Tíminn - 14.06.1951, Síða 6

Tíminn - 14.06.1951, Síða 6
6. TÍMINN, fimmtudaginn 14. jání 1951. 130. blað. Holdið er veikt (Le diable au corps) Vegna áskorana verður þessi athyglisverða franska mynd aðeins sýnd í örfá skipti áður en hún verður endursend. Sýnd kl. 9. Skilminga - maðurinn (The Swordsman) Gullfalleg amerísk litmynd j Sýnd kl. 5 og 7. rTRIPOLI-BÍÓ! Ræningjarnir frá Tombstone Afar spennandi og viðburðar- rík amerísk mynd úr villta vestririu. Barry Sullivan, Marjorie Reynolds, Broderic Crawford. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Við Svanafljót Íilúsíkmyndin fallega um ævi j Stephen Foster. Sýnd kl. 5. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Töframaðurinn (Man who couid Work miracles). Bráðskemmtileg gamanmynd tekin í líkum stíl og hinar víðfrægu og vinsælu „Topper myndir“. Aðalhlutverk leikur Roland Young. sá sami og lék „Topper". Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BIO Á elleftn stundn Mjög tilkomumikil og vel leik j in finnsk mynd meðdönskum ] textum. Aðalhlutverk: Paavo Jannes, Jornia Nortimo. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 9 (f*ujAjuj^J(>&uAjuiA. Mte tfejt&JO ► ■ ■1 í1 — ’ Rarmagnsofnar, nýkomnir 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum í póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H. F. Laugaveg 79. — Sími 5184.! Austurbæjarbíó Dauðasvcfninn Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 9. Meðal mannaeta og villidýra Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBÍÓ Stjörnn-dans (Variety Giri) Bráðskemmtiieg ný amerísk söngva- og músíkmynd. 40 heimsfrægir leikarar koma fram í myndinni. Aðalhlutverk: Bing Crosby, Bob Hope, Gary Cooper, Atan Ladd, Dor othy Lamour, Barbara Stan- Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Ógnaröld á ný (Return of the Bad Men) Afar spennandi og skemmti- leg ný amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Randolph Scott, Anne Jeffreys, Robert Ryan, George „Gobby“ Hayes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Skyldur eigin- mannsins (Yes sir, thats my Baby) Bráðskemmtileg ný amerisk músík- og gamanmynd í eð,li legum iitum. Aðalhlutverk: Donald O’Connor Gloria De Haven Charles Coburn Sýnd ki. 5, 7 og 9. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833. Heima: Vitastíg 14. ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦< Kaupum - Sel jum — allskonar húsgögn o. fl.j með bálfvirði. — PAKKHÓSSALAN Ingólfsstræti 11. Sími 4663 Nýja sendi- bílastööin hefir afgreiðslu á Bæjar- bílastöðhmi, Aðalstræti 16. Sími 1395. ELDURINN Igerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutryggingum Askriftarsími: TIMIAA 2323 Erlent yfirlií (Framhald af 5 síðu.) Áróður þeirra virðist með öllu áhrifalaus. Þess vegna geti það orðið þeim meira til gagns en tjóns á þessu stigi að beita gegn þeim refsiaðgerðum fyrir áróður þeirra. Kommúnistaflokkurinn ekki bannaður. 1 umræðum um dóm hæsta- réttar í máli kommúnistanna er það áréttað í amerískum blöð um, að þessi dómur þýði engan veginn að kommúnistaflokkur- inn í Bandarikjunum sé bann- aður. Með dómi þessum sé það hins vegar útilokað, að hann geti rekið byltingaráróður eða hvatt til þess að stjórninni sé steypt með ólöglegum hætti. Hins vegar geta kommúnistar látið flokk sinn starfa áfram, ef þeir starfrækja hann á þeim grundvelli, að þeir ætli að reyna að ná völdum með lýð- ræðislegum og löglegum hætti. Þótt sú skoðun eigi nokkurt fylgi í Bandaríkjunum að banna beri kommúnistaflokk- inn alveg, virðist sú stefna þó í miklum meirihluta, að slíkt sé óhyggilegt. Kommúnistar muni þá fyrst og fremst starf- rækja leynisamtök, er geti orð- ið enn erfiðari viðfangs. Rétt sé því að veita þeim frelsi til að berjast opinberlega fyrir stefnu sinni og reyna að vinna henni fylgi, ef þeir gera það á lýðræðislegum grundvelli og halda því ekki fram, að leyfilegt sé að ryðja henni braút með ofbeldi. Hvorki kommúnistum eða öðrum eigi að vera leyfi- legt að halda því fram, að rétt- lætanlegt sé að koma skoðun sinni fram með ofbeldi. IW.WAY.W.V.V.V.V.V.V.V.WAVAV.W.V.V.’.V.W Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Slmi 7752 Lögfræðistörf og eipisam- sýsla. TENGILL H.F. Síml 80 694 Heiði tí8 KJeppsvef annast hverskonar raflagn- Lr og viðgerðir svo sem: Verk smiðj ulagnlr, húsal agnlr, sklpalagnlr ásamt vlðgerðum og uppsetnlngu & mótorum röntgentækjum og helmllia- vélum. Gjörizt áskrifendnr að 3 imanum Áskriftarsími 2323 WÓDLEIKHtíSID ^JJeitbi Bernhard Nordh: 'ona, VEIÐIMANNS í -■ ■v Fimmtudag kl. 20.00 RIGOLETTO Uppselt. Föstudag kl. 20.00. RIGOLETTO Uppselt. Sunnudag kl. 17.00 RIGOLETTO Uppselt. Aðgöngumiðar að þriðjudags sýningunni 12. 6., sem féll niður, gilda á n. k. þriðjudag 19. 6. Tekið á móti kaffipöntunum í miðasölu. Ingibjörg hafði ekki farið langt, er henni varð ærið hverft við. Hún sá tryllingsleg augu Lappans Nikulásar stara á sig úr runna. Hún rak upp óp, tók á rás í gagnstæða átt, reyndj að hlaupa, en steyptist á höfuðið. Hún brölti samt stynjandi á fætur. Það brast einhvers staðar í grein, og hú nsvipaöist óttaslegin um. Hvar gat hún falið sig? Lapp- arnir sátu um hana! Þessi tilfinning var þó ekki ný. Ótt- inn við Lappana hafðj komið í veg fyrir, að hún færi í bækistöðvar þeirra og segði þeim, að Nikulás lægi fár- sjúkur i Bjarkardal. Lapparnir vildu henni illt eitt — hún trúði þvi statt og stöðugt, að ekkert væri þeim kærara en sjá hana deyja. Þess vegna hafðj hún ætlað að freista þess að komast að Akkafjalli, þótt það væri löng leið. Hún hafði vonað, að hún fyndi slóð Erlends, en hana hafði ekki grun- að, að vindurinn væri þegar búinn að afmá slóð hans víða, þar sem hann náði að draga til lausamjöllina. Það hafði verið hljótt í skóginum um stund, en nú kvað við aftur ýlfur úlfanna. Ingibjörg var ekki vlss um, hvort þeir voru nær eða fjær en áður. Hún reyndi bara að Ö2la áfram, og óhugnanlegt gól villidýranna hræddi hana ekki lengur. Samt hafði hún heyrt gamalt fólk segja margar fárlegar sögur af því, hve gráðugur úlfurinn væri, ef hann kæmist í tæri við vanfærar konur. Hann var sólginn í að rífa þær á hol og gleypa fóstrið. Það var engu líkara en Ingibjörg gengi í leiðslu. Hún hafði gleymt sér, og hvað eftir annað datt hún í fönnina. Stundum lá hún kyrr góða stúnd, en alltaf brölti hún samt' á fætur að síðustu. Hún var líka hætt að hugsa um Erlend. Það var Akkafjall, sem vakti í vitund hennar — hún varð að komast að Akkafjalli. Það var eina hugsunin, sem rúmaðist orðið í höfði hennar. Eftir langa mæðu kom Ingibjörg að litlu vatni. Hún gekk út á það, en veitti því samt ekki athygli, enda þótt snjóinn hefðí sums staðar skafið af ísnum. Hún reikaði, eins og hún væri drukkin, og loks hneig hún niður. Hnén gáfu eftir. Hún beit á vörina og reyndi að brjótast um, og loks komst hún á fætur aftur. En allt var sem rauð þoka kringum hana, og henni virtist eitthvað ferfætt þjóta fram- hjá. Hún stóð agndofa, en svo rauf skerandi óp hennar kvöldkyrrðina. Hún hrópaði nafn Árna. Hann einn gat bjargað henni úr kjöftum rándýranna. En það var ekki neinn Árni í námunda. Hún hneíg enn niður, er hún hafði reíkað svo sem fimmtíu metra. Það var eins og hún sigi djúpt niður í jörðina. — ★ — Erlendur svaf fast alla nóttina og rumskaði ekki fyrr en dauf morgunbirta tók að seytla inn um gluggann. Hann brölti á fætur og gerði eld, svo að hann gæti soðið eitthvað handa sér. Nú sá hann, að eitthvað var að. Ingibjörg hefði ekki af frjálsum vilja gist hjá Löppunum. Hafði hún kannske orðið fyrir eihhverju slysi? Hann lét brauð og bita af hreindýrakjöti í mal sinn og tók byssuna. Nokkrum minútum síðar stefndi hann til fjalls. Erlendur þræddi slóðina eftir hreindýrasleðann. Allt í einu kom hann auga á djúp spor í snjónum, svo sem tutt- ugu metra frá sleðabrautinni. Hér gat ekki neinn verið föt- gangandj á ferð, nema Ingibjörg. Hann breytti um stefnu og fylgdi þessari nýju slóð, sem hann hafði fundið. Hún lá beint inn í kjarrið. Þarna hafði hún numið staðar, spíg- sporað dálítíð og stefnt síðan í aðra átt. Erlendur greip andann á lofti, er hann.sá, að hún hafði ekki haldið áfram til bækistöðva Lappanna, heldur sveigt í át'•<»-■ a frá þeim. Erlendur fylgdi förum Ingibjargar um það bil einn kíló- metra í noröausturátt, en þar hvarf slóðin. Á breiðu belti var allt troðið af óteljandi hreindýi’aförum. Hér hafði sýni- lega verið á ferð stór hreindýrahjörð. Voru Lapparnir farnir austur á bóginn með hjarðir sínar? Hann lagði við hlustirnar. Ekkert hljóð heyrðist í morgunkyrrðinni. Klukkustund síðar hafði Erlendur sannfært sig um það, að Lapparnir voru farnir á brott. Þeir höfðu sópað kofa slna í skóginum vandlega og "borið út öskuna og stráð yfir hana snjó. Þegar Erlendur rótaði upp snjónum, komu í ljós hálf- brunnin og sviðin sprekin. Sólin var komin á loft. í norðri voru ljósir skýjaflákar, en annars var himinninn heiður. Það var mun meira frost en daginn áður, og skíði Erlends runnu vel. Hann hraðaði för sinni, og svitinn lak af honum, enda þótt kalt væti. Húfuna hafði hann fært aftur á hnakkann, og hann var að hugsa um að fara úr úlpu sinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.