. Árbók F.Í. um Vest- ur-ísafjarðarsýslu Árbók Ferðafélags íslands árið 1951 er nýkomin út og fjallar hún um Vestur-ísa- fjarðarsýslu. Er aðalhöfund- ur hennar Kristján G. Þor- valdsson á Suðureyri, en kafla rita Óskar læknir Einarsson og Þórður bóndi Njálsson á Auðkúlu. Að venju er árbókin Ju|ýdd ífjölda ásgætra 'ljós- mynda. Auk þess eru í árbókinni tvær stuttar frásagnir um ör- æfaferðir eftir Ásgeir Jóns- son og Einar Magnússon. Finnsk listaverka- sýning opnuð í kvöld verður opnuð í þjóð minjasafnsbyggingunni sýn- ing á listaverkum finnska myndlistarmannsins Axels Gallén Kallela. Verða sýnd 120 listaverk, sem fengin hafa verið hingað að frumkvæði Finnlandsvinafélagsins. Kom tengdadóttir iista- mannsins, Prikko Gallén Kall ela, hingað til lands nýlega í tilefni af sýningunni, ásamt dóttur sinni, og finnska rit- höfundinum dr. Weenner- virta, og konu hans. Prikko Gallén Kallela mun efna til hljómleika hér 7. júní. fbíiar jarðarinnar 2400 milljónir Samkvæmt upplýsingum frá þeirri stofnun sameinuðu þjóðanna, sem líkja má við hagstofu okkar, er sagt, að mannfjöldinn í öllum heimin um nú muni vera um 2400 miljónir. Hefir mannfólkinu þá fjölg að um 500 milljónir síðan 1920 SjO- manna í Hornafirði Nazistaráðstefna í_ álmey í Svíþjóð Á hvítasunnudag var ráðstefna fjölmargra nazista frá ýmsum löndum Norðurálfu haldin í Málmey í Svíþjóð undir foruslu Svíans Per Engdal. En mörgum, sem boðaðir voru, Birting á hluthafaskrám. Að undanförnu hafa orðið um það blaðaskrif, að S.Í.S. væri að leitast við að ná vax- andi itökum í Eimskipafé- laginu, en það kom fram á fundinum, að Sambandið á ekki nema 625 króna hluta- bréf í félaginu, en hefir far- ið atkvæði fyrir nokkur kaup félög, en hlutabréfaeign þeirra er einnig óbreytt. Fulltrúi S.Í.S. á fundinum flutti tillögu um það, að gert yrði skrá um alla hluthafa og hlutabréfaeign þeirra, þar sem reynt hefði verið í ræðu og riti að fara með staðlausa stafi um þau mál, í því skyni að gera stjórn félagsins tor- tryggilega. Skyldi slík skrá birt með skýrslu félagsins framvegis. — Þessi tillaga var þó feild með 16679 at- kvæðum gegn 4003. Flutningagjöldin. Fulltrúi S.Í.S. flutti aðra tillögu, svolátandi, er sam- þykkt var með 12699 atkvæð- um gegn 8286, gegn andmæl- um Sveins Benediktssonar: „Með tilvisun í frjálsræði það, sem nú orðið ríkir í við- skipta- og verðlagsmálum, telur fundurinn það óeðli- legt, að opinber verðlagsyfir- völd hafi lengur afskipti af JÞjoverjar sækja um npptöku Verkalýðsmálastofnun sam einuðu þjóðanna kemur væntanlega saman til fundar í Genf á morgun. Meðal þeirra mála sem liggja fyrir fundinum er að taka ákvörð- un um það, hvort veita sk.uli vestur þýzka lýðveldinu upp töku í stofnunina. Ef þaS kem ur í ljós að % meðlimanna eru því fylgjandi, verður um sókn Þjóðverjanna strax tek in gild og þeir þar með orðn- ir meðlimir. flutningsgjaldatöxtum félags- ins og telur að fulltreysta megi félaginu til að stilla flutningsgjöldum í heilbrigt hóf, nú eins og fyrr. Skorar fUndurinn því á stjórnina, að vinna að því, að félagið fái sjálft að ráða verðlagi þjón- ustu sinnar.“ Heyleysi í Noregi í byggðunum í grennd við Kristjánssand í Noregi varð svo mikið heyleysi í vor, vegna snjóalaga og samgönguteppu, að bændurnir urðu að síðustu að grípa til þess að draga fram lífið í skepnum sínum að meira eða minna leyti með bjarkarlimi og asparberki. Á þessum slóðum er bænd urnir vanir að kaupa að hey, ef vorkart er, en nú brugðust aðflutningar. Fjórtánda Við- skiptaskráin Viðskiptaskráin árið 1951 er nýkomin út, gefin út af Stein dórsprenti. Er þetta í fjórt- ánda sinn, sem Viðskiptaskrá in er gefin út. í Viðskiptaskránni er mik- inn fróðleik að finna. Þar eru uppdrættir af Reykjavík, Akureyri og Hafnarfirði og skrá um öll hús og lóðir í þess um bæjum, ásamt mati á þeim, nýtt vitakort og upp- drættir af fiskimiðunum, skrá um alþingismenn og ýmsa embættismenn og full- trúa íslands erlendis, félags- málaskrár og nafnaskrár Reykjavíkur og fjörutíu kaup staða og kauptúna, varnings- og starfsskrár og skrá um skipastól landsins 1951. fengu ekki sænska áritun á vegabréf sín og urffu því aff sitja Hátíðahöld sjómannadags- ins í Höfn í Hornafirði hóf- ust með skrúðgöngu af hafn- arbryggjunni að barnaskól- anum. Fór þar fram guðsþjón usta. Sóknarpresturinn, séra Eiríkur Helgason prédikaði. Að lokinni guðþjónustunni var hlé til kl. 4, en þá fór fram reiptog milli sjómanna og landmanna, og létu hvorugir hlut sinn fyrir hinum. Einn- ig var keppt í naglaboð- hlaupi og pokahlaupi. Klukk- an 8 hófust svo hátíðahöld i samkomuhúsinu, þar sem sr. Eiríkur Helgason las upp kvæði, Benedikt Þorsteinsson flutti ræðu og Halldór Sveins son las upp. Að lokum var dansað. heima. Meðal þátttakendanna áttu að vera um þrjátíu Þjóðverj- ar, og höfðu margir þSirra verið á sar.V. konar ráðstefnu í Rómaborg í fyrra. í hópn- um voru einnig IVJosley, enski nazistaforinginn, og Scorzeny, bjargvættur Mússólínis, en hvorugur þeirra mun hafa komizt til Svíþjóðar. Áritun á fölskum forsendum. Meðal þeirra, sem áritun fengu, var þýzki þingmaður- inn Franz Richter, er hann hafði komið í sænsku ræðis- mannsskrifstofuna í Köln með meðmæli frá þýzka ut- anríkisráðuneytinu og látið í veðri vaka, að hann ætlaði að fara kynnisför til Sviþjóð ar. Utanríkisráðuneytið lýsti síðar yfir því, að því hefði verið ókunnugt um fyrirætl- anir Richters, og hefði hann ella ekki fengið meðmæla- bréf frá stjórnarvöldunum í Bonn. Þátttakendur frá Argentínu. í hópi hinna þýzku þátttak enda, voru menn, sem flúið höfðu til Argentínu, er nazista veldið í Þýzkalandi hrundi til grunna. Annars munu flest- ir þátttakenda hafa verið af Norðurlöndum, þar á meðal Norðmenn og Danir. Bretar geri áætlun um vinnslu olíulindanna Persnesk þjóðnýting |iw g'rundvöllurinn Persíustjórn hefir nú boðið brezka olíufélaginu, sem nýtt hefir hinar umdeildu olíulindir fram að þessu, að gera á- ætlanir um rekstur þeirra framvegis á þeim grundvelli, sem Bretar geti unað við, enda sé það tilskilið, að þær verði þjóð- nýttar Persum. Fréttir hafa ekki borizt af þvi, hvernig brezka stjórnin lítur á þetta tilboð Persa, en í gær lýsti Morrison því yfir í brezka þinginu, að það væri rangur skilningur, ef Persar héldu, að þessi deila kæmi ekki öðrum við en þeim og olíu félaginu. Þyrfti þar ekki ann- ars við en vitna til þess, að brezka ríkið á meira en helm- ing hlutabréfa í olíufélaginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.