Tíminn - 14.06.1951, Blaðsíða 1
/X*x - 1
Sr
Ritstjórl:
Þórarinn Þórarinsson
Préttaritstjóri:
Jón Helgason .
Útgefandi:
Framsóknarílokkurinn
--------------------■—
Skrifstofur í Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
-----------------------—
35. árgangur.
Reykjavík, fimmtudaginn 14. júní 1951.
130. blað.
Landssveitin hæst
á bridgemótinu
Þriðja umferð var spiluð í
fyrrakvöld og fóru leikar
þannig, að sveit Lárusar Karls
sonar vann Agnar Jörgensen
með 81 stigi gegn 15, "Róbert
Sigmundsson vann Sigurð
Kristjánsson með 44:26, Ragn
ar Jóhannesson vann Friðrik
Hjaltason með 55:33, Egill Sig
urðsson vann Guðlaug Gísla-
son með 48:34, Stefán Stefáns
son vann Árna Þorvaldsson
með 46:30, Ásbjörn Jónsson
vann Gunngeir Pétursson með
52:27 og Grímur Thorarensen
vann Helga Benónýsson með
53:40. í gærkvöldi fór fjórða
umferð fram og spiluðu þess
ar sveitir þá saman: Lárus við
Róbert, Ragnar við Egil,
Stefán við Agnar, Sigurður við
Ásbjörn, Friðrik við Grím,
Guðlaugur við Gunngeir og
Árni við Helga.
Eftir þrjár umferðir var
staðan sú, að sveit Lárusar
Karlssonar, landssveitin,
hafði unnið alla sína leiki og
hlotið 6 stig. Róbert Sigmunds
son 5 stig og sveitir Stefáns
Stefánssonar, Egils Sigurðs-
sonar og Ragnars Jóhannes-
sonar 4 stig hver.
Rafskinna komin í
skemmugluggann
HAPPDRÆTTI L.B.K.
Landssamband blandaðra kóra efnir til happdrættis um
flugvél þá, sem mynd þessi er af. Þetta er 3ja manna Piper
Cub vél. Flugvélar af þessari gerð eru traustar, öruggar og
endingargóðar. Því til sönnunar má geta þess, að 1947 var
tveim vélum af þessari gerð flogíð umhverfis jörðina, 36 þús.
km. leið, og höfðu þær meðal annars viðkomu hér á íslandi.
Aðrir vinningar í happdrætti þessu eru. Flugferð til Norður-
landa, málverk eftir Kristinn Pétursson og ferð til Akureyr-
ar. Eins og sjá má eru þetta allt glæsilegir vinningar og þeír,
sem gaman hafa að því að freista gæfunnar, ættu ekki að
Iáta þetta tækifæri ónotað. Dregið verður 20. júní. Miðar fást
í flestum bókaverzlunum bæjarins.
Ný fiskimjölsverk-
smiðja á Dalvík
Reyml í fyrra. vlnnsla hófst í vor
I vor hófst vinnsla í nýrri fiskimjölsverksmiðju, sem Kaup-
félag Eyfirðinga lét reisa á Dalvík síðastliðið ár. Hefir hún
þýðingarmiklu hlutverki að gegna til hagsbóta fyrir útgerð
Dalvíkinga.
Tvö skip með brota-
járn dregin til Englands
Panamuskip, seni strandaði við \jarðvik
o«' g'amall línuveiðari í síðnstn sjóferð
í gær veittu margir bæjarbúar athygli einkennilegum
skipaferðum á ytri höfninni. Gamall og illa farinn skipskláf-
ur var þar á ferð í fylgd með síldarleitarskipinu Fanney og
dráttarbát frá höfninni.
Panamaskip, af pólskum
uppruna.
Þarna var komið skip nokk-
urt, er strandaði fyrir þremur
árum undan Njarðvíkum. —
Náði Magni skipinu á flot og
dró það inn í Elliðaárvog, þar
sem það hefir verið síðan, þar
sem ekki þótti tiltækilegt að
gera það út til sjóferða að
nýju. Þegar skipið strandaði,
var það í flutningaferð til
landsins og sigldi undir fána
Panama, en áhöfnin var pólsk
og svo hafði skipið einnig ver-
ið. —
Brotajárn til Englands.
Orsök þess, að skip þetta er
dregið á flot að nýju og fært
inn á Reykjavíkurhöfn er sú,
að því er nú ætlað að leggja
upp í eina sjóferð, sem vænt-
anlega verður sú síðasta. Á að
fylla skipið með brotajárni og
draga það síðan með farminn
til Englands, þar sem það, að
því hlutverki loknu, verður
sjálft höggvið upp í brotajárn.
(Framhald á 2. síðu.)
Brú á Kerlingar-
dalsá hjá Fagradal
Á aðalíundi Kaupfélags
Skaftfellinga var samþykkt
áskorun til rikisstjórnar og
vegamálastjóra að sjá svo um
að Kerlingardalsá verði brúuð
hjá Fagradal þegar á næsta
ári, og fól fundurinn þing-
manni kjördæmisins að fylgja
þessu fast eftir.
Ennfremur var samþykkt
eftirfarandi tillaga varðandi
varahluti í vöruflutningabif-
reiðar:
„Aðalfundurinn mótmælir
kröftuglega þeim ráðstöfun-
um ríkisstjórnarinnar, að
varahlutir til vöruflutninga-
bifreiða séu fluttir inn fyrir
,,bátagjaldeyri“. Þar sem flutn
ingar að og frá félagssvæðinu
fara allir fram með bifreiðum,
segir það sig sjálft, hversu
slikar ráðstafanir stórauka
(Framhald á 2. siðu.)
Rafskinna er enn einu sinni
komin í skemmuglugga Har-
aldar, vegfarendum til augna
yndis. Margir þurfa að staldra
við til þess að sjá, hverju Raf-
skinna býr yfir þessu sinni,
því að alltaf hefir hún eitt-
hvað nýtt að flytja, og um-
búnaður hennar er að vanda
skemmtilegur og smekklegur.
Jón Kristinsson hefir teikn-
að auglýsingarnar af hug-
kvæmni og vandvirkni. t
Það væri sjónarsviptir að
því, ef Rafskinna kæmi eitt-
hvert árið ekki i skemmu-
gluggann, en pem betur fer
virðist hún vera orðin hér um
bil jafn óskeikul og himin-
tunglin.
Innbrot í veit-
ingastofu
í fyrrinótt var innbrot fram
ið í veitingastofuna Skeifuna
við Tryggvagötu, og var stolið
þar sígarettum, neftóbaki,
vindlum, teskeiðum og áíeggi.
Rannsóknarlögreglan hand
tók í gær mann, sem grunaður
var um innbrotið, og meðgekk
hann síðar í gær. Hins vegar
telur hann sig ekki muna,
hvað hann hafi gert við þýfið.
Rannsóknarlögreglan biður
þvi þá, sem einhverjar bend
ingar kynnu að geta gefið, að
láta vita um það.
Verksmiðjuhúsið er skemma
mikil, en vinnsluvélarnar eru
brezkar. Var hún reynd í
fyrra, en tók að fullu til starfs
í vor, og hefir vinnslan geng-
ið vel. Getur verksmiðjan unn
ið 24 smálestir af fiskúrgangi
eða 250—300 mál síldar á sól-
arhring.
Verksmiðjan stendur sjávar
meginNvið frystihús kaupfé-
lagsins á Dalvík og fylgir
henni hentugt athafnasvæði.
Verksmiðjustjóri er Tryggvi
Jónsson frystihússtjóri á Dal-
vík.
Flugferðir norður
fyrir heimskauts-
baug
Ferðaskrifstofan efnir nú
umjsólstöðurnar til flugferða
norður yfir heimsskautsbaug.
Voru slíkar flugferðir á veg-
um hennar í fyrrasumar og
þóttu mjög skemmtilegar.
Fei’ðir þessár verða nú tekn
ar upp aftur 21. og 22. júní.
Á aö fljúga norður yfir há-
lendið og út til hafs, noröur
fyrir heimsskautsbauginn. —
Verður lagt af stað úr Reykja-
vík klukkan hálf-ellefu að
kvöldi, og verið yfir heims-
skautsbaugnum um miðnætt-
ið, er sólin er við hafsbrún í
hánorðri. Komið verður aftur
á Reykjavikurflugvöll klukk-
an eitt til hálf-tvö að nóttu.
Nýalssinnar safna fé til bygg-
ingar stjörnusambandsstöðvar
Yerður rannsóknarstöð «j»' miðstöð þeirra,
or aðhvllast koniiing.tr dr. Holg'a Pjoinrss
Félag Nýalssinna, er stofnað var I vetur til þess að kynna
kenningar dr. Helga Pjeturss um þróun lífsins, framhaldslíf
á öðrum jarðstjörnum og samband hnatta á milli, hefir mik-
ið í huga. Félagið hefir ákveðið að hefja fjársöfnun til
stjörnusambandsstöðvar, sem mun eiga að verða eins konar
musteri og miðstöð Nýalssinna.
Stjórnendur félagsins, Svein
björn Þorsteinsson, Þorsteinn
Guðjónsson og Sigurður F.
Ólafsson, hafa beðið Tímann
fyrir svolátandi ávarp:
„Góðir samlandar!
Félag Nýalssinna hefur á-
kveðið áð efna til fjársöfnun-
ar í því skyni að byggja
stjörnusambandsstöð í Reykja
vík. Stjörnusambandsstöð er
hús, sem er sérstaklega ætlað
. tll þess að leita sambands við
íbúa annarra hnatta. Verður
þetta fyrsta hús þeirrar teg-
undar á þessum hnetti. Kunn
ugt er mönnum af ritum dr.
Helga Pjeturss, með hvaða
aðferðum hægt er að ná sam-
bandi við aðra hnetti. Verður
við stjörnusambandsstöðina,
þegar liún kemst upp, að sjálf
sögðu byggt á uppgötvunum
dr. Hélga um þessi efni.
Ekki þarf að taka fram við
þá, sem lesið hafa Nýala dr.
Helga, hvílík nauðsyn það er
að byggja stjörnusambands-
stöð, og komast þannig i full-
komnara samband en verið
hefir við lífið á öðrum hnött-
um. — Heitum vér svo á alla
þá, sém styðja vilja stærsta
framfaramál vorrar aldar, að
leggja fram nokkurt fé til
byggingar stjörnusambands-
stöðvarinnar, hver eftir sín-
um efnum.
Sigurður Ólafsson, Skafta-
hlíð 5 (eða c.o. Fálkinn Lauga
vegi 24), Reykjavík tekur við
framlögum manna."
Vísindalegar rannsóknir
fyrirhugaðax.
í þeseari íyrirhuguðu
stjörnusambandsstöð Nýalas-
sinna mun eiga að fram-
kvæma sérstakar rannsókn-
ir á ýmsum fyrirbærum, sem
þeir telja, að stafi frá íbúum
(Framhald á 2. síðu.)
Rifsnesið aflar enn
vel við Grænland
Síðan Rifsnesið kom til
Grænlands hefir það mokað
upp aflanum látlaust. í síð-
asta símskeyti frá Rifsnesinu
hermir, að veiðihorfurnar séu
enn góðar.
Skipstjóri á Rifsnesinu er
hinn kunni aflamaður, Val-
garður Jóhannsson. Skips-
höfnin eru 16 samvaldir menn
og vanir útilegu.
Víkingur sig'raði
Fjórði leikur íslandsmóts-
ins í knattspyrnu var háður á
íþróttavellinum í gærkveldi,
og sigraði Vikingur Fram með
fjórum mörkum gegn engu.
í kvöld keppa K.R. og Val-
ur. - /