Tíminn - 15.06.1951, Blaðsíða 3
131. b!aS.
TÍMINN, fö&tudaginn 15. júní 1851.
3,
:|j IsiendingajDættir
Fimmtugur: Gunnar Árnason, gjaídkeri
Búnaðarfélags íslands
í dag er Gunnar Árnason
gjaldkeri Búnaðarfélags ís-
lands fimmtugur. Hann er
íæddur aö Gunnarsstöðum í
feistilfirði 15. júni 1901 og ólst
þar upp. Átján ára að aldri
gekk Gunnar i bændaskólann
á Hólum í Hjaltadal og braut-
skráðist þaðan sem búfræð-
ingur tvítugur að aldri vorið
1921. Ári síðar sigldi hann
til Danmerkur og lagði stund
á búfræðinám við landbúnað
arháskólann í Kaupmanna-
höfn. Kandidatsprófi i bú-
vísindum lauk hann þar vorið
1925. Næsta vetur stundaði
Gunnar framhaldsnám i naut
griparækt og mjólkurfræöi í
Noregi.
Strax að loknu námi hvarf
Gunnar Árnason heim til ís-
lands, því þar vildi hann
staría. Hann réðist þá þeg-
ar til Búnaðarfélags íslands
sem ráöunautur í mjólkur-
máium. Hann gegndi því
staríi ásamt fleiri störfum
hjá félaginu um skeiö, unz
það hætti að hafa ráðunaut
í mjólkurmálum í þjónustu
sinni þá um sinn. Þá var
Gunnar ráðinn sem aðstoðar
ráðúnautur í jarðrækt og vann
við það starf þar cil 1940, að
hánn var ráðinn gjaldkeri fé
lagsins. -Því starfi gegnir
hann enn. Gunnar hefir lagt
gjörfa hönd á flest störf Bún
aðarfélágsihs ínnan skrif-
atofunnar og utan á þessum
altíarfjórðungi, sem hann hef
ir óskiptur unnið Búnðarfé-
laginu, því auk þeirra starfa,
sem hann hefir verið ráðinn
til að vinna, hefir hann þrá-
faldlega aðstoðað aðra starfs
menn félagsins, einkum naut
griparæktar og sauöfjárrækt
ari’áðunautana. Hann hefir
mætt sem aðaldómari af
hálfu Búnaöarfélagsins á fjöl
mörgum nautgripa- og hrúta
sýningum, einkum á árunum
1930—1940 og síðan hann
varð gjaldkeri félagsins, hef-
ir hann haft aöalumsjón með
skrifstofunni.
Gunnar Árnason er öllum
hnútum kunnugastur í Bún-
aðarfélaginu og kemur það
sér vel, því oft þarf hann að
svara fyrirspurnum utan sins
verkahrings, þegar ráðunaut
ar félagsins og búnaðarmála
stjon eru á íeróaiogum i sveit
um landsins.
Gunnar Árnason var náms-
maður góður, enda býr hann
yfir mik lli og alhliða þekk-
ingu á bunaðarmálum. bæði
fræðilegri og hagnýtri. Hann
er með afbrigðum skylduræk
inn, mikilvúkur og samvizku
samur scavísmaðar. Slikir
menn eiu ómetanlegir fyrir
hverja þá stofnun, sem þeir
helga starfskrafta sína.
Gunnar Árnason er sam-
vinnumaður og félagshyggju
maður í fyllstu merkingu
þess orðs. í þeim féiögum sem
hann starfar í, er hann oft-
ast kosinn í stjórn, þvi allir,
sem hann þekkja, vita að ó-
sérplægni hans á sér lítil tak
mörk og þau störf, sem hon-
um eru falin, verða vel og
samvizkusamlega af hendi
leyst.
Gunnar Árnason er góð-
templari og hefir þar sem
annarsstaðar unnið af al-
huga með óbilandi trú á mál
stað reglunnar.
Gunnar er kvæntur ágætri
konu, norskri, Olgu að nafni
Þau hjón eiga 4 mannvæn-
leg börn.
Um leið og ég árna honum
allra heilla á fimmtugsafmæl
inu óska ég þess að Búnaðar
félag íslands fái sem lengst
að njóta starfskrafta hans.
Jafnframt þakka ég honum
samstarfið, síðan ég kom til
Búnaðarfélagsihs fyrir 14 ár
um, og eínnig margvíslega að
stoð, sem liann heíir oft veitt
mér beðinn og óbeðinn. Ég
veit að-aðrir starfsmenn fé-
lagsins taka undir þessar ósk
ir til hans með mér.
Halldór Pálsson
Dánarminning: Ragnheiður Jónasdóttir
Íslanúsmótið:
Víkingur: Frara 4:0
Fjórði leikur íslandsmóts-
ins var milli Fram og Víkings
og bar Víkingur sigur úr být-
um með fjórum mörkum gegn
engu. Það hefir borið mikið
á því í sumar, að marga góða
leikmenn vantar hjá liðunum,
sem aðallega stafar af meisðl
um í leikjum að undanförnu.
T. d. vantaði Fram nú Sæ-
mund Gislason og Hermanr.
Guðmundsson, en hjá Víking
vantaði Helga Eysteinsson og
Reyni Þórðarson.
Yfirleitt má segja, að þessi
leikur hafi verið allgóður, sér
staklega hjá Víking í siðarl
hálfleik. Nokkrar breytinga-'
voru gerðar á liðinu frá leikr.
um við Val, sem gáfu góöa
raun. Meginstyrkleiki liðsins
lá þó, eins og áður, í fram-
vörðunum og „trióinu" Ingv-
ari, Bjarna og Gunnlaugi, en
þeir réðu yfir miðju vallar-
ins og hafði það úrslitaáhrif.
Framlína Fram var aftur á
móti mjög sundurlaus, fram-
verðirnir byggðu illa upp, og
það má segja að liðið hafi
varla fengið gott tækifæri til
að skora. Hjá Víking var öðru
máli að gegna. Framlínan
fékk afar mörg tækifæri, sem
skapaðist mest vegna þess að
nákvæmur, stuttur samleikur
,,tríósins“ opnaði vörn Fram
mikið. En liðið fór illa með
beztu tækfæri t. d. áttu þeir
þrjú tækifæri fyrir opnu
marki, sem öll misnotuöust.
Sá galli fannst mér á leik
framherja Vikings, að þeir
gáfu knöttinp yfirleitt of
seint, sérstaklega Gunnlaug-
ur, og treystu kantmönnun-
um ekki nógu vel, sem þó var
litil ástæða til, því vinstri
útherji, Gissur Gissurarson,
skoraði tvö af mörkum liðs-
ins, og er hann snjall í að
skapa sér tækifæri. Víkingur
skoraði eitt mark i fyrri hálf
leik og skoraði Gissur með
föstu skoti. Nokkuð var liðið
á seinni hálfleik, er liðjð skor-
aði aftur og var Ingvar Páls-
son þá að verki, með föstu
skoti frá vítateig, óverjandi
fyrir Adam. Bjarni Guðnason
skoraði þriðja markið aðerns
síðar með skalla og síöasta
markið skoraði Gissur og var
hann þá í „dauðafæri“ á-
samt Bjarna, svo opin var
vörn Fram.
Beztu menn í Víkingsliðinu
voru Kristján Ólafsson og
Ingvar*3 Pálsson, Bjarni og
Gunnlaugur, en yfirleitt má
segja að flestir leikmenn liðs-
ins hafi átt góðan leik. Hjá
Fram var vörnin þrátt íyrir
allt betri hluti liðsins, Karl
og Haukur voru sterkir, en
réðu ekki við framlínu Vik-
í dag er til moldar borin
Ragnheiður Jónasdóttii frá
Borgarnesi. Hún andaðist í
Landakotsspítála eftir tæpa
tveggja mánaða legu. 9. þ. m.
Hún var fædd 25. júní 1887.
Ragnheiður var fædd í
Bjarnareyjum á Breiðafirði,
dóttir Jónasar Sigurðssonar
formanns og Helgu Finns-
dóttur frá Geirmundarstöðum
á Skarðsströnd.
Ragnheiður fluttist ung á
Skarösströndina og dvaldi
lengst af æskuárum sínum á
Skarði. Var hún löngum 1
þjónustu ættmenna Skarðs-
verja þar til hún giftist árið
1931 eftirlifandj manni sín-
um Ágústi Sigurðssyni. Þeim
varð ekki barna auðiö, en áö
ur en hún giftist eignaðist
hún tvo sým7 sem báðir eru
nú búsettir í Reykjavík.
Ég þekkti Ragnheiði mjög
vel, hún var á heimili for-
eldra minna í Borgarnesi í
mörg ár og vann þeim af
mestu dyggð og prýði. ViÖ,
sem þekktum hana bezt, viss
um. að í brjósti hennar sló
viðkvæmt hjarta og órofa
tryggð. Við öll, sem þekktum
Ragnheiði, söknum hennar
sárt, hún var alltaf létt I
lund, og hvar sem hún fór
var glaöværðin í fylgd með
henni.
Hún mun lengi hafa kennt
meins þess, er að lokum dró
hana til dauða, en sjúkdóm
sinn bar hún án möglunar
og aldrei brást hennj trúin á
guð sinn, og síöast sofnaði
hún með bæn á vörum til
hans, seni allt sér og öllum
veitir 'frið éftir langt' lífs-
stríð.
ings vegna lélegrar aðstoöar
framvarðanna.
Dómari var Hrólfur Bene-
diktsson.
Með þessum fátæklegu lin-
um viljum við öll hér heima
kveðja þig og þakka þér fyr-
ir allt á liönum árum. Biðj-
um við algóðan guð að leiða
þig og styrkja í heimi þeim,
er þú nú dvelur í.
Blessuð sé minning þín.
Camilla Kristjánsdóttir
Gjörizt áskrifendnr að
ZJímajfium
Áskriftarsiml 2323
ÍSÍ viSI sameina útgáfu
íþróttablaða
Yifl cimiig koma á saiueiglnlegri skrifstoíu
fyrir alla íþróftastarfseini í Keykjavík
Fertugasta þing íþróttasambands íslands var haldið í Hafn
arfirði s. I. laugardag og sunnudag. Þingið sátu fulltrúar frá
tólf héraðssamböndum og fimm sérsamböndum, alls 53 full-
trúar. Áður hefir verið getið hér í blaðinu um stjórnarkjör,
en hcr verður getið helztu tillagna, sem samþykktar voiu
á þinginu.
íþróttaþing samþykkir að
framkvæmdastjórn undirbúj
40 ára afmælismót ÍSÍ 1952
og athugi möguleika á þvi að
hér verði haldið það ár iþrótta
ráðstefna ríkisíþróttasam-
banda Norðurlanda.
Þing ÍSÍ haldið dagana 9.
til 10. júní 1951, beinir þeim
tilmælum til framkvæmdar-
stjórnar ÍSÍ að hún láti þeg-
ar hefjast handa um undir-
búning afmælisrits ÍSÍ, er
komi út á 50 ára afmæli þess.
íþróttaþing ÍSÍ haldið í
Hafnarfirði dagana 9.—10.
júní 1951 felur framkvæmdar
stjórn ÍSÍ eða þriggja manna
neínd, er hún skipar, aö hefja
viðræður við Tryggingarstofn
un ríkisins um kaup á slysa-
tryggingu fyrir félagsskap
íþrcttamanna og verði áliti
um kostnað og rekstur skilað
á næsta reglulegum sam-
bandsráðsfundi.
Ársþing ÍSÍ 1951 ákveður að
sambandið hætti með öllu að
veita metmerki.
Tillögur varðandi fjárhags
mál:
1. Til íþróttakennslu veitist
ekki að jafnaði styrkur úr
sambandssjóði. Styrkir til
hennar greiðist úr íþrótta-
sjóði og af væntanlegum tekj
um getraunastarfseminnar.
2. Ef styrkja þarf bókaút-
gáfu ÍSÍ verði leitað styrks
til hennar úr íþróttasjóði.
3. ÍSÍ fái einkaumboð til að
láta búa til íþróttamerki ÍSÍ,
veggskildi o. fL og hafa til
sölu, nema merki íþrótta- og
ungmennafélaga.
4. ÍSÍ reyni að fá heimild
til þess að gefa út íþróttafrí-
merki árlega eða á fárra ára
fresti.
5. Unnið verði að því að
koma á sameiginlegri skrif-
stofu fyrir alla þá íþrótta-
starfsemi, sem hefir aðsetur
í Reykjavík og þarf á sér-
stakri skrifstofu að halda,
svo og starfsemi í sambandi
við íþróttahreyfinguna, svo
sem getraunastarfsemi, 1-
þróttablöð o .fl.
6. Reynt verði að tryggja
sameiginlega hlutdeild sér-
greinanna í greiðslu til kenn-
ara, sem kenna fleiri en eina
íþróttagrein.
7. Félög og sambönd leggi
aukna áherslu á að fá áhuga-
leiðbeinendur til kennslu.
8. Sérsamböndin hafi sam-
vinnu um sendingu fulltrúa
á íþróttaþing erlendis, þar
sem því verður við komið.
9. Unnið verði að því, að fá
ríkisstjórn og Alþingi til þess
að fella niður skemmtana-
skatt af skemmtunum íþrótta
félaga.
10. ÍSÍ láti útbúa muni og
beiðursskjöl til verðlaunaveit
inga og hafi það til sölu og
vinni að því að þetta verði
almennt notað af héraðssam
böndum, sérsamböndum og
íþróttafélögum.
11. Að reynt verði að gera
haganlegan samning
ferða- og dvalarkostnað í-
þróttamanna sem fara á
íþróttamót erlendis og koma
á íþróttamót frá útlöndum,
auk þess sem leitað verði op-
inbers styrks til sltkra ferða.
12. Að reynt verði að fá
erlendar íþróttamyndir til
sýninga hér á landi.
13. Að sem flestir íþrótta-
aðilar sameinist um útgáfu
íþróttablaðs eða blaða svo að’
útgáfa þeirra verði ekki fjár-
hagslegur baggi á íþrótta-
hreyfingunni.
Ársþing ÍSÍ 1951 kýs þriggja
manna nefnd til þess að
vinna með framkvæmda-
stjórninni og íþróttanefnd
ríkisins (ef hún samþykkir),
um aukinn styrk til sam-
bandsins, eða fastan styrk er
tryggi rekstur ÍSÍ, frá Al-
þingi eða ríkisstjórn.
Skattur sambandsfélaga til
ÍSÍ skal vera 2 kr. á ári.
Ársþing ÍSÍ skorar á ríkis-
stjórnina að veita ÍSÍ heimild
til þess að selja merki þann
17. júní ár hvert til ágóða
fyrir íþróttastarfsemina í
landinu, þar sem íþróttahreyf
ingin hefir um langt skeið'
tileinkað sér þann dag og
haldið hann hátíðlegan.
íþróttaþing ÍSÍ samþykkir
að unglingaráð starfi innan
íþróttasambands íslands og
(Frambald á 7. síðu.)
Fridrik vann
fyrstu skákína
Heimsmeistaramót drengja
i skák hófst i Birmingham i
Englandi á miðvikudag. Eins
og kunnugt er tekur Friðrik
Ólafsson þátt í mótinu og i
fyrstu umferð tefldi hann við
Joyner frá Kanada og bar sig
ur úr býtum. Fyrir mótið voru
þeir Ikov frá Júgóslavíu og
Bhen, ásamt Friðrik, álitnir
liklegastir til sigurs. Ikov og
Bhen tefldu saman í fyrstu
umíerð og sigraði Júgóslavinn.
Þá má geta þess, að í annarii
umferð vann Joyner Svíarm
Asker.
Friðrik fór héðan 5. júní og
kom samdægurs til Birming-
ham. Þar stendur nú einnig
yfir alþjóðlegt skákmót, sem
margir heimsfrægir skák-
menn eru þátttakendur i. í
bréfi, sem Friðrik hefir skrif
að heim, segir, að hann hafi
haft tækifæri til að fylgjast
með mótinu, sér til mikillar
ánægju. Var hann kynntur
fyrir skákmönnunum, en með
al þátttakenda þar, er Rosso-
limo, sá er tefldi hér á afmæl-
ísmóti Taflfélagsins I vetur.
Þegar Friðrik sendi bréfið var
staðan í mótinu þannig, að
ungur Júgóslavi, Matanovic,
sem er ekki nema 19 ára, var
efstur með 5 vinninga. Næstur
var Bretinn Alexander með
4j/2 vinning. Aftur á móti var
Svíinn Stálhberg, sem er
þekktasti skákmaðurinn, sem
tekur þátt í mótinu, aðeins
með 3 vinninga og Rossblimo
og Júgóslavinn Gligoric með
um i 2 y2 vinning.