Tíminn - 07.06.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.06.1951, Blaðsíða 8
„ERLEJVT YFiRLtT“ í DAG: Yerð friðarins 35. árgangur. Reykjavík, 7. júní 1951. 124. blaff. Tilraun til atvinnukúgunar af hálfu hraðfrystihúss Olafsvíkur Neitað að tnka við dragnótanfla tve^gja báta, í hcfndarskyni við eigemlurna Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. TaJsverð ólga er hér í kauptúninu um þessar mundir. og er orsökin sú, að braðfrystihúsið liér hefir neitað að taka við ðragnótaafla tveggja báta vegna þess, að eigendur þeirra hafa sýnt þá sjálfsbjargarviðleitni að salta vertíðarafla sinn sjálfír og eru að reisa þurrkunarstöð. Mælist þessi tilraun til atvinnukúgunar mjög illa fyrir. Lagt fyrir ríkisstjórnina. Aðeins eitt hraðfrystihús er í Ólafsvík, en ýmsir hafa haft hug á að reisa þar ann- að, og það því fremur, sem eigendur þessa eina hraðfrysti húss hafa við og við verið að hafa í hótunum, þótt þeir hafi horfið frá þeim þar til nú. Hins vegar hefir ekki feng izt leyfi stjórnarvaldanna til þess að reisa það enn sem kom ið er. Nú hefir hins vegar skap azt nýtt viðhorf, er eig- endur hrafffrystihússins hafa gert alvöru úr því að beita tvo af útgerðarmönn unum í Ólafsvík hinni frek legustu atvinnukúgun, og ér í ráði aff leggja máliff fyrir ríkisstjórnina. Settú afarkosti. Það er afli bátanna Snæ- fells og Haföldunnar, sem gerðir eru út af Víglundi Jóns syni og Guðna Sumarliða- syni, sem hraðfrystihúsið hef- ir neitað að taka við, nema með afarkostum. Markús Einarsson, fram- kvæmdastjóri hraðfrystihúss ins, tilkynnti þeim þetta fyrir skömmu, og sneru þeir sér þá- til formanns stjórnar hrað- frystihússins, Þórðar Ólafs- ^onar, útgerðarmanns i Reykjavik. Staðfesti hann í skeyti, að viðskiptum við þessa báta væri lokið, nema hvað tekið yrði við ýsu og flatfiski, og ef útgerðarmennirnir skuld- bindu sig til þess að láta hrað frystihúsið fá allan aflann, yrði reynt að taka við þvi, sem hraðfrystihúsið anni. En þetta er vitaskuld hið sama og tilraun til þess að kúga þá til að hætta við fiskþurrkun- arstöð þá, sem þeir eru að koma upp. — Tveir af stjórn- Merkilegt fordæmi Breta í nýlendu- málum Brezka stjórnin veitti tólf af nýlendum sínum stjórnar bót á siðastliðnu ári, og hef- ir enn í undirbúningi frjáls- legri stjórnarhætti í ýmsum nýlendanna á þessu ári. Á siðustu árum hafa Bret- ar veitt öðrum merki- legt fordæmi um aukið frelsi og réttindi nýlendum til handa og vísað með því leið til réttlátari stjórnarhátta og betri samskipta þjóða og kyn- þátta. endum hraðfrystihússins eru í Ólafsvík, Einar Bergmann og Elíníus Jónsson. Leggja upp á Sandi. Bátar þeir, sem hafa orðið fyrir þessu fáheyrða ofbeldi, leggja nú afla sinn upp á Hellissandi. Mun þetta því hafa i för með sér minni at- vinnu í Ólafsvík en ella hefði orðið, og bitnar þannig á al- menningi þar. KRON opnar brauða og kökugerð í Tjarn- argötu KRON opnar í dag nýja brauða- og kökugerð að Tjarnargötu 10, þar sem á boðstólum verða alls konar brauðvörur, ásamt mjólk og mjólkurvörum. Seinna meir mun kaupfélag ið koma upp fleiri brauðsölu búðum, meðal annars er í ráði að breyta listmunaverzl uninni við Garðastræti í brauðsölubúð. Ætlar að læra ís- lenzku — Eg hef ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum af fyrstu raunverulegu kynn- um míniim af íslenzku þjóð inni, sagðj McGaw, hers- höfðingi varnarliðsins, er blaðamenn ræddu við hann í gær. Ég lærði það ungur í skóla, bætti hann við, að íslenzka þjóðin ætti gamla, rótgróna og sérstæffa menn ingu, sem hún heldur fast við. Mér er það mikil á- nægja að fá að kynnast þessari menningu, sagði hann, læra og tileinka mér sem mest af henni. Sjálfur er ég byrjaður á því að læra íslenzku og hef hvatt menn mína til aff gera það sama. Sagðist hershöfðinginn telja þaff mikilvægt að kunna mál þjóðarinnar, til aff geta i alla staði full- nægt þeim kröfum, sem hann gerir til þess starfs, sem það leggur honum á herðar aff veita forustu lið inu hér, því eins og ég sagði, er ég kom fyrst hing aff til lands, bætti hann viff, þá hlakka ég til að kynnast hverjum einum íslendingi og lít á störf mín hér í þágu íslenzku þjóð- arinnar þannig, að ég gleðst og hryggist um Ieiff og hún. I'OSTI ISFVIHK 1000 BAKW Maðurinn er mest hef- ir gert fyrir flóttafólk Kraftaverkin gerast enn í dag. Og einn af þeim, sem get- ur ge-t kraftaverk, er dr. José Ferrerá Uslar, sendifulltrúi Venezúela á Norðurlöndum. Enginn einn maður hefir leyst vandamál flóttabarna i Norðurálfu á eins raunhæfan hátt og hann. Eins og sakir standa á hann eitt þúsund fósturbörn. I þessu skyni hefir sendi- fulltrúinn bæði safnað fé og lagt fram stórfé úr eigin vasa. En nú er svo komið, að nær ómögulegt er að fá flótta- börn flutt milli landa. Skýrslu gerðir í sambandi við það eru orðnar svo miklar og flókn ar og seinagangurinn svo mikill, að flestir gefast upp. En dr. Uslar hefir aðeins lagt aukið kapp á starf sitt og skýrslugerðarverksmiðj- an hans vinnur dag og nótt. Færði Norðmönn\im fimmtíu börn. Nú nýlega lét hann Norð- mönnum í té fimmtíu flótta- börn, sem hann hafði bjarg- að, og þegar börnin komu til Fornebu með flugvél, sem sendifulltyúinn tók sjálfur á leigu til fararinnar, stóðu Norðmenn, sem vildu tryggja sér fósturbarn, í löngum bið- röðum á flugvellinum. — Um sama leyti sendi dr. Uslar önnur fimmtíu börn heim til sín til Venezúela. Frægir sigrar. Það eru nokkur ár síðan sendifulltrúinn hóf starf sitt við að bjarga flóttabörnum, og í bústað hans í Stokkhólmi fóstrar hann þrjú börn, er hann tók upphaflega á sína arma. Síðan hefir hann átt endalausar ráðstefnur og bréfaskriftir í austur og vest ur um flóttabörnin, unz hann varð-sá maður, sem allra ein- staklinga mest hefir gert fyr- ir flóttafólk. Þar sem aðrir hafa gefizt upp fyrir þeim erfiðleikum, er mættu þeim, hefir dr. Uslar imnið hvern frægðarsigurinn af öðrum. Enn stórkostlegri fyrlrætlanir. Nú hefir hann á prjónunum enn stórfenglegri fyrirætlan- ir. Hann ætlar að útvega fimmtán þúsund flóttamönn- um landvistarleyfi í Venezú- elu, og hann ætlar sjálfur að útvega þeim húsnæði og at- vinnu. Til undirbúnings þessu hefir hann hvað eftir annað flogið suður í Evrópu, þar sem flóttamannabúðirnar eru. Þorri Faxaflóabáta verður fyrir vélbilun á vetrarvertíðinni Holmintftir lúðubátanna heffr vorift dreg- inn að landi vogna vólbilana á liafi nti Einn hinna ungu stýrimanna okkar vekur í dag máls á alvarlegu máli — hinum tíffu vélabilunum hjá vélbátum við Faxaflóa og lúðubátum, sem nú eru aff veiffum vestur í liafi, orsökum þessara vélbilana, og úrræðum til þess að draga úr þeim. Hvað er það, sem veldur hinum tíðu bilunum hjá véi- bátum við Faxaflóa? Þessari spurningu væri ekki úr vegi að velta svolítiö fyrir sér, og ekki hvað sízt ættu trygging- arfélögin og útgerðarmennirn ir að láta hana til sín taka, því að þeim mættj vera kunn ugt, að hve. ju stefnir í þess- um málum, því það ætti út- gjaldahliðin að sýna að minnsta kosti. Tíðar vélabilanir á vetrarvertíð. Á vetrarvertíðinni Faxaflóa bila hvorki við ekki úr vegi að athuga, hvað þessu veldur. Jú, eitt er það, sem á stóran hlut í þessu máli, og það er samkeppnin, og hún er hörð og harðnar með ári hverju, eftir því sem og aflatap, viðgerðarkostnað og annað, sem af því leiðir, því oft er unnið að viðgerð- inni sleitulaust, þar til yfir lýkur. Varúðarráðstafanir. Nú síðustu árin hafa vélarn ar alltaf verið að stækka, sem notaðar hafa verið í bát ana, miðað við rúmlestatölu, svo nú er svo komið, að um 3—4 hestöfl eru á hverja smá lest, sem ekki voru nema iy2 —2 áður. Væri ekki athugandi. þeg- ar samkeppnin er orðin svona aflinn tregðast og lengra er ^örff. ^vort ekki mætti tak- marka hraðann við 8 s.iómíl- að sækja. Við Faxaflóa er ró- ið á ákveðnum tíma, og þeg- ar merki er gefið úr landi, eru, allir bátarnir tilbúnir að, hefja kappkeyrslu út á mið- j in. Vélarnar eru yfirkeyrðar dag eftir dag alla vertíðina, án nokkurs eftirlits eða hreinsunar, enda líka kemur það á daginn, að bilanirnar né minna en 50—70 bátar, sem svo eru dregnir að landi, og er óhætt að segja, að það er stór hluti þeirra báta, sem sjó stunda þaðan. Það væri meira aukast eftir því sem líður á vertíðina, og um lokin, líður vart sá dagur, að ekki eru dregnir einn eða fleiri bátar að landi. Þetta kostar að sjálf sögðu allmikla peninga svo ur, þegar haldið er út á miðin. Þá gætu þeir bátar, sem hafa meiri yfirkraft sparað bæði vélar og olíu. Þetta ætti að geta skapað jöfn (Framhald á 7, siðu.) Þroyta sunditi fast Yfir 100 Húsvíkingar hafa nú lokið 200 metra sundinu, enda þótt þeir verði að sækja að Hveravöllum eða Laugum í Reykjadal til þess að synda, því að sjór er of kaldur öðr- um en hraustmennum. Stanzlaus karfa- vinnsla á Akranesi Karfavinnslan á Akranesi er í fullum gangi. Tveir togar ar veiða karfa til hagnýting- ar í frystihúsunum, Bjarni Ólafsson og Fylkir. Er ekki meira en svo, að undan hafizt þegar báðir togararnir afla vel. Þannig hafði Fylkir ver- ið einum degi lengur á veið um en upphaflega var ætlað, þegar hann kom til Akraness i fyrramorgun með fullfermi af karfa. Voru það röskar 400 lestir, og varð að láta um 100 lestir af aflanum í þetta skipti beint í fiskimjölsverk- smiðju. Starfsemi hestam. félagsins FÁKS Hestamannaíélagið Fákur hélt aðalfund sinn 26. maí s. 1. Félagið eykur árlega fé- lagsmannatölu sína, eru nú félagsmenn nær því þrjú hundruð. Bogj Eggertsson frá Laug- ardælum, sem verið hefir for maður félagsins undanfarin ár, var endurkjörinn að þessu sinni. Ritari var endurkosinn Sólmundur Einarsson. Gjald- keri var kosinn Haraldur Sveinsson í Völundi. Með- stjórnendur voru endurkosn- ir, Ingólfur Guðmundsson og Viggó Jóhannesson. Starfsemi félagsins hefir á síðast Jiðnu ári eins og jafn- an áður, einkum verið sú, að sjá fyrir hagabeit og fóðri handa hestum félagsmanna, sem þess óska. Hefir það tek ist sæmilega þó hestum hafi allmikið fjölgað á liðnum ár- um. Félagið vinnur að auknum kynbótum og hefir þess vegna (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.