Tíminn - 07.06.1951, Qupperneq 5

Tíminn - 07.06.1951, Qupperneq 5
124. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 7. júní 1951, S. ... Fhnmtud. 7. jiíitt Samfylkingartilboð Þjóðviljans Þjóðviljinn hugsar sér að benda Tímanum á réttlætis- mál til að knýja fram, en það er að bændur fái lægra verð fyrir hvern mjólkur- lítra, ef þeir hafa mikla mjólkurframleiðslu. Almenn verðhækkun á mjólk, segir Þjóðviljinn að verki þannig, að „með því móti fær stór- bóndinn margfalda kaup- hækkun á við smábóndann. Framleiði einn bóndi fimm sinnum meiri mjólk en ann- ar, fær hann einnig fimm- falda kaupuppbót.“ Þetta er á misskilningi byggt af þeirri einföldu á- J stæðu, að reikningsmeistar-1 ar Þjóðviljans gleyma að taka það með 1 reikninginn, | að bændur framleiða ekki mjólkina beint úr sjálfum sér. Þeir ala kýr til mjólkur- framleiðslu og það er yfir- leitt fimm sinnum meira verk að mjólka fimm sinnum fleiri kýr og svo þurfa kýrnar líka því meira að éta, serp þær eru fleiri. Það. þarf líka stærra íjós yfir fimm sinnum fleiri kýr, fleirf og dýrari ílát und- ir fimm sinnum meiri mjólk og svo framvegis. Þetta hefði nú bæjarpósturinn liklega vit aff, ef leiðarinn hefði verið borinn undir hann. Hinu er svo ekki að neita, að bændur fá misjafnlega hátt kaup á vinnustund eftir sjálfa sig og kemur þar margt til greina og allt annað en stærð búanna og heildarfram leiðsla. Bæði er það, að tún- in eru misjafnlega góð. Eftir því er ekki gott að mismuna bændum í mjólkurverði, enda ólíkt heppilegra að stefna að því, að gera öll tún eins og þau tíðkast bezt. í öðru lagj vinna bændur misjafnt og eru misjafnlega miklir íþróttamenn í ræktun sinni. Þá er spurningin sú, hvort menn eigi að sæta verð- fellingu á framleiðslu sinni fyrir að eiga afbragðsgóðfa gripi, rækta gott fóður og verka það vel og hirða bú- stofn sinn af þeirri nákvæmni að þeir fá óvenjulegan arð af hverri skepnu. Tíminn er ekki .undir það búinn að fara að vinna fyrir þessa hugsjón Þjóðviljans. — Jafnframt skal blaðinu bent á það, að austur í Rússlandi hefir Stalin beitt sér fyrir því, að menn fengju sem oft kaup í hlutfalli við framleiðslu, þannig að ef einn framleiddi fimmfalt meira en annar, fengi hann lika fimmfalt hærra kaup. Ef trúa má orðalagi á þýð- ingum kommúnista á ræðum Stalíns, kallar hann það „jafn aðarfargan" að vera á móti þessum mismuni og nefnir þá „nautshausa,“ sem halda jafnaðarfargani fram. Tíminn telur sér skylt, að benda ritstjórum Þjóðviljans á það, hvort þeir muni ekki standa nokkuð nærri því, að Stalín kallaði þá nautshausa, ef þeir vilja halda sér við það ,að borga mönnum því meira fyrir hverja einingu, sem eft irtekjan verður minni hjá þeim. — í öðru lagi ætti svo Þjóð- viljinn að segja til hvort sam ERLENT YFIRLIT: VERÐ FRIÐARINS Ræða Mahoudi Favzi Boy, sendihr. Egypta Sjöunda erindið í erindaflokki Sameinuðu þjóðanna um verð friðarins flutti Mahoud Fawzi Bey, sendiherra Egyptalands. Tíminn birtir ræðu hans hér í dag í þýðingu, sem gerð er á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Vér, hinar Sameinuðu þjóðir, staðráðnar í að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum' ófriðar, sem tvisvar á ævi þess- I arar kynslóðar hefir leitt ósegj- j anlegar þjáningar yfir mannkyn' ið, — að staðfesta að nýju trú á, grundvallarréttindi manna, virð j ingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða,' hvort sem stórar eru eða smáar, | — að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti. og virðingu fyrir skyldum þeim, er af samningum leiðir og öðr- { um heimildum þjóðaréttar, — að stuðla að félagslegum fram- förum og bættum lífskjörum án frelsisskerðingar, og ætlum í þessu skyni að sýna umburðar- lyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir, — að sameina mátt vorn til að varðveita heimsfrið og öryggi, — að tryggja það með samþykki grundvallarreglna og skipulags- stofnun, að vopnavaldi skuli eigi beita, nema í þágu sameigin-1 legra hagsmuna og — að starf- j rækja alþjóðaskipulag til efling ar fjárhagslegum og félagslegum j framförum allra þjóða, „höfum orðið ásáttar um að sameina krafta vora til að ná þessu marki“. * Með þessum fáu en hrífandi og hugþekku orðum hefst stofnskrá Saineinuðu þjóðanna; og í fram haldi hennar opnast óhemju víddir og svipmikið útsýni frið- arins. Eru þá horfnir þeir tím- ar, er heiður var næstum ekki greindur frá styrjöldum, þegar Kipling orti um veldi og yfirráð og skáld á borð við Hómer ósk- uðu, að þau hefðu þúsund tung ur, háls úr málmi og eitilhörð lungu til að geta lofað afrek hinna miklu hermanna. Er draumurinn um frið orðinn hug arsýn, er nær lengra en augu vorra jarðbundnu sálna? Verður þessi draumsýn að veruleika? í baráttunni fyrir friði erum við stöðugt að sækja á brattann með sligandi byrði og vegurinn er háll og sleipur. Við þurfum enn að greiða með líkama okkar, sál og öllu, sem okkur er kærast, verð stríðs ins og fyrir þetta verð, sem er hæst allra gjalda fáum við þó aðeins rústir, eymd og angist, auk þess sem kynstofni vorum hnignar. Gróf og brakandi stíg vél herguðsins eru enn ötuð í blóði og troða allt undir sig nema trúna og ljósgeislann. Napóleon hélt því fram, að styrjaldir væru göfgandi fyrir þjóðirnar. Seinna komst hann að því, að styrjöld er háð jafn- vel meir en til ónýtis og hann viðurkenndi, að mesta afrek sitt, stærsta krafa hans um ódauð- lega minningu, sé ekki stríð, sigr ar eða herferðir, heldur laga- skrá hans, „Code Napoleon". Þegar svo er komið, að eyði- leggingarmáttur nútímatækni er svo mikill að hann getur eytt næstum öllu lífi á jörðunni í einni svipann, þá blasir við okk ur hin tryllingslega firra styrj- aldanna. Hvað höfum við hafst að? Hvað höfum við ekki gert? Hvað þurfum við að gera? Á vorum tímum hefir krafan um frið verið borin fram oftar en nokkru sinni áður á alþjóða! grundvelli. Andstætt því, sem áður var venja, að heimsveldin berðust fyrir því að færa út veldi sitt, svo að það næði um allan heim og lög mættu ríkja í stað styrjalda, hefir áherzlan verið lögð á það í okkar tíð, að allar þjóðir ynnu saman á alþjóða- vettvangi fremur en að heimur inn skyldi allur beygja sig undir yfirráð eins heimsveldis. Jafnvel Bandaríki Ameríku eru komin úr einangrunarhíð- inu. Vegna áhrifa heimsstyrj- aldarinnar síðustu og viðburða í milliríkjamálum hafa Banda- ríkin, sem höfnuðu stefnu Wil- son forseta, er vildi þátttöku í Þjóðabandalaginu, ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum fyllsta stuðning, en þær urðu fyrst og fremst til i heila Roose- velts forseta og hann gaf þeim nafnið. Hann sagði i siðustu ræðu sinni á þinginu í Banda- ríkjunum, er hann flutti skýrslu um landsmálin 6. janúar 1945: „Fullkomnunarsýki, getur engu síður en einangrunarstefna og stórveldaerjur orðið hindrun á friðarbrautinni. En við megum ekki gleyma því, að við sukkum aftur í einangrun fyrir aldar- fjórðungi og það var ekki vegna þess að við værum á móti al- þjóðasamvinnu beinlínis, en við vorum óánægð yfir því, að frið- urinn var ófullkominn“. „1 vonbrigðum okkar eftir fyrri heimsstyrjöldina vildum við heldur búa við stjórnleysi á sviði alþjóðamála en að hafa samvinnu við þjóðir, sem ekki höfðu sömu hugsun og skoöanir og við. Við gáfum frá okkur vonina um að skapa öruggari frið smátt og smátt, því að okk- ur skorti hugrekki til að leysa skyldur vorar af hendi í heimi, sem var ófullkominn. Við megum ekki láta það koma fyrir aftur, eða við lend- um aftur á sömu. ógæfubraut- inni, — brautinni, sem liggur til þriðju heimsstyrjaldarinnar“. Eins og stendur, virðist heim- urinn því miður stefna hættu- lega í áttina að þriðju heims- styrjöldinni nema miklu. meira verði unnið í þágu friðarins af hálfu Sameinuðu þjóðanna en hingað til og bandalagsþjóðirn ar verða allar að taka þátt í þessu starfi. Ef við kynnum okkar störf Sameinuðu þjóðanna hingað til, komumst við brátt að raun um að alþjóðafriður og öryggi er jafn veikbyggt og óvinir friðar- ins myndu helzt óska, þrátt fyr- ir öll venjuj#g og aukaleg alls- herjarþing, hina ýtrustu við- leitni allra stofnana bandalags ins og þá hartnær 550 fundi, sem haldnir hafa verið í Ör- yggisráðinu. Grundvallarregl- unni um allsherjarfélagsskap bandalagsins hefir verið vikið til hliðar, og mörgum löndum, sem uppfylla öll skilyrði, er neit að um inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. Sú staðreynd, að Ör- yggisráðið hefir brugðizt þeirri skyldu að koma 43. og 106. grein stofnskrárinnar í framkvæmd gerir þetta bandalag næstum fylkingarboð hans í „réttlæt- ismálum“ eigi að vera svo víðtækt að ná til þess að verð fella fisk hjá miklum afla- mönnum? Og er það stefna blaðsins, að borga góðum verkmönnum minna fyrir sama starf, ef dagsverk þeirra er óvenjulega mikið? Það er nauðsynlegt, að sam fylkingarboðið verði sem ljós- ast. — Svo er það ofurlítil bend ing að lokum. Kúabú ísfirð- inga eru miklu stærri en með albú. Þó skiluðu þau engum ábata meðan kommúnistar og Sjálfstæðismenn stjórnuðu ísafjarðarbæ. Nú hafa verka lýðsflokkarnir selt kýrnar, þrátt fyrir það, að mjólkur framleiðsla búanna var svona mikil. Hvernig heldur Þjóð viljinn að geti staðið á því? jafn hjálparlaust og Þjóðabanda lagið gamla var, en samkvæmt þessum greinum áttu Samein- uðu þjóðirnar að fá nokkurn her til umráða og framkvæmdaleys- ið á þessu sviði hefir oftar en einu sinni haft þaö i för með sér, að bandalagið varð á sama hátt og Þjóðabandalagið að sætta sig viö árásir, óréttlæti og orðna hluti í milliríkjamálum. Sameinuðu þjóðunum hefir ekki tekizt að koma á alþjóða- eftirliti með vopnabúnaði, og við eigum þess vegna ekki annars kost en að vígbúast stöðugt meir, smíða stöðugt ægilegri vopn og drápstæki og auka sífellt á- reynslu ta.uganna, heilsunnar og efnahagsins í heimi, sem þegar er of miklum þunga hlaðinn. Á sviði efnahagsmála höfum við orðið vör sömu fjarstreðna og reginvillu? 1 allt of mörgum löndum er enn þörf efnahags- legrar viðreisnar og uppbygging ar. Á sviði stjórnmála, siðferðis- og sálarlifs er ástandið ekki neitt betra. Samanlagt valda þessi mistök og vitleysur því, að i heiminum eru of mörg svæði veik fyrir. Þessum viðkvæmu svæðum ber að breyta í sterk og öflug lönd. Hins vegar verður þessu marki ekki náð með því að skapa mismunandi veikar her varnir umhverfis heil lönd og svæði. Það er augljóst að herirn ir á vígstöðvunum þurfa stuðn- ing. Ekki einvörðungu frá öðr- um herjum annars staðar en líka þarf fjárhagurinn heima fyrir að vera góður og þjóðfé- lagsástandið heilbrigt. Þetta er samt ekki allt. Hinn þýðingar- mikli þáttur stjórnmálanna og sálarástandsins má ekki gleym- ast og við verðum að taka fullt tillit til hans. Þau svæði geta ekki verið sterk, þar sem fólk er veiklynt og óánægt, eða þar sem fólk hefir enga trú á Sam- einuðu þjóðunum, eða þar sem fólk hefir orðið að þola órétt- læti í milliríkjamálum og það hefir þá trú, að bandalagið hafi framið þetta óréttlæti eða að minnsta kosti látið það viðgang ast. Nauðsyn þess að skapa sterk og örugg svæði og auka við þau (Framhald á 6. síðu ) Raddir nábáanna Nokkurt umtal hefir sprott ið af því, að sagt er, að Mbl. hafi fengið fjárfestingarleyfi til að byggja sér hús og segir Alþbl. m. a. í því tilefni: „Auðvitað er óþarft að fjöl- yrða um það, hvort Reykvíking um sé meiri þörf á íbúðabygg- ingum, bæjarsjúkrahúsi, heilsu verndarstöð og skólum eða, höll undir Morgunblaðið. Satt að segja finnst manni fráleitt, að nokkrum skuli detta í hug að verja byggingarefni og fjár- munum í ekki nauðsynlegra fyrirtæki en Morgunblaðshöll, þegar verkefni, sem ekki þola bið, blasa við augum, hvert sem litið er. Sú afstaða á ekkert skylt við velþóknun eða van- þóknun á Morgunblaðinu. Það mætti byggja yfir sig skýja- kljúf, ef íhaldið væri búið að efna kosningaloforð sín í bygg ingarmálunum og vel hefði ver ið séð fyrir þörfum almenn- ings. En viðhorfin í þessu efni eru með slikum hætti, að leyfi fjárhagsráðs fyrir Morgun- blaðshöll er hneyksli. En þetta dæmi er talandi tákn um óstjórn þá, sem ríkir hér á landi og afturhaldsflokk arnir bera sameiginlega ábyrgð á. Þeim er sama, þó að hundr- uðum heimila liggi við upp- lausn vegna húsnæðisvand- ræða og hundruð ungra manna og kvenna eigi þess engan kost að stofna heimili af sömu á- stæðum. Þeir láta sér slíka smá muni í léttu rúmi liggja. En íhaldið og Framsóknarflokkur inn láta hins vegar ekki á sér standa að sjá Morgunblaðinu fyrir nýjum, auknum og bætt- um húsakynnum". Mbl. hefir fátt sagt enn sem komið er um þessa hluti. Fjær og nær Á Suður-Ítalíu er nú stefnt að því að skipta víðlendum og illa nýttum og nytjuðum jarð eignum upp milli sveitafóíks, sem hingað til hefir lifað ör- birgöarlífi við stopula vinnu og lágt kaupgjald hjá stórbænd- unum. . En það er fleira að gera en að skipta landinu. Það þarf að koma fótum undir frum- býlingana. Ríkið leggur fram stórmikið fé til að hjálpa þeim til þess. Þeir þurfa að byggja yfir sig, njóta félagslegra þæg inda, svo sem að hafa vatns- veitu og vegasamband og þeir þurfa bústofn. Ríkissjóður tek ur á sig að hjálpa þeim til þessa alls. Þjóðfélagið telur sér skylt að leggja fram það fjármagn, sem þarf til að byggja grundvöll .þessa at- vinnulífs. Og þar í Iandi gera menn sér vonir um að á þenn an hátt verði Iandið fullnytj- að og fæði börn sín betur en ella svo að þjóðlífið í heild verði betra og farsælla. Þessar framkvæmdir allar eru sambærilegar því, sem er að gerast hér á landi. fslenzk ir bændur hafa verið að snúa frá rányrkju til ræktunar og ríkið .hefir lagt fram sinn skerf til þess. Nú er verið að taka óræktað land til ræktun ar á íslandi eins og á Ítalíu og ríkissjóður leggur þar enn nokkuð af mörkum. En hér á íslandi er til flokk ur manna, sem kallar sig jafn aðarmenn og hefir allt á horn um sér í því sambandi. Sá flokkur segir jafnan, að allt það fé, sem beint eða óbeint gangi til að byggja upp at- vinnuveg bændanna, sé tekið frá öðrum landsins börnum, sem meira þurfi þess með og meira hafi með það að gera. Engar sögur fara af þvf, að ítalir eigi sér neitt Alþýðu- blað, þar sem skipting jarð- eigna og ríkisframlög til að koma á fót nýjum býíum og auka ræktun landsins sé talin fjandskápur við þjóðina. Ítalía á sér víst engan Stefán Jóhann, sem telur það rang- látt gagnvart verkamönnum að leggja opinbert fé í ræktun landsins. Svo mikið er víst, að stjórnarflokkurinn beitir sér fyrir slíku, enda þótt hann kenni sig við jafnaðarstefnu. Hitt er þó ef til vill undar- legast, að það virðist svo sem Alþbl. hérná og flokkur þess telji þessar ráðstafanir .á Ítalíu .alveg sjálfsagðar og æskilega framkvæmd og full komnun jafnaðarstefnunnar þar í landi. Hér má aftur á móti ekkj gera Búnaðarbank- anum fært að sinna nokkrtt af ætlunarverki sínu, án þess að það þyki hin mesta fólska gagnvart verkam. í landinn. Það er fróðlegt á margan hátt að bera saman þessi við- horf. í raun og veru er þróun fyllilega hliðstæð í báðum löndunum í meginatriðum. Eignalausir menn þurfa að koma fótum undir sig við bú- skap á landi, sem áður hefir verið óræktað og illa nytjað. Til þess þarf fjölhliða upp- byggingu. Rikissjóður leggur fram nokkuð af því fé, svo að vinna þessa fólks notist til að auðga landið og byggja upp nýtt atvinnulíf. Meðan þetta er nógu f jar- lægt leggur Alþbl. blessun sína yfir þessa stefnu. En þeg ar kemur að átakamálunum innanlands og Alþbl. veitist kostur á að leggja góðu máli liðsyrði svo að munur væri að, snýst það öfugt við og and- mælir þessari stefnu. Ö+Z.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.